Morgunblaðið - 11.08.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981
EVRÓPUÚRTAKA Á MÁNAGRUND:
Keppnissveit íslands
á EM '81 i Noregi. En
þeir eru frá vinstri
talið Sigurbjörn Bárð-
arson á Adam,
Hreggviður Eyvinds-
son á Rökkva, Eyjólf-
ur ísólfsson á
Krumma, Ragnar
Hinriksson á Nasa,
Reynir Aðalsteinsson
á Klaka, en Reynir
kemur til með að
keppa á Fleyg en
hann hafði sloppið út
úr girðingu rétt áður
en myndin var tekin
og var hann týndur.
Tómas Ragnarsson á
Bjarka og Benedikt
Þorbjörnsson á Valsa.
'
Tveir nýliðar í
íslensku keppnissveitinni
Það var spennuþrungið andrúmsloftið á Mánagrund um
helgina þegar úrtökukeppni fyrir Evrópumótið var haldin.
Mótið hófst á laugardag kiukkan tíu fyrir hádegi og lauk
dagskrá um klukkan 21.30. Samtímis úrtökukeppninni var
haldið opið íþróttamót. Á sunnudag voru kappreiðar haldnar og
var keppni í 250 m skeiði jafnframt liður í úrtökunni. Veður var
frekar óhagstætt á sunnudag, rigningarúði og vindgjóla.
Aldrei fyrr hefur keppni um sæti i Evrópusveit ísiands verið
jafn hörð sem nú. Voru endanleg úrslit ekki ráðin fyrr en á
síðustu stundu. Eftir keppni á laugardag var útséð hvaða
keppendur yrðu í sætum fjórgangshesta, en allt var í óvissu með
fimmgangshestana. Á sunnudag var svo keppt í skeiði og fengu
hestarnir fjóra spretti hver.
Endanleg röð varð sem hér
segir: Sigurbjörn Bárðarson varð
stigahæstur í öllum greinum sam-
anlagt á Adam frá Hólum. Stiga-
hæstir fyrir tölt og fimmgang
urðu Hreggviður Eyvindsson á
stóðhestinum Rökkva frá Ríp og
Ragnar Hinriksson á Nasa frá
Akureyri. Stigahæstir fyrir fimm-
gang og skeið urðu Tómas Ragn-
arsson á Bjarka frá Vallanesi og
Benedikt Þorbjörnsson á Valsa frá
Lambhaga. Og efstir í tölt og
fjórgang urðu Eyjólfur ísólfsson á
Krumma frá Skörðugili og Reynir
Aðalsteinsson á Fleyg frá Stokk-
hólma.
Ekki var útlitið gott í upphafi
kappreiða og átti maður ekki von
á að þar yrðu gerðir stórir hlutir.
Framan af voru tímar heldur
slakir en heldur lagaðist það
þegar líða tók á keppnina. Og
endirinn varð sá að nýtt íslandsm-
et sá dagsins ljós, en það var í 400
m stökki. Var metið slegið í
aukaspretti í mótslok og voru það
tveir hestar sem hlupu, þeir örvar
og Tvistur og voru þeir á sama
tima 27,4 sek. sem er tveimur
sekúndum betri tími en gildandi
Islandsmet. örvar var talin sjón-
armun á undan. í öðrum hlaup-
agreinum náðist einnig ágætur
árangur, en í skeiði og brokki voru
tímar heldur í lakari lagi.
í 250 m skeiði sigraði Adam á
23,6 sek. sem er í sjálfu sér ekkert
sérstakur tími en það er öllu
merkilegra að þarna skaut Adam
þekktum skeiðhestum aftur fyrir
sig og má þar nefna Skjóna,
Fannar, Trausta og Villing. Svo
má geta þess að þessi árangur
Adams varð til þess að hann náði
því að verða stigahæstur þeirra
hesta sem kepptu í úrtökunni.
Eigandi hans er Hörður G. Al-
bertsson, en knapi var Sigurbjörn
Bárðarson. í öðru sæti varð Skjóni
á 23,8 sek. og er þetta í annað
skiptið á rúmri viku sem hann
lendir í öðru sæti. Virðist hann
vera farinn að dala nú í lok
Mikil spenna ríkti meðal manna meðan úrtakan stóð yfir og voru menn sifellt að bera saman bækur
sínar og reikna út hverjir væru inni og hverjir úti. Hér eru það Sigurbjörn Bárðarson og Reynir
Aðalsteinsson sem láta ljós sitt skina og Erling Sigurðsson hlustar á speki þeirra félaga með andakt.
■ : ;C
Adam gerði það gott á þessu móti því auk þess að verða efstur i
úrtökunni þá sigraði hann i skeiðinu. Knapi er Sigurbjörn Bárðarson.
Einn stóðhestur verður i islensku sveitinni, en það er Rökkvi frá Rip.
Hann er undan Hrafni 802 frá Holtsmúla. Knapi er Hreggviður
Eyvindsson.
Jóhannesson.