Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 35 Framhaldsmeimtun- arnámskeið fyrir leikara hérlendis NÁMSKEIÐ fyrir starfandi leik- ara hefur staðið yfir að undan- förnu. Námskeiðið var i tvær vikur, haldið á vettum Leiklistar- skúla tslands i samvinnu við Norrænu leiklistarnefndina sem veitt hefur styrk til námskeiðsins. Norræna húsið hefur ennfremur aðstoðað skólann i þessu sam- bandi. Kennarar á námskeiðinu eru tveir. finnski leikstjórinn Kaisa Korhonen. sem lesendur kannast e.t.v. við þar sem hún setti leikritið „Þrjár systur” upp á listahátíð hér ok hins vegar er Ritva Holmberit. leikstjóri ok leikritahöfundur. Þær hafa báðar kennt við leik- listarháskólann í Helsingfors, bæði við grunn- og framhalds- menntunina en í Helsingfors er sérstök framhaldsmenntunardeild við háskólann sem var stofnuð 1972 og hafa síðan u.þ.b. 800 nemendur sótt nám þar. Þátttakendur á þessu námskeiði hérlendis voru 10 en í kringum 20 manns sóttu um. Skilyrði fyrir þátttöku var að leikarar hefðu a.m.k. 6 ára starfsreynslu. Námskeiðið beindist að því að kanna tjáningarmöguleika nú- tímaleikarans, með andlegri nær- veru og vali á túlkunarleiðum. Námskeið sem þetta hefur ekki verið haldið áður hérlendis en standa vonir til að skólinn geti í framtíðinni haft reglulega fram- haldsmenntun fyrir leikara og aðrar starfsgreinar innan leik- hússins. Þegar Mbl. innti eftir því hvern- ig námskeiðið hefði tekist sögðu leikararnir að árangur væri góður og að konurnar hefðu náð góðum tökum á kennslunni, bent leikur- unum á kosti og galla og fengið fólkið til „að nota sín eigin augu“. Ársfundur SSK: Sigurhanna Gunnarsdóttir kjörin formaður 53. ÁRSFUNDUR Sambands sunnlenskra kvenna (SSK) var haldinn að Árnesi dagana 11. og 12. april. Fundinn sóttu 27 full- trúar, en féiögin innan sam- bandsins eru 29 og félagar alls 1398. Einnig sátu fundinn kunur úr fastanefndum SSK og ýmsir góðir gestir. Eftir að konur höfðu hlýtt á messu að Stóra-Núpi hjá Sr. Sigurfinni Þorleifssyni, setti formaður SSK, Sigurhanna Gunn- arsdóttir, fundinn og flutti síðan skýrslu stjórnar. María Pétursdóttir, formaður KÍ, flutti fréttir af starfsemi kvenfélagasambandsins. En þing KI mun verða að Laugarvatni dagana 1.—3. júní. Samþykkt var, að öll félögin innan SSK styrktu félagið Þroska- hjálp á Suðurlandi á þessu ári, Ári fatlaðra, en undanfarið hafa þau skipst á um það verkefni nokkur í senn. Samþykkt var reglugerð fyrir minningarsjóð Rögnu Sigurðar- dóttur, Kjarri, en hún var mikil áhrifakona um alla ræktun á vegum SSK. Áskorun hefir verið send ráða- mönnum Sjúkrahúss Suðurlands, þar sem skorað er á þá að beita sér fyrir því, að húsnæði gamla sjúkrahússins á Selfossi verði breytt í hjúkrunarheimili fyrir aldraða, þegar starfsemin flyst í hið nýja hús. Daníel Daníelsson, yfirlæknir Sjúkrahússins á Sel- fossi, flutti mjög fróðlegt erindi um sjúkrahúss- og heilbrigðismál á Suðurlandi. En sjúkrahúsið hef- ir verið óskabarn SSK um margra ára bil. Formannaskipti urðu hjá Sam- bandinu. Sigurhanna Gunnars- dóttir, Læk, Ölfusi, sem verið hefur formaður undanfarin 6 ár, lét nú af formennsku. Við tók Halla Aðalsteinsdóttir, Kolsholti I, Villingaholtshreppi. Aðrar í stjórn eru Ragnhildur Ingvars- dóttir, gjaldkeri og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, ritari. þaðer engurn blöðum um haö OÖ fletta • • • Alist<nrMacLean av íimenalAeéi aa mAfé loeni nnfnnnnr SVIKAD^ leioarlökum er vinsælasti og mest lesni höfundur á íslandi mörg undanfarin ár. Nú er komin út ný bók eftir þennan meistara spennusögunnar: SVIK AÐ LEIÐARLOKUM Snjallasti glæpamaður heimsins ræðst í sitt djarfasta stórræði: að ræna móður Bancfaríkjaforseta á ferð í París og halda henni í gíslingu uppi í Eiffelturni. Hann hefur ráðið til sín þrautreynda aðstoðarmenn, fólk sem á enga sína líka að kjarki, leikni, afli og snarræði. Og hann ræður yfir ægilegu vopni, skæðara en nokkurn getur órað fyrir, í sannleika bráð- drepandi. Petta er MacLean saga eins og þær gerast bestar. Kvikmynd eftir sögunni verður sýnd í Háskólabíó. Nú eru allar 23 bækur Alistair MacLean fáanlegar: □ Byssurnar í Navarone ................... kr. 98,80 □ Nóttin langa .......................... kr. 98,80 □ Skip hans hátignar Ódysseifur.......... kr. 98,80 □ Til móts við gullskipið ............... kr. 98,80 □ Neyðarkall frá norðurskauti............ kr. 98,80 □ Á valdi óttans ........................ kr. 98,80 □ Síðasta skip frá Singapore ........v .. kr. 98,80 □ Spyrjum að leikslokum.................. kr. 98,80 □ Arnarborgin............................ kr. 98,80 □ Hetjurnar frá Navarone ................ kr. 98,80 □ Leikföng dauðans ...................... kr. 98,80 □ Tataralestin .......................... kr. 98,80 □ Bjarnarey ............................. kr. 98,80 □ Landamæri lífs og dauða ............... kr. 98,80 □ Dauðagildran........................... kr. 98,80 □ Launráð í Vonbrigðaskarði ............. kr. 98,80 □ Sirkus ................................ kr. 98,80 □ Forsetaránið .......................... kr. 98,80 □ Svartagull ............................ kr. 98,80 □ Égsprengikl. 10 ....................... kr. 98,80 □ Vítisveiran .......................... kr. 138,30 □ Svik að leiðarlokum .................. kr. 148,20 □ Kafteinn Cook (ævisaga) ................ kr. 90,15 Bækurnar fást hjá flestum bóksöl- um. Ennfremur getur þú merkt við þær bækur sem þú óskar eftir og við póstsendum þær um hæl, burðar- gjaldsfrítt. \ insainkgast sendið tner i postkrotti þær bækur sem merkt er við Nafn........ Heimilisfang Bræðraborgarstíg 16, Sími 12923—19156, Pósthólf 294, 121 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.