Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 39 Guðrún Magnúsdótt ir - minningarorð Fædd 27. mars 1901. Dáin 1. apríl 1981. „Við sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf.“ Þessar hendingar voru skýrar í huga mér og minntu á sig aftur og aftur þegar Guðrúnu Magnúsdótt- ur var fylgt í hinsta áfangastað. Það var á heiðum degi. Sólin brosti við, dýrðarfögur og verm- andi, og vorið fór að með unað sinn og auðlegð. — Sumarið var í nánd. Aldurhnigin kona, þrotin að þreki eftir erfitt dagsverk og margvísiega æfiraun hafði hlotið líkn, hvíldarlausn úr jarðlífsfjötr- um og var horfin um þá Fögrudyr, sem skilja að tíma og eilífð — gengin inn til þess fagnaðar, sem þeim er trúir reynast hefur verið gefið fyrirheit um. Örðug reynist hún mörgum gangan frá langa frjádegi til páskamorguns og fékk Guðrún að prófa það. En hún brást eigi né bugaðist, þótt þungt væri oft fyrir fæti og þyrna yrði vart á vegi. Hún átti þrek og viljastyrk, einnig örugga trú á Guð og sigur hins góða og lét ekki bugast. Hún miðlaði öðrum af því bezta, sem í brjósti hennar bjó — brjósti, sem átti nóg rúm fyrir hinn stóra ættgarð og fjölda vina. Á kveðjustundu fylgdu henni að „helgri strönd" birta og hlýja frá hugum þeirra, sem hún unni og lagði sig fram um að lifa fyrir, hugum, sem voru henni tengdir í traustri þökk. Magðalena Guðrún Magnús- dóttir, en svo hét hún fullu nafni, var fædd að Stóra-Eyrarlandi á Akureyri hinn 27. marz árið 1901 og var því rétt orðin áttræð þegar andlát hennar bar að, þann 1. apríl sl. Foreidrar hennar voru hjónin Magnús Björnsson og María Frið- finnsdóttir og ólst hún upp hjá þeim, ásamt bræðrum sínum Birni og Óla. Hollt mun uppeldið hafa verið og vegarnestið úr foreldrahúsum þeirrar gerðar, að vel reyndist á íangri og tíðum torsóttri æfileið. Vinna og aftur vinna, sjálfsafneit- un og þrautseigja var lögmál á þeirri tíð, og ung mun Guðrún hafa verið, er hún reyndist vel vinnandi, skyldurækin og óhlífi- söm við sjálfa sig. Snyrtimennska og hirðusemi voru einnig ríkar eigindir í fari hennar. Ung að árum, eða árið 1922, þann 13. apríl gekk Guðrún að eiga Hermann Jakobsson frá Húsabakka í Aðaldal. Beið þeirra mikið hlutverk og ærið starf, því að á þeim árum voru engir sjóðir trygginga til stuðnings. Menn urðu að bjargast af eigin ramm- leik eða bíða lægri hlut ella. En þau Guðrún og Hermann lágu ekki á liði sínu. Þau kostuðu sér öllum til að fá staðist. En sorgin gleymir engum og hún sótti þau heim hvað eftir annað. Þrjú börn þeirra dóu í frumbernsku og Minninq: Arni Jónatansson frá Akureyri Fæddur 5. apríl 1888. Dáinn 22. maí 1981. Föstudaginn 22. maí síðastlið- inn, andaðist á Landakotsspítala, afi minn og fósturfaðir, Árni Jónatansson trésmiður frá Akur- eyri. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans nú er leiðir skilja. Hann fæddist að Rauðá í Bárðar- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann missti föður sinn ungur að árum, og ólst því upp í skjóli móður sinnar. Afi fór snemma að vinna fyrir sér. Hann stundaði sjó- mennsku á sínum yngri árum, byrjaði kornungur að róa á ára- bátum. Þau voru nú ekki merkileg fleyin á þeim árum, en samt var fast sótt á sjóinn, og var þá oft margur sjómaðurinn hætt kominn í baráttunni við Ægi. Hinn 5. júní 1910 stígur afi eitt mesta gæfu- spor lífs síns, er hann gengur að eiga unnustu sína Matthildi Gunnarsdóttur frá Húsavík. Þau hófu búskap á Akureyri, fyrst inn í Lækjargötu, en síðar byggðu þau sér hús að Norðurgötu 37, og þar bjuggu þau meðan þau voru á Akureyri. Afi og amma eignuðust þrjú börn: Ólaf Fossberg, hann lést árið 1930 þá á tvítugs aldri. Guðrúnu Indiana, gifta Snorra Jónssyni, verkamanni býr í Reykjavík. Guð- nýju Emilíu, býr í Bandaríkjun- um. Ennfremur ólu þau upp tvö fósturbörn, sem þau tóku strax við fæðingu. Þau eru; Óli Fossberg, sonur Guðrúnar, hann er giftur Báru Guðmundsd. og búa þau á Eskifirði. Huldu Yodice, dóttur Emilíu, hún er gift John Yodice lögfræðingi og búa þau í Banda- ríkjunum. Einnig var annar sonur Guðrúnar, Reynir Bergmann mik- ið í heimili hjá afa og ömmu. Reynir er giftur Jóhönnu Cronin, og búa þau í Reykjavík. Fljótiega eftir að til Akureyrar kom, hætti afi sjómennskunni og tók til við það starf sem segja má að hafi orðið lífsstarf hans, en það er trésmíði. Hann vann mörg ár við skipasmíðar, í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar. Einnig vann hann mörg ár við húsasmíðar, lengst af hjá Bjarna Rósantssyni bygg- ingameistara. Einnig vann hann lengi við smíðar á vegum Akur- eyrarbæjar, við viðhald á eignum bæjarins og aðrar smíðar. Árið 1956, flytja afi og amma til Reykjavíkur þá fer afi að vinna við smíðar hjá Reykjavíkurborg. Starfaði hann við smíðarnar með- an heilsa og kraftar leyfðu. Hann hætti störfum árið 1969. þá 81 árs að aldri. Árið 1962 hinn 21. janúar, lést amma varð það afa þung raun. Síðan hefur hann búið hjá dóttur sinni Guðrúnu og tengda- syni Snorra, sem reyndust honum einstaklega vel, ekki síst í hinum miklu veikindum hans hin allra síðustu ár. Ungur að árum, öðlað- ist afi lifandi trú á Jesú Krist, og gekk hann í Sjónarhæðarsöfnuð- inn á Akureyri. Stofnandi hans var enskur trúboði sem settist að á Akureyri, og hét Arthur Gook. Starfaði afi í þeim söfnuði meðan hann var á Akureyri. Eftir að til Reykjavíkur kom var afi í samfé- lagi trúaðra í Reykjavík. Hugur- inn reikar nú til barnsára minna á heimili afa og ömmu. Þaðan á ég margar dásamlegar minningar, sem ég mun varðveita í huga mínum. Ég fæ aldrei fullþakkað, það sem þessi góðu hjón gerðu fyrir mig. Afi var mikill sjúkling- ur hin síðustu ár og dvaldi hann til skiptis á sjúkrastofnunum og heimili dóttur sinnar Guðrúnar, sem annaðist hann af kostgæfni og alúð. Einnig sýndi fósturdóttir hans Hulda, honum mikla tryggð í veikindum hans. Hún kom árlega frá Bandaríkjunum, dvaldi langan tíma hverju sinni hjá afa sínum. En nú er þessi góði maður horfinn sjónum. Hann andaðist eins og áður sagði á Landakotsspítala, 22. maí síðastliðinn gjörsamlega þrot- inn heilsu og kröftum 93 ára gamall. Eitt er víst að hann hefur hlotið dýrðlega heimkomu, hjá Drottni sínum og frelsara. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt, og allt.“ Óli Fossberg Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. einn sonur lézt í blóma aldurs. Mun sú reynsla hafa verið sár og djúpstæð. En fjmm systkini lifa móður sína og fylgdu henni á kveðju- stund. Þau eru; María gift Eyjólfi Þórarinssyni, búsett í Keflavík, Hilmar Éyberg kvæntur Óiöfu Jónsdóttur, býr einnig í Keflavík. En á Akureyri eiga heima Sverrir, kvæntur Auði Jónsdóttur, .Brynja gift Haraldi Ólafssyni og Björn, kvæntur Huldu Baldvinsdóttur. Þegar barnabörnin fæddust og uxu úr grasi fjölgaði drjúgum geislunum, sem glöddu Guðrúnu og veittu lífi hennar ríka fyllingu. Með ástvinahópnum átti hún ómældar unaðsstundir. Á þeim árum, sem þau Guðrún og Hermann stóðu í eldlínu starfs- ins herjaði hinn „hvíti dauði“ án afláts og skildi víða eftir djúp og dreirug spor. Hin kalda hönd hitti heimili þeirra. Hjónin veiktust bæði og urðu að fara á Kristnes- hæli. Þar lézt Hermann eftir 13 ára þungbært stríð, en Guðrún, sem sjúkdómurinn hafði farið um mun hægari höndum, komst á ný út í lífið og lét í engu bugast. Ótaldar urðu ferðir Guðrúnar í Kristnes til fundar við fársjúkan eiginmann sinn, en hún sýndi honum mikla umhyggju og tryggð. Get ég borið um þetta af kunnleik- um, þar sem ég átti dvöl á Kristneshæli um það leyti, sem Hermann var að heyja þar sína síðustu baráttu. En hann lézt 2. maí 1958. Við heimsóknir Guðrúnar í hæl- ið urðu kynni okkar. Ræddum við alloft saman og féll vel á með okkur. Kom aldursmunur og ólíkt lífshlaup þar ekki að sök. Þessi kynni kólnuðu ekki þótt árin liðu og fundum fækkaði mjög eða a.m.k. sýndi Guðrún mér ræktarsemi fram á síðustu stund, væri henni þess kostur að ná til mín. Á ég um þetta góðar minn- ingar og finn mér skylt að bera fram þakkir við þau þáttaskil, sem orðin eru. Mér fannst Guðrún ganga til móts við örlögin með hetjubrag, með skapstyrk og öruggu trausti á hann, sem leitar og finnur og „týnir engri sál.“ Henni var full- ljóst að „örstutt er bil milli blíðu og éls/og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds". En hún vissi jafn vel að höndin er sterk,"„er heldur þessum reyr/ um hæstan vetur, svo hann ekki deyr“, og að leiðin verður að lyktum lögð „til borgar, sem aldrei hrynur.“ Heimili sitt átti Guðrún Magn- úsdóttir í Innbænum á Akureyri að Aðalstræti 54, en síðustu árin var hún á Dvalarheimilinu Hlíð. Heilsa hennar var brostin og þrekið þrotið, enda tíðum verið mikið á það lagt á langri vegferð. Börnin hennar ásamt fjölskyldum sínum fylgdu henni af trúfesti fram til hinsta kvelds og létu henni í té hlýju og umhyggju. Og traustir vinir lögðu sitt af mörk- um. Kom það gjarnan glöggt fram þegar við hana var rætt, að henni fannst hún hafa margt að þakka. Sátt mun hún hafa verið við lífið við komu sólarlagsins. Og sælt er það mannsbarn, sem að lokinni för um jarðarsvið finnur sinn auð í fegurri heimi, fær „þegnrétt í ljóssins ríki.“ Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. t Þakka af alhug auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og útfarar mannsins míns og sonar, SIGURÐAR GUDMUNDSSONAR og GUDMUNDAR JÓNATANS SIGURDSSONAR, Safamýri 38. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild A7, Borgarspítala fyrir frábæra umönnun Vilborg Sæmundsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát eiginmanns og fööur okkar, ALFRED NORDGULEN. Anna Sófusdóttir og börn hins látna. t Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför STEFÁNS JONSSONAR frá Brennistöóum. Guðfríður Stefánsdóttir, Erlendur Sveinsson, Pálmi Eyþórsson, Elin Þorvaldsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og sonar míns, BJARNA P. SIGURDSSONAR, Uppsalavegi 3, Sandgerði. Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Guöbjörg Bjarnadóttir, Benedikt Gunnarsson, Jóna Guðrún Bjarnadóttír, Egill Ólafsson, Ósk Benediktsdóttir, Hanna Þórunn Egilsdóttir, Olafur Högni Egílsson, Sigurður Oddsson. Vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR K. EINARSSONAR verður lokað kl. 2—6 mánudaginn 22. júní. Honda-umboðið, Suðurlandsbraut 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.