Morgunblaðið - 11.08.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.08.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 27 Dýrmæt stig til KA - eftir góðan sigur á Val 3-0 VALSMENN riðu ekki feitum hesti frá leik sinum við KA norður á Akureyri á föstudaginn en KA sigraði örugglega 3—0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0. Með sigri þessum má segja að KA hafi blandað sér all hressilega i toppbaráttu deildarinnar og eru þeir nú til alls liklegir. Fyrri hálfleikur KA-menn hófu leikinn með sókn og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengur en í fjórar mínútur eftir fyrsta góða færi þeirra. Eyjólfur Ágústsson átti þá misheppnað skot af vítateig og boltinn barst til Gunnars Blöndal sem var að- þrengdur af varnarmanni á markteig en gott skot hans fór framhjá. Nú dofnaði heldur yfir leiknum og fór hann að mestu leyti milli vítateiga. Bæði liðin gerðu sér far um að spila þó að það virtist ekki bera tilætlaðan árangur. Næsta færi féll KA mönnum í skaut eins og reyndar flest færin í þessum leik. Það var á 14. mín. Þá átti Hinrik Þórhallsson fast skot að marki Vals. ólafur markvörður varði en hélt ekki boltanum. Hann barst út í teiginn þar sem Valur Valsson hreinsaði af tánum á Gunnar Blöndal. Fjórum mínútum síðar áttu Valsmenn sitt fyrsta og jafnframt eina færi í fyrri hálfleik og þar voru að verki Valur Vals- son og Hilmar Sighvatsson. Valur lék skemmtilega á varnarmann KA á vinstri kanti gaf síðan vel fyrir þar sem Hilmar skallaði fastan bolta framhjá. Lítið markvert skeði á næstu mínútum og sá blm. sig ekki knúinn til að punkta neitt niður. Þó færðist fjör í leikinn á síðustu fimm mínútum hálfleiksins þegar KA-menn sóttu nær linnulaust að marki Valsmanna. Á 42. mínútu sendi Eyjólfur fyrir markið og þar var fyrir Ásbjörn Björnsson sem kastaði sér niður og skallaði en í hliðarnetið rétt við stöngina. Að- eins tveim mínútum síðar kom svo fyrsta mark KA. Elmar Geirsson tók horn. Markmaður Vals hafði hendur á boltanum en missti hann frá sér til Ásbjarnar Björnssonar sem þakkaði pent fyrir sig og skallaði boltann í netið. Seinni hálfleikur í seinni hálfleik þyngdist sókn KA heldur og hafði það ábyggi- lega sitt að segja að Grími Sæm- undssen var vikið af leikvelli á 57. mín. eftir að hann hafði brotið mjög gróflega á Elmari Geirssyni. Á 63. mín. kom svo annað mark KA. Þeir spiluðu vel upp miðjuna. Þaðan barst boltinn síðan á hægri kantinn til Elmars sem tók á rás upp að endamörkum, gaf síðan boltann fyrir markið og beint á kollinn á Hinrik Þórhallssyni sem kom á fullri ferð og skallaði gullfallega í netið. Má segja að KA-menn hafi ráðið lögum og lofum á vellinum á næstu mínútum og var sem allur vindur væri úr Valsmönnum. Á 75. mín. braust Ásbjörn af harðfylgi í gegnum vörnina, skaut föstu skoti en Ólafur varði vel. En á 79. mín. létu Valsmenn loks vita að þeir væru líka á vellinum. Þá lék Hilmar Sig- hvatsson skemmtilega á Gunnar Gíslason á hægri kanti, skaut síðan föstu skoti rétt utan við hægra vítateigshorn en Aðal- steinn Jóhannsson varði vel. Á 85. mín. innsigluðu KA-menn svo sigur sinn. Elmar Geirsson fékk þá stungubolta inn fyrir Valsvörnina frá Jóhanni Jakobs- syni, hljóp af sér alla vörnina og renndi örugglega framhjá mark- manninum. Á síðustu mínútu leiksins hljóp smá grimmd í Valsmenn en má segja að það hafi verið heldur seint. Mátti Aðal- steinn þá leggja sig allan fram og varði hann tvisvar mjög vel skot af stuttu færi. í heildina var leikurinn kannski ekkert sérstak- lega vel leikinn og fór mikill hluti hans fram á miðjunni. KA-menn áttu þó sigurinn fyllilega skilinn. Liðin Lið KA spilaði oft á tíðum vel • Ómar Torfason Víking skorar annað mark sitt gegn Þór, er liðin iéku á laugardag í 1. deild. Gunnar sigraði tvöfalt í Saab-Toyota mótinu UM HELGINA fór fram að Jaðri við Akureyri Saab-Toyota-mótið i golfi. Mótið var opið og voru leiknar 36 holur bæði með og án forgjafar. Verðlaunin til mótsins voru gefin af Bláfelli en það hefur umboð fyrir Saab og Toy- ota á Akureyri. Úrslit i mótinu urðu sem hér segir: Án forgjafar: högg 1. Gunnar Þórðarson 147 r, 2. Jón Þór Gunnarsson 156 3. Þórhallur Pálsson 161 4. Héðinn Gunnarsson 164 Með forgjöf: högg 1. Gunnar Þórðarson 139 2. Héðinn Gunnarsson 146 3.-4. Sverrir Þorvaldsson 147 3.-4. Þórhallur Pálsson 147 jor. • Njáll Eiðsson, Jóhann Jakobsson og Guðmundur Þorbjðrnsson berjast um boltann í leik KA og Vals. Ljósm. sor saman og sýndu það og sönnuðu að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Vörnin saknaði í þessum leik Haralds Haraldssonar sem hefur verið mjög sterkur í sumar og virkaði hún stundum óörugg en það kom ekki að sök þar sem sóknarþungi Valsmanna var ekki fyrir hendi. Framlínan var spræk en þó sérstaklega Elmar Geirsson sem var besti maður KA í þessum leik. Lið Vals var ekki beysið í þessum leik og virtist vanta bæði baráttu og áhuga í leik liðsins, en það kann ekki góðri lukku að stýra. Það bætti heldur ekki úr skák að um miðjan fyrri hálfleik fór besti maður liðsins Njáll Eiðsson út af vegna meiðsla. Framlínan var með afbrigðum döpur og var ekki hægt að sjá að lið þetta væri í toppbaráttu deild- arinnar. í stuttu máli: 1. deild, föstudaginn 8. ágúst KA - Valur 3—0 (1-0). Mörk KA: Ásbjörn Björnsson á 44. mín., Hinrik Þórhallsson á 63. mín. og Elmar Geirsson á 85. mín. Spjöld: Njáll Eiðsson Val gult og Grímur Sæmundsen rautt. Áhorfendur 1430. Dómari: Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. - jor. '' 4# ^ * Við hvetjum alia til aö sýna frjálsíþrótta fólkinu okkar stuðning í verki — mætum á völlinn. m Í*L FLUGFAR fyrir Al 0ERTER, fjór- faldan Olympíumeist- > ara í kringlukasti, er okkar framlag til jP* REYKJAVÍKURLEIK- ANNA sem verða á þriðjudag og miðvikudag og hefjast kl. 19.00 báða dagana. %KARNABÆR H0LUW00Ð Merkin sem marka má.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.