Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 Fjórðungsmót sunn- lenskra hestamanna haldið að Hellu FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna verður haldið á Hellu, dagana 2. til 5. júlí í sumar, að því er fram kom á blaðamannafundi sem framkvæmdanefnd mótsins efndi til. Framkvæmdanefndina skipa þeir Bergur Magnússon, Fáki, formaður, Bjarni H. Ansnes, Smára, ritari, Steinþór Runólfsson, Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands, gjaldkeri, Birgir Guðmundsson, Sleipni, Hreinn Ólafsson, Herði, Jóhannes Guðmunds- son, Gusti og Gunnar Jóhannsson, Geysi, framkvæmda- stjóri. Fimmtán hestamannafélög, vestan úr Hvalfirði austur að Lómagnúp og Hrossaræktar- samband Suðurlands taka þátt í mótinu, sem verður hið fjöl- mennasta í ár, að sögn fram- kvæmdanefndarinnar og er gert ráð fyrir milli 5 og 10 þúsund þátttakendum. Á dagskrá verða hefðbundn- ar greinar svo sem A og B flokkskeppni gæðinga, ungl- ingakeppni í flokki 13 til 15 ára og í flokki 12 ára og yngri. Auk Merki mótsins þess verður í samráði við íþróttadeildir aðildarfélaganna háð töltkeppni. Fjöldi hrossa í þessum greinum er um 80. I kappreiðum eru skráð til leiks rúmlega 100 hross og eru það öll sterkustu hlaupahross landsins því tímamörk, sem sett voru eru þau ströngustu sem sett hafa verið hér á landi. Til samræmis við það eru verðlaunin í kappreiðunum þau hæstu sem um getur, en þau geta orðið allt að 80.000 kr. Helstu nýjungar á þessu móti eru þær að sérstök sýning verður fyrir þau bú sem stunda markvissa hrossarækt. Fimm ræktunaraðilar taka þátt í þeirri sýningu. Samanlagður fjöldi hrossa í keppni og sýn- ingum verður yfir 400. Framkvæmdanefndin hefur ákveðið að hver aðgöngumiði að mótinu gildi sem happ- drættismiði og verður dregið um vinningana mótsdagana. Þá hefur verið komið af stað kappreiðaveðmáli, en það mun vera nýjung hérlendis. Veðmál- ið er í formi getraunaseðla og þar sem svo strangt úrval er viðhaft í kappreiðunum, koma öll hross til greina í verðlauna- sæti. Á vegum fjórðungsmóts- ins og Landssambands hesta- manna hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur og af- rekaskrá svo allir landsmenn geta tekið þátt í veðmálunum. Að sögn framkvæmdanefnd- arinnar verður allt fyrirkomu- lag á mótsstað með þeim hætti að um ánægjulega fjölskyldu- skemmtun verði að ræða og góða útivistarhelgi, en stutt er á fallega staði frá Hellu, s.s. í Fljótshlíðina og Eyjafjöllin. Tjaldbúðaaðstaða verður góð og völ á öllum veitingum á staðnum. Gert er ráð fyrir að þeir sem vilja vera út af fyrir sig í rólegheitum, geti verið það, en dansleikir verða haldn- ir á Hvolsvelli fyrir unga fólkið. Á mótsstað verður eitt- hvað um að vera allan tímann og á laugardagskvöldinu verð- ur skemmtun þar sem. frám koma landsþekktir skemmti- kraftar. Þá hafa hestamenn efnt til vísnakeppni, að sjálf- sögðu í anda mótsins, og hafa fyrripartarnir þegar verið sendir út, en menn munu spreyta sig á því að botna á mótinu og dómnefnd skera úr um gæði kveðskaparins. Hestamannafélagið Geysir, sem leigir svæðið, hefur byggt það mjög myndarlega upp á undanförnum tveimur árum. Hafa Geysismenn byggt 300 m2 samkomuhús og sáð í nokkra tugi lands og er öll aðstaða til mótshalds nú hin ákjósan- legasta. Hestamenn ættu því að eiga ánægjulega mótshelgi í vændum á Hellu í sumar. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENTJ Helgi H. Hannesson sigr- aði í spurningakeppni úr Gamla testamentinu Úrslitaeinvígið i spurningakeppninni úr Gamla testamentinu var háð i útvarpssal sl. sunnudag og eins og hlustendur vita sigraði Ilclgi Ilermann Ilannesson, háskólastúdent, mótherja sinn Sæmund Gisla Jóhannesson á endasprettinum eftir óvenju spennandi keppni. Helgi mun þvi halda utan til ísrael i haust þar sem lokakeppnin fer fram, en þar munu leiða saman hesta sína sigurvegarar frá löndum viða um heim. ísraelsmenn hafa haldið þessa keppni i mörg ár cn þetta er i fyrsta skipti sem ísland er þátttakandi. Formaður undirbúningsnefndar hér á landi var Bernharður Guðmundsson, fréttaritari Þjóðkirkjunnar og alls tóku sextán manns þátt i keppninni. Dómarar keppninnar hérlcndis voru þeir Þórir Kr. Þórðarson, prófessor i gamlatestamentisfræðum við Háskóla íslands og Gunnlaugur A. Jónsson, guðfra'ðingur og blaðamaður. Mhl. átti stutt spjall við þá Helga og Sæmund. Helgi Hermann Hannesson: „Biblían, ótæm- andi f jársjóður „Ég byrjaði ekki að lesa Biblíuna að ráði fyrr en ég varð 19 ára en núorðið les ég hana á hverjum degi, alltaf kvölds og morgna og einnig þess á milli hafi ég tíma,“ sagði Helgi Hermann Hannesson, 28 ára háskólanemi, í samtali við Mbl. „Biblían er ekki dauð og úrelt bók heldur lifandi orð Guðs, þess sem skapaði heiminn og með því að lesa Biblíuna fræðist ég um Guð, manninn og lífið. Að þessu leyti er hún ótæmandi fjársjóður." Helgi hefur búið í Bandaríkj- unum í samtals átján ár, en foreldrar hans eru búsettir i New Jersey. Helgi er sonur hjónanna Hannesar B. Krist- inssonar efnaverkfræðings frá Akureyri og Jóhönnu Her- mannsdóttur. Síðastliðin tvö ár hefur Helgi verið búsettur í Reykjavík. „Ég var við nám í fjögur ár hjá óháðum söfnuði í Oregon í Bandaríkjunum og lærði þar m.a. grísku og hebresku og um Biblíuna. Eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum hef ég einnig lagt stund á þessar greinar tií þess að halda kunnáttunni við, en annars hef ég áhuga á flestum greinum raunvísinda, líffræði, eðlisfræði, heilsufræði og hef alltaf verið hálfgerður bókaormur." — Hefurðu sérstakt dálæti á ákveðnum kafla í Biblíunni? „Ég á marga uppáhaldskafla og nær ómögulegt er að gera upp á milli þeirra, það þyrfti að nefna svo margt. Ég held mikið upp á Jóhannesarguðspjaliið. Yf- irleitt les ég einn sálm, einn kafla úr Orðskviðunum og einn kafla úr Guðspjöllunum dag hvern. Sálmar númer 1, 23, 100, 111 finnst mér einnig sérstakir. Þótt ég reyni að komast reglu- lega yfir Biblíuna, les ég hana vegna þeirrar blessunar, sem hún veitir mér en ég tel ekki skiptin sem ég hef farið yfir hana. Þegar ég fluttist til íslands aftur hugðist ég stofna söfnuð svipaðan þeim og ég dvaldi hjá í Oregon, en ég byrjaði á því að kynna mér þá söfnuði, sem fyrir hendi voru hér og eftir að hafa hugsað mig um og leitað vilja Guðs ákvað ég að starfa með Elím, sem er óformlegur söfnuð- ur. Við höldum samkomur á sunnudögum og þriðjudögum að Grettisgötu 62, og auk þess eru Bibliulestrar aðra hverja viku í heimahúsum." — Hvernig lýst þér á að taka þátt í keppninni í ísrael? „Ég hlakka mikið til að fara þó ég geri mér ekki miklar vonir um að sigra. Ég vonast til þess að geta dvalið þarna í nokkrar vikur og skoðað mig um eftir keppnina. Keppendur eru frá rúmlega fjörutíu löndum en það geta alltaf gerst kraftaverk!" Sæmundur G. Jóhannesson: „Les Biblíuna til að endumýja kraftana“ „Ég er undrandi yfir því hvað ungi maðurinn var seigur, en ég er mjög ánægður með þessi úrslit. Helgi mun þá fara út í haust. Ég hefði hvort eð er ekki viljað fara án konu minnar, en hún er bundin heima. Svo fer maður að verða gamall, en Helgi er maður framtíðar- innar," sagði Sæmundur G. Jóhannesson, 81 árs, þegar blm. hringdi til hans á Akureyri í gær. „Fystu Biblíuna eignaðist ég við fermingu, síðan þá hef ég lesið hana margoft. Og lesturinn hef ég aukið eftir að ég fór að eldast. Ég byrjaði að lesa Biblí- una þegar ég var á áttunda ári, eða strax og ég varð læs. Þetta var Oxford-útgáfan frá 1866. Hún var með stóru letri og ég las hana við tunglsljós heima í baðstofunni á kvöldin. Núorðið les ég Biblíuna alla um fjórum sinnum á ári.“ Ég átti talsvert bókasafn heima í Finnmörk í Miðfirði, þar sem ég er fæddur, en það brann allt saman fyrir nokkrum árum. Mestan áhuga hef ég haft á trúvarnarritum og mikill hluti bóka minna er eftir enska trúfræðinga. í Biblíunni stendur að orð Guðs sé lifandi og kröftugt... „og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inni innstu (, fylgsni sálar og anda, liða- móta og mergjar og er vel fallið til að vera dómari hug- renninga og hugsana hjart- ans.“ (Hebr. 4.12.). og þegar ég les biblíuna bið ég Guð um að láta orð sitt endur- nýja krafta mína, bæði sálar og líkama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.