Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 11.08.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 37 Ragnhildur Gísladóttir Hoffelli - Kveðjuorð Fædd 25. janúar 1899 Dáin 1. újíúst 1981. Á fyrsta ári þessarar aldar hætti bóndinn Gísli Sigurðsson, sem þá bjó að Hvammi í Lóni, búskap þar. Ákveðið var að freista skildi gæfunnar með því að flytj- ast til Ameríku, eins og þá var altítt. Komu skipsins á Höfn, sem flytja átti fjölskylduna vestur um haf, seinkaði. Fréttist þá að jörðin Viðborð væri föl til kaups, og var því að ráði að Gísli keypti jörðina, og fluttist hann þangað ásamt skylduliði sínu. í þessum fjöl- skylduhópi var tveggja ára stúlka, Ragnhildur, yngsta barn þeirra hjóna. Þarna eignast hún sitt bernskuheimiii á bökkum Horna- fjarðarfljóta, þar sem klettabrík- ur og hamraborgir skilja grónar brekkur og lautir. Ragnhildur fæddist að Hvammi í Lóni þann 25. janúar 1899. Foreldrar hennar voru Gísli Sig- urðsson og Hólmfríður Jónsdóttir sem bæði voru fædd í Lóni og áttu þar í næstu sveitum ættir sínar. Þau hjón eignuðust fimm börn, Ólaf og Guðjón, er báðir bjuggu á Viðborði. Lést Ólafur árið 1916 löngu fyrir aldur fram. Guðjón bjó á Viðborði til ársins 1936. Var hann góður liðsmaður í málefnum sveitar sinnar, sérstaklega búnað- armálum. Systurnar vóru þrjár: Sigríður, fyrrum húsfreyja á Borg, nú búsett í Höfn, Guðbjörg sem átti heimili í Reykjavík og Ragna i Hoffelli. Mikið orð fór af samheldni þessarar fjölskyldu og var dugnaði og vinnugleði þeirra systkina við- brugðið. Er árin liðu tóku bræðurnir við búsforræði á Viðborði, en systurn- ar héldu að heiman. Á krossmessu árið 1919 þegar Hornafjarðarfljót voru enn ísilögð hélt Ragna að heiman, hafði hún vistast að Hoffelli til eldri hjónanna þar, Halldóru og Jóns. Sonur þeirra, Hjalti, var fylgdarmaður Rögnu heim að Hoffelli, svo vel var fyrir þeirri ferð séð. Næstu árin dvaldi Ragna að mestu í Hoffelli, en þó brá hún sér í kaupavinnu suður á land og dvaldi síðan vetrarlangt í Reykja- vík þar sem hún lærði vefnað. Að þeim vetri loknum hélt Ragna heimleiðis. Leifur yngri sonur hjónanna í Hoffelli, Valgerðar og Guðmundar, sem þá var fulltíða maður, var fylgdarmaður Rögnu í þessari ferð. Fyrsti áfangi ferðar- innar var með bíl að Garðsauka á Ragnarvöllum, en þaðan gengu þau nema yfir erfiðustu vatnsföll- in, sem þau voru reidd yfir. Og nú kom þar að er alvara lífsins tók við, því þann 1. júlí 1928 gengu þau Ragna og Leifur í hjónaband sem var upphaf að miklum gæfuferli þeirra. I Hoffelli hafði um langan tíma verið búið af rausn og myndar- skap svo að orð fór af, og var því má segja að dauðinn hafi verið miskunnsöm lausn frá þjáningu. Þegar nokkur okkar hér í hús- inu hittumst sólríkt fimmtudags- kvöld, var Katrín í helgarleyfi. Lífsgleði og batavon réðu ríkjum í huga hennar. Ekki kvartaði hún hið minnsta, þótt þjáð væri og virtust sjúkdómseinkennin minni en áður. Katrín var sterktrúuð og ræddum við trúmálin ásamt fram- tíðaráætlunum. Við trúðum því að bænir hennar og ótal margra annarra hlytu að sigra ógnar sjúkdóminn, og heiðríkja hvíldi yfir fundi okkar. Trúin og kjarkur Katrínar óx með degi hverjum og dáðust allir að hugrekki hennar. Hún var sannkölluð hetja. Foreldrar Katrínar voru Jó- hannes Helgason, kaupmaður í Reykjavík, dáinn 11. júlí 1%3 og Eirný Guðlaugsdóttir, dáin 28. desember 1976. Þar sem Katrín var mjög hænd að föður sínum, var missir hans henni þungbær. að vonum hinni ungu húsmóður nokkur vandi á höndum að taka þar við búsforræði við hlið tengda- foreldra sinna. En í þessum efnum farnaðist Rögnu í hvívetna eins og bezt var á kosið og lá hlutur hennar hvergi eftir að því er laut að heimilinu í Hoffelli, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Mikið var sóst eftir að koma börnum til sumardvalar til þeirra Rögnu og Leifs, þar sem að á vitorði var, að vandfundið var það heimili sem jafnvel bjó að slíku fólku. Þessi samskipti leiddu til mikillar vináttu við fjölskyldur sumargestanna sem varað hefur alla tíð síðan. Með sama hætti var framkoma þeirra hjóna gagnvart öðrum er að garði bar. Hoffell var í þjóðbraut, svo að margir áttu þar teið um, auk þess sem þar var áningarstaður ýmsra þeirra er unnu að hinum margvíslegustu rannsóknum er snertu náttúru landsins. Allra sízt má þó gleym- ast sá þátturinn sem snerti hið mannmarga Hoffellsheimili og þá sérstaklega hve þeir er minnst máttu sín áttu öruggt skjól að sækja til þeirra Rögnu og Leifs. Alkunna er, að lífshlaup sér- hvers einstaklings er markað þeim störum er menn taka sér fyrir hendur. Ragna í Hoffelli hafði bæði vitsmuni og dugnað til að takast á við margháttuð og flókin viðfangsefni. En hún kaus sér starf húsmóðurinnar, þar sem hún vann af hlédrægni og æðruleysi meðan kraftar entust. Hennar takmark var að hlúa að öðrum og láta gott af sér leiða. Heimilis- störfin og samskipti við fólkið sem í nálægð var, var nægur vettvang- ur til að næra þau lífsviðhorf. Þau Ragna og Leifur eignuðust tvær dætur: Hólmfríði húsfreyju í Miðfelli, gifta Þrúðmari Sigurðs- syni og Valgerði húsfreyju í Sunnuhlíð, gifta Geir Bjarnasyni. Eru systurnar báðar sæmdarkon- ur er bera með skýrum hætti svipmót foreldra sinna. Það var mikið áfall fyrir Rögnu er hún missti mann sinn þann 29. september árið 1970, var hann þá enn á bezta aldri 64 ára. En trú hennar og skapró færði henni þrek til að mæta þessum sára missi. Áfram hélt hún heimili með aldna vinkonu sína Sigurbjörgu Jóns- dóttur sér við hlið. Á heimilinu hefur einnig haft athvarf Þórður Þórðarson, aldraður maður, sem oft á tíðum hefur dvalið á Hoffelli. En kraftarnir fóru verrandi og kom sér þá vel að stutt var að Miðfelli þar sem önnur dóttirin býr og átti þannig því láni að fagna að endurgjalda móður sinni umhyggjuna, sem hún hafði notið af hennar hendi frá fyrstu tíð. Svo var það einn af þessum silfurtæru dögum nýliðins júlí- mánaðar að Ragna hélt að heiman frá Hoffelli. Nú var heilsan orðin með þeim hætti að lengur var ekki heima verið, og fáa daga dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu í Höfn Katrín lauk gangfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms; fór síðan að starfa í Danmörku í 1 ár og vann svo við verslunarstörf í Reykjavík, þar til hún giftist Jóni Sigurðssyni, ættuðum frá Marbæli í Skagafirði. Stofnuðu þau fallegt heimili að Kleppsvegi 142 í Reykjavík og eignuðust tvær ynd- islegar dætur, Brynju og Berglind. Jóhannesi, syni Katrínar, gekk Jón í föðurstað. Ber öllum saman um að börnin eru einstaklega prúð og kurteis. Með þessum lítilsmegnugu orð- um viljum við færa Kötu okkar hinstu kveðju og þakkir fyrir allar góðar stundir. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Jón, Jóhannes, Brynju og Berglind í sorg þeirra, svo og systkini og aðra ættingja og vini. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Auður og vinir, Kleppsvegi 142, Reykjavik. þar sem hún naut hinnar beztu aðhlynningar unz hún lézt 1. ágúst síðastliðinn. í húsinu sem að þeir bræðurnir Helgi og Leifur byggðu fyrir fjórum áratugum síðan er nú orðið fámennt. Ný kynslóð sem sett hefur saman heimili sín í Hoffelli hefur byggt sér ný hús, sem standa þar í túni og í nálægri sveit hefur einnig heimilið í Sunnuhlíð risið, líka að hætti hins nýja tíma. Þannig móta kynslóðirnar um- hverfið í ljósi nýrra viðhorfa. En hugarþelið og hjartahlýjan sem niðjar Rögnu og Leifs verða í ríkum mæli aðnjótandi og fengu frá þeim í arf, mun verða hið nærandi afl þeim til gæfu og gengis til góðra verka. Það lífs- starf sem á þeim grunni er reist er sá minnisvarði er þeim mætu heiðurshjónum er mest að hæfi. Um langa tíð hefur kirkja staðið að Hoffelli og innsti hluti sveitar- innar, Innbyggð, var allt til ársins 1880 sjálfstæð kirkjusókn. Fyrir nokkrum árum var kirkjan orðin svo úr sér gengin að hana varð að fjarlægja, og hafa síðan verið uppi áform um að byggja kirkjuna upp í sínu fyrra formi. Til minningar um Leif afhenti Ragna fyrstu fjármunina sem kirkjunni bárust til endurbyggingarinnar. Eitt af því síðasta sem Helgi í Hoffelli hafði orð á var að nú mætti ekki undir höfuð leggjast að byggja nýju kirkjuna á þessu sumri. í dag fer fram vígsla kirkjunnar í Hoffelli. Heimilismenn á þeim bæjum og velunnarar þess heimil- is að fornu og nýju hafa með Fædd 30. ágúst 1903. Dáin 1. ágúst 1981. I>á ég hnig í djúpid dimma, Drottinn, ráö þú hvernÍK fer. bótt mér hverfi heimsins kspóí,— hverfi allt sem kærst mér er ÆAri heimur, himnafaðir, hinumegin faicnar mér. (M. Joch.) Þetta vers kom í huga minn er ég heyrði andlátsfregn Jóhönnu Bjarnadóttur, þeirrar konu er ég vil minnast nokkrum orðum í dag. Ekki ætla ég að rekja æviferil hennar, enda ekki nægilega kunn- ug til þess. Okkar kynni stóðu aðeins yfir í rúm 10 ár. Vorið 1971 urðum við hjónin sambýlismenn Jóhönnu og Valde- mars í Mjóuhlíð 12, okkur fylgdu einnig fimm drengir á ýmsum aldri, allt frá smábarni og upp í fyrirferðamikla unglinga. Það var ekki laust við kvíða að koma með svona stóra fjölskyldu á hæðina fyrir ofan þau. En sá kvíði reynd- ist ástæðulaus. Ég gleymi aldrei fyrsta deginum, þegar hún kom til mín og bauð okkur velkomin í húsið. Fyrir framan mig stóð ekki aðeins glæsileg eldri dama, hún var hreint og beint falleg, svipur- inn svo hreinn en jafnframt sýndu brúnu augun, að hún var einörð og blátt áfram í framkomu. Okkar sambýli stóð í 6 Vi ár og aldrei fór styggðaryrði á milli. Ég varð þess fljótlega vís að hún hafði lifað viðburðarríku lífi, verið skips- þerna til fjölda ára, víða komið og upplifað margt á hafi og í höfnum, jafnt á friðar sem á ófriðartímum. Sonum mínum fannst eitthvað heillandi við þessa lífsreyndu konu, sem hafði þau áhrif að þeir báru virðingu fyrir henni og voru henni hlýðnir. Mér finnst eins og hennar lífs- starf hafi verið fólgið í þjónustu við aðra, fyrst á hafinu, síðan eftir að í land var komið, þá var alltaf verið að búa í haginn fyrir aðra, eiginmanninn, dóttur, dótturdótt- ur og síðast langömmubörnin. Umhyggja hennar til okkar kom best fram í því að eftir að við fluttum í annað húsnæði, þá hafði hún símasamband og fylgdist með okkur, ekki síst sonum okkar og bað þeim ætíð guðs blessunar. Það beinum og óbeinum hætti byggt nýja kirkju í Hoffelli. Síðasta athöfnin í gömlu kirkjunni var útför Leifs, og núna samtímis vigslu nýju kirkjunnar fer fram útför Rögnu. Þannig tengjast þessir stóru atburðir útför þessara heiðurshjóna. En gott er til þess að vita, að nú skuli kirkja standa í Hoffelli að nýju, hljóður minnisvarði um líf og starf látins heiðursfólks. Egill Jónsson. Ragna okkar er dáin. Hugurinn reikar þrjátíu ár aftur í tímann. Níu ára stúlka er að fara með er trúa mín að vel hafi verið tekið á móti heni á landi lifenda og hún muni halda áfram að búa í haginn fyrir aðra. Kæri Valdemar — hjá þér hefur hugur okkar dvalið þessa síðustu daga, því mikill er þinn missir, en ég veit að þín góða fjölskylda mun verða styrkur þinn. Við Sigurður og synir okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Það var mannbætandi að fá að kynn- ast ykkur og fyrir syni okkar hafði það uppeldislegt gildi. Blessuð sé minning Jóhönnu Bjarnadóttur. Þorbjörg Friðriksdóttir Þegar okkur barst sú fregn snemma sunnudagsmorguninn 2. ágúst sl. að hún amma væri dáin, áttum við bágt með að trúa því. Hún hafði verið að vökva blómin í garðinum sínum kvöldið áður, þegar hún snögglega var numin á brott til annarra heimkynna. Allir héldu að hún væri svo hraust. Þó að árin væru orðin 77, þá var starfsþrekið það mikið að henni féll aldrei verk úr hendi. Það var oft ótrúlegt hve miklu hún fékk föður sínum austur í Hornafjörð. Hún á að fá að dveljast hjá þeim hjónum, Rögnu og Leifi í Hoffelli, í stuttan tíma. Pabbi hennar kynntist þessum góðu hjónum er hann var við rannsóknir á Hof- fellsjökli á námsárum sínum. Stuttur tími breyttist í sjö ógleymanleg sumur sem eru björt og fögur í endurminningunni. Handleiðsla og ástúð þeirra hjóna, Rögnu og Leifs, var mér ómetan- leg. En ég var ekki eina sumar- barnið hennar Rögnu. Á hverju sumri umkringdi hana stór og sæll barnahópur. Bróðir minn varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga heima í Hoffelli í fjögur sumur. Æskuárin taka enda, með trega kveðjum við sveitina okkar og sumarforeldra en tengslin rofna ekki. Við heimsækjum Hoffell eins oft og við getum. Að rabba við Rögnu í eldhúskróknum hennar og hlusta á suðið í eldavélinni var nauðsynlegur þáttur í lífi okkar. Árin líða og við myndum okkar eigin fjölskyldur. Enn er knúið dyra hjá Rögnu og dætrum henn- ar, Fríðu og Gerðu, en nú er Ragna orðin ekkja. Okkur er það mikið kappsmál að makar okkar og börn fái innsýn í þennan unaðsreit okkar systkinanna og hljóti blessun Rögnu. Nú er Ragna okkar farin, en sumarbörnin hennar halda áfram að vera þakklát henni og Leifi. Við systkinin, foreldrar okkar og fjölskyldur vottum Fríðu og Gerðu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Snjólaug Sigurðardóttir áorkað, og alltaf hafði hún tíma ef einhver þurfti á hjálp að halda. Jóhanna Bjarnadóttir var fædd 30. ágúst 1903 að Hokinsdal í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Ársgömul flutti hún með foreldrum sínum að Stapadal í Arnarfirði. Syst- kinin urðu alls 15 og var hún elsta systirin sem upp komst. Á svona stóru heimili þurfti margar vinn- andi hendur og komu hæfileikar hennar þá fljótt í ljós. 12 ára gömul sá hún að mestu leyti um saumaskapinn fyrir heimilið, ásamt öðrum störfum sem til féllu, t.d. fór hún oft út á sjó með pabba sínum. Eftir barnaskóla- nám var hún einn vetur í ungl- ingaskóla að Núpi í Dýrafirði. Upp úr tvítugu fór hún til Svíþjóðar og var þar í eitt ár. Síðan kom hún aftur heim til íslands og vann í nokkur ár við saumaskap. Um 1930 gerðist hún skipsþerna á millilanda- og strandferðaskipum. Sigldi hún öll stríðsárin, þar á meðal fór hún erfiða ferð með Esjunni til Petsamó í byrjun stríðsins, til að sækja Islendinga sem urðu innlyksa í Skandinavíu. Hún var þerna á strandferðaskip- inu Súðinni þegar loftárás var gerð á skipið fyrir norðan Mel- rakkasléttu. Árið 1947 fór hún í land og gifti sig 17. september 1948 eftirlifandi eiginmanni sínum Valdemar Ein- arssyni loftskeytamanni. I tuttugu ár bjuggu þau á Barónsstíg 63. Síðan flytja þau í Mjóuhlíð 12 og áttu þar heima síðan. Frá því að Hótel Loftleiðir var stofnað saum- aði hún mikið fyrir það, alveg fram á síðasta dag. Jóhanna og Valdemar eignuðust eina dóttur, Ástu, sem að mestu leyti var alin upp á Bakka í ölfusi, vegna starfa foreldranna sem bæði voru sjómenn. Var amma innilega þakklát hjónunum á Bakka, þeim Valgerði og Hannesi, sem ólu Ástu upp eins og sitt eigið barn. Ásta er gift Magnúsi Gissur- arsyni rafvirkjameistara, og eiga þau eina dóttur, sem dvaldi mörg- um stundum hjá ömmu sinni. Einnig hafa langömmubörnin tvö notið umhyggju hennar ríkulega. Velferð þeirra var hennar ham- ingja. Alltaf var hún boðin og búin til að rétta okkur hjálparhönd. Það viljum við þakka, nú þegar hún hefur kvatt okkur. Guð gefi afa styrk í hans miklu sorg. Ilanna Gerður og Uallur. Jóhanna Bjarnadótt- ir - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.