Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 13

Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 13 Ein áhöfnin í pílagrímafluginu í matarhléi. Frá vinstri: Nanna, Kalli, Skúli flugstjóri, Helga, Steinunn, Skúli flugmaöur og Svanhildur. Baldur Maríusson hefur um árabil veriö eins konar framkvæmda- stjóri pílagrímaflugsins þaöan tem gert er út ásamt fleiri starfsmönnum Flugleióa. Helgifari í litskrúóugum klæðum. Þaö er ekki mikið um ungbörn í hópi pílagrímanna, en þessi virð- ist hafa þaó gott. Nígeríubúi fyrir utan pappakassakofa sinn aö færa sagnir á tréspjöld. Konurnar fá öftustu sætin eins og virðing þeirra leyfir. „Það er skollið á með kreppu," var orðtak hjá flugliöunum og þá var smalað saman snarli úr fórum hvers og eins og haldin veizla. Þarna er Gullý Gunnars að krækja sér í bita. Loftskeytamennirnir, Sigurjón og Sæmundur. kona og hélt þrumandi ræðu yfir gestum og gangandi. Hún hafði það orð á sér að vera geggjuð, en þó sá ég ekki mikinn mun á henni og öðrum þarna á vellinum nema þá Arngrími yfirflugstjóra Arnar- flugs sem var staddur þarna með litla skrúfuþotu Arnarflugs. Það var gott að hitta norðanmanninn og við urðum sammála um það að eftir því sem skordýrin stækkuðu og hitastigið hækkaði þeim mun meiri ástæða væri til þess að koma sér heim til íslands. A ferðum mínum í Afríku og Asíu þar sem flugliðar Flugleiða hafa komið við sögu vegna ýmissa flutninga hefur maður greinilega orðið var við það að flugfólkið hefur getið sér mjög gott orð fyrir dugnað og ekki sízt alúðlegt við- mót við farþega af hvers kyns sauðahúsi. Það er venja hjá hinum ýmsu þjóðum þessara landa að líta niður á fólk vegna ýmissa fordóma og á það ekkert síður við jum þá sem eru í þjónustu en hina sem þurfa ef til vill að taka minna tillit til náungans. Það fór til dæmis orð af því hve íslenzku flugliðarnir væru nærgætnir við Nígeríubúana þótt fas þeirra og venja minnti fremur á gripaflutninga. Pílagrímaflugið er ákaflega ströng törn fyrir flugliðana í umhverfi og lífsstíl sem er svo gjörólikur því sem norrænt fólk á að venjast og þar koma til þættir mannréttinda sem þykja sjálfsögð á norðurhveli en eru ekki einu sinni draumur almennings á suð- urhveli jarðar. Æðstu menn með flugstjóramerki úr plasti Það var spaugilegt að sjá æðstu menn tolls, lögreglu og hers á flugvellinum prýdda ýmsum marglitum virðingarmerkjum, en efst hjá þeim öllum trónaði eftir- líking af flugstjóramerki Flug- leiða, úr plasti, eins og flugfreyjur félagsins gefa krökkum sem ferð- ast í vélum félagsins. Þetta merki var vinsælasta merkið í öllu hér- aðinu og ýmsir fyrirmenn komu sérstaklega út á flugvöll til þess að krækja sér í merki. Það gekk orðið kaupum og sölum á 3 nairur, sem jafngilda liðlega 40 kr. íslenzkum. Flugleiðaliðið bjó á hótleli um það bil 15 km frá flugvellinum, fyrsta alvöru hótelinu í Maiduguri og flugliðarnir voru fyrstu gest- irnir á hótelinu. Ýmsir fæðingar- erfiðleikar áttu sér stað í rekstrin- um og kom þar margt til, því heimafólk hefur litia þjálfun á sviði hótelreksturs. En reynt var að gera gott úr hlutunum, þótt rafmagnið færi reglulega af, þótt vandræði væru að fá mat, þótt eðlurnar og önnur kvikindi sæktu að fólki, þótt negrarnir skildu ekki hvað þeir ættu að gera og svo framvegis. Þarna bjuggu tugir Islendinga sem sinntu pílagrímaflutningun- um, stærstu hópflutningum í heimi hvert ár á einn stað jarðar- innar í trúarlegum tilgangi. Nær þrjár milljónir manna munu fara í pílagrímaför til hinnar helgu borgar Mekka ár hvert frá flestum löndum jarðarinnar þótt flestir séu að sjálfsögðu frá Asíu og og Afríku þar sem múhameðstrúin á mestu fylgi að fagna. Heilög skylda aö fara til Mekka Það er heilög skylda hvers múhameðstrúarmanns að fara í pílagrímsför til Mekka í Saudi- Arabíu, en aðeins brot af öllu liðinu getur náð því marki, því á mælikvarða þessa fólks kostar það of mikið þar sem ekkert er til. Öll móttaka í Saudi-Arabíu er skipu- lögð af aröbum og kaupa pílagrím- arnir ferðina í einum pakka sem kostar t.d. frá Nígeríu og Alsír um 1200 dollara eða um 10 þúsund kr. Til þess að komast í slíka för þurfa margir þeirra, sem vilja verða hólpnir, að selja aleigu sína, bú, gripi og aðrar eigur og þegar þeir koma aftur úr píla- grímsferðinni eru þeir slyppir og snauðir en hafa hlotið titilinn Alhadji, eða „pílagrímurinn" sem menn nota gjarnan upp frá því með nafni sínu sem virðingartitil fyrir utan að eiga tryggingu fyrir eilífð í hæstu hæðum. Þó er kveðið svo á í hinni helgu bók múhameðstrúarmanna að menn skuli ekki stofna til skuldar við að fara í pílagrímsför. Margir. eru mestalla æfina að safna sér fyrir ferðinni, enda er meirihluti þeirra milljóna pílagríma, sem heimsækja Mekka hvert ár, aldrað fólk. Ríkir senda gjarnan sitt fólk eða hjálpa því, en sauðsvartur almúginn á litla möguleika á heilagleikanum nema þá helzt smábændur sem selja allt sitt og byrja svo aftur að skríða. I pílagrímaflugi Flugleiða ganga vélar flugfélagsins stanz- laust milli Jedda og þeirra staða sem helgifararnir koma frá, Níg- eríu, Alsír eða Indónesíu, en frá þessum löndum hafa Flugleiðir flutt pílagríma. Frá þessum lönd- um fara alls nokkur hundruð þúsund pílagríma til Mekka ár- lega. Duttlungar ar- abanna og hatur Að jafnaði er flogið tvær ferðir á sólarhring til Jedda, t.d. frá Nigeríu og Alsír, en oft koma margs konar tafir vegna duttl- unga araba sem eiga það til að tefja vélarnar svo klukkutímum skiptir ef þeim er illa við þá pílagríma sem með vélunum koma og slíkt er ekki óalgengt, t.d. varðandi Nígeríumenn, sem ar- abarnir hata og líta á sem óæðri verur. Pílagrímsferð tekur fjórar vikur alls og það tekur þrjár vikur að flytja hvern þeirra hópa sem Flugleiðir hafa flutt. í haust er um að ræða 14 þúsund Alsírbúa. Síðan kemur um það bil viku hlé þar til heimflutningar hefjast og eru þá fyrst fluttir þeir helgifarar sem fyrstir fóru af stað. Flugliðar Flugleiða hafa búið við misjafnar aðstæður í þessum verkefnum, en ávallt hefur verið reynt að velja það besta húsnæði sem hefur verið fáanlegt á hverj- um stað. Sömu flugmenn og flugfreyjur eru í hverri áhöfn allan tímann og yfirleitt fer allur tíminn í að vinna og hvíla sig. Ef stundir gefast er sólar notið, því af henni er nóg þótt ekki sé allstaðar nóg af vatni til þess að kæla sig í svækjunni. Slík var staðan í Nígeríu. Sérstakir stöðv- armenn Flugleiða á endastöðvum eru í því erfiða hlutverki að koma pílagrímunum í vélarnar á réttum tíma og það virtist næstum því eins vonlaust á stundum og að tína ber í myrkri, en allt mjákaðist þetta um síðir og seigla landans brást ekki þótt á móti blési. Þá eru loftskeytamenn með starfsliði Flugleiða í þessum ferðum til þess að fylgjast með gangi mála frá þeim stöðum sem gert er út frá. Þar vilja þó ýmis vandamál koma upp, því það er hægara s'agt en- gert að standa í loftskeytasam- bandi yfir hásléttum Afríku og oftast næst aðeins samband skömmu áður en vélarnar koma til lendingar. Það nægir þó í flestum tilfellum til þess að tími er til smölunar pílagríma úr sérstökum búðum í einum hvelli. Sitthvað á sveimi yfir stríðandi jörð Þannig er þetta úthald ein törn því miklu máli skiptir að áætlun sé haldið. I Afríku eru víða ýmsar pestir á sveimi. Norrænt fólk býr ekki yfir sterkri vörn gegn mörg- um sjúkdómum sem herja í þess- um löndum, en lagt er kapp á að bólusetja starfsfólk gegn því sem hættulegast er. Þó hafa verið nokkur brögð að því að starfsfólk hefur fengið ýmsa erfiða sjúk- dóma og í auknum mæli hafa ýmiss konar matvæli verið flutt með að heiman af starfsfólkinu sjálfu. Ættbálkaskiptingin setur mest- an svip á mannlíf Nígeríu og hver bálkur býr við sinn sið hvort sem eitt atriðið er að gifta stúlkur burt frá heimilum 6—7 ára gamlar eða að rista andlit viðkomandi manns með rúnum ættbálksins, merkja hann ævilangt. Það er fátækt fólk sem býr í þessu landi þótt auður- inn sé mikill, en hann er á fárra höndum. En Nígería á mikla möguleika framundan. Fyrir utan það að landið er ríkt að verðmæt- um í jörðu, er ekki langt síðan borun eftir vatni fór að bera mikinn árangur, ekki aðeins eftir köldu vatni, heldur einnig heitu vatni. í héraðinu Maiduguri sem við vorum í var nýbúið að finna heitt vatn á 500 metra dýpi og þegar borun var lokið rann vatnið sjálfkrafa upp á yfirborðið. Það er því sýnt að miklir möguleikr eru í náinni framtíð fyrir ræktun hins frjósama lands, en það verður ugglaust lengra þar til hinn fá- tæki landsmaður fær notið ávaxt- anna af auði landsins,-því lögum frumskógarins er ekki breytt eins og hendi sé veifað og trúarbrögðin boða tryggð við ríkjandi ástand. Skólastarf er í lágmarki og ríflega það, menn eru fæddir undir vald umhverfis síns og fordóma. Sjálf- stæði er hlunnindi fárra, en hvort sem menn eru fátækir eða ríkir þá eru allir í leit að hamingjunni og þar koma Flugleiðir inn í spilið, tekur þátt í því í þessum fjarlæga heimi að flytja helgifarana til landsins fyrirheitna, til Mekka í Saudi-Arabíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.