Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 2 5 Backfire-þota. Myndin er tekin af 334. sveit norska flughersins úti fyrir strönd Noregs 10. júní síöastliðinn. Ný sovésk spyengju- þota nálgast Island .Jafnframt þvi sem sovéski her- Hotinn hefur þanist út hafa umsvif flugvéla flotans og langdrægra sovéskra flugvéla margfaldast, svo að vélarnar geti veitt herflotanum nauðsynlegan stuðning. Nú á tim- um fljúga Sovétmenn oftar, lengra og hraðar en nokkru sinni fyrr. Til dæmis má telja liklegt, að Sovét- menn hafi ráðstafað helmingi nýrra Backfire-sprengjuþotna sinna á þann veg, að þær eigi að nota til árása á skip á hafi úti, ekki sist flutningaskip.“ Þannig komst Richard A. Martini aðmiráll, yfir- maður varnarliðsins á Keflavikur- f lugvelli. að orði i ræðu, sem hann flutti hér i Reykjavik að kvöldi 9. júní. næsta dag eða miðvikudaginn 10. júní flugu niu sovéskar Back- fire-þotur í fyrsta sinn vestur fyrir Knöskanes (eða Nordkapp. nyrsta odda Noregs) og siðan suður með Noregsströnd. þar til þær sneru við á móts við Lofóten eða réttara sagt Andoya. Norðmenn hafa her- bækistöð á Andöya. þaðan er hald- ið uppi svipuðu eftirliti og frá Keflavíkurflugvelli með ratsjám, kafhátaleitarflugvélum og orr- ustuþotum. I sovésku flugsveitinni voru níu Backfire-þotur eins og áður er sagt og Hugu þær í þremur röðum, tvær í þeirri fyrstu, síðan aftur tvær og loks fimm saman. í fréttatilkynn- ingu norsku yfirherstjórnarinnar um atburðinn segir, að norskar orrustuþotur úr 334. flugsveit frá Bodö hafi tekið myndir af fjórum sovésku vélanna, þar sem þær Hugu á alþjóðaflugleið. Sovésku vélarnar flugu ekki á hljóðfráum hraða. I SALT-viðræðunum um tak- mörkun gjöreyðingarvopna héldu samningamenn Bandaríkjanna því fram, að Backfire-þotuna mætti nota til að flytja kjarnorkuvopn um langan veg og því ætti SALT-2 samkomulagið að ná til hennar. Þotan dregur um 8000 km, ef hún tekur eldsneyti á flugi og getur því þannig búin gert árás á Bandaríkin og snúið aftur til stöðva í Sovétríkj- unum. 16. júní 1979, tveimur dögum áður en þeir Leonid Brezhnev og Jimmy Carter undirrituðu SALT-2 samkomulagið i Vinarborg, afhenti Brezhnev Carter bréf, þar sem skýrt er tekið fram, að Backfire sé meöaldræg þota og hún verði ekki þannig útbúin, að hún geti tekið eldsneyti á flugi. Jafnframt lofaði Brezhnev, að Sovétmenn myndu ekki framleiða fleiri en 30 Back- fire-þotur á ári. Er litið á þetta bréf sem hluta SALT-2 samkomulagsins, en eins og kunnugt er hefur það ekki enn hlotið staðfestingu. Sérfræðingar í hermálum á Vest- urlöndum hafa lengi haft áhyggjur af Backfire-þotunni. Í ræðu eftir Harry D. Train aðmírál, yfirmann Atlantshafsherstjórnar NATO, sem hér var flutt 10. mars 1979, komst hann svo að orði: „Sovéska Back- fire-sprengjuflugvélin getur nú gert árás á skotmörk tals/ert fyrir sunnan linuna, sem dregin er frá Grænlandi um ísland til Bretlands (GIUK-hliðið) og eykur hún þannig hættuna á siglingaleiðinni milli Norður-Ameríku og Evrópu." í þessum orðum felst það mat, að Backfire-þoturnar eigi að nota til loftárása á skipalestir milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu. Backfire-þotan getur flogið að minnsta kosti með tvöföldum hraða hljóðsins og fái hún ekki eldsneyti á flugi dregur vélin um 4000 km. Eins og segir í norska blaðinu Afienpost- ev mánudaginn 15. júní þá dregur þotan langt út á Atlantshaf til árása á skip „og gæti hugsanlega ráðist á Stóra-Bretland og Island úr óvæntri átt“. Unnt er að vopna þotuna með að minnsta kosti einni eldflaug, sem dregur um 250 km, getur eldflaugin bæði flutt kjarn- orkusprengju eða venjulega sprengju. I ársskýrsiu Harold Browns varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Jimmy Carters, sem út kom í byrjun þessa árs, segir meðal ann- ars: „Umfang og samsetning þriggja evrópskra herflota Sovétmanna og athugun okkar á æfingum þeirra gefa nokkra hugmynd um til hvaða flotaaðgerða Varsjárbandalagið myndi grípa, ef til ófriðar drægi i Evrópu. Kafbátarnir og herskipin í sovéska Norðurflotanum (en sum herskipanna eru búin stýriflaugum til árása á önnur skip) auk Back- fire-þotnanna og Badger-flugvél- anna, sem hvorar tveggja eru búnar eldflaugum, virðast hafa það hlut- verk að loka Noregshafi þannig að floti NATO-ríkjanna geti hvorki athafnað sig þar né flutt birgðir um hafið auk þess sem verkefni skipa og flugvéla Norðurflotans yrði að trufla siglingar á samgönguleiðum NATO ...“ I ræðu Richard A. Martinis aðm- íráls, sem vitnað var til í upphafi, kom fram,. að Hugumferð sovéskra véla á loftvarnarsvæði íslands hefði aukist til mikilla muna á fyrstu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsing- um frá varnarliðinu hafði það engin afskipti af ferðum Backfire-þotn- anna út af Andöya 10. júni, enda er svæðið fyrir torðan eftirlitssvæði liðsins. AWACS-ratsjár- og flug- stjórnarþoturnar, sem komu hingað til lands haustið 1978, fylgjast með ferðum sovéskra flugvéla við landið og Phantom-orrustuþotur eru send- ar til móts við þær vélar Sovét- manna, sem koma inn á loftvarna- svæðið. Aldrei hefur reynt á það, að Backfire-þota kæmi inn á íslenska loftvarnasvæðið. Athyglisvert er, að nokkrum dögum eftir að Norðmenn sáu Backfire-þoturnar á hinum nýju slóðum fluttu þeir sex F-16 orrustuþotur frá Rygge í Suður- Noregi til Bodö. Sverre Hamre hershöfðingi, yfirmaður alls norska heraflans, sagði, að flutningur vél- anna frá Rygge til Bodö hefði verið ákveðinn áður en Backfire-þoturnar komu. F-16 þoturnar eru mun fullkomnari en Phantom-þoturnar, sem hér eru. Bj.Bj. Frá Reyðaríirði Eyjafjörð, áform um það eru í möppum hjá Hjörleifi. Þannig verður fyrst virkjað á Norðurlandi og byggt iðjuver á Austurlandi, síðan verður virkjað á Austur- landi og byggt iðjuver á Norður- landi. Jafnhliða þessu verða fram- kvæmdir á Þjórsársvæðinu við stíflur og Sultartangavirkjun og tekið til við samninga um stækkun álversins í Straumsvík og járn- blendiverksmiðjunnar í Hvalfirði. Þetta er sú stefnumörkun, sem nú er unnið að í iðnaðarráðuneyt- inu og það er svo augljóst, að ekki þarf um það að deila, að alþýðu- bandalagsmenn eru að búa sig undir að hverfa frá andstöðu við stóriðju. Islenzkt forræði Hjörleifur Guttormsson og fé- lagar hans munu reyna að halda því fram, að stóriðjustefna þeirra £■ " ■ sé allt önnur en sú, sem fylgt hafi verið fram til þessa. Þeir munu halda því fram, að stóriðjustefna þeirra byggist á íslenzku forræði en stóriðjustefna Sjálfstæðis- flokksins hafi byggzt á forræði útlendinga. Röksemdafærsla þeirra fyrir þessari staðhæfingu er hins vegar slík, að með henni viðurkenna þeir réttmæti þeirrar stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn markaði á viðreisnarárunum í þessum málaflokki. Þeir munu segja sem svo: Þegar Búrfell var virkjað höfðu útlendingar allt forræði í þeim framkvæmdum, Islendingar voru aðstoðarmenn. Þegar Sigalda var virkjuð var hlutur Islendinga mun stærri og þegar Hrauneyjafoss var virkjað- ur var forræði íslendinga algjört. Allt er þetta rétt. Raunar sagði Páll Ólafsson, staðarverkfræðing- ur Landsvirkjunar, sem hefur mikla reynslu í virkjanafram- kvæmdum hér heima og erlendis, við höfund þessa Reykjavíkur- bréfs, að svo væri komið, að við Islendingar værum nú farnir að miðla erlendum mönnum af reynslu okkar og þekkingu á virkjanaframkvæmdum. Þessa reynslu og þekkingu á slíkum stórframkvæmdum mundum við Islendingar hins vegar aldrei hafa öðlazt, ef við hefðum farið að ráðum Alþýðubandalagsins á við- reisnarárunum, þegar ákvörðun var tekin um Búrfellsvirkjun, vegna þess að þá lagðist Alþýðu- bandalagið gegn því og vildi byggja smávirkjun við Brúará! Síðan munu Hjörleifur og félag- ar hans segja með tilvísun til virkjanasögunnar: Þegar álverið var byggt var sú framkvæmd algerlega í höndum útlendinga. Þegar járnblendiverksmiðjan var byggð komu íslendingar þar mjög við sögu og nú er svo komið, að þegar rætt er um byggingu kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði, höfum við Islendingar reynslu og þekkingu til þess að hanna þá verksmiðju, byggja hana, og fjár- magna, reka hana og selja fram- leiðsluna sjálfir. Allt er þetta rétt en þessi reynsla og þekking hefði ekki orðið til hér í landinu, ef álverið hefði ekki verið byggt, og ef járnblendið hefði ekki verið byggt, en Alþýðubandalagið var á móti báðum þessum framkvæmd- um. Sem sagt: ef farið hefði verið að ráðum Alþýðubandalagsins þegar álsamningurinn var til um- ræðu og þegar hugmyndir voru á döfinni um járnblendið hefði sú þekking og reynsla sem nú á að nýta við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði aldrei orðið til og þar með hefði aldrei skapazt grund- völlur fyrir íslenzkt forræði í stóriðjumálum. Sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mót- að og fylgt fram er því forsenda fyrir íslenzku forræði í stóriðju- málum. Boðskapur Hjörleifs og félaga hans um íslenzkt forræði er því staðfesting á því, að stóriðjustefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið rétt frá upphafi en stefna Alþýðu- bandalagsins röng. Auðvitað hef- ur það alltaf legið ljóst fyrir, að við Islendingar mundum smátt og smátt fikra okkur að því marki að við gætum sjálfir haft forystu um byggingu stórra iðjuvera og haft þá samvinnu við útlendinga um það, sem okkur hentaði og aðra ekki. Þess vegna er það ekkert annað en tilraun Hjörleifs til þess að blekkja eigin flokksmenn, þeg- ar hann talar nú um það á þessum grundvelli að stóriðjustefna hans sé önnur en Sjálfstæðisflokksins. Afturhaldið í Alþýdubanda- laginu mun rísa upp Þótt ljóst sé samkvæmt því, sem hér hefur verið sagt, að Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, er að veikjast í andstöðu við stóriðju í tengslum við stórvirkjanir, er varasamt að ætla, að þar með sé sigur unninn í þessu mikla hags- munamáli þjóðarinnar. Það má telja víst, að afturhaldsöflin í Alþýðubandalaginu rísi upp og geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir og tefja fyrir framkvæmd stóriðju- stefnu. Jafnframt er ekki ólíklegt, að Hjörleifur Guttormsson hugsi sem svo, að honum dugi að reyna að friða kjósendur á Austurlandi með kísilmálmverskmiðju á Reyð- arfirði, þar sem ríkisstjórnin muni í mesta lagi sitja fram til vors 1983 og ólíklegt sé, að Al- þýðubandalagið verði í ríkisstjórn eftir það. Þess vegna komi ekki til hans kasta að taka afstöðu til álvers í Eyjafirði og ef nauðsyn krefji geti har.n að loknum kosn- ingum 1983 snúist gegn öllum frekari áformum um orkufrekan iðnað. Það er hinsvegar nauðsynlegt að knýja á um undirbúning frekari stóriðjuframkvæmda en kísil- málmverksmiðju við Reyðarfjörð einnar og hvað sem líður núver- andi ríkisstjórn hljóta lýðræðis- flokkarnir þrír að taka höndum saman um það. Hjörleifur Gutt- ormsson hefur tekið upp afar óheppilegt form við þessa undir- búningsvinnu. Hann hefur raðað í kringum sig í iðnaðarráðuneytinu nefndum og verkefnisstjórnum, sem eru skipaðar mörgum hæfum mönnum en eru með því marki brenndar, að flokksmenn Hjör- leifs eru þar í lykiistöðum og framfylgja þar pólitískum fyrir- mælum hans og eru til nýleg dæmi um það. Þetta veldur því, að veruleg hætta er á, að ekki verði eðlilegt samhengi í þessu starfi við stjórnarskipti, þar sem nýr iðnaðarráðherra mun áreiðanlega telja nauðsynlegt að hreinsa til í ráðuneyti Hjörleifs, þegar þar að kemur. Það er bæði eðlilegt og æskilegt að draga úr þessari miklu mið- stýringu í kringum iðnaðarráðu- neytið og fela hinum ýmsu stofn- unum, sem þegar eru fyrir hendi, ákveðin verkefni í þessum efnum. Þannig benti Halldór Ásgrímsson alþm. réttilega á það á fyrrnefndri ráðstefnu sveitarfélaganna á Austurlandi, að óþarfi hefði verið að setja upp sérstaka staðarvals- nefnd, heldur hefði átt að fela byggðadeild Framkvæmdastofn- unar þau verkefni. Hvers vegna var það ekki gert? Það er ekki ástæða til annars en fagna því, ef áhrifamenn í Alþýðu- bandalaginu skipta um skoðun og taka upp þá stefnu í orku- og stóriðjumálum, sem þeir hafa bar- izt gegn í tvo áratugi. Vonandi tekst þeim að sannfæra flokks- bræður sína um réttmæti þeirrar stefnu, svo að örlög Hjörleifs Guttormssonar verði ekki þau, þegar kemur fram á vetur, að hann hefji harða baráttu gegn þeirri kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, sem hann nú boðar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.