Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 + STEFÁN STEPHENSEN frá Holti, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. júní kl. 1.30 e.h. Aöstandendur + Móöir mín, tengdamóöir, systir og amma, ÞÓRDÍS SUMARLIDADOTTIR, Ljósheimum 2, sem lézt 13. júní, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudag- inn 22. júní kl. 15.00. Höröur Steinþórsson, Brynja Pétursdóttir, Helgi Sumarliöason og barnabörn. + Eiginmaður minn og faöir okkar, MAGNÚS KRISTJÁN INDRIÐASON kaupmaöur, Lundahólum 6, Reykjavík, sem fórst meö flugvélinni TF-ROM, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. júní nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á aö láta björgunarsveitir njóta þess. Erla Lóa Jónsdóttir og synir. + PÁLL EINARSSON frá Þórisholti í Mýrdal, lést 14. júní. Útförin fer fram frá Reyniskirkju þriöjudaginn 23. júní kl. 14. Brsaöur hins látna. Faöir okkar, HRINGUR VIGFÚSSON, Hringbraut 78, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 23. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagiö. Áslaug Hringsdóttir, Þórunn Hringsdóttir, ísak örn Hringsson. + Faöir okkar, ÞÓRDUR KJARTAN EINARSSON, Langholtsvegi 63, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. júní kl. 3. Edda Þóröardóttír Karlson, Guömundur Þórðarson. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur, ÞÓRHILDAR RUNÓLFSDÓTTUR, Heiövangi 34, Hafnarfiröi. Kriatín Siguröardóttir, Runólfur Runólfsson og systkini. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför HARTMANNS ÞORBERGSSONAR. Sérstakar þakkir til íbúa Dúfnahóla 4. Guö blessi ykkur öll. Elín Jónsdóttir og börn. + Þökkum samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför GUORÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Bergstaöastræti 40, er andaöist 4. júní sl. Sérstakar þakkir faerum viö herbergissystrum og starfsfólki á Elliheimilinu Grund. Guömundur 1. Kristjánsson og vandamenn. Minning: Magnús Indriðason Fæddur 1. októbcr 1948. Dáinn 27. mai 1981. Svo hleypur a skan unga óvissa dauóans lcið scm aldur ok cllin þun^a allt rcnnur sama skció. InnsÍKli cnKÍr fcnKU upp á lífsstunda hió cn þann kost undir KcnKU allir aó skilja vió. Svo orti Hallgrímur Pétursson fyrir þremur öldum siðan og enn eru þessi orð jafn sönn, þrátt fyrir öld tækni og framfara. En dauð- inn er okkur fjarlægari og óraun- verulegri í dag en á dögum Hallgríms. Daglega lesum við um slys og hörmungar viðs vegar um heim, við venjumst þessu og verð- um jafnvel smám saman ónæm. Þetta er hinn daglegi veruleiki, og — eitthvað sem kemur fyrir aðra en okkur. Þess vegna, þegar höggvið er svo nærri, finnst þér höggið svo raunverulegt og yfir- þyrmandi og svo þungt. Og vissulega er það þungt og erfitt að skilja, þegar fjórir ungir menn í blóma lífsins eru hrifnir á brott með svo snögglegum hætti. Það er svo erfitt að skilja og sætta sig við að engu verður um þokað. Magnúsi Indriðasyni, eða Magga eins og við kölluðum hann, kynntumst við fyrir nokkrum ár- um síðan og með okkur tókst vinskapur sem aldrei síðan bar skugga á. Maggi rak verzlunina Áskjör, og hafði gert síðan hann var verslunarstjóri hjá Silla og Valda á sama stað. Við rákum svipaða verslun. Það var alltaf ánægjulegt þegar Maggi leit inn. Ævinlega var hann hress og léttur í spori, með spaugsyrði á vör. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða, og var það orðinn sjálfsagður hlutur að hjálpast að við rekstur- inn á báða bóga. Þá voru þær ófáar stundirnar sem setið var yfir kaffibolla og málin rædd, á öllum mögulegum tímum og oft langt fram á nætur. Það var alltaf jákvætt að ræða við Magga. Fals átti hann ekki til og alltaf gat maður treyst því að fá frá honum hreinskilið svar, ef hann var spurður, hvort sem það svar reyndist nú þægilegt eða ekki. Maggi starfaði mikið að félags- málum og átti félagið hans, JC Borg, hug hans allan. Á fyrsta starfsári hans í félag- inu var hann formaður hús- og skemmtinefndar. Á öðru ári sat hann í stjórn félagsins sem vara- forseti og strax á þriðja starfsári var hann fráfarandi forseti og tók þá jafnframt að sér formennsku í Byggðalagsnefnd Landsstjórnar, sem hafði málefni öryrkja á dagskrá. Magnús var einn hæfasti leið- beinandi í ræðumennsku innan JC-hreyfingarinnar og þar fengu eðliskostir hans að njóta sín. Voru þær ófáar ferðirnar hans út á land til að leiðbeina, alltaf jafn viljug- ur. Þá tók hann að sér það verkefni að endurskoða og semja bækling með leiðbeiningum um ræðunámskeið hjá JC. Hafði hann nýlokið þessum verkefnum og var að fara til að skila þeim af sér þegar kallið kom. Þessi ábyrgðar- miklu störf sýna vel það traust sem menn báru til Magga og það ekki að ástæðulausu, samvizku- semi hans var slík. Árið 1972 gekk Magnús að eiga eftirlifandi konu sína, Erlu Lóu Jónsdóttur. Þau eignuðust tvo syni, Pál Inga, 9 ára og Magnús Braga, 5 ára, en Magnús átti eina dóttur fyrir, Önnu Björk, 12 ára. Orð duga svo skammt til að lýsa tilfinningum við aðstæður sem þessar og aldrei finnum við betur til vanmáttar okkar, en algóðan guð biðjum við að veita styrk öllum þeim sem eiga um sárt að binda, því einungis fyrir náð hans er unnt að komast yfir sorgina, hinn mikla þröskuld á lífsþroska- braut mannsins. Sigga og Gísli. Flugið er heillandi íþrótt og þroskandi leið til að kynnast okkar fagra landi. En flugið líkt og allur annar ferðamáti hefur í för með sér vissa áhættu. Menn- irnir og mannanna verk eiga sér takmörk, og örlögin gera ekki boð á undan sér. í tilverunni er oftlega erfitt að sætta sig við orðinn hlut, en sjaldan eins og þegar menn falla frá í blóma lífsins. Á þeim stund- um leitar hugurinn hátt og vítt í þeirri einlægu von, að slíkt þjóni göfugum tilgangi. Á morgun, mánudag, verður félagi okkar Magnús Indriðason jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Nú eru hartnær sex ár liðin frá því við stofnuðum félagið okkar, RÖM-félagið, sem við köll- uðum svo, með kaupum á notaðri Piper Cherokee-flugvél. Sumir okkar þekktu Magnús frá fyrri tíð, m.a. höfðum við flestir verið með honum á einkaflugmannsnám- skeiði árið áður. Flugvélin sem Magnús flaug i sinni hinstu för, var þriðja flugvél okkar félag- anna. Við vorum allir mjög hreyknir af þessum glæsilega far- kosti, sem var útbúinn eins og best varð völ á. Þessa örlagaríku ferð hafði Magnús ákveðið með talsverðum fyrirvara. Ferðinni var heitið á landsþing Junior Chamber á Ak- ureyri. Magnús var mjög ósérhlíf- inn og samviskusamur í alla staði. Hann vildi læra sem mest á hin fullkomnu tæki sem í vélinni voru, og var byrjaður að undirbúa sig fyrir blindflugsnám, sem er þó engin skylda fyrir einkaflugmenn. Magnús Indriðason lést í flug- slysi á Arnarvatnsheiði miðviku- dagskvöldið 27. maí sl. og með honum fórust þrír félagar hans úr Junior Chamber-samtökunum. Magnús hafði undirbúið ferð sína vel. Veðrið var gott, heiðskírt í Reykjavík og á Akureyri. Að vísu voru lágþokuský yfir heiðunum þá leið sém mönnum er tamast að fljúga til Norðurlands. Lagt var upp frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf átta þetta miðviku- dagskvöld. Magnús hafði gert ráð fyrir að fara miklu fyrr af stað. En vegna tafa félaga hans varð ekki farið fyrr. Síðast heyrðist frá þeim félögum, þegar þeir fóru úr flugstjórnarsviði Reykjavíkur við Akranes. Áætlað var að lenda á Akureyrarflugvelli rúmlega hálf níu þá um kvöldið. Þegar flugvélin kom ekki fram á tilsettum tíma, hófst mikil og erfið leit, sem lauk ekki fyrr en réttum tveim vikum síðar, eða tæplega átta að kvöldi þann 10. júní sl. Magnús átti ekki mikinn frí- tíma. Hann var alltaf eitthvað að vinna í sambandi við verslun sína, en ef einhver tími var aflögu, þá var hann notaður í þágu fjölskyld- unnar eða JC. Magnús starfaði lengst af sem verslunarstjóri í verslunum Silla og Valda, en hóf sinn eigin verslunarrekstur árið 1973. Árið 1969 kynntist Magnús eft- irlifandi eiginkonu sinni, Erlu Jónsdóttur, og giftu þau sig þrem árum síðar. Þau eignuðust tvo syni, Pál Inga og Magnús Braga, en Magnús átti fyrir eina dóttur, Önnu Björk. Við vitum að hinir mörgu við- skiptavinir Magnúsar eiga eftir að sakna hins ötula kaupmanns, sem lagði sig allan fram við að halda áfram rekstri verslunarinnar þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan félaga og vottum Erlu og börnunum, for- eldrum hans, tengdaforeldrum, systkinum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð vegna fráfalls hins góða drengs. ROM-félagarnir Þórdís Sumarliða- dóttir — Minning Fædd ll.júlí 1908. IMin 13. júní 1981. Mig langar að þakka ömmu minni sem ég kallaði svo, fyrir hvað hún var mér alltaf góð. Ég kom litil stelpa og bróðir minn dálítið eldri en ég inn í hennar fjölskyldu þegar eldri sonur henn- ar og mamma okkar giftu sig. Strax tók hún okkur vel, og var okkur svo góð, hún átti þá engin barnabörn. Amma fæddist á Ák- ureyri og ólst þar upp, ekki giftist hún en eignaðist tvo syni, Hörð sem er stjúpfaðir minn og Má sem hún missti af slysförum úti í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, og sá óskaplega mikið eftir. Amma hélt heimili með Helga bróður sínum lengst af sínum búskap og reynd- ist hann bræðrunum sem bezti faðir og henni var hann alltaf mjög góður og hjálplegur. Þau bjuggu í Gilinu sem Akureyringar kalla svo og þótti henni mjög vænt um þann stað. Til Reykjavíkur fluttust þau svo þegar Hörður pabbi var 16 ára og átti hún þar heima upp frá því. Sem betur fór eignaðist amma alvöru barnabörn, þrjá drengi sem henni þótti undurvænt um, í fjögur ár voru þeir tveir og fóru oft í heimsókn til hennar með pabba og mömmu, og sérstaklega þótti henni gaman að fá þann eldri í heimsókn, bæði ber hann nafn sonar hennar sem dó og heitir Már og er svo prúður og stilltur og þreytti hana ekki of mikið, því hún var oft svo lasin. Már var að byrja að fara einsam- all til ömmu Díu, eins og strákarn- ir kölluðu hana, og gista nætur- langt, en hann er tæplega sjö ára og við eigum heima í Garðinum. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur krökkunum þegar von var á ömmu Díu og Helga frænda, þau voru alltaf hjá okkur á jólunum, afmælum og öllum hátíðum, ef hún hafði heilsu til og mikið gaf hún strákunum af fallegum fötum, og eftir að hún lagðist inn á spítalann svona mikið veik var hún alltaf að minna pabba og mömmu á að kaupa eitthvað fyrir sig handa þeim í afmælisgjöf, því tveir þeirra eiga afmæli í júlí, en sá yngsti verður eins árs seinast í júni. Ég þakka ömmu minni mikið vel fyrir hvað hún var alltaf góð mér og gaf mér fallegar gjafir. Ég vona að nú líði henni vel og sé laus við allar þjáningar og búin að hitta Má sinn. Blessuð sé minning hennar. Lilja Berglind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.