Morgunblaðið - 08.09.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
Umbúðasam-
keppni iðn-
rekenda í
sjötta sinn
FÉLAG íslonskra iðnrekenda
uanKst nú íyrir umbúðasam-
keppni í sjötta sinn.
Samkeppnin er fyrir allar
gerðir umbúða, svo sem flutn-
ingsumbúðir, sýningarumbúðir
og neytendaumbúðir. Verða þær
að vera hannaðar á Islandi og
hafa komið á markað hér eða
erlendis. Allir íslenskir umbúða-
framleiðendur og umbúðanot-
endur geta tekið þátt í sam-
keppninni, svo og aðrir þeir sem
hafa með höndum gerð og hönn-
un umbúða. Einungis er leyfi-
legt að senda inn umbúðir, sem
komið hafa fram frá því að
umbúðasamkeppnin fór síðast
fram eða frá miðju ári 1977.
Fimm aðilar skipa dómnefnd
og eiga sæti í henni Brynjólfur
Bjarnason, fulltrúi Félags ísl.
iðnrekenda, Þröstur Magnússon
frá Félagi ísl. teiknara, Krist-
mann Magnússon frá Kaup-
mannasamtökum Islands, Ottó
Olafsson frá Myndlista- og
handíðaskólanum og Gunnlaug-
ur Pálsson frá Neytendasamtök-
unum.
Umbúðirnar ásamt upplýsing-
um um nafn og heimilisfang
þátttakenda, umbúðaframleið-
anda, umbúðanotanda og þann
sem hefur séð um hönnun um-
búðanna, skal senda til Félags
íslenskra iðnrekenda, fyrir 9.
október nk.
(FréttatilkynninK)-
Nifteindavarrar
Frá Friðriki Friðrikssyni frél
Einhversstaðar segir, að vel
girtur garður varni óboðnum
inngöngu. Þetta spakmæli kem-
ur í hugann þegar nifteinda-
varnir ber á góma, en umræður
um þetta varnarkerfi komust
enn á ný í hámæli, með ákvörðun
Reagans Bandaríkjaforseta um
að hefja framleiðslu á nifteinda-
sprengjum. I fyrstu verður þeim
eingöngu komið fyrir í Banda-
ríkjunum, en væntanlega verða
þær orðnar hluti af varnarkerfi
Evrópubúa fyrr en seinna, enda
nýtist máttur þeirra best við
aðstæður eins og í V-Evrópu, þar
iritara Mbl. í Bandaríkjunum.
sem hugsanlegur óvinum er
staðsettur rétt við landamærin,
með óvígan her. Enginn vafi
leikur á því að nifteindasprengj-
an eyðir, — eins og aðrar
kjarnasprengjur, — en hún eyðir
á annan hátt. Hún eyðir lífi
manna (hermanna), á takmörk-
uðu svæði, en veldur mjög tak-
mörkuðum skemmdum á mann-
virkjum og vélum. Þessi eigin-
leiki gerir nifteindasprengjuna
ákaflega mikilvæga frá her-
fræðilegu sjónarmiði, ekki síst
þegar óvinaher hefur yfirburði í
mannafla og hreyfanlegum her-
færum, t.a.m., skriðdrekum, en
sá er einmitt veruleikinn sem við
er að fást í Evrópu.
Sovétmenn hafa tiltæka í Evr-
ópu margfalt fleiri hermenn en
herir Vestur-Evrópuríkjanna, og
hvað skriðdreka varðar, þá eru
þeir að hlutfalli fjórir á móti
einum hjá NATO-herjunum. Það
skal því engan undra, að birnin-
um sé brugðið, og reiðiöskur
heyrist úr honum, þar sem með
nifteindasprengjum er dregið
mjög úr yfirburðum Sovétmanna
á þessu sviði hernaðar. Það sem
mestu varðar, er þó það að með
staðsetningu nifteindasprengja í
Nifteindavarnir draga
úr hernaðarmætti
skriðdrekanna. Myndin
er tekin á hersýningu á
Rauða torginu í Moskvu
Evrópu er dregið til muna úr
þeim möguleika, að Sovétmenn
ráðist til vesturs, — nifteindin
er því miklu frekar öryggisvent-
ill friðar heldur en undirrót
aukinnar spennu, eins og áróð-
ursmaskínan í austri heldur
fram.
Viðbrögðin í Evrópu við
ákvörðun Reagans nú eru mild-
ari en þau sem mættu Carter,
fyrrum forseta, áður en hann
heyktist á að hefja framleiðslu
sprengjunnar, þrátt fyrir að enn
séu flestar ríkisstjórnir í Vest-
ur-Evrópu vaðandi í reyk í
afstöðu sinni. Þess ber þó að
vænta, að mönnum verði smám
saman ljóst, að friður verður
ekki keyptur með undanslætti og
uppgjöf, lúðrablæstri og hóp-
göngum, heldur með sterkum
vörnum. Hervæðing er og verður
aldrei markmið í sjálfu sér, en ef
það er eina raun-hæfa leiðin til
þess að halda friðinn, þá verður
að kaupa hann því verði.
Nifteindasprengjan er nýr
hlekkur í sterkari keðju en áður,
— varnarkeðju —, en hún hefur
tiltölulega lítið árásargildi.Það
er því ekkert tilefni til mótmæla,
fremur hið gagnstæða, nema ef
vera skyldi að atvinnumótmæl-
endur í Evrópu vildu ganga af
sér skóna út af vikulegri aukn-
ingu SS-20 kjarnaeldflauga Sov-
étmanna, sem beint er gegn
V-Evrópu. Áætlunin um nift-
eindavarnir ætti því að vera
fagnaðarefni í augum Evrópu-
búa, í það minnsta þeirra, sem
ekki vilja vitna eyðileggingu og
dauða í Evrópu, — né sjá
skriðdrekasveitir og KGB allt að
Ermarsundi.
Islenskt landslags-
líki og lifandilíki
LAUGARDAGINN 5. sept-
ember sl. var opnuð sýning í
Gallerí Langbrók á Bern-
höftstorfu. Sotos Michou sýnir
þar hluta af verkum sem hann
gerði siðustu 2—3 vikur á
Islandi. Þessi verk eru hluti af
tilraunum hans til að skynja
Island.
Þessi verk eru eyðilagðar,
breyttar og endurskapaðar
ljósmyndir gerðar með land
SX70-myndavél og gouache-
myndir sem hann nefnir ís-
lenskt landslagsiíki. Polor-
oid-myndirnar eru myndles-
mál — myndir sem lifa í
lesmáli og myndmáli. — Þær
eru tileinkaðar ímyndunar-
heimi mannsins. Gouache-
myndirnar eru litsmíðar.
Sotos Michou er grískur, en
býr í Stuttgart og Karlsruhe í
V-Þýskalandi og í Prosilion í
Suður Peloponnes. Hann
fæddist 1936 í Aþenu. Árið
1955 fluttist hann til Þýska-
lands. 1971 var hann kennari
Síðara bindi frimúrarabókarínnar komið út:
„Frímúrarar verða að sjá til þess
að ég lendi ekki í neinum vandræðum66
ÍJt or komið síðara bindi hokarinn-
ar Bra'ðrabond oítir Úlíar Þormóðs-
son hlaðamann. on i hokunum or
rjallað um íslonsku frimúrarahroyf-
ini;una. hirt frímúraratal og ýmsar
upplýsingar or höfundur tclur að
varði frímúrarahroyfinguna hérlond-
is. Á kápusíðu hókarinnar sogir svo
moðal annars í kynningu á Ix'ikinni:
.1 þossu síðara hindi Bra-ðrahanda
or frímúraratal yfir alla þá som
i'orst hafa frímúrarar frá 1960 til
síðustu áramóta. viðamikil saman-
tokt um stoðu frimúrara i þjoðfólag-
inu. áhrif og völd. hrasanir og
fyrirgofningu yfirvalda o.fl.o.fl.
■ roint or frá alþjóiðafólagsskapnum
iildungar Zions og hugsanlogum
tongslum frímúrara við hann. Einnig
r í þossu bindi sórstakur kafli um
oynifólög oins og Rósonkross. Sam-
rímúrara. Oddfollowa. og klúhha
ins og Rötary. Liöns o.fl.“
Úlfar Þormóðsson sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins, að
líta bæri á bækurnar Bræðrabönd,
sem eina heild, hvor bók fyrir sig
væri ekki sjálfstætt verk. Allan
frágang bókarinnar, það er síðara
bindis, sagðist hann hafa unnið á
írlandi, og er hann var spurður um
ástæður þess, sagðist hann hafa
gengið á milli ýmissra rithöfunda-
sjóða í fimm ár til að fá styrk til
verksins, án árangurs. Því hafi sér
virst sem auðveldara myndi að lifa á
loftinu á írlandi en hér heima, þegar
að lokavinnslu við verkið kæmi.
Um viðbrögð við fyrri bókinni
sagðist hann lítið geta sagt, enda
hefði hann haldið til írlands þegar
eftir að hún kom út. Úlfar sagðist þó
hafa hitt ýmsa íslenska frímúrara á
írlandi í sumar, þar sem hann hefði
lítillega starfað fyrir Samvinnuferð-
ir-Landsýn. „Þessir menn voru ekk-
ert nema elskulegheitin við mig,“
sagði Úlfar, „enda held ég nú áð
íslenskir frímúrarar séu það miklir
menn að þeir þoli umfjöllun af þessu
tagi. Viðbrögð við þessu síðara bindi
verða þó vafalaust harðari, en hafa
verður í huga að í bókunum dreg ég
engar ályktanir, heldur safna aðeins
saman upplýsingum, sem lesendur
sjálfir geta síðan dregið sínar álykt-
anir af. — Nei, ég hef aldrei óttast
neinar afleiðingar vegna þessara
bóka, frímúrarahreyfingin er ekki
glæpasamtök. Hins vegar má ef til
vill leiða að því rök, að þar sem ég
skrifaði þessar bækur sjálfur, og gaf
þær að auki út, þá verði frímúrarar
eiginlega að passa upp á að ég lendi
ekki í neinum vandræðum, ella
kynnu þeir að vera í hættu fyrir
almenningsáliti."
við Listaakademíuna í Karls-
ruhe. Árin 1972/73 vann hann
sem höfundur, leikstjóri og
listrænn sköpuður við leikhús
í Þýskalandi. í vor færði hann
upp verk sem hann nefndi
sviðsett myndlist í leikhúsinu
Theater am Turm í Frankfurt.
Hann var kallaður sem próf-
essor til listaakademíunnar í
Stuttgart árið 1974 og kennir
þar í deildinni „almenn list-
menntun". Hann á aðalþáttinn
í því að menntun listkennara
var víkkuð út frá sviðinu
rúmleg list yfir í leiklist og
aktionslist.
Sotos Michou heimsótti ís-
land fyrir 24 árum og gerði
teikningar af landslagi
Reykjaness og Norðurlands. í
þetta sinn vill hann ekki taka
áhrif landsins með sér, heldur
sýna tilfinningar sínar. Ég er
hér nú.
Sýningin er opin frá kl.
12—6 alla virka daga og stend-
ur yfir til 18. þ.m.