Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.06.1981, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1981 Rökræður í brezku Lávarðadeildinni um verðbólgu Þessi mynd birtist fyrir tveimur árum i TIME og sýnir hagfrseðinRa fella Keynes af staili. I,ord Harris: The End of Govern- ment. Institute of Economic Af- fairs 1980. 76 bls. Bretar hafa þann sið að veita fræðimönnum, sem hafa getið sér orð, nafnbót lávarðar, en hún felur í sér setu- og atkvæðisrétt í Lávarðadeildinni. Aldraður brezk- ur hagfræðingur, Nicholas Kaldor, sem hlotið hefur þessa nafnbót, hélt fyrirlestur í þoði Viðskipta- deildar Háskóla Islands 18. júní, en hann hefur gagnrýnt pen- ingamagnskenningu Milton Fried- mans og stefnu ríkisstjórnar Margrétar Thatchers af miklum móð síðustu árin og varið kenn- ingar John Maynard Keyness, sem lengi voru viðteknar með hagfræð- ingum, en hafa eins og margar aðrar kenningar orðið reynslunni að bráð. Ég ætla af þessu tilefni að geta rits eftir annan brezkan hagfræðing, sem einnig hefur hlotið nafnbót lávarðar, Ralph Harris, yfirmann Institute of Rco- nomic Affairs. I þessu riti, The End of Government, eru m.a. nokkrar ræður hans í skoðana- skiptum við Kaldor í Lávarða- deildinni um verðbólgu, pen- ingamagnskenninguna og stefnu brezku stjórnarinnar. Segja verður í örfáum orðum forsögu þessara skoðanaskipta. Kaldor lávarður er í hópi svo- nefndra Cambridge-hagfræðinga, en annar kunnur hagfræðingur úr honum er Joan Robinson. Cam- bridge-hópurinn eru lærisveinar Keyness, en hann lagði það til, að ríkisstjórnir tækju það að sér að jafna sveiflur í atvinnulífinu. Þetta lagði hann til í kreppunni miklu, þegar svo virtist sem at- vinnulífið gæti ekki komizt í jafnvægi af sjálfu sér. Hugmynd hans er einföld: Ríkisstjórnir eiga að eyða miklu, þegar kreppa er í atvinnulífinu, og örva það þannig, en spara, þegar þensla er í því. Hugmyndin var að sjálfsögðu ekki ný (Jón Þorláksson fjármálaráð- herra kom t.d. orðum að henni í fjárlagaræðum sínum á þriðja áratugnum), en Keynes var fyrst- ur til að færa fræðileg rök fyrir henni. Hugsuðir geta ekki valið sér lærisveina, og Keynes var ekki mjög heppinn í því efni. Friedrich Hayek sagði mér það, að þeir Keynes hefðu rætt saman skömmu fyrir lát Keynes og hann hefði sagt sér, að hann teldi suma lærisveina sína misskilja eða rangfæra kenningar sínar. Hayek kærði sig ekki um, að þeir væru nafngreindir, og er því iesandan- um látið eftir að geta sér til um, hverjir þeir hafi verið. Cam- bridge-hópurinn hefur notað kenningar Keyness til að réttlæta rikisafskipti — bæði ríkisafskipti til að jafna sveiflur og til að berja í markaðsbresti (market failures), en „markaðsbrest" má kalla það, er markaðurinn getur ekki veitt tiltekna þjónustu, sem þó er nauð- synleg að einhverra mati, og ríkið verður því að veita hana. Þessi hópur hefur aðhyllzt miklu víð- tækari ríkisafskipti en Keynes, og óhætt er að telja Kaldor og Robinson samhyggjumenn (sósíal- ista). Reynsla síðustu áratuga sýnir, að kenningar Keyness er ekki fullnægjandi. Kreppa er á Vestur- öndum, Jxitt hún sé miklu vægari en heimskreppan mikla. Atvinnu- leysi er víða, og ríkisstjórnum Kaldor lávarður hefur ekki tekizt að útvega fólki atvinnu með eyðslu eða aukningu verðbólgu. Verðbólgan hefur auk- izt, en einnig atvinnuleysi. Þetta er ekki auðskýrt í nokkrum setn- ingum en ég ætla þó að reyna. Keynes taldi á sínum tíma, að miklu auðveldara væri, ef laun yrðu að lækka í kreppu, að greiða jafnmargar krónur í laun og áður og fella krónurnar í verði heldur en að lækka sjálf launin. Launa- menn gætu betur sætt sig við verðbóltu en launalækkun, þótt þetta gilti í rauninni einu fyrir þá. Þeir færu sælir og ánægðir heim með launin sín, ef þeir fengju jafn margar krónur og áður, þótt hver króna hefði minna verðgildi. En á þessu er einn galli. Launamenn uppgötva það fyrr eða síðar, að þeir fá færri vörur fyrir þessar krónur en áður, ánægjan breytist í óánægju og óánægjan í kröfur. Samtök þeirra, verkalýðsfélögin, áætla síðan verðfall krónanna, þ.e. verðbólguna, þegar þau krefjast launahækkana. Með öðrum orðum sjá launamenn að lokum við verð- bólgunni, hætta að láta blekkjast af krónutölu launa, krefjast aukn- ingar kaupmáttar eða vísitölu- bindingar. Þannig verður til víta- hringur, því að fella verður krón- urnar enn í verði til þess að fullnægja öllum hinum óraunhæfu kröfum um fleiri krónur. Og verðbólgan hrjáir svo atvinnulífið, að það getur ekki fjölgað atvinnu- tækifærunum, heldur verður jafn- vel að fækka þeim. Út úr þessum vítahring eru til tvær leiðir. Önnur er launastefna (incomes policy), þ.e. að ríkis- stjórnir takmarki launahækkanir. Henni hefur verið fylgt af flestum ríkisstjórnum síðasta áratuginn, en með litlum árangri. Hin er aðhaldsstefna, þ.e. að ríkisstjórnir hætti að reyna að örva atvinnulíf- ið með eyðslu og láta undan kröfum um fleiri krónur. Henni er stjórn Thatchers að reyna að fylgja í Bretlandi. Kaldor mælir eins og margir aðrir keynes- sinnar með fyrrnefndu leiðinni, Harris með hinni síðarnefndu. í ræðum sínum í The End oí Government svarar Harris rökum Kaldors gegn peningamagnskenn- ingunni — en peningamagnskenn- ingin er, að verðbólgan hljótist af aukningu peninga umfram aukn- ingu framleiðslu, þ.e. þegar krón- unum fjölgi hraðar en vörunum, sem nota á þær til að kaupa. Kaldor flutti mikla ræðu gegn Bókmenntlr eftir HANNES H. GISSURARSON peningamagnskenningunni i Lá- varðadeildinni 7. nóvember 1979. Hann hafði kannað, hvert væri samband peningamagns og verð- bólgu í fjórum ríkjum, Bretlandi, Þýzkalandi, Belgíu og Svisslandi, á árunum 1973—1978. í öllum fjórum ríkjunum jókst peninga- magn að jafnaði á þessum tíma um 10% á ári. En verðbólgan var á þessum sama tíma mjög mismikil í þeim, frá 4% til 15%. Af þessu dró Kaldor þá ályktun, að sam- band peningamagns og verðbólgu væri ekki það, sem peninga- magnssinnar héldu. Harris sagði í ræðu í Lávarða- deildinni 13. febrúar 1980, að þessar tölur virtust sýna, að pen- ingamagnskenningin væri ekki rétt. En Kaldor hefði því miður orðið á tvær vondar villur. Önnur væri sú, að hann hefði ekki tekið með i reikninginn framleiðslu- aukninguna í þessum löndum. Samkvæmt peningamagnskenn- ingunni veldur aukning pen- ingamagns umfram aukningu framleiðslu verðbólgunni, þannig að framleiðsluaukningin skiptir máli, þótt það muni ekki nema 2—3% í þessu dæmi. Hin villan væri, að hann hefði ekki tekið með í reikninginn tímann, sem líður, frá því að peningamagn er aukið, þangað til verðbólgu vegna þess gætir. Venjulega væri miðað við tvö ár í þessu sambandi. Og reyndin væri, að aukning pen- ingamagns í þessum fjórum ríkj- um á árunum 1971—1976 væri mjög nálægt verðbólgu í þeim á árunum 1973—1978. í Bretlandi hefði peningamagn t.d. aukizt um 17% á árunum 1971—1976 en verðbólga verið að jafnaði um 16% á árunum 1973—1978, og í Sviss- landi væru sambærilegar tölur 6-7% og 4%. Harris ræddi í annarri ræðu í Lávarðadeildinni 11. júní 1980 um þau orð Kaldors, að ríkisstjórn Thatchers væri að reyna að „rjúfa kaupmáttarmúrinn", sem verka- lýðshreyfingin hefði hlaðið, og „koma verkalýðnum á kné“. (Kald- or hafði svipuð orð í viðtali við íslenzka sjónvarpið 17. júní 1981.) Harris sagði að einn kostur væri annar tiltækur en aðhaldsstefna í peningamálum og ríkisfjármálum. Hann væri launastefna, þ.e. að takmarka launahækkanir. En hvað væri það annað en að „rjúfa kaupmáttarmúrinn" eða „koma verkalýðnum á kné“? Harris benti síðan á, að alls staðar hefði mistekizt að fylgja launastefnu nema í skamman tíma. Harris gerði að umtalsefni í ræðu í Lávarðadeildinni 16. maí 1980 þá skoðun Kaldors, sem hann deilir með Friedrich Hayek, að „leiftursókn“ sé heppilegri en „niðurtalning", ef sá kostur sé valinn að fylgja aðhaldsstefnu, en kunnasti talsmaður „niðurtaln- ingar“ er Milton Friedman. Hann sagði, að þessi skoðun Hayeks og Friedmans kynni að vera rétt, en til að fylgja henni þyrfti miklu meiri stjórnmálastyrk og víðtæk- ari einingu en fyrirfyndist í Bret- landi. En þau rök hníga líka að „niðurtalningu", að menn geta miðað við verðhjöðnunina í áætl- unum sínum um framtíðina, því að þeir vita fyrir, hvað talið er niður hverju sinni. Fleiri ræður eru í þessu riti Harris, þó að þessar séu fróðleg- astar fyrir okkur, sem höfum hlustað á Kaldor. I einni ræðunni spjallar Harris um siðferði og markað, en hann telur markaðs- skipulagið hið eina, sem kristnir menn geti sætt sig við. í nokkrum ræðir hann um verkalýðsfélögin, sem eiga ekki minnsta sökina á því, hvernig komið er í Bretlandi, því að þau hafa tafið tækninýj- ungar og hagræðingu. Hann legg- ur mikla áherzlu á það, að at- vinnuieysi sé böl, en segir, að nokkurt atvinnuleysi í skamman tíma sé það gjald, sem Bretar verði að greiða fyrir, að ekki hafi fyrr verið ráðizt í nauðsynlegar úrbætur í atvinnulífinu. Og við orð Harris er því að bæta, að verðbólgan er að hjaðna í Bret- landi, er komin úr um 20% í um 10%. Það er ekki Kaldor og skoðanabræðrum hans að þakka. Lyftið Handrit: Adam Kennedy sam- kvæmt samnefndri bók Clive Cussler. Kvikmyndun: Matthew F. Leon- etti. Tónlist: John Barry. Leikstjóri: Jerry Jameson. Sýningarstaður: Hafnarbió (Regnboginn) Myndatexti: Forsíða New York Times þegar Titanic fórst. Clive Cussler datt aldeilis í lukkupottinn er hann fékk út- gefna bók sína „Raise the Titan- ic“, ekki nóg með að hún varð metsölubók heldur v*r hug- myndin fest á filmu. En slíkt virðist draumur „metnaðar- gjarnra” höfunda í dag. Til dæmis eru seinustu hasarsögur Alistair MacLean skrifaðar sem nokkurskonar kvikmyndahand- rit. Sýnir þetta ekki hvert stefn- ir með bókina? Að vísu er Titanic Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON lögmálið ekki algilt, hinn mikli meistari njósnasögunnar John le Carré, hefur þannig hina mestu andúð á vitundariðnaðinum og víkur hvergi frá hinni hreinu list orðsins, sem sést best á því að handritahöfundar Hollywood- borgar hafa fyrir löngu gefist upp á að læsa „The Honourable Schoolboy" og „Tinker, Tailor, Soldier, Spy“ í nothæft kvik- myndahandrit. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að kvikmynda skáldverk. Skáldverkið lýtur á vissan hátt öðrum lögmálum en kvikmyndin, mér er næst að halda að það reyni á aðrar heilastöðvar. (Þetta ættu þeir sem leggja verk Laxness í einelti að hafa í huga.) „Raise the Titanic" er þannig sem kvikmynd býsna rislág. Minnir hún ótrúlega mikið á venjulegan hasarþátt í amer- ískri sjónvarpsdagskrá. Máski vegna þess að maður þekkir leikarana (Richard Jordan, Dav- id Selby) úr vinsælum amerísk- um sjónvarpsseríum. Það er svo sem hægt að þola þessa leikara á skjánum, en þegar þeir birtast í 3faldri stærð óskar maður þess að komast heim. Eitt skraut- blóm úr leikarastétt er þó að finna í myndinni, sjálfan Alec Guinness. Hef ég sjaldan eða aldrei séð Guinnes betri en í hlutverki John Biglows, aldraðs sjómanns sem býr í afskekktu þorpi á Cornwall-skaga. Er þátt- urinn með Guinness svo frábær að það er eins og hann sé klipptur út úr annarri kvik- mynd. Raunar er myndfegurð þorpsins slík, þar sem það vex utaní sjávarhömrunum, að mann langar ósjálfrátt í heim- sókn. Er þessi sena með Sir Alec sú eina sem festist í minni eftir að sýningu myndarinnar lauk. Ég býst raunar ekki við að framleiðendur hafi ætlast til annars er þeir filmuðu bókina. Er annars ekki komin hér fram dæmigerð mynd 21. aldar: unnin uppúr metsölubók, sýnd í kvikmyndahúsum fyrst en síðan skellt beint inná videomarkað- inn með vinsælar sjónvarps- stjörnur sem agn? Hver veit? „Tæknin breytir heiminum en ekki kenningin," sagði vís mað- ur. Aðeins eitt að lokum. Hvers vegna er ekki amast við drukkn- um mönnum á kvikmyndasýn- ingum? Þessir menn eru oft með hávaða og kveikja sér jafnvel í sígarettu meðan á sýningu stendur. Hér ættu öll kvikmyndahúsin að vera vel á verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.