Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 33 Landsíundur íslenskra Zontaklúbba á Akureyri LANDSFUNDUR íslenzkra Zonta- klúbba var haldinn á Akureyri 24.—26. april sl. Fundinn sóttu 35 konur frá Akureyri. Reykjavik og Selíossi. Zonta á íslandi tilheyrir Zonta International, sem er alþjóðlegur félagsskapur kvenna í atvinnulífinu. Reyna kíúbbarnir að hafa innan sinna vébanda konur úr sem flestum starfsgreinum. Zonta International var stofnað í Buffalo, New York, 1919 og samanstendur af rúmlega 800 klúbbum með yfir 30 þúsund félaga í 50 löndum. Zonta Interna- tional hefur á stefnuskrá sinni að vinna að réttindamálum kvenna, vinna í þágu vináttu og friðar meðal manna og þjóða og á ýmsan hátt að bæta aðstöðu þeirra, sem minnst mega sín. Þetta hefur verið gert með því að styðja verkefni í þróunarlönd- unum, sem ýmist hafa verið á vegum Zonta eða í sambandi við stofnanir Sameinuöu þjóðanna. Eins og er vinna Zonta-konur um allan heim að því að koma upp heilsugæzlustöðvum í fátækustu héruðum Colombíu í Suður-Ameríku í samráði við UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Zonta-konur veita líka árlega námsstyrki til framhaldsnáms í vís- indagreinum, sem snerta geimvís- indi, til minningar um Zonta-félag- ann og hæfileikakonupa Amelíu Earhart, sem var fyrsta konan sem flaug ein yfir Atlantshaf á mettím- anum 13 Vi klst. Það var árið 1932. Árið 1937 reyndi hún fyrst allra manna að fljúga ein umhverfis jörðina við miðbaug, en átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Þessir námsstyrkir eru veittir konum frá öllum þjóðum. Zonta International er ráðgefandi aðili stofnana eins og UNESCO, UNICEF og ILO (Inter- national Labor Organization). Á heimavettvangi fást íslenzku Zonta-klúbbarnir við sitt hvað. Klúbburinn á Selfossi hefur stutt málefni vangefinna og sjúkrahúsið á staðnum. Zonta-konur í Reykjavík eru fyrir löngu kunnar fyrir störf í þágu heyrnarskertra og Zonta-konur á Akureyri eiga Nonnasafn á Akur- eyri og sjá um rekstur þess. Eins og er styðja Zonta-konur á Akureyri einnig málefni sjónskertra. Landsfundurinn á Akureyri fjall- aði m.a. um ýmis mál er liggja fyrir þingi Zonta-kvenna oá Norðurlönd- um, sem fer fram í Ábo í Finnlandi 11.—14. júlí nk. Al'GI.ÝKINdASIMINN KK: jfe^ 22480 jn«r0iuibl«bib SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæóum og tækninýjungum. myndsegulband meö óendanlega möguleika kr. 18.900.- Video Cassette Recorder VC-7300 'iimi Vldeo Cassette Recorder HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Til sölu er jörðin Holtsmúli I, Landsveit Rangárvallar- sýslu. Skrifleg tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 10. júní n.k. merkt: „A — 9961“. Askilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Uppl. í síma 23931. Til sölu er húseignin Bókhlöðustígur 2, Stykkishólmi Upplýsingar í síma 93-8396 Stykkishólmi og 82102 Reykjavík. Kirkjubæjarklaustur Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagshelmilinu, miö- vikudaginn 24. júní kl. 21.00. Alþingismennirnir Steinþór Gestsson, Guömundur Karlsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Vík í Mýrdal Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn þriöjudaginn 23. júní kl. 20.30 í Leikskálum í Vík. Alþingismennirnir Steinþór Gestsson. Guömundur Karlsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæöisfélagiö EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.