Morgunblaðið - 11.08.1981, Page 47

Morgunblaðið - 11.08.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 47 Þingeyri: Lífið er ekki tómur saltfiskur Mikið um húsbyggingar og gatnagerðarframkvæmdir l>initpyri. 7. ánÚKt. SÍÐUSTU vikur júlímánaðar hristust og skókust hús á Þingeyri og smáhlutir duttu ofan af hiiium. enda stórvirkar vinnuvélar að verki ásamt ótal hlöðnum vörubíl- um frá morgni til miðnættis, verið var að malbika götur i þorpinu ásamt innkeyrslum og plönum. Kyrrð er nú komin á aftur og tókst þá að ná tali af sveitarstjór- anum okkar. Jónasi Ólafssyni. Samkvæmt upplýsingum hans voru malbikaðir 900 lengdarmetrar í plássinu og um 1.300 lestir af malbiki voru fluttar hingað frá ísafirði. Áætlaður kostnaður var 1.250 þúsund krónur, en varð 1.500 þúsundir auk alls undirbúnings við gatnagerðina. Á sama tíma var vegagerðin að leggja 6 kílómetra klæðningu á þjóðvegi út frá þorp- inu, að Sandá og inn í Hvamm og samskonar klæðning var lögð á 750 lengarmetra í þorpinu. Á vegum hreppsfélagsins er einnig verið að byggja raðhús með 5 litlum íbúðum og fyrirhugaðar eru framkvæmdir við þrjár íbúðir, eina 80 fermetra og tvær 100, en byrjað var á grunnum þeirra síð- astliðið haust. Hreppsfélagið hefur þó ekki eingöngu beitt sér fyrir grárri byltingu, því plantað hefur verið 30 alaska-lúpínum í holtin yzt í þorpinu og einnig öðrum trjám og blómum og fenginn var hingað í sumar landslagsarkitekt til að vinna að skipulagningu gróður- belta í þorpinu. Hulda 16 hafa synt Viðeyjarsund og 6 Drangeyjarsund VIÐEYJARSUND er synt frá höfA anum fyrir vestan Viðeyjarstofu, þar er hellisskúti sem slútir inn i bergið og gaf Benedikt Waage honum nafnið Sundhellir, en hann var fyrstur manna til að synda Viðeyjarsundið. Annar að synda var Erlingur Pálsson, árið 1925. Þriðji var Ásta R. Jóhannesdóttir Briem, árið 1929. Fjórði var Magnús Magnússon frá Kirkjubóli í Laugarnesi, árið 1930. Fimmti til að synda var Haukur Einarsson frá Miðdal, árið 1931. Sjötti var Pétur Eiríksson, 1935, á besta tíma sem náðst hefur til þessa, einni klukkustund og þrjátíu og fimm mínútum. Hann synti þetta aftur árið 1937. Sjöundi til að synda Viðeyjarsundið var Sigurður Run- ólfsson, árið 1941. Áttundi var Eyjólfur Jónsson, sem aðstoðaði Kristin sl. laugardag, árið 1950. Hann synti þessa vegalengd tíu sinnum á árunum til 1961. Níunda til að synda þetta var Helga Haraldsdóttir, árið 1959. Tí- undi var Guðjón Guðlaugsson trésmiður, í ágúst 1959. Lögreglu- þjónarnir Magnús Þorvaldsson, Guðni Sturlaugsson og Halldór Ein- arsson syntu árið 1960. En skömmu áður höfðu lögregluþjónarnir Björn Kristjánsson og Axel Kvaran þreytt sundið og nú Kristinn Sigurðsson. Drangeyjarsundið Fyrstur til að synda Drangeyjar- sundið var Grettir Ásmundsson árið 930, 34 ára gamall, eins og kunnugt er. Annar var Erlingur Pálsson lögregluþjónn, synti það árið 1927. Pétur Eiríksson þriðji, 1936, þá 18 ára gamall, og er hann sá yngsti sem það hefur gert. Haukur Ein- arsson frá Miðdal synti það árið 1939, Eyjólfur Jónsson var fimmti til að synda þetta 1957 og 1959. Axel Kvaran árið 1961. Syntu þeir allir frá Drangey að Reykjadys, nema Axel fór frá Reykjadys að Drangey, sá eini sem hefur synt þá leið. Kristinn á sundi milli Viðeyjar og Reykjavikur- hafnar. Kristinn ásamt Eyjólfi þegar i land var komið. Eins og sjá má notar Kristinn engin hjálpartæki eða áhöld við sundið. Ljósm. kk „Ileföi þurft að vera lygnara44 „ÉG HEF cinfaldlega gaman af þessu og svo er engin almenni- leg sundlaug hér á Skaganum." sagði Kristinn Einarsson, 23 ára. en hann synti eins og kunnugt er frá Viðey til Reykjavikurhafnar, sem er um 4,2 kilómetra, sl. laugardag. „Ég er i þvi nú að verða mér úti um bát til að koma mér út i Drangey, þvi ég hef fullan hug á að synda þaðan og i land, eins og Grettir forðum. Það þyrfti ég að gera ekki seinna en eftir tvo til þrjá daga vegna vaxandi strauma þar. Það var ekki nógu gott að synda þetta vegna öldugangs, straumur var á móti mér þegar ég kom inn í höfnina og hefði þurft að vera lygnara. Vegna þessa var tíminn ekki nógu góður, eða tvær klukkustundir og tuttugu mínútur. Ég synti bringusund sem er ekki nógu gott og ætla ég að æfa skriðsund fyrir næsta sumar. Á leiðinni hugsar maður um það eitt að halda áfram og ekki — sagði Krist- inn Einarsson, en hann synti Viðeyjarsundið sl. laugardag þýðir að stansa til að hvíla sig, því þá kólnar maður niður og því var ekki um annað að ræða en að synda og synda. Draumurinn er að synda milli Akraness og Reykjavíkur, en áður þarf ég að æfa mig mikið, því Eyjólfur Jónsson var t.d. 13 tíma á leiðinni, þegar hann synti þarna á milli. Ég var ekki var við að sjórinn væri mengaður fyrr en í höfn- inni, að ég var var við olíubrák og hætt er við, þegar öldugangur er, að ekki verði hjá því komist að taka ofan í sig eitthvað af sjó,“ sagði Kristinn að lokum. Líst vel á drenginn Eyjólfur Jónsson, lögreglu- maður í Reykjavík, hefur synt sennilega oftar Viðeyjarsundið en nokkur annar, eða tíu sinn- um, og hann var Kristni til aðstoðar sl. laugardag. „Hann er mjög efnilegur, þolir vel kuld- ann. Það var alveg eins og hann væri að koma úr heitri laug þegar hann kom í land. Mér líst mjög vel á, að hann skelli sér í Drangeyjarsundið. Hann hefur gott andlegt jafn- vægi, líkamsburð og er mjög hraustur, enda er hann algjör reglumaður á vín og tóbak, en það er nauðsynlegt til þess að vera afreksmaður, það er stað- reynd. Til þess að geta synt vega- lengdir sem þessar, þurfa menn að hafa áhuga fyrst og fremst. Líkamsbygging hefur eitthvað að segja, því ég álít, að grann- holda menn hafi lítið í lengri sund að gera hér á landi, það gerir kuldinn í sjónurn," sagði Eyjólfur að síðustu. Búnaðarbanki Islands 1980: Innlán jukust um 66,8% en útlán hins vegar um 58,2% Verið er að slá upp fyrir hæð ofaná Norðaustur-álmu Dvalarheimili: aldraðra i Borgarnesi. Á hæðinni verður m.a. félags- og samkomuað staða fyrir vistfólk dvalarheimilisins. Ljósm. Mbi. HBj. Borgarnes: Lokaáfangi dvalar- heimilis aldraðra REKSTUR Búnaðarbanka íslands gekk mjög vel á síöasta ári og segir m.a. í ársskýrslu hans, að innláns- aukning hafi orðið veruleg, lausa- fjárstaðan hafi verið ákaflega traust allt árið og rekstrarafkoman hafi verið góð. Heildarinnlán bankans voru 72.344 milljónir gkróna í árslok 1980, en voru 43.370 milljónir gkróna í árslok 1979 og höfðu því aukizt um 28.974 DAGANA 10.—14. ágúst er stadd- ur hér á landi i boði Kennarahá- skóla íslands Gavin Bolton, lektor i leikrænni tjáningu við Kennara- háskólann i Durham á Englandi. Hann hefur haldið fjöldamörg námskeið i ieikrænni tjáningu viða um heim og mun áðurnefnda daga halda námskeið fyrir grunnskóla- kennara KHÍ. í bók sinni „Towards a Therory in Drama in Education" (1979) setur hann fram fræðilegan grundvöll að kennslu leikrænnar tjáningar sem byggður er á áralangri reynslu hans milljónir gkróna, eða 66,8%. Árið 1979 varð aukningin 15.965 milljónir gkróna, eða 58,3%. Sparilán, þ.e. innistæður á al- mennum sparisjóðsbókum og bundið sparifé, námu um áramót 54.447 milljónum gkróna, en 34.002 milljón- um gkróna árið áður. Aukningin varð því 22.445 milljónir gkróna, eða 66,0%, en sambærilegar tölur yfir og annarra kennara við notkun greinarinnar í Englandi, segir í frétt frá Kennaraháskólanum. Gavin Bolton mun halda einn opinberan fyrirlestur um leikræna tjáningu, þar sem hann mun leitast við að svara spurningum um hlut- verk greinarinnar í skólakerfinu, sem tækis til þekkingaröflunar og sem einn þátt kennaramenntunar. Fyrirlesturinn fer fram fimmtu- daginn 13. ágúst kl. 20.30 í stofu 301 í Kennaraháskólanum við Stakka- hlíð. Hann fer fram á ensku og er opinn öllu áhugafólki á þessu sviði. árið á undan eru 12.739 milljónir gkróna, eða 59,9%. Spariinnlán voru 78,0% af heildar- innlánum, en voru 78,4% árið 1979 og 77,6% árið 1978. Vaxtaaukainnlán voru í árslok 1980 21.312 milljónir gkróna og höfðu þau aukizt um 8.242 milljónir gkróna á árinu, eða um 63,1%, en 92,6% árið áður. Heildarútlán bankans námu í fyrra 60.135 milljónum gkróna, en 38.005 milljónum gkróna árið á undan. Útlánaaukningin á árinu varð því 22.130 milljónir gkróna, eða 58,2%, en sambærilegar tölur ársins 1979 voru 13.250 milljónir gkróna, eða 53,5%. í heildartölu útlána eru öll endur- seld lán í Seðlabanka íslands, sem að langmestu leyti eru afurðalán land- búnaðarins, svo og skuldabréfakaup bankans af Framkvæmdasjóði, sem nema 4% af innlánsaukningu ársins. Útlán bankans til atvinnuveganna voru í árslok 46.415 milljónir gkróna, 5.835 milljónir gkróna til opinberra aöila og 7.885 milljónir gkróna til einstaklinga. Sem fyrr er hlutur landbúnaðarins langstærstur í fyrsta flokknum, eða 22.868 milljónir gkróna. Lánveitingar til annarra atvinnuvega dreifast síðan verulega. Rekstrarreikningur bankans sýnir, að hagnaður til ráðstöfunar var 1.154,8 milljónir gkróna, en eigið fé bankans í árslok var 7.206 milljónnir gkróna, og hefur það aukizt um 70,2% á árinu. IJorKariu'si, 6. áKÚst. NÝLEGA hófust framkvæmdir við að byggja nýja hæð ofan á Norðausturálmu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Er hér um að ræða að Ijúka byggingu Dval- arheimilisins eins og hún var fyrirhuguð i upphafi, en sem ekki var hægt að ljúka á sinum tima. Var neðri hæð álmunnar þá lokað með bráðabirgðaþaki. Hæðin verður um 500 fermetrar að flatarmáli. Ekki er gert ráð fyrir verulegri fjölgun vistfólks, heldur að rýmki um þá sem fyrir eru. Á hæðinni er gert ráð fyrir félags- og samkomuaðstöðu fyrir vistfólkið, auk nokkurra íbúðaher- bergja, en á móti kemur að hætt verður að nota bráðabirgðaíbúðar- herbergi í kjallara hússins. Gert er ráð fyrir að kostnaður fari á þriðju milljónina og er hann fjármagnaður með eigin fé Dval- arheimilisins sem er all vel stæð sjálfseignarstofnun, framlögum sveitarfélaganna og lánum hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Hæðin verður gerð fokheld í sumar og gengið frá henni að utan, síðan verður reynt að halda áfram í vetur. Þorsteinn Theó- dórsson byggingameistari í Borg- arnesi sér um uppsteypu hæðar- innar. HBj. Lektor í leik- rænni tjáningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.