Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 Kristinn Pétursson stýrimaður á Jakobi SF 66 Sæmundur Gíslason skipstjóri Ljósm. Mbl. SÍKunfOÍr. Hljómsveit um borð í Jakobi SF 66 Um borð í Jakohi SF 66 frá Neskaupstað hittum við þá Kristin Pétursson stýrimann ok Sæmund Gíslason skip- stjóra, þar sem þeir stóðu uppi í brúnni ok voru að ræða málin. Eftir nokkrar kynn- ingar spurði ég hvar þeir hefðu verið að veiða. „Við vorum hér sunnan á Djöfladal rétt út af Hvalnesi," sagði Kristinn. „Það er senni- lega eitt mesta veðrarassgat við ísland, enda fara þangað ekki nema hörðustu kallar." Eruð þið kaldir kallar? „Já, við erum helvíti kaldir kallar," sagði Kristinn og þeir hlógu dátt. „Við erum báðir Norðfirðingar, aldir hér upp og höfum báðir verið á sjó síðan við vorum níu eða tíu ára,“ sagði Sæmundur. „Við erum að bíða eftir trolli af verkstæðinu og förum svo út í kvöld. Nei, nei, við höfum aldrei lent í neinum svaðilför- um og maður hefur aldrei þurft að vera hræddur um borð,“ sagði Kristinn. „Eg var lengi með föðurbróður mínum, það er í ættinni sjómannsblóð- ið, en hann sótti fast á Djöfla- dalinn. Þar er alveg ferlegur kargi og illtogandi. Hann var þá á gamla Barða, skipstjóri. Hann var alltaf að festa og rífa, og eitt sinn þegar hann kom með allt rifið og tætt að landi var ort um hann þessi vísa: ItirKÍr drt'Kur á Djofladal druslu rifið sórhvcrt hal. Iirr eftir hann heita skal herra BirKÍr festival. Það er annars að frétta af þessum báti að hér er um borð hljómsveit, skipuð eingöngu áhafnarmeðlimunum, þremur að tölu. Þeir spila á gítar, melodíku og helenurokk og eru bara skrambi góðir.“ Jæja, já. Og spila þeir eitt- hvað á böllum? „Nei, þeir spila nú bara um borð. En það er mjög gaman að hafa þá hérna." Þá skeði það að landfestin að aftan slitnaði frá bryggju og skutinn rak í átt að fjör- unni. Áður en við tókum við okkur var Árni Johnsen, sem staðið hafði á bryggjunni, stokkinn um borð og búinn að kasta kaðli til mannanna, sem stóðu á bryggjunni. Kaðallin'n var festur í stóran jeppa og hann dró bátinn aftur að landi. Þegar búið var að festa aftur og menn farnir að draga andann léttar, varð bátsmann- inum á skuttogaranum Birt- ingi að orði: „Hann var ekki lengi að bjarga þessu, helvítis Vest,- mannaeyingurinn." csirsraEiaiwa »cop» JUplav jiB fSS ST 610 0.9 Micro V FM. 3ja stiga FM-stilliþéttir. Stillisveiflusjá fyrir bestu móttökugæöi. Kaststilli- hjól. Tíönistýrikerfi. 3ja ára ábyrgð. Verð 5.655.- Greiðslukjör. m----------- Skipholti 19. Hljómtækjadeild. — Sími 29800. cBídsfcóaar Símar: 86080 og 86244 "I Húsgögn Ármúli 8 Sumarhúsgögnin okkar hafa slegið í gegn. Ný send- ing komin. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Holtagerði 47, þinglýstri eign Guömundar H. Sigurössonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní 1981 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 79. og 82. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979, á Reynigrund 1, þinglýstri eign Óðins Geirssonar, fer tram á eigninni sjálfri föstudaginn 26. júní 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.