Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 45 Austur-Skaftafellssýsla: Stækkun elli- og hjúkrunar- heimilisins lýkur í haust Hér segir af vinsœlum plötum AÐALFUNDUR sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu var hald- inn á Höfn dagana 4. og 5. júnl. í frétt frá sýslunefnd segir að ýmis erindi o>f málefni stofnana hafi verið tekin til umraeðu og afttreiðslu. en sýslufélagið annast m.a. margskonar sameitfinleuan rekstur og varðar alla hreppana sem eru sex að tölu og íbúa þeirra. Má þar einkum nefna elli ok hjúkrunarheimili. bytftfða- safn. úttráfustarfsemi. sýslu- skjalasafn ok forsvar ojf stuðn- intf ojf fjárhatfslegan stuðnintf við félatfasamtök í sýslunni. Helstu verkefni sem unnið hef- ur verið að er endurreisn Gömlu- búðar, elsta húss í sýslunni, en það var bygKt á Papós sem verslunar- hús 1864 og síðan flutt til Hafnar og endurreist þar 1897. Frá 1980, er húsið var fullbúið, hefur það þjónað sem byggðasafn, og þar er einnig til húsa fundarsalur sýslu- nefndar. Var á þessu áru lokið uppgjöri vegna framkvæmda þess- ara. Nú standa yfir byggingar- framkvæmdir við elli- og hjúkrun- arheimili sýslunnar og áformað að ljúka þeim að hausti. Um er að ræða verulega stækk- un heimilisins, sem mun eftir þetta geta hýst 33 vistmenn. Einnig verða gerðar verulegar lagfaeringar á eldra húsnæði til aukinna þæginda fyrir starfsfólk og vistmenn. Fjárlög sýslunnar á þessu ári nema kr. 562.800.-. Til vegamála, þ.e. framkvæmdir við sýsluvegi, verður varið auk þess kr. 514.000.-. Sýslunefnd ályktaði um ýmis mál. Því var beint til sveitartjórna að fylgst væri með áformum um byggingu sumarbústaða og gætt ákvæða um skipulagsmál því við- víkjandi, svo og samráðs við nátt- úruverndarnefnd. Skorað var á hreppsnefnd Hafn- arhrepps að ganga sem fyrst frá friðlýsingu Óslandsins sem fólks- vangs, enda virðist full samstaða um þau mál. Sýslunefnd beinir þeim tilmæl- um til forsvarsmanna orkumála í landinu, að kannað verði svo fljótt sem kostur er með borunum, hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna er mætti nota til húshitunar á Höfn og í Nesjum. Sýslunefndin skorar á viðkom- andi stjórnvöld að gera nú þegar úrbætur í þá átt að eftirlit allt verði hert með ferjunni Smyrli og farþegum hennar, svo komið verði í veg fyrir ólöglegan útflutning náttúrugripa og jafnvel innflutn- ing ólögmæts varnings, en rök- studdur grunur er um hvort- tveggja. Náttúruverndarnefnd sýslunnar bendir á þau lýti og óþrifnað í umhverfinu sem er af ýmisskonar yfirgefnum og einskisnýtum mannvirkjum og áformað að gera verulegt átak í þá átt að fjarlægja slík mannvirki með tilstyrk stór- virkra tækja og að höfðu samráði við umráðamenn greindra mann- virkja. Út er komin á vegum Austur- Skaftafellssýslu bókin „Atvinnu- hættir Austur-Skaftfellinga", höf- undur Páll Þorsteinsson fyrrver- andi alþingismaður á Hnappavöll- um. Um er að ræða vandað heimildarrit og varðar líf og störf fólks í Austur-Skaftafellssýslu á liðnum öldum. Ákveðið er að sýsluritið „Skaft- fellingur", þriðji árgangur, komi út á næsta vori. Oddviti sýslunefndar Austur- Skaftafellssýslu er Friðjón Guð- röðarson sýslumaður. og hagstœðum Hér gefur aö líta nokkrar af vinsælustu plötum á íslandi í dag, sem aö auki eru allar einnig fáanlegar á kassettum. viö vekjum sérstaka athygli á hagstæöu veröi þessara platna og kassettna og bjóöum tónlistarunnendur velkomna í verslanir okkar til aö kynna sér þessar eöa aörar plötur, sem viö bjóöum uppá. □ Starsound — Stars on 45 Án efa vlnsælasta erlenda platan hér á landi í dag. Flytjendur nefna sig „Starsound" og þeir hafa sett saman 61 lag í nokkrar bráð- skemmtilegar syrpur. Mestra vinsælda nýtur samt 30 laga syrpa þeirra af gömlu, góöu Bítla- lögunum, sem er snilldarlega sam- ansett og ótrúlegt hvaö andi þeirra fjögurra svífur yfir vötnunum. □ Tenpole Tudor Tenpole Tudor er einhver vígreif- asta hljómsveit sem komiö hefur fram á sjónarsviöiö þetta áriö. Lag þeirra „Swords of a Thousand Men" nýtur nú þegar mikilla vin- sælda hér. Skal öllum þeim er líkar þaö lag bent á, aö þessi LP-plata þeirra er uppfull af jafngóöum, ef ekki betri lögum, og þar af leiöandi þottþétt. Allir áhangendur kraftmikillar rokktónlistar eru sammála um aö þessi plata Gillan sé eitthvaö hiö besta sem fram hefur komiö á því sviöi. Ef „Future Shock" hefur farið framhjá þér, skaltu bæta þér þaö upp hiö snarasta. Tryggja þér eintak og þenjaj' botn! .NHVINV, IB UIUIV — •J'lllll lll lllllll — □ Spandau Ballet — Journeys to Glory Spandau Ballet eru leiöandi í nýrri tónlist og nýrri tísku sem nú fer eins og eldur í sinu um heiminn. Lög þeirra „To Cut a Long Glory Short", „The Freeze" og „Muscle Band" njóta öll vinsælda hér sem annars staöar og er gott dæmi um hvaö Spandau Ballet stendur fyrir. □ Laddi — Deio fyrsta sólóplata Ladda er alveg meiriháttar; skemmtileg og vel- heppnuð í alla staöi. Engin ætti að sleppa því tækifæri aö heyra um Jón Spæó, Miönæturdýnamóinn, Skúla Óskarsson, Búkollu, Stebba stuöara og Badda bomsu og alla hina sem segir af á þessari skemmtilegustu þlötu noröan og sunnan Alpafjalla. Deió! □ Flugur — Óvenjuleg og eldhress saman- safnsplata, þar sem er aö finna aö mestu leyti lög, sem ekki hafa áöur veriö til á LP-þlötu og sum þeirra hafa aldrei komiö út áöur. Hér koma fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum þjóöarinnar, m.a. Björgvin Halldórsson, Laddi, Mezzoforte, Utangarösmenn, Þú og ég, Start o.fl. Sem sagt merki- leg og skemmtileg plata. □ Áhöfnin i Halastjörnunni: — Eins og skot Áhöfnin á Halastjörnunni hefur hafiö aöra vertíö sína með nýrri og betri plötu. Eins og áöur hefur ekki staöiö á fólki aö rífa hana út jafnóöum og hún kemur í hillurnar. Því ættir þú aö fara aö hyggja aö, hvernig var meö eintakið þitt. □ Jakob Magnússon — Jack Magnet Sumir segja, aö þetta sé besta platan sem nokkur íslendingur hefur gert. Víst er, aö þvílíkt úrval tónlistarmanna, jafnmikil stúdíó- vinna og jafngóð og fjölbreytt lög er ekki að finna á neinni íslenskri plötu. Enginn tónlistarunnandi má láta þetta meistaraverk Jakobs Magnússonar fara fram hjá sér, þaö eitt er víst. □ Roger Whittaker — The Roger Whittaker Album Roger Whittaker hefur um langa hríö veriö mjög dáöur hér á landi. Þessi þlata hans er sérlega vandaö og gott úrval af hans bestu og nýjustu lögum. Tvímælalaust plata sem gleöur alla hans gömlu aö- dáendur og á eftir aö afla honum fjölda nýrra. □ Carpenters — Made in America Talsvert er nú um liöiö síöan Richard og Karen Carpenter gáfu út sína síöustu plötu. Þessi nýja plata þeirra er eitt þaö besta sem þau hafa látiö frá sér fara og á vafalaust eftir aö koma þeim á toppinn aftur eftir nokkra fjarveru. □ Feels Fins — Tvær plötur fyrir sama verö og ein meö listamönnum eins og Neil Diamond, Herb Alpert, Janis lan, Kenny Loggins, Santana, Joan Armatrading og fl. og fl. Tónlistinni er ætlaó aö skapa gott og afslapp- aö andrúmsloft og yfir höfuö góöa „fílingu". Þaö tekst meö afbrigöum vel. □ Rod Stewart — Greatest Hits Sumir sáu hann í sjónvarpinu á sautjándanum. aörir ekki. Hvorum hópnum sem þú tilheyrir, þá býðst þér hér meö að kaupa eintak af „Greatest Hits“ eða úrval af hans allra bestu lögum fyrir aöeins kr. 99. Já, þú ert að lesa rétt. Þú getur hringt eöa kíkt inn í Hljómplötudeild Karnabæjar, já, eöa krossað viö þær plötur sem hugurinn girnist og sent auglýsinguna. Viö sendum samdægurs í póstkröfu. Nafn Heimilisfang V______________ Heildsöludreifing sUinorhf Símar 85742 og 85055 ___________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.