Morgunblaðið - 08.09.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
5
Blönduós:
Nýtt stórgripa-
sláturhús í
notkun í haust
NÝTT .stún'ripasláturhús Sölufé-
la>ís Austur-IIúnvetninKa á
Blönduúsi verður tekiú í notkun
nú í haust. að því er Árni S.
Júhannsson kaupfélansstjúri á
Blönduúsi saKÚi í samtali við
MorKunhlaðið í Kar. f sjálfu
sláturhúsinu. þar sem slátra á
hrossum ok nautftripum. er einn-
ík K<*rt ráð fyrir að síðar me^i
taka upp svínaslátrun. VeKna
þeirrar sérhæfinKar sem orðin er
í búfjárslátrun er hins veKar ekki
Kert ráð fyrir að þarna verði
slátrað sauðfé.
Sláturhúsið er um 400 fermetr-
ar að grunnfleti, en undir því er
um 380 mz kjallari, þar sem verður
gæru- og skinnageymsla, og salt-
geymsla, og fleira í tengslum við
sláturhúsið.
Að sögn Árna Jóhannssonar
kaupfélagsstjóra er ætlunin að í
húsinu verði unnið við slátrun
mestallt árið, eða því sem næst, en
ekki eingöngu á hefðbundinni
sláturtíð. Nautgripaeldi til kjöt-
framleiðslu sagði hann að vísu
ekki vera mikla í héraðinu, en hún
færi þó vaxandi. Starfsmenn við
hið nýja sláturhús sagði hann
verða 10 talsins.
Unnið hefur verið við sláturhús-
bygginguna af krafti að undan-
förnu, en ekki mun enn ljóst
hvenær verkinu verður lokið.
Kaupfélagsstjóri sagði verkið hafa
verið tafsamara en upphaflega var
gert ráð fyrir, en ætlunin væri
sem fyrr segir að hefja slátrun “í
haust“.
Laxveiði í sjó:
Leitað leiða
til könnunar
á hlutdeild
íslenska laxins
NEFND til að leita færra lciða til
könnunar á hlutdeild íslenska
laxastofnsins í afla þeirra þjúða,
sem laxveiðar stunda á norðaust-
anverðu Atlantshafi, var skipuð
þann 21. ágúst. í nefndinni eiga
sæti þeir borsteinn Þorsteinsson,
h<')ndi á Skálpastöðum. formaður,
Jakob Ilafstein lögfræðingur og
dr. Björn Júnannesson.
Ekki tókst að ná sambandi við
formann nefndarinnar, en í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Jakob
Hafstein, að nefndin hefði haldið
tvo fundi og nú væri unnið að
gagnasöfnun og sagði Jakob að
nefndin legði mikið upp úr því að
íslendingar fengju að kynnast
laxveiðum Færeyinga í sjó. Einnig
sagði Jakob að nauðsynlegt væri
að veita peningum Hafrannsókn-
arstofnunar til rannsókna á laxi á
úthafi, því ekki væri nóg að vita
um göngur laxins í ánum. Jakob
sagði að nefndin væri sammála
um nauðsyn þess að stórauka
laxamerkingar, á það yrði höfuð-
áhersla lögð, og einnig yrði haft
náið samstarf við Veiðimálastofn-
un og Hafrannsóknarstofnun.
Vitni
vantar
BIFHJÓLI var ekið á mann á
gangbraut á Bústaðavegi við
Grímsbæ síðastliðið þriðjudags-
kvöld, um klukkan 21. Maðurinn
slasaðist nokkuð, en bifhjólið fór
af vettvangi, og er það ósk lögregl-
unnar að ökumaður þess gefi sig
fram hið fyrsta. Einnig er óskað
eftir því, að vitni að atburðinum
gefi sig fram við lögregluna.