Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 23 verðlag hækkað meira en kaup- taxtar á undanförnum misserum, en þó engan veginn til þess að eyða þeim kauphækkunum sem komið hafa á sl. 5 árum. Af reynslu fyrri ára, en hún kemur m.a. fram í framangreindum sam- anburði, er ekki sennilegt að þessi þróun haldi mikið lengur áfram. I þessu sambandi hlýtur að vakna sú spurning, hvort hægt sé að heimfæra fortíðina í þessum efn- um upp á framtíðina, og fullyrða að áfram muni kauptaxtar halda áfram að hækka í samræmi við verðlag og jafnvel heldur meira. Því er hægt að svara með því, að ef koma á í veg fyrir almennan og varanlegan samdrátt í efnahags- lífinu og þau vandamál sem af því ástandi leiðir s.s. landflótta, verð- ur að skapa landsmönnum sam- svarandi lífsviðurværi og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Það verður einungis gert, með Ár Afburxun ♦ Vextir kr. kr. Eins og komið hefur fram í samantekt þessari hafa almenn laun í landinu að jafnaði hækkað í takt við verðlagshækkanir og sennilegt er að svo verði enn. Til að eyða áhrifum hugsanlegra kaupmáttarsveiflna er æskilegt fyrir skuldara að leita eftir lengri greiðslutíma en ella hefði verið. Muninum á greiðslubyrði að verðtryggðum lánum og óverð- trygRÖum lánum, er best lýst með eftirfarandi dæmum: Dæmi um óverðtryggt lán i fast- eignaviðskiptum: Forsendur: Lánsupphæð kr. 200.000. Lánstími: 4 ár Vextir: 20% á ári. Mánaðarlaun skuldara kr. 10.000., sem hækka í takt við verðbólguna. Verðbólga 52% á ári. Greiðslubyrði er afar þung fyrsta árið eða sem samsvarar tæplega 6 mánaðarlaunum en minnkar ört Mánartar (íreiðslubyrói laun kr. Fjoldi mánartarl. á ári til KrriAslu af láninu. Samtals KroiAsla kr. 1 50.000 40.000 = 90.000 15.200 5,92 2 50.000 30.000 = 80.000 23.104 3,46 3 50.000 20.000 = 70.000 35.118 1,99 4 50.000 10.000 = 60.000 53.380 1,12 því að tryggja áframhaldandi hag- úr því í rúmlega 1 mánaðarlaun á vöxt, en hagvöxtur tryggir að kauptaxtar og tekjur launþega muni þegar til lengri tíma er litið hækka meira en verðlag. síðasta árinu. Da-mi um verðtryggt lán sem valkost á móti óverðtryggðu láni í fasteignaviðskiptum: Ilvort eru óverð- tryggð eða verð- tryggð lán dýrari? Forsendur: Lánsupphæð er hér umreiknuð skv. samkomulagi á milli seljenda og kaupanda úr kr. 200.000 í kr. Þegar vextir eru lægri en verð- bólgan eins og nú er, eru verð- tryggð lán dýrari en óverðtryggð lán nema annað komi á móti. Sem dæmi má nefna að ef verðtrygging eftirstöðva af söluverði fasteignar 120.600. Lánstími: 4 ár. Vextir: 2,5% á ári. Verðbólga: 52% á ári. Hér er greiðslubyrði mun jafn- ari en í fyrra dæminu, en fer þó stendur til boða sem valkostur smáminnkandi allan lánstímann. Ár AfburKun ♦ Vexfir * Samtuls x VrrAhúta- = Ilrildar- MAnaAar- GrriAsluh. kr. kr. KrriAsla stuAull KrriAsIur laun kr. Fjóldi mán. fyrir m/vrrAb.kr. launa til Kr. vrrAba tur af láninu 1 30.150 + 3.015 = 33.165 X 1.520 = 50.411 15.200 3,32 2 30.150 + 2.261 = 32.411 X 2.310 = 74.869 23.104 3,24 3 30.150 + 1.508 = 31.568 X 3.512 = 111.183 35.118 3,17 4 30.150 + 754 = 30.904 X 5.338 = 164.966 53.380 3,09 verður að umreikna óverðtryggðar eftirstöðvar söluverðs til lækkun- ar, áður en verðtrygging sé ákveð- in. Eins og nú háttar í fasteigna- viðskiptum má segja að verðrýr- andi áhrif verðbólgunnar séu reiknuð fyrirfram inn í söluverð fasteigna, en sé miðað við verð- tryggingu er þetta óþarfi, þar sem verðbólgan er þá reiknuð eftir á. Þar sem hér er auðvelt að gera mistök skal lögð á það áhersla að fólk leiti aðstoðar hjá þeim, sem þessum hnútum eru kunnugir. Ilver er munurinn á Rreiðslubyrði aí verðtrygjíðum lánum ok óverðtryjjKÖum lánum? Greiðslubyrði af fjárskuldbind- ingum ræðst af því hve stór hluti af tekjum skuldara (t.d. kaupanda fasteignar) fer til greiðslu afborg- ana, vaxta og verðbóta. Aður en bein verðtrygging var tekin upp, voru vextir hafðir háir, en háir vextir sem ekki leggjast að hluta við höfuðstól skuldarinnar, leiða til mun meiri greiðslubyrðar á fyrrihluta lánstímans. Sífellt styttri lánstími vegna verðbólg- unnar á undanförnum árum jók einnig greiðslubyrðina. Verð- trygging jafnar hins vegar greiðslubyrðina, þar eð vextir samfara henni eru hafðir lágir, en einnig verður að telja verðtrygg- ingu forsendu fyrir lengri láns- tíma í framtíðinni. Við áætlun greiðslubyrðar er því mikilvægt fyrir skuldara að gera sér af raunsæi grein fyrir líklegum tekjum sínum á lánstím- anum. Sem dæmi má nefna að mikilvægast er fyrir skuldara að íhuga hvaða áhrif atriði eins og stöðubreyting og heilsa muni hafa á lána- og tekjumöguleika í fram- tíðinni. Rétt er að tefla ekki á tæpasta vað í þessum efnum og íhuga tryggingamál sín þessu samfara. í dæmi þessu fara rúmlega 3 mánaðarlaun til greiðslu afborg- ana, vaxta og verðbóta á ári hverju. Ljóst er að greiðslubyrði sem nemur rúmlega 3 mánaðar- launum á ári hverju, er fremur í þyngra lagi fyrir fólk með meðal- tekjur. Ef í seinna dæminu hefði verið samið um lengri lánstíma t.d. til 7 ára hefði greiðslubyrði numið 2,02 mánaðarlaunum fyrsta árið og farið smálækkandi út lánstímann og orðið 1,77 mánað- arlaun síðasta árið, en slík greiðslubyrði er ekki þung miðað við gefin mánaðarlaun í fyrr- greindum dæmum. Verðtrygging jafnar því greiðslubyrði og gerir t.d. kaup- endum fasteigna kleift að eignast húsnæði án þess að raska lífshátt- um sínum um of. Með lengri lánstíma má eyða verulega áhrifum kaupmáttarsveiflna. Eft- ir stendur þó sem áður, að fjár- hagsleg fyrirhyggja er það boðorð, sem ætíð skal haft í heiðri. Þar eð það eitt tryggir, að fjárhagslegar ákvarðanir reynast farsælar, hvort sem þær byggja á verð- tryggingu eða ekki. Þá skal þess getið að nú er markaður fyrir verðtryggð veð- skuldabréf óðum að stækka, og ættu því eigendur slíkra bréfa von bráðar að geta selt þau eftir hentugleikum. Við sölu verð- tryKgðra veðskuldabréfa verður að framselja þau á nafn. Af gefnu tilefni skal það upplýst hér að framsal eigenda hefur ekki í för með sér neins konar greiðslu- ábyrgð gagnvart síðari eigendum bréfsins, standi skuldari ekki í skilum. Af því sem fram hefur komið í grein þessari, er ljóst að verð- trygging getur verið bæði seljend- um og kaupendum (asteigna til hagsbóta og verður því að teljast afar ákjósanlegt fyrirkomulag í viðskiptum s.s. í fasteignavið- skiptum. Nýjungar í skurðborðum: „Ilægt er að f jarstýra þeirrT Á NORRÆNA skurðla'knaþing- inu sem var hér fyrir skömmu, höfðu ýmsir aðilar sýningar bása með nýjungum hvað varð- ar skurðla'kningar. M.a. var A. Karlsson hf. með nýjungar i skurðborðum frá Maquet. Ólafur Jóhannsson tæknimað- ur sagði þegar Morgunblaðið innti hann eftir þessum borðum, að merkið væri ekki nýtt, en nú væru Þjóðverjarnir komnir með frekari varnir gegn sóttkveikj- um við uppskurði. Borðin væru þannig hönnuð, að í gólfið væri festur sökkull, sem væri auð- veldur í þrifum, síðan kæmi borðið sjálft á þartilgerðum hjólvagni sem gripi utanum sökkulinn með armi sem raf- tengdi vagninn. Hækka mætti sökkulinn og lyfta þannig, að borðið færi af vatninum sem væri þá keyrður í burtu. Borðið má setja í margar stellingar með hnappaboxi sem tengist sökklin- um með snúru eða hægt er einnig að fjarstýra því. Þessi tegund borða er komin í notkun hérlendis, m.a. á heyrn- ardeild Borgarspítalans. Hvers vegna er tvöföld líming GLER. LOFTRUM MILLIBIL ★butyllím RAKAEYÐINGAREFNI ÁLLISTI SAMSETNINGARLÍM 1) Állisti - breidd hans ræður loftrúmi á milli glerja og er hann fylltur með raka- eyðingarefni. 2) Butyllimi er sprautað á hliðar állistans. Butyllímið er nýjung sem einungis er í einangruoargleri með tvöfaldri límingu. Butyl er 100% rakaþétt og heldur eigin formi - hvað sem á dynur! 3) Rúðan er samsett. Butylið heldur glerinu frá állistunum og dregur þannig úr kuldaleiðni. 4) Yfirlíming, Thiocol,gefur glerinu í senn teygjanleika og viðloðun, sem heldur rúðunum saman. Við hvetjum þig til þess að kynna þér í hverju yfirburöir tvöfaldrar límingar eru fólgnir. Þeir leggja grunninn að vandaöra og endingarbetra einangrunargleri, sem sparar þér vinnu og viðhaldskostnað er á líður - tvöföld liming er betri Einangrunargler með tvöfaldri limingu _____ - eini framleiðandinn á Islandi it 1&JGLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.