Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 47 hina dæmigerðu konu, en einnig frá þeim kvenstjórnendum sem niðurstöður fyrsta hluta bókarinn- ar byggöust á. Þær reyndust eiga margt sameiginlegt. Allar 25 voru fæddar á árunum 1910—1915 og voru án undantekninga fyrstu börn foreldra sinna. Þær voru ýmist einbirni eða elstar í hópi tveggja eða þriggja systra, en engin þeirra átti bróöur. Bernska og uppvöxtur Feöur nær allra voru stjórnend- ur í viöskiptalífinu en mæöurnar voru jafnvel eöa betur menntaðar en feðurnir, þótt allar nema ein væru húsmæöur. Bernskuminningar allra kvenn- anna voru ánægjulegar, enda höföu þær undanteknlngarlaust notið mikillar athygli beggja for- eldra sinna og örvunar til alls kyns líkamlegra athafna og afreka, sem þá þóttu ekki viö hæfi stúlkna. Þær höföu allar átt einkar náiö sam- band viö feður sína, stunduöu leiki og íþróttir meö þeim, fóru stund- um meö þeim til vinnu og tóku snemma þátt í áhugamálum þeirra. Mæöurnar voru líka örvandi og drógu ekki úr þessum áhuga, en sambandiö við þær var ekki alveg eins innilegt. Þaö var fyrst í barnaskóla aö þeim uröu Ijós hlutverkaskipti kynjanna og þær áttu allar erfitt meö aö sætta sig viö þær tak- markanir sem stúlkum voru settar í hegöun, leikjum og íþróttum. Reyndar féll engin þeirra inn í kvennamynstrið eins og þaö var. Þær sköruöu allar fram úr í námi, tóku mikinn þátt í félagslífi og völdust til foringja, líka meóal pilta og tóku jafnvel þátt í strákaíþrótt- um, en þær böröust líka meðvitaö gegn tvískiptingunni meö dyggum stuöningi foreldra sinna Á unglingsárunum varð æ erfiö- ara fyrir þessar stúlkur aö una hlutverkaskiptingunni, en þó tókst þeim aö storka henni áfram. Nú haföi stuöningur mæöranna látiö undan þrýstingi samfélagsins, en feöurnir héldu áfram aö styöja þær og örva til alls kyns dáöa og þetta sterka samband bjargaöi sjálfs- ímynd þeirra á viökvæmu skeiöi. Feöurnir uröu fyrirmyndin, en hús- móöurhlutverki mæöranna var hafnað. Þær ákváöu allar aö fara í háskóla til aö undirbúa framtíöar- starf sitt og lögóu flestar stund á viöskiptafög, þar sem karlmenn voru allsráöandi. Á þessum árum foröuöust þær yfirleitt félagsskap „hefðbundinna" kvenna — kannski sjálfum sér til varnar — en þær voru virkar í almennu félagslífi skólanna. Þær höfnuöu vísvitandi því takmarki flestra skólasystr- anna aö ná sér í eiginmann, en lögöu allt kapp á góöa frammi- stöðu og aö umgangast karlmenn fyrst og fremst sem félaga í námi og starfi. Kvenhlutverk eða starfsframi Þegar kom aö hinu vandasama vali milli kvenhlutverksins sem eiginkona og móðir og starfs- frama, geröu allar 25 sér grein fyrir aö þetta tvennt gætu þær ekki sameinað og er þær komu út í atvinnulífið, einbeittu þær sér aö vinnu sinni og frama. Aö tíu árum liönum gegndu þær allar vaxandi ábyrgöarstörfum. En framinn tók allan þeirra tíma, þannig aö sam- félag viö annaö fólk utan vinnu varð nánast ekki neitt. Þær áttu kannski eina eöa tvær vinkonur, en karlmenn umgengust þær alls ekki nema á vinnustaö. Allar höföu þó hlotiö frama sinn undir handar- jaöri yfirmanns sem kunni aö meta hæfni þeirra og studdi þær meö ráöum og dáö líkt og feöurnir áöur, og hann varö eini vinur þeirra af hinu kyninu. Þannig foröuöust þær vísvitandi aö hugsa um sjálfar sig sem konur Leigjendasamtökin: Mótmæla 44% hækkunum húsaleigu og alla árekstra sem af því gátu stafað. Klæðaburöur þeirra og fas endurspegluöu þessi viðhorf. Á miöjum fertugsaldri uröu svo viss þáttaskil í lífi allra þessara kvenna. Þaö rann upp fyrir þeim aö starfiö eitt gat ekki fyllt líf þeirra. Þær gengu allar í gegnum eins til tveggja ára tímabil sem skipti sköpum fyrir lifshamingju þeirra og fyrir frama þeirra síðar, en á meöan leyföu þær starfinu aö hverfa í skugga um skeið. Nýi stíllinn Þær tóku nú aö rækta gömul vináttusambönd og stofna til nýrra. Þær breyttu um útlit, völdu sér kvenlegri klæönaö og nýja hárgreiöslu, m.ö.o. tóku sjálfa sig í sátt sem konur. Að þessum tíma lönum haföi helmingur þeira gifst, þótt engin þeirra eignaöist börn, en hinar héldu hugmyndinni um hjónaband opinni allt fram á sex- tugsaldur. Þær lýstu þessum tíma sem skeiöi er þær uröu heilsteypt- ar sem manneskjur; þær reyndu ekki lengur aö vera eitthvaö annaö en konur og samskipti þeirra viö samstarfsfsmenn af hinu kyninu uröu afslöppuö og frjálslegri en áöur. „Eldri hegóunarstíil þeirra haföi útheimt aö þær bældu kvenlega eiginleika sína og þessu vörpuöu þær nú fyrir róöa. Þess í staö tömdu þær sér fas sem var meðvituð ögrun viö hugmyndir annarra um hina hefbundnu kven- ímynd. Þeim leiö nú vel að vera greinilega konur en létu jafnframt til sín taka á sviöum sem jafn greinilega voru utan viö hið staðl- aöa konuhlutverk." í fullri sátt viö sjálfar sig bæöi sem manneskjur og stjórnendur var þeim nú leiöin greiö í æöstu stööur innan sinna fyrirtækja. Þær Hennig og Jardim telja megin- ástæðuna fyrir því hversu farsæl- lega þessum óneitanlega fámenna hópi tókst aö samsama kveneðli sitt og starfsframa liggja í bernskuáhrifum, einkum þeirri full- vissu sem feöur þeirra veittu þeim „aö konur þyrftu ekki aö vera karlmenn til aö vera manneskjur". Styrkur þessara 25 kvenna fólst þannig í uppeldisaöstæöum sem heyra til undantekninga og enginn fær ráöiö. En þorri kvenna er eftir sem áóur bundinn á þann klafa sem lýst var í fyrsta hluta bókar- innar. Hvað geta konur gert? Lokakaflinn nefnist „Hvaö geta konur gert?“ Þar er leitaö svara viö áleitnum spurningum, svo sem þeirri hvort konur vilji heilshugar helga sig starfsframa sem stefnir á æóstu stööur, og eru þær þá reiöubúnar að fórna eins miklu og þessar konur geröu? Geta konur lært aö yfirstíga allar hömlurnar án þess aö afneita kveneóli sínu? Höfundar telja aö svo sé, en undirstrika aö þaö er engan veginn létt verk. Þær benda konum á raunhæfar leiðir, ( fyrsta lagi aö viðurkenna þann mismun á viö- horfum kynjanna sem seint mun hverfa og taka síðan ákvöröun um hvort þær vilja leggja stjórnun fyrir sig í raun og veru, og keppa þá viö karla fyrst og fremst meö skilmál- um sem þeim eru tamari en konum. Hér yröi of langt mál aö rekja allt þaö sem höfundar benda á konum til leiöbeiningar, en þær gleyma heldur ekki körlunum og vanda þeirra viö breyttar aöstæó- ur. Bókinni lýkur á ýmsum þörfum ábendingum fyrir karlmenn, eink- um þá sem nú ráóa feröinni og geta haft áhrif á framtíöarþróun þessara mála. Hér er á feröinni bók sem á erindi jafnt til kvenna og karla. Hún skýrir þann vanda sem viö blasir og er þegar allt kemur til alls sameiginlegur konum og körlum. Þann vanda þarf aö leysa og hann er hægt aö leysa. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi álykt- un aðalfundar Leigjenda- samtakanna, sem haldinn var í Fellahelli í Reykjavík 11. júní sl.: „Aðalfundur Leigjenda- samtakanna mótmælir VeKKspjald LeÍKjendasamtak- anna. harðlega þeirri árás á kjör leigjenda sem ríkisstjórnin heimilaði með 44% hækkun allrar húsaleigu 1. maí síð- astliðinn. Aðalfundurinn bendir á, að meðal leigjenda eru lág- launamenn fjölmennastir. Hækkun húsaleigu um 44% er nær tvöfalt hærri en kaupgjaldshækkanir frá 1. október 1980 til 1. maí 1981. Fyrirheit fjármála- og félagsmálaráðherra við forsvarsmenn Leigjenda- samtakanna í vor, þess efnis, að ríkisstjórnin myndi halda húsaleigu- hækkunum jöfnum á við kaupgjaldshækkanir hafa reynst orðin tóm. Verðstöðvunin hefur reynst leigjendum skamm- vinn frestun á leiguhækk- unum. Aðalfundur Leigj- endasamtakanna skorar á ríkisstjórnina að hefjast þegar hadna um að ráða bót á því ófremdarástandi sem ríkir í málefnum leigj- enda. Sendi öllum alúöarþakkir, sem minntust mín meö gjöfum og heillaóskum á áttugasta afmælisdegi mínum. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. MORGUNBLAÐIÐMOR MORGUNBLAOIÐMOR MORGUbRLAÐIÐMQ?; MORGU MORGI MORG OIOMORGUNBLAÐil) ^QMORGUNBLAÐIÐ y/—^BGUNBLAÐIÐ MNBLAÐIÐ IBLAOIÐ Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Laugavegur frá 101 —171 Háteigsvegur Hringið í sima MORGUKÍ^ v35408 MORGUNBIT^.------ MORGUNBLAOfc^'///5>W,^fAÐÍ1 MORGUNBLAÐIÐMOy [NBLAÐIÐM( JLAÐIÐ .AOIÐ Wuio Y/ \DID ^jlaOIÐ ÍBLAÐIÐ ^LAOIÐ ftBLAÐIÐ /0NBLAOIÐ /ÍUNBLADIÐ /íGUNBLAÐIÐ IGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI FÉLAGASAMTÖK STARFSMANNAHÓPAR EINSTAKLINGAR SAUMAKLÚBBAR Nánari upplýsingar hjá Ferdaskrifstofum og i simum 35309 - 24065, (92) 6626 - (92) 6569. Bókanir hjá Kynnisferóum i síma 28025. Leigjum bát fyrir sjóstangaveiói. Veiðistangir og útbúnaójr um borð. Kjörin nýbreytni fyrir starfsmannahópa, félagasamtök, einstaklinga o.fl. Fastar veiðiferðir laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 f.h. Farið frá Loftsbryggju (við Hafnarbúðir) Ferðin tekur 4-5 klst. Verð pr. mann kr. 360. Báturinn fáanlegur á öllum öórum timum i styttri eða lengri ferðir fyrir fast verð pr. klst. Bjóðum einnig upp á útsýnisferðir 1-2 klst, um Sundin og nágrenni Reykjavikur og upp i Hvalfjörð. Brottför laugardaga og sunnudaga kl. 14.15, 16.15 og 18.15. Kvöld- og Hvalfjarðarferðir auglýstar siðar, ef þátttaka fæst. Utigrill i bátnum. Verð kr. 100 fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. FAXAPERLA GK 26 Hjónin: Kristin Nikulásdóttir og Árni Trvggvason. Stórkostlegt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Förum örugglega aftur. Magnús Valdimarsson Einstakur og þægilegur bátur i sjóstangaveiði. Sport sem margir hafa beðið eftir. PANTIÐ TÍMANLEGA Í FERDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.