Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 Niðurtalmngin fyrst og fremst á fylgi stjórnarinnar - segir Ólafur G. Einarsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í viðtali um störf þingsins „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leysa sín mál og í því efni þarf hann ekki á leiðarvísi frá Alþýðubandalaginu eða Þjóðviljanum að halda, sem virðast hafa upp á vasann „for- skrift* að því hvern veg Sjálfstæðisflokkurinn eigi að skipa málum sínum. Neitunarvald Alþýðubandalagsins nær ekki inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins.“ Húsið Vonarstræti 12 á langa sögu að baki; byggt 1908 af Skúla Thoroddsen. Þetta var ekki einasta vandað hús á þeirri tíð heldur voru þá þegar settar í það rafleiðslur, þó rafmafjn kæmi ekki inn í reykvíska sögu fyrr en nokkru síðar. Það var og sett í það miðstöðvarkerfi sem ekki var tízka á fyrsta tug aldarinn- ar í höfuðstaðnum. Enn gegnir þetta hús hlutverki í sögu lands og borgar. Þar hafa formenn þing- flokka skrifstofuaðstöðu, ásamt einstökum þingmönnum, en þing- menn hafa slíka aðstöðu í þremur húsum að auki, Vonarstræti 8, Skjaldbreið og Þórshamri. Blaðamaður Mbl. lagði leið sína í þetta hús á dögunum til að ganga í skrokk á Ólafi G. Einarssyni, for- manni þingflokks sjálfstæð- ismanna, í tilefni þess að lokið er 103. löggjafarþingi þjóðarinnar. Ólafur hefur komið sér fyrir á annarri hæð hússins, þar sem Albert Guðmundsson rak einu sinni heildverzlun, í tveimur herbergjum, dæmigerðri skrifstofu í öðru en rabbaðstöðu í hinu. I hinu síðara herberginu er fyrirferðarmikið leð- ursófasett af fornri gerð, sem prýddi fyrrum heimili þingmanns- ins, þar áður heimili foreldra hans, frú Ólafar ísaksdóttur og Einars Kristjánssonar (sem bjuggu langan aldur í Siglufirði og síðar á Akur- eyri) og enn fyrrum heimili Sören Soos, verksmiðjueiganda í Siglu- firði, eins af frumherjum síldariðn- aðar hér á landi. Sennilega er það litlu yngra en húsið við Tjörnina, sem hýsir það nú, ásamt oddvitum íslenzku þingflokkanna. — Fyrst er ólafur G. Einarsson inntur eftir starfsemi þingflokks- ins á iiðnu löggjafarþingi. Starf þingflokksins er alltaf mik- ið en hefur sjaldan verið meira en á sl. vetri, sagði Ólafur, enda undir- búningur og umræður um fjölþætt þingmál ærið tímafrek. Með þing- flokknum störfuðu ýmsir sérfræð- ingar, sem hann kallar til í hinum veigameiri málum, eins og t.d. efnahagsmálum og orkumálum, ásamt 12 málefnanefndum, sem sinna ákveðnum málaflokkum. I hverri slíkri nefnd sitja a.m.k. 2 þingmenn, ásamt mönnum sem miðstjórn flokksins velur, og eru annað tveggja sérhæfðir á viðkom- andi sviði eða tengjast því í gegnum starfsvettvang sinn í þjóðlífinu. Þessar málefnanefndir eiga að vera tenging þingflokksins annarsvegar við sérþekkingu og hinsvegar við starfandi aðila (starfsreynslu) á hinum ýmsu sviðum atvinnu-, menningar- og félagslífs þjóðarinn- ar. Stefnumörkun landsfunda er síðan bakgrunnur og undirstaða starfsins. Þingflokkurinn heldur tvo reglu- lega fundi í viku hverri meðan þing starfar og þegar þörf krefur utan þess tíma. Allir þingmenn flokks- ins, hvort heldur þeir eru í stjórn- arliði eða stjórnarandstöðu hafa rétt til að sitja þessa fundi, þó stjórnarsinnar hafi ekki nýtt þann rétt til fulls. Aö auki halda þing- menn flokksins í stjórnarandstöðu sérfundi til að samræma störf sín og afstöðu til mála. Einstakir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eða þingflokkurinn í heild stóðu að rúmlega eitthundrað þing- málum á liðnu þingi, frumvörpum, tillögum til þingsályktunar og fyrirspurnum, auk allt að 30 þing- málum, sem einstakir þingmenn flokksins stóðu að ásamt þing- mönnum úr öðrum flokkum. — Hvað af þessum málum ber hæst i þínum huga? Þingflokkurinn lagði mikla vinnu í fjögur þingmál varðandi nýjar virkjanir og orkunýtingu. Flutt vóru þrjú frumvörp um þetta efni, frumvarp um skipulag orkumála, ásamt hliðarfrumvarpi um jarðbor- anir ríkisins, og frumvarps um ný orkuver. Síðasta frumvarpið fól í sér heimild til virkjunar Jökulsár í Fljótsdal, 330 MW, þegar gengið hefði verið frá orkunýtingu frá slíkri virkjun; virkjun Blöndu, 180 MW, þegar samstaða hefði náðst um þaö mál heima í héraði; virkjun Þjórsár við Sultartanga, 130 MW, og stækkun Hrauneyjafossvirkjun- ar allt að 170 MW. Stefnt skyldi að því, samkvæmt frumvarpinu, að Ijúka þessum virkjunum öllum á 10 árum, enda skilyrtum ákvæðum fullnægt. Samhliða þessum frumvörpum flutti þingflokkurinn tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í stóriðjumálum, enda orkunýting af því tagi forsenda arðsemi svo stórra virkjunarkosta, atvinnuör- yggis, aukinna þjóðartekna og bættra lífskjara á næstu áratugum. Þessi tillaga var síðan felld saman við hliðstæða tillögu frá Alþýðu- flokki. Stjórnarliðar treystu sér hvorki til að samþykkja þessa sameiginlegu tillögu né fella, en vísuðu henni til ríkisstjórnarinnar, þar sem Alþýðubandalagið er stefnuviti í þessum málaflokki! Þingflokkurinn lagði og fram vel undirbúna tillögu um fram- kvæmdaáætlun í varanlegri vega- gerð, fjármögnun og áfangaröðun framkvæmda. Fjárveitinganefnd Sameinaðs þings tók flest megin- atriði þessarar tillögu, auk atriða úr tillögu frá samgönguráðherra, og felldi í eina, sem Alþingi sam- þykkti. Verður ekki annað sagt en að sjálfstæðismenn megi vel við una áhrif sín á þessa stefnumörkun, eins og vígstaðan á þingi er nú, þó þeir hefðu gjarnan kosið enn beinskeyttari stefnumörkun. Þá má enn nefna tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í landbúnaði, sem mikil vinna var lögð í, þó ekki næði hún fram að ganga. Varðandi það mál og fjöl- mörg önnur, sem mikil vinna var lögð í, án þess að aöstaða væri til að þoka þeim áfram, er rétt að taka fram, að þessi vinna og undirbún- ingur kemur að gagni síðar. Jörð var plægð og sáð til uppskeru, sem bíður síns tíma. — Hver vóru helztu ágreinings- efnin milli stjórnar og stjórnar- andstöðu? Þar er af mörgu að taka. Ágrein- ingurinn var mikill í efnahagsmál- um, ríkisfjármálum, einkum skattamálum, í virkjunar- og stóriðjumálum, í verðlagsmálum, í félagsmálum, einkum húsnæðis- málum, að ekki sé minnzt á öryggis- og varnarmál með neitunarvald Alþýðubandalagsins í bakgrunni. I skattamálum var það mörkuð stefna flokksins að færa skattbyrði fólks og fyrirtækja til þess hlutfalls af þjóðartekjum sem hún var 1977 á síðasta heila ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, en síðan hafa margir skattabaggar verið hnýttir á klakk atvinnuveganna og heimil- anna í landinu. Þingmenn flokksins í stjórnarandstöðu lögðu áherzlu á það kosningaloforð að fella niður alla vinstri-stjórnarskatta frá 1978, en þeir hafa nú verið framlengdir allir með tölu og nýjum bætt við. Á þessum vettvangi tókst þó að hrinda nýrri aðför skattaráðherra Alþýðubandalagsins að atvinnuveg- unum með því að fella fyrningar- skerðingu út úr nýju skattafrum- varpi hans. í verðlagsmálum var lögð áherzla á framkvæmd laga, sem Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur stóðu að 1978 (frjáls verðlagning þar sem samkeppni er næg) en Alþýðubandalagið, sem víða ræður ferð þessa dagana, fékk frestað framkvæmd á. Minnihlutaflokkur á þingi hefur í þessu efni, sem ýmsum öðrum, tryggt sér valdaaðstöðu langt umfram ítök sín með þjóð- inni. Þannig hefur og sú stefna Sjálfstæðisflokksins að tryggja sem flestum einstaklingum möguleika á að komast yfir eigið húsnæði, til samræmis við kjörorðið eign handa öllum, beðið verulegt skipbrot í tíð núverandi ríkisstjórnar. — Hver er staða rikisstjórnar- innar að þinu mati og hvað tekur við ef hún rúllar? Ríkisstjórnin hafði mikinn byr í upphafi, ef marka má skoðana- kannanir, byr, sem hélzt ótrúlega lengi. Jafn ljóst er nú, ef marka má þessar sömu kannanir, að fylgi hennar fer jafnt og þétt þverrandi. Og það er sannfæring mín að hin eina og sanna niðurtalning verði fyrst og fremst á fylgi stjórnarinn- ar. Mér virðist ríkisstjórnin einkum hanga saman á því bandi sem ofið er úr því að láta stefnumörkun samstarfsaðilanna lönd og leið; mottóið sé það eitt að sitja áfram, hvað sem tautar og raular. Hvort heldur sem litið er til stefnumörkunar Alþýðubandalags í kjaramálum eða öryggismálum er ljóst, að það breytir á báðum sviðum þvert á orð sín. Framsóknarflokkurinn setti fram ákveðna stefnu í efnahagsmálum, sem veiddi vel á atkvæðamiðum. Hvort sem sú stefna er rétt eða röng, sem deilt er um, er hitt þó óumdeilanlegt, að hún er síður en svo sú stefna, sem nú er í fram- kvæmd á stjórnarheimilinu. Og víst er, að það er ekki í segl skattastefnu Sjálfstæðisflokksins, né stefnu hans í öðrum málaflokk- um, sem ráðherrar í núverandi ríkisstjórn blása á líðandi stund. Neitunarvald Alþýðubandalagsins og veiting forstjórastöðu í Brunabótafélagi tslands, fram hjá eigendum þess og gegn vilja þeirra, eru kennileiti þar um. Eftir því sem lengra líður á kjörtímabilið verður erfiðara að mynda nýja ríkisstjórn, þegar og ef þessi gefst upp. En stjórnir koma og fara í þjóðarsögunni. Ég tei engan veginn útilokað að önnur stjórnarmyndun geti tekizt, enda hvorki áhugi hjá þingflokkum né almenningi að ganga nú til kosn- inga. Ég hygg þó að ekki sé rétt að ég fari í þessu viðtali, sem formaður þingflokks sjálfstæðismanna, að útiloka nokkurn kost né raða stjórnarmyndunarmöguleikum í líkindaröð. Ég get þó endurtekið að ég tel völd Alþýðubandalagsins í núverandi ríkisstjórn allt of mikil; ef Sjálfstæðisflokkurinn á að vinna með Alþýðubandalagi, þann veg að viðunandi styrkleikahlutfalla sé gætt, þarf flokkurinn í heild til að koma, og auk þess geðfelldari stjórnarstefna, en ekki áhrifalítið brotabrot. Viðreisnarstjórn, sem gafst vel á sjöunda áratugnum, hefur ekki þingmeirihluta án kosninga, en það stjórnarmunstur á efalítið fylgi með þjóðinni. — Stjórnarskrármálið, jafn- vægi atkvæða. hvar eru þau mál á vegi stödd? Mér þykir vænt um þessa spurn- ingu. Stjórnarskrármálið var eitt meginmálið í starfi þingflokksins og fulltrúa, sem kjörnir voru á flokksráðsfundi á liðnum vetri. í því efni hefur þingflokkurinn geng- ið frá stefnumótun. Hún felst í þremur meginpunktum: að tryggja jafnræði milli stjórnmálaflokka, að jafna vægi atkvæða milli kjördæma og skapa kjósendum kost á per- sónulegri kosningu en nú er. Þing- flokkurinn kaus þrjá menn úr sínum hópi til að taka upp viðræður við aðra þingflokka, enda hér á ferð mál, sem tryggja þarf sem breið- asta samstöðu um. I stefnumótun þingflokksins eru einmenningskjör- dæmi viðruð, sem þó er ekki líklegt að samstaða náist um, en samtímis aðrar leiðir, m.a. til að rétta hlut Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma. — Hver er staða Sjálfstæðis- flokksins nú er dregur að lands- fundi, sem fer með aðsta vald i málefnum hans? Málefnaleg staða flokksins er mjög sterk, eins og skoðanakannan- ir tveggja dagblaða nú nýverið eru að niðurstöðum samdóma um. Ljóst er að höfuðandstæðingum flokksins á þjóðmálasviði hefur ekki tekizt það ætlunarverk sitt að eyða fram- tíðaráhrifum hans með því að reka fleyg í flokkinn um núverandi stjórnarsamstarf. Það er ennfrem- ur ljóst að hinn almenni sjálfstæð- ismaður, sem starf og framtíð flokksins byggist á, setur málefni ofar persónum. Þrátt fyrir þessa staðreynd þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leysa sín mál og í því efni þarf hann ekki á leiðarvísi frá Alþýðubandalaginu eða Þjóðviljanum að halda, sem virðast hafa upp á vasann „for- skrift" að því, hvern veg Sjálfstæð- isflokkurinn eigi að skipa málum sínum. Neitunarvald Alþýðuband- alagsins nær ekki inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins! Landsfundur, sem yfir 1000 flokksmenn hvar- vetna að af landinu sitja, mótar nú sem fyrr stefnu flokksins til næstu framtíðar og velur honum forystu. Það er geysilega mikilvægt að landsfundurinn nái samstöðu í' þessu efni — og það meginmarkmið mun verða leiðarljós allra þeirra, sem kjósa að samstilltur og sterkur Sjálfstæðisflokkur verði áfram brjóstvörn borgaralegra viðhorfa og þegnréttinda í landinu. Skiptar skoðanir í dægurmálum eiga rétt á sér í jafn víðfeðmum flokki og Sjálfstæðisflokkurinn er, en á örlagastundu, sem kann að hafa áhrif á langa framtíð þessarar þjóðar, verða það flokksmenn sjálf- ir, ekki pólitískir andstæðingar, sem ráða ferðinni. Þá er það grundvallarstefnan og samstaðan um hana sem skipta máli. Þetta er það sem er mér efst í huga, er ég horfi fram til landsfundar og fram- tíðar Sjálfstæðisflokksins. — sf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.