Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 „Óbærilegur „mórall“ ríkjandi í kjördæminu“ - segir Finnbogi Hermannsson um úrsögn sína _I>AÐ ER Ijóst frá því i vetur, að sú stefna sem Ólafur Jóhannesson hef- ur reynt að knýja fram í utanrík- ismálum Ken^ur alKjörleKa í ber- höKK virt skoöanir mínar ok þá er óba'rileKur _mórall“ rikjandi i kjör- dæmi mínu ok verður ekki stætt á oðru en kveóa þar upp úr um. Ék er hra-ddur um. að slikt viðKanKÍst þar til skoðanakannanir eða forval kcmst á,“ saKði FinnboKÍ Her- mannsson. annar varaþinKmaður Framsóknarflokksins í Vestfjarða- kjórdæmi, í viðtali við Mbl., en hann hefur saKt sík úr Framsóknar- flokknum. „Ég sendi bæði Steingrími Her- mannssyni formanni flokksins og Guðmundi Hagalínssyni, formanni Framsóknarfélags Mýrarhrepps, ábyrgðarbréf, þar sem ég tilkynnti úrsögn mína. Steingrími sendi ég bréfið 12. júní sl. og Guðmundi um líkt leyti, en ég var félagi i Fram- sóknarfélagi Mýrarhrepps," sagði l'innbogi um úrsögn sína. Um ástandið innan Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjordæmi sagði Finnbogi: „Mér hefur ekki fundist vera einnig innan kjördæmissam- bandsins. Það virðist afskaplega mikið sambandsleysi milli flokksfor- ystunnar og hins almenna flokks- manns.“ — Formaður Framsóknarflokks- ins er þingmaður þessa kjördæmis. Ertu að tala um hann? „Ég tel það afskaplega lítið sam- band þegar varaþingmaður, sem býr í Vestur-ísafjarðarsýslu, er hvorki látinn vita af fundum né leiðarþing- um. Ég er ekki að tala um að varaþingmaður eigi að vera eitthvert „númer“, en þetta er dæmi um afskaplega mikið afskiptaleysi og tómlæti, bæði við hlutaðeigandi varaþingmann og umbjóðendur hans.“ — Hefur þá verið algjört sam- bandsleysi milli þín og formanns flokksins? „Ég hef ekkert haft saman við hann að sælda utan framboðsreisu 1979“ — Það hefur verið bent á, að þú hafir fengið send trúnaðargögn frá Alþýðubandalaginu á meðan þú varst varaþingmaður Framsóknarflokks- ins. Hefur þú kannski aldrei gengið úr Alþýðubandalaginu að fullu? „Ef þú ert að spyrja um bókhald flokksfélaga, þá getur þú áreiðanlega grafið upp bréf hjá formanni félags Alþýðubandalagsins á Isafirði, þar sem ég segi mig formlega úr flokkn- um áður en ég gekk í Framsóknar- flokkinn." — Hvað með trúnaðarplöggin frá Alþýðubandalaginu? Þú upplýstir á sínum tíma um leynisamning ríkis- stjórnarinnar. Var það fengið úr þeim plöggum? „Nei, ég fékk þær upplýsingar annars staðar. Ég fékk fréttabréf Alþýðubandalagsins send, en fæ þau ekki lengur. Ég tel, að þau séu ekkert trúnaöarmál!" — Hættu þau að koma eftir um- fjollunina um leynisamninginn? „Það virðist sem bókhaldið hafi þá komist í lag hjá Alþýðubandalaginu, en ég veit ekki til að fréttabréfin séu trúnaðarmál, og veit ekki betur en þau séu send fréttastofum og fleiri aðilum." — Értu genginn í Alþýðubanda- lagið á ný? „Síðan 12. júní? — Þetta er fáránleg spurning." — Ætlar þú að ganga í Alþýðu- bandalagið? „Ég hef engar áætlanir um það, en það má ætla af spurningu þinni, að það sé ekki hægt að berjast gegn misrétti og standa í framfaramálum án þess að vera litaður af einhverjum flokki. Ég hef látið mig ýmis félags- leg málefni varða í mínu heimahér- aði og barist gegn ýmiss konar misrétti og úr því Staksteinar voru svo elskulegir að senda mér tilskrif í Morgunblaðinu í dag, þá vil ég geta þess, að þegar ég kom að Núpi í Dýrafirði, þá var þar læknislaust og hafði verið um langa hríð og ég verð því miður að geta þess hér, að ég barðist fyrir því í fjölmiðlum að þangað kæmi læknir og þar hefur verið læknir síðan. Þetta er meðal annars það sem Staksteinar kalla pólitískt trúboð." Páll Pétursson, form. þingfl. Framsóknarflokksins: „Hann gréri nú aldrei fastur í Framsókn“ „Veit ekkert um málið,“ segir Steingrímur Ilermannsson, formaður Framsóknarflokksins .IIANN Krcri nú aldrei svo fastur 1 Framsókn að Alþýðubandalagið teldi taka því að strika hann út af trúnaðarmannaskránni. Það kom I Ijós i fyrravetur. að honum voru send trúnaðarhréf Alþýðubanda- laKwins." saKði Páll Pétursson for- maður þingílokks Framsóknar- flokksins er Mbl. spurði hann álits á Söngnámskeið Guðrúnar Á. GIJÐRÚN Á. Símonar. úperu- sóngkona og nýbakaður riddari hinnar íslenzku fálkaorðu. held- ur í sumar söngnámskeið fyrir kórfólk. da'gurlagasongvara og aðra sem langar að læra radd- heitingu. Guðrún hélt sams konar nám- skeið sl. sumar og var það fjölsótt, en það sem Guðrún leggur áherzlu á er þjálfun raddar og rétt öndun. Óperusöngkonan ræðir málin og skráir þátttakendur í síma 13892. úrsóKn FinnboKa. en FinnboKÍ er annar varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. „Ég veit ekkert um þetta mál nema það sem ég hef heyrt í fréttum og vil því ekki tjá mig um það að svo stöddu, en ég býst við því að Finnbogi hafi skilað úrsögn sinni til síns félags," sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins, en Finnbogi er varamaður Steingríms á Alþingi. Páll Pétursson sagði einnig að- spurður, að sér hefði ekki borist nein uppsögn frá Finnboga. „Hanr. er heldur ekki meðlimur þingflokksins þó hann hafi komið þarna sem annar varamaður úr kjördæminu inn á Alþingi." Um yfirlýsingar Finnboga sagði PáJI: „Ég vona að Finnboga farnist vel á sínum nýju vígstöðvum. Þetta er dálítið álitlegur maður, en hann stoppaði stutt hjá okkur og er nú sennilega farinn heim til sín aftur. — Það er alltaf slæmt þegar góðir menn fara. Hitt er annað mál að þetta er kannski ekki óbætanlegt tjón. Við Finnbogi vorum nú sammála um margt innan þingflokksins. Við erum til dæmis hernámsandstæð- ingar báðir, en það var einn galli á F’innboga. Hann var ofurlítið ímynd- unarveikur. Hann hélt alltaf að tilteknir menn, einkanlega þó Ólafur Jóhannesson væru einhvern andsk. .. .að bralla fyrir herinn, — en það var misskilningur F'innboga og mjög ástæðulaus," sagði Páll í lokin. Steingrímur sagði einnig er Mbl. ræddi við hann: „Annars þykir mér þetta ekki það merkilegt mál að það taki því að vera að útvr.rpa því og gera að fréttamat." Sigurfari II SH 105 í togi björgunar- og dráttarhátsins Godans frá Reykjavík fyrir utan Akranes á leið frá skipasmíðastöðinni til Akraneshafnar. Nýr 450 lesta skut- togari sjósettur Vð skipshlið í höfninni á Akranesi, Gunnar Hjálmarsson, Helga Árnadóttir, Iljálmar Gunnarsson og fyrir framan er dóttursonur Helgu og Hjálmars, Árni Elvar. - hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts SIGURFARI II SH 105 heitir nýr 450 lesta skuttogari sem hleypt var af stokkum siðastlið- ið föstudagskvöld hjá skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. Skuttogari þessi er byggður fyrir þá feðga Hjálmar Gunn- arsson og Gunnar Hjálmarsson, Grundarfirði, og er þetta þriðja skipið sem þessi skipasmíðastöð smíðar fyrir þá feðga. Hin eru Siglunes og Haukaberg sem bæði eru 105 lesta. Sigurfari II er 35. nýsmíði skipasmíðastöðv- arinnar sem hóf starfsemi 1928 og það stærsta til þessa. Skipið er búið öllum nýjustu og fullkomnustu fiskileitartækj- um og er búið til veiða með flot- og botnvörpu. Lestarrými er fyrir um 200 tonn af fiski í kössum. Mesta lengd skipsins er 50 metrar. Aðalvél skipsins er 2250 hestöfl og búin til fyrir brennslu bæði fyrir svart- og dieselolíu. Hjá Þorgeir og Ellert hf. vinna nú um 140 manns. Næsta verkefni er smíði 280 lesta fiski- skips fyrir Hraðfrystihús Breið- dælinga, Breiðdalsvík. Auk þess hefur verið samið um smíði tveggja samskonar skipa fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. og Lárus Guð- mundsson, Grundarfirði. Nú er unnið að dýpkun fyrir framan skipalyftu fyrirtækisins og áformað er að byggja þar viðlegukant í sumar. Mun þá, að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins, öll aðstaða til viðgerða og nýsmíða stórbatna við það. Sigurfari II mun verða afhent- ur eigendum í lok júlí, en þangað til verður unnið að ýmsum frá- gangi við skipið í höfninni á Akranesi. Smíði skipsins hófst í mars 1980. Helga Árnadóttir eiginkona Hjálmars gefur hér skipinu nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.