Morgunblaðið - 11.08.1981, Side 20

Morgunblaðið - 11.08.1981, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Ellilaunin og gamla fólkið Gamalt fólk er nægjusamt og lætur sér nægja lítið. Þetta hefur margoft komið fram, m.a. í viðtölum hér í Morgunblaðinu. Þegar aldrað fólk hefur orð á því, að ellilaunin hrökkvi ekki fyrir nauðsynjum er það vísbending um, að úrbóta sé j)örf. I viðtölum í Morgunblaðinu sl. sunnudag við nokkra úr hópi aldraðra, kom fram hjá sumum þeirra, sem við var rætt, að ellilaunin dygðu ekki. Þannig sagði aldraður maður á níræðis- aldri: „Það sem er hvað verst hjá gamla fólkinu eru peningavandræðin. Maður þarf að borga húsaleigu, og ýmislegt, s.s. síma, rafmagn o.fl. Við höfum sótt um húsnæði hjá félagsmálastofnuninni, en aldrei fengið svar.“ Öldruð kona á tíræðisaldri segir: „Annars er margt sem bæta mætti fyrir okkur gamla fólkið. Ellilaunin eru t.d. tekin upp í elliheimiliskostnaðinn og þá er lítið eftir. Þetta mætti gjarnan lagfæra, svo gamla fólkið gæti veitt sér eitthvað." Aldraður maður á áttræðisaldri segir: „Það er erfitt að láta ellilífeyrinn duga fyrir húsaleigu, sem er 1300 krónur, hita, rafmagni, bílnum, mat og svo t.d. ef þú ætlar að þvo í þvottavélinni niðri þarftu að borga auka fyrir það. Já, það fylgir margt ellinni." Öldruð kona á níræðisaldri segir: „Það þyrfti sko miklu að breyta í þessu þjóðfélagi, ef gamla fólkið ætti að hafa það sómasamlegt. Nú orðið geta börnin ekki einu sinni hýst foreldra sína. Það er þó meira en ég get sagt. Það þyrfti einnig að minnka kynslóðabilið, sem er orðið svo mikið núna og svo væri ekki úr vegi, að gamla fólkið fengi aðeins hærri lífeyri." Þessar tilvitnanir sýna, svo ekki verður um villzt, að margt gamalt fólk á í erfiðleikum með að komast af. Þjóðfélag okkar hefur ekki efni á því að búa þannig að gömlu fólki að það þurfi að hafa fjárhagsáhyggjur í ellinni. I þessum efnum er umbóta þörf. Sérsköttun hjóna Nokkur reynsla er að komast á hið nýja skattakerfi, sem lagt var á eftir í fyrsta sinn á sl. ári. Eins og gengur hafa ýmsir gallar komið fram á þessu kerfi, þegar til framkvæmdarinnar kom, og var raunar ekki við öðru að búast. Dr. Pétur H. Blöndal, stærðfræðingur, vekur athygli á einum þætti skattakerfisins í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag, sem ástæða er til að fjalla um. Pétur H. Blöndal sýnir fram á, hvernig sérsköttun hjóna getur komið út í skattlagningu. Hann tekur annars vegar hjón, sem eiga fjögur börn og hins vegar barnlaus hjón. í fyrra tilvikinu vinnur eiginmaðurinn úti en konan er heima. Eiginmaðurinn vinnur myrkranna á milli til þess að framfleyta svo fjölmennri fjölskyldu og hefur þar af leiðandi miklar tekjur og fær að sjálfsögðu barnabætur, sem koma til frádráttar. I síðara tilvikinu vinna bæði hjónin úti og hafa sameiginlega jafnmiklar tekjur og eiginmaðurinn í fyrra tilvikinu. Skattakerfið er hins vegar þannig úr garði gert, að fjölskyldufaðirinn með fjögur börn, sem vinnur einn fyrir jafnmiklum tekjur og barnlausu hjónin sameiginlega, borgar ívið hærri skatta af sínum tekjum þrátt fyrir barnabótafrádrátt. Um þetta dæmi segir Pétur H. Blöndal í grein sinni: „Ég tel af og frá, að sérsköttun sé meira jafnrétti en samsköttun. Þeir, sem þekkja til hjónabanda, vita, að í yfir 99% hjónabanda nota hjónin sameiginlegan sjóð. Bóndinn er ekki að borga konu sinni fyrir kvöldkaffið og hún gefur ekki út skuldaviðurkenningu fyrir heimilispeningunum. Tekjur heimilisins eru til sameiginlegrar ráðstöfunar og þó að skoðanir hjóna séu kannski stundum skiptar um þessa ráðstöfun er fráleitt að merkja peningana sem „hans" eða „hennar" eins og gert er með núverandi skattakerfi." Þessar ábendingar Péturs H. Blöndals eru þess virði, að þeim sé gaumur gefinn í þeim umræðum um skattamál, sem vafalaust mun fara fram í kjölfar skattaálagningarinnar nú. Skattahalinn _ og gamla f ólkið eftir Svein Ólafsson, Silfurtúni Ritstjórnargreinin í Morgun- blaöinu í dag um skattaáþjánina sem eltir gamla fólkið þegar það verður lögum samkvæmt að leggja niður sín venjubundnu ævistörf, voru sannarlega orð í tíma töluð. — Það er nánast hraksmánarlegt að skylda fólk til að leggja niður þau störf sem aflað hafa því lífsviðurværis og setja það á svo lág laun að varla dugir fyrir lágmarksþörfum, en láta svo vandamál sem af þessu leiða og á þessu fólki bitna vera algjörlega óleyst eins og skatt- byrðina frá fyrra ári — og þjaka það með þeim hætti svo að það rís ekki undir henni nema með einhverjum neyðarráðstöfunum, sem oftast eru um leið brot á þeirri hugsun og stangast á við þann tilgang, sem löggjafinn í raun af umbótasinnuðum vilja stefndi upphaflega að, þótt hér vantaði verulega á að markinu væri náð að fullu. Þetta mál er þannig allt í senn bæði sorglegt og hlálegt vegna þess svipmóts af skamm- sýni eða jafnvel skammsýni og áhugaleysi til að ieysa málið i heild af alvöru og yfirsýn, sem það virðist bera. Þótt í upphafi hafi verið stefnt að umbótum til að gera hin efri ár vinnandi fólks léttbærari, sem ekki verð- ur dregið í efa að hafi verið eitt af markmiðunum með að lög- bjóða fráhvarf frá störfum á ákveðnum aldri. — Þó er hugs- anlegt að einn af þeim þáttum, sem ekki hafi verið löggjafanum nógu ljós, en það er hvert fé þyrfti til, og þannig hafi það etv. ekki verið skoðað niður í kjöl- inn, hvort þjóðin hefði í raun efni á að láta fólk hætta störf- um svo snemma, sem nú er áskilið, enda virðist hugsanlega „fátækt" samfélagsins standa í vegi fyrir að ellilaun séu í raun mannsæmandi, enda sagði einn góður maður nýverið, að þau væru „hvorki til að lifa af þeim eða deyja". — Látum samt þetta nægja um þetta efni, þótt það sé hér sagt til umhugsunar um málið í heild Sveinn Ólafsson „Hugmyndin er ein- faldlega sú, að skött- um síðasa starfsárs sé skipt niður á t.d. 5 ár og að því er varð- ar þann hluta, sem er umfram eðlilegan skatt fyrsta ár eftir a starfi er hætt. Ef sá skattur er t.d. 30%50% af því sem á er lagt, þá sé það greitt en hitt bætist svo við með jöfnum greiðslum á 5 árum — eða svo.“ sinni. Aðalatriðið sem ritstjórn- argrein Morgunblaðsins fjallaði um var hinsvegar, hvernig hægt væri að óbreyttum aðstæðum að gera gamla fólkinu kleift að losna undan skattadraugnum, sem eltir það. Orsök þess að ég set þessar línur niður á blað eru hinsvegar þær, að ég hefi fyrir nokkuð mörgum árum einmitt fært í tal við ýmsa stjórnmála- menn hugmynd, sem ætti að geta leyst málið án þess að nokkur þurfi að segja að hann sé að þiggja ölmusu, en það veit ég að fæst af eldra fólki muni vilja, þótt vandi sé fyrir handi. Hug- myndin er einfaldlega sú, að sköttum síðasta starfsárs sé skipt niður á t.d. 5 ár, að því er varðar þann hluta, sem er um- fram eðlilegan skatt fyrsta ár eftir að starfi er hætt. Ef sá skattur er t.d. 30—50% af því sem á er lagt, þá sé það greitt en hitt bætist svo við með jöfnum greiðslum á 5 árum, eða svo. Má þar jafnvel láta greiðsluna fylgja skattvísitölu, ef þjóðin vill þá ekki sýna þann höfð- ingskap að láta hann greiðast vaxtalaust og án skatta- visitöluáiags, sem e.t.v. væri þá það sem þjóðin gæti lagt hinum öldnu skilvísu borgurum til sem viðurkenningu framlags um langa starfsævi samfélaginu til framgangs og heilla. Þetta er sett á blað fyrir velviljaða stjórnmálamenn til að hyggja að og til að gefa þeim tækifæri til að sýna hvort góður vilji í upphafi gildi i raun og veru. — Guð láti gott á vita. 9.8.’81 Skattgreiðslur eldra fólks Sjálfsagt verður seint staðið þannig að skattamálum að öllum líki. En þessa dagana, þegar landsmenn eru yfirieitt nýbúnir að fá skattseðla sína í hendur er ástæða til að vekja athygli á augljósu réttlætismáli í skattamáium, sem samstaða ætti að geta orðið um, hver svo sem afstaða manna er að öðru leyti til skattamála. Það er augljóst réttlætis- og sanngirnismál, þjóöasfl (FIDE Einkl ins ha -gens i þýðir ættar“.| skákmj úr lan| peim tekið ] TRYGGVI Bratteli, fyrrver- andi forsæisráðherra Norcgs, hefur nú setið sinn síðasta fund í Norðurlandaráði, en hann mun ekki bjóða sig oftar fram tii Stórþingsins norska. Dagana 3.-9. ágúst hélt menningarmálanefnd Norður- landaráðs sumarfund og fór hann að þessu sinni fram á Grænlandi, í Knud Rasmus- sen-skólanum í Holsteinsborg. Formaður menningarmála- nefndarinnar er Árni Gunn- arsson, alþingismaður, en Bratteli er einn af fulltrúum Noregs. Tryggvi Bratteli var forsætisráðherra Noregs árin 1971-72 og 1973-76. Bratteli kveður Norðurlandaráð Umsókn til borgartafl-ráðs eftir Kolbrúnu S. Ing- ólfsdóttur, húsmóður Hin nýja, milljón króna borg- arprýði „Torfutaflið" mun efa- laust auka líf og fjör á friðun- arsvæðinu við og á Torfunni. Ef naumt er skammtað, tæki það 11 ár fyrir alla borgarbúa að komast einu sinni að taflinu, ef 20 manns spila þar daglega allan ársins hring með um það bil einum klukkutíma á hverja skák og teflt yrði stöðugt 10 tíma á dag. Borgarbúar þyrftu því hið fyrsta að fara að sækja um aðgang að Torfutaflinu, ef þeir vilja njóta þeirrar skemmtun- ar, sem ætlunin er að verði að útitafli í miðbænum. Hér með sæki ég um að tefla fyrir mig, eiginmann minn og 3 Kolbrún S. Ingólfsdóttir. börn í þeirri von, að það yngsta verði búið að læra manngang- inn, þegar röðin kemur að því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.