Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 5 Saxofónniiin, danskt sjónvarpsleikrit Á morgun klukkan 21.15 er á dagskrá sjónvarpsins danskt sjónvarpsleikrit cítir Morten Henriksen. Leikritið fjallar um ungan, fremur veikgeðja mann, sem ætlar að fara að gifta sig ungri og góðri stúlku. Hann er einnig að taka læknispróf. Rétt áður en hann tekur lokapróf ákveða hann, stúlkan og nokkri vinir að fara út og þau fara á jazzklúbb. Áður en ungi maðurinn hafði kynnst stúlkunni hafði hann verið saxafónleikari. Þegar þau eru komin á jazzklúbbinn fara að rifjast upp gamlar minningar og hann hittir einnig gamla vinkonu sem ýtir undir minn- ingarnar. Hvernig leikritð fer, fá svo áhorfendur að sjá annað kvöld, en myndin er um einnar og hálfrar stundar löng. Rætt við Snorra Hjartarson Klukkan 20.45 í kvöld er á dagskrá sjónvarps- ins þáttur um Snorra Hjartarson, en Snorri hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár or af því tilefni sýndi danska sjónvarpið þenn- an þátt þar sem Ilalldór Sigurðsson hlaðamaður ræðir við Snorra Hjartar- son. Einnig er spjallað við Sigurð A. Magnússon um skáldskap og stöðu Snorra í íslenskum bókmenntum. Rætt er að lokum við Njörð P. Njarðvík sem var einn af dómurum fyrir íslands hönd og hann spurður hvernig reglur gildi um verðlaunaúthlut- unina og afhendinguna. Einnig er vikið að þeirri sérstöðu sem íslendingar og Finnar hafa hvað varð- ar tungumálið. Þátturinn er u.þ.b. hálf- tíma langur. Hljóðvarp kl. 19.25 I Berlín fyrir hálfri öld - Pétur Pétursson ræðir við Friðrik Dungal í hljóðvarpi kl. 19.25 er fyrri viðtalsþáttur af tveim, þar sem Pétur Pétursson ræðir við Frið- rik Dungal um námsár hans i Berlín. Síðari þátturinn verður nk. sunnudag á sama tíma. — Friðrik Dungal er kunnur fyrir margs konar starfsemi, sagði Pétur Pétursson. — Þess má geta að hann setti fyrstur manna upp tannsmíðaverkstæði hér á landi, fyrir u.þ.b. hálfri öld. Hann nam í Þýskalandi, fór þangað um tvítugt og dvaldist þar í tvö ár við tannsmíðanám. í þessum tveimur samtalsþáttum okkar segir hann frá dvöl sinni í Berlín á þeim árum sem margir hlutir voru að gerast í Evrópu. Hann greinir frá íslenskum námsmönnum sem hann var samtíða í Berlin og margir urðu þjóðkunnir menn síðar, og einnig frá listamönnum, söngvurum og píanóleikurum. Heimili Friðriks var eins konar miðstöð þessara námsmanna í Berlín, en hann er höfðingi heim að sækja og veit- ull mjög. Hann segir frá upp- gangi nasismans í Þýskalandi. Friðrik Dungal Hann varð vitni að margs konar átökum sem þar urðu. Eitt sinn þegar um 20 þúsund manns höfðu verið á fundi í Sport Palace í Berlín og Jósef Göbbels hafði talað þar, mætir Friðrik fylkingunni. Hann var dökkleit- ur og hrokkinhærður á þessum árum, og þeir víkja sér að honum og segja að það sé enginn vafi hvaðan hann komi, og það sé nauðsynlegt að taka honum tak, en ekki varð nú meira úr því. Hann kynntist auðugum gyðing- um í Berlín og segir frá ótta þeirra við það sem var í aðsigi. Friðrik sótti þarna m.a. fyrstu hljómleika sem María Markan kom fram á, en það var nem- endakonsert. Síðan segir hann frá því þegar hann kemur aftur á gamlar slóðir í Berlín 1951 og sér að allt er breytt. Það er létt yfir frásögn Friðriks, þó að alvara sé aldrei langt undan. Hann er sonur nafnkunnra hjóna, en faðir hans var Páll Halldórsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans, og móðir hans Þuríður Níelsdóttir, systir Har- alds Níelssonar prófessors. Pétur Pétursson Sértu að hugsa um sólarfrí.... þá skaltu panta strax því ferðimar fyllast nú óðum! Rimini 1. júlí - biölisti 12. júli - laus sæti 22. júlf - laus sætl 2. ágúst - biölisti 12. ágúst - biðlisti 23. ágúst - biðlisti 2. september - örfá sæti laus Portoroz 1. júli - örfá sæti laus 12. júlf - 7 sætl laus 22. júli - örfá sæti laus 2. ágúst - biðlisti 12. ágúst - biðlisti 23. ágúst - biðlisti 2. september - örfá sæti laus Sumarhús í Danmörku 26. júni- örfá sæti laus (2 eða 3 vikur) Júlí: 3, 10, 17, 24. 31 - biðlisti Ágúst: 7, 14, 21 - biðlisti Toronto 24. júni - örfá sæti laus (3 vikur) 15. júlf - örfá sæti laus (3 vikur) Winnipeg 28. júli - örfá sæti laus (3ja vikna ferð á íslendingaslóðir í Kanada) Irland 20. júli - laus sæti (11 daga ferð til Dublin, auk þriggja stór- skemmtilegra rútuferða um írland). Rútuferð um Kanada og Bandaríkin 24. júni - 2 sæti laus (3 vikur) Rútuferð um Noreg, Svíþjóð og Finnland 17. júlf - örfá sæti laus (16 dagar) Tjaldferð um Noreg og Svíþjóð 17. júli - laus sæti (16 dagar) 8 landa sýn 24. júlí - biðlisti (3 vikur) Rútuferð um Kanada 15. júlí - biðlisti Samvinnuferðir - Landsýn AUSTURSTRJETI 12 - SÍMAR 27077 A 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.