Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1981 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál „vöggustofu" af stakri nærgætni. Hæstu plöntur náðu 50 cm hæð Hægt er að hringja á ritstjórn Morgunhlaðsins í sima 10100 alla virka daga frá 11 til 12 og koma spurningum á framfæri. Ingu-birki Ilaraldur Magnússon. Sól- heimum 27 hringdi og sagðist eiga birkifræ sem hann vildi gróðursetja inni í smábakka og láta vaxa i einn til tvo mánuði. Er ráðlegt að hafa þetta inni í bökkunum í allan vetur eða þarf að setja það út fyrir veturinn og þekja með torfi? Hvernig á semsagt að haga sér með framhaldið? SVAR: Nú er verið að senda félögum í Garðyrkjufélagi Islands Garð- yrkjuritið 1981 sem er ársrit félagsins og að vanda með marg- víslegum fróðleik fyrir áhuga- fólk um garðyrkju. Meðal annars er þar afar skemmtileg grein er nefnist „Ingu-birki“ Nú langar mig til að svara spurningu Har- aldar í Sólheimum með því að taka mér það bessaleyfi að birta hér þessa ágætu grein og vona ég að hún komi fleirum en Haraldi að góðum notum. Greinin er skrifuð af Sigríði Pálsdóttur. Á fundi í G.í. þann 5. maí 1972 hélt Vilhjálmur Sigtryggsson er- indi um runna og tré, kom víða við. Að erindi loknu lögðu fund- armenn fram margar spurn- ingar, meðal annars var spurt: „Hvenær á að sá birkifræi?" Svarið kom um hæl: „Inni í eldhúsgiugga í grænum hvelli. Ein frú ræktar 3—400 birki- plöntur árlega í eldhúsglugga, þær hæstu ná 70 cm hæð á 1. ári og verða 8 mm í þvermál við rótarháls." Þetta svar vakti furðu mína og forvitni. Fyrir tilstilli Viihjálms komst ég í kynni við þessa ræktunarkonu. Hún heitir Inga Ólafsdóttir, býr á Sunnuvegi í Reykjavík. Hún hefur síðan 1965 prófað sig áfram með að for- rækta birki í gluggum á íbúðar- húsi sínu, bæði eldhús- og stofu- gluggum. Byrjaði smátt, fyllti svo alla glugga.en takmarkar nú ræktun við einn sólríkan glugga. Ég kom fyrst til hennar 1973, sáði þá eftir hennar fyrirsögn, lánaðist vel. Hefi síðan sáð tvisvar, en það misfórst að mestu — svartrót, ofþornun — en ekki var það Ingu sök. Þessi grein er skrifuð vegna beiðni Láru sem vinnur á skrifstofu G.í. Hafði ég einhvern tíma gefið henni stuttorða „upp- skrift" sem margir hafa síðan séð, og spurt um aðra ítarlegri, og hér kemur þá sú ítarlegri samkvæmt nýlegu viðtali við Ingu. Fræsöfnun, >;eymsla Fræi safnað á haustin, geymt á veturna í lokuðum reit ofan í hreinum leirpotti með loki yfir, eða í piastpoka í reit. Einnig má geyma í bréfpoka ofan í plast- íláti í ísskáp, gata lok svo fræ geti „andað". Áður notaði Inga eingöngu eigið fræ, en nú einnig fræ frá Mógilsá, en þar er spírunarprósenta uppgefin, svo auðvelt er að vita hve þétt á að sá. Sáðtími: Mánaðamót febrú- ar-mars. Sáðmold: Venjuleg blómabúð- armold. Sótthreinsun Mold er hituð í potti eða formi með alumínumloki yfir inni í ofni við 100° C í 30 mín., sömuleiðis sandur, sem notaður er til að strá yfir fræið. Mold og sandur látin kólna með loki yfir. Sánin)? Sáð í bakka eða potta, en allt þarf að vera hreint, sem að sáningu kemur. Sá frekar þétt, en þunnt ef ekki er vitað um spírunarhæfni, sandi stráð yfir. Áður fyrr setti Inga brassicol saman við sáðmold til að verjast svartrót, nú setur hún sáðílát beint í björtustu glugga hússins, austur-eða suðurglugga, setur plast yfir ef farið er frá, en svartrót kemur síður ef loftar um ílát. Áríðandi að halda mold hæfilega rakri meðan á spírun stendur. Setja má dagblöð til hlífðar í sterku sólskini, þegar farið er frá. Inga er heimavinnandi hús- móðir, en vinafólk hennar, hjón, sem bæði vinna úti, sá árlega og tekst ágætlega. Spírunartími 7—14 dagar. Flýta má fyrir með því að leggja fræ í bleyti 1—2 sólarhringa fyrir sáningu. Grisjun Þegar komin eru 3—4 blöð fyrir utan kímblöð. Þá er notuð ósoðin mold, venjuleg blómabúð- armold. Nota má fleiri moldar- blöndur svo ekki sé hægt að kenna einni um ef árangur verður ekki góður. ílát til umplöntunar Mómoldarpottar frá Sölufé- lagi garðyrkjumanna, plastdoll- ur undan jógúrt/skyri, athuga að gata plastílát i botninn. Fljótlegast er að raða öllum ílátum í plastbakka, setja sandblandaða mold í holrúm milli íláta, hella síðan mold í, jafna og planta síðan. Ef mó- moldarpottar eru notaðir er best að hafa þá í bökkum, sem eru jafndjúpir pottunum, svo brúnir mómoldarpottanna ofþorni ekki. Síðan eru bakkar settir á gólf í 3—5 daga meðan plöntur jafna sig, eftir þann tíma eru þeir settir í bjartasta glugga hússins. Gott er að setja plast undir bakka til hlífðar. Áburðargjöf Þegar plöntur fara að vaxa er gefinn venjulegur blómaáburð- ur, blandaður á venjulegan hátt, en gefinn tvisvar í viku. Gott er að nota einhverskonar „þang og þara“-áburð inn á milli. Vökvun Nota volgt vatn við vökvun, best er að láta vatnsílát standa í glugga, svo hiti á vatni og plöntum sé jafn. Hjá Ingu eru ofnar undir gluggunum og fer hiti þar oft í 35° C þegar sól er. Plöntur þurfa mikla vökvun, þegar þær eru komnar í öran vöxt, en þær geta náð að vaxa lk cm á sólarhring við bestu birtuskilyrði. Greinarhöfundur veit þó að hægt er að ofvökva meðan plönt- ur eru ungar, en það hendir tæplega þá, sem vanir eru að fást við ræktun. ÍJtplöntun Fyrstu árin herti Inga plöntur í viku fyrir útplöntun. Flutti bakka út undir bert loft, stutta stund fyrst, lengdi síðan tímann. Plantaði þá í reit upp úr 20. júní. Nú plantar hún út um 15. júní, beint í reit, setur garðaplast á boga yfir reit, hefur plast yfir í 2—3 vikur. Vökva þarf í reit, þegar þurrviðri er eða mikil sól, voigt vatn. Millibil Bil milli plantna í reit ca. 30 cm. Inga bindur hæstu plöntur við bambusstengur með ullar- bandi. Setur stengur niður með plöntum um leið og gróðursett er. Meðalhæð er um 30 cm þegar plantað er út, fara í 50—60 cm á 1. ári. Skjól Inga setur strigahlífar milli plantna með nokkru millibili, hæð á borði sem afmarkar reit er ca. 20 cm. Plöntur eru hafðar í reit í 2 ár, þá eru þær bestu fluttar á framtíðarstað, hinar hafðar áfram í reit og hyglað eitt ár i viðbót. Frá>?anKur að hausti Torfur lagðar milli plantna, grasrótin látin snúa upp. Þeir sem eiga erfitt með að ná í torfur til að skera í mátulegar ræmur, geta notað það sem fellur til við kantskurð á sumrin. Sjúkdómar Ryðsveppur vill sækja á ungplöntur í reitum og rótar- maðkur getur líka gert skaða ef reitir eru lengi á sama stað. Leitið ráða og lyfja hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna. Eftirmáli Öruggt má telja, að því meira skjól og birtu, sem plöntur hafa í uppeldisreit, því örari vexti ná þær. Sjálfgefið er að jarðvegur þarf að vera frjósamur og vel unninn. Verður hver og einn, sem tilraun gerir, að hlúa að sínum „börnum" eftir aðstæðum. Undirrituð afmarkaði reit með 25 cm háum grindum á alla vegu, festi þverslár á milli. Ungir grannar umgengust þessa 1973. Vona ég nú að þessi lýsing á forræktun á birki innanhúss sé nógu ítarleg til þess að einhverj- ir leggi í að reyna hana. Má klippa stilka af laukum páskalilju? Þyri Anderssen, Rauðahjalla 7, hringdi og spurði hvort klippa mætti stilka af laukum af páska- lilju og túlipana áður en þau fölnuðu. SVAR: Laukar fjölga sér á líkan hátt og kartöflur, þótt afsprengin leiti ekki á sama hátt út frá móður sinni, heldur haldi sig fast að henni. Meðan afkvæmin eru að þroskast verða þau að fá næringu gegnum rætur og blöð móður sinnar og þessvegna er það mikils um vert að blöð haldist græn sem lengst og að sem minnst orka fari í blóm- myndun móðurlauksins. Sjálfsagt er því að klippa blómstöngulinn af strax þegar blómkrónan er farin að láta á sjá og leyfa blöðunum að visna hægt og rólega, svo þau geti tryggt afkvæmunum sem mesta forðanæringu. Sjaldnast verða hliðarlaukar af túlipönum mikils megnugir, þar sem þeir ná litlum þroska en hjá páskaliljum og krókusum geta þeir orðið líklegir til að gleðja okkur með blómum eink- um ef þeir eru teknir upp síðla sumars, þurrkaðir lítillega og síðan settir niður að nýju fyrir haustfrostin. Ársvöxtur grenitrjáa Jóna Hansen, Hraunbæ 90 hringdi og spurði hver eðlilegur ársvöxtur væri hjá grenitrjám, t.d. fjögurra ára tré annarsvegar og hinsvegar 25 ára gömlu tré. Hvaða áburð er best að nota á grenitré og hve oft og hve mikið á að gefa þessu fjögurra ára tré og hinsvegar þessu sem er 25 ára? Á að gefa jafnmikinn áburð grenitré sem er ræktað til skrauts í garði og svo grenitré sem ræktað er til nytja? SVAR: Vöxtur trjáa getur orðið afar mismunandi frá ári til árs og ræður þar mestu um veðurfar og frjósemi jarðvegs. Ekki er óalgengt að grenitré geti bætt við hæð sína um hálfum metra á einu sumri. Sé rækilega borið í jarðveginn af lífrænum áburði fyrir gróður- setningu býr plantan að þeirri næringu öll sín fyrstu vaxtarár go er síðan fær um að leita sér næringar, en aldrei er það verra að bera áburð í námunda við tré með tveggja eða þriggja ára millibili. Gildir þar jafnt hvort um skógargróður til nytja er að ræða, eða stakt tré til yndisauka á heimalóð. Hvorttveggja kemur til greina, að bera á lífrænan eða kemiskan áburð og best er að allrar hófsemi sé gætt. Meira um bóndarósir Vegna svara minna miðviku- daginn 10. júní og á laugardag- inn 13. júní til Kristínar í Hvassaleiti og Guðrúnar í Vest- urbergi hafði samband við mig mikill áhugamaður um ræktun bóndarósa og sagði það sína reynslu að forðast bæri allan lífrænan áburð í nálægð bónda- rósa. Þær fengju frá áburðinum sýkla og sveppi og væru afar viðkvæmar fyrir allri snertingu við húsdýraáburð, jafnvel þótt hann væri orðinn margra ára gamall. Yfirleitt væru bóndarós- ir ákaflega nægjusamar og það nægði þeim fullkomlega að vökva þær einu sinni á ári með vægri upplausn af blönduðum garðáburði (um eina matskeið í lítra af vatni fyrir hverja plöntu). Þá sagði þessi ræktun- armaður það sína reynslu að best væri að moldarlag ofan á brumi væri ekki meira en 2 til 3 cm. Að öðru leyti gat hann fallist á ráðleggingar mínar og sér í lagi væri mikilvægt að bóndarósir væru vel varðar fyrir vetrarbleytu og frostum. Um leið og ég er þessum mikla áhugamanni og reynsluríka um ræktun bóndarósa afar þakklát- ur fyrir góðar upplýsingar, von- ast ég til að þær geti orðið öllum, er þessar fallegu plöntur eiga í garði sínum, bæði til gagns og fróðleiks. Sáð um mánaðamótin febr. marz. Myndirnar teknar siðast í júní, daginn sem plönturnar voru fluttar út i reit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.