Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
Hamingiuhjal
Pótur GuAjótnsson:
liókin um haminnjuna
lóunn 1981.
Sumum hókum er ætlað að
breyta hátterni lesenda sinna,
oðrum einungis að auka skilning
j)eirra: Hvor tegundin er merki-
le>;ri skal ósatft látið, en margar
bækur af fyrra tæinu hafa orðið
(;ífurle>;a áhrifamiklar, til að
mynda trúarrit á borð við Kóran-
inn, Bihlíuna oj; Rauða kver Maós,
ok ýmiss konar barátturit fyrir
bættu siðferði. En venjulega er
ekki um að ræða annan hvorn
tilj;an(;inn, heldur er bókum yfir-
leitt ætlað að hafa áhrif á lesend-
ur sína með auknum skilnin(;i.
Bókinni um haminKJuna er fyrst
ok fremst ætlað að hafa áhrif á
háttalaj; lesenda sinna, (;era þá að
betri mönnum. En hún á líka að
Klæða skilninK þeirra á skrýtnum
hlutum eins ok Lífsaflinu ok
nokkrum !oj;málum lífsins. Þess
ber að geta, að þessari bók (;æti
tekizt fyrra ætlunarverk sitt án
þess að takast það síðara, en ég
held, að það sé óhugsandi, að
þessu væri öfugt farið. Til þess
lÍKKur sú einfalda ástæða, að þessi
bók Ketur ekki glætt skilning
nokkurs manns.
Eins og titillinn gefur til kynna,
þá virðist markmið bókarinnar
vera að gera það ljóst, hvað
hamingja er, en í rauninni er
markmiðið að gera menn ham-
ingjusama. A jtessu tvennu er sá
munur, að menn geta vitað, hvað
BóKmenntlr
eftir GUÐMUND
H. FRÍMANNSSON
hamingja er, án þess að vera
hamingjusamir. Og eins og lífs-
vizkubók sæmir, þá hugar hún
frekar að því, sem má verða
mönnum til hjálpar í daglegu
amstri fremur en að skýra fyrir
þeim hamingjuna sjálfa. Það gæti
reynzt erfitt verk, mun erfiðara en
að gera þá hamingjusama.
Höfundurinn trúir því, að marg-
ar plágur og erfiðar hrjái mann-
kynið um þessar mundir, sem
koma í veg fyrir, að mannfólkið sé
hamingjusamt. Ein er þó öllu
verst í hans augum. Það er
streitan. Hún er, að því er virðist,
höfuðfjandi mannanna um þessar
mundir. Höfundurinn segir, að
hún valdi 80% allra sjúkdóma.
Þess er ekki getið, hvaðan hann
hefur þessa tölu. Það gengur fram
af því sem hann segir, að spenna
af ýmsu tæi veldur streitu, til að
mynda innri spenna. „Innri
spenna kemur alltaf fram í augn-
svipnum. Menn herpa alltaf aug-
un, ef þeir hitta einhvern, sem
þeir hafa andúð á.“ (Bls. 32.) Eins
og gefur að skilja, þá er streita
ekki æskilegt ástand samkvæmt
kenningunni. „Streita er ekki eðli-
legt ástand. Ekkert er eðlilegt
nema það lúti lögmálum náttúr-
unnar. Og náttúran hefur skömm
á því, sem er óhagkvæmt og skilar
ekki árangri. Það gerir streita
ekki.“ (Bls. 36.) Náttúran er ekki
við eina fjölina felld og vill nú
sýna veljwknun sína á Pétri Guð-
/,ir "*f"* i \ m . r jR .. .
jveggi frábn f g| v
ALUZINK sameinar alla helstu kosti
stáls, áls og zinks. Endingin er allt að 6
föld miðað við venjulegt galvaniserað
járn og lengdir ákveður þú sjálfur.
Þetta eru miklir kostir sem minnka við-
haldið verulega.
ALUZINK fæst sem garðastál,
bárustál og sléttar plötur.
Viljir þú vita meira, hafðu þá samband
við söludeild okkar. Þar bíður þín lit-
prentaður bæklingur um Garðastál og
Aluzink.
= HEÐINN =
SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ
Þar er framleiðslan, þar er þjónustan
Pétur Guðjónsson
WÞað er ekki alveg
skýrt, hve margir þjást
af streitu, en höfundur
gefur í skyn, að þeir séu
æði margir og flestir
geri sér ekki Ijóst, að
þeim er svo farið. Menn
sækjast eftir hamingj-
unni og halda, að hana
sé að finna í betri
vinnu, meiri peningum,
nýju húsi eða öðrum
veraldlegum gæð-
um.M
jónssyni og hefur valið hann til að
ráða bót á þessu.
Það er ekki alveg skýrt, hve
margir þjást af streitu, en höfund-
ur gefur í skyn, að þeir séu æði
margir og flestir geri sér ekki
Ijóst, að þeim sé svo farið. Menn
sækjast eftir hamingjunni og
halda, að hana sé að finna í betri
vinnu, meiri peningum, nýju húsi
eða öðrum veraldlegum gæðum.
Af einhverjum ástæðum virðist
höfundur telja, að svo sé ekki, og
þess vegna eigi menn ekki að
sækjast eftir þessu, heldur eigi
þeir að fylgja aðferð sinni, og þá
muni þeim hlotnast dýrðin. En
það er algerlega órökstutt, af
hverju menn höndla ekki ham-
ingjuna með því að eignast hús
eða bíl. Hins vegar hjalar höfund-
urinn um „djúpstæða reynslu",
sem á að vera hamingjan og líður
ekki úr minni, og hann spyr sig,
hvernig á henni standi. „Svarið er
einfalt. Þið voruð laus við líkam-
lega spennu, tilfinningar ykkar
voru í samræmi við umhverfið,
hugur ykkar opinn. Þið funduð,
hvernig það er að vera sönn og
heilbrigð, trú hinu rétta eðli
mannsins." (Bls. 41.) I þessum
orðum kemst höfundurinn næst
því að segja, hvað hamingja er. Á
öðrum stöðum í bókinni, þar sem
heinlínis er vikið að henni, þarf
hún að sæta þeim örlögum, að
verða óskiljanleg öllu óinnvígðu
fólki, eða svo yfirfljótanlega væm-
in, að hún verður ekki eftirsóknar-
verð nokkrum manni. En það er
eðlilegt, að spurt sé: Hvert er hið
rétta eðli mannsins? Svar þessar-
ar bókar er ekki margbrotnara en,
að hið rétta eðli er það, sem
höfundurinn segir, að það sé.
Yfirleitt kallar hann það lífsaflið.
Og enginn er nokkru nær.
Ráð þessarar bókar gegn streitu
eru tvenns konar. Annars vegar er
slökun, sem á að draga úr spenn-
unni. Það er eins og við var að
búast, að af lýsingu bókarinnar
virðist slökun aðallega fólgin í því
að ímynda sér, að slakni á ólíkum
líkamshlutum. Þá slaknar á þeim.
Hins vegar eru tólf lífsreglur, sem
eiga að breyta lífi manna, ef þeir
fylgja þeim af kostgæfni. Vandinn
við þessar lífsreglur er sá, að þær
eru sambland af hefðbundnum
siðareglum eins og þeim, að menn
skuli koma fram við aðra, eins og
þeir vilja að aðrir komi fram við
þá, og bulli á borð við þetta: „Ef þú
sækir að ákveðnu marki, færirðu
sjálfan þig í fjötra. Séu allar
gjörðir þínar takmark í sjálfu sér,
leysirðu þig úr viðjum." (Bls. 110.)
Það er óskiljanlegt, hverju þessar
lífsreglur eiga að breyta. Hverri
lífsreglu fylgir löng útlistun á
innihaldi hennar og ein dæmisaga.
Dæmisögurnar 'eru eiginlega
dæmalausar og útlistanirnar færa
lesandann ekki nokkru nær inn-
taki lífsreglunnar. Bókinni lýkur á
yfirborðslegri aðferð til sjálfs-
þekkingar og frekari lýsingu á því,
hvernig menn skuli leysa lífsaflið
úr læðingi.
Höfundurinn lætur sér ekki
nægja að lýsa böli samtímans og
hvernig hann vill bæta það. Hann
kryddar mál sitt með lærðum
athugasemdum á borð við þessar:
„Aristóteles hélt því fram, að
mannshugurinn væri eins og
óskrifað spjald (tabula rasa) við
fæðingu, og að áhrif umhverfisins
skiptu meginmáli." (Bls. 22.) Þetta
er söguleg uppgötvun vegna þess,
að sú hugmynd, sem hér er reifuð,
hefur fram til þessa verið tengd
nafni John Locke. Hann var uppi
rúmlega tvö þúsund árum á eftir
Aristótelesi. Nokkru seinna segir:
Áður skilgreindu menn eðli hlutar
eitthvað á þann veg, að steinn
hlyti að falla vegna þyngdar
sinnar, það þurfti ekki að ræða
frekar. (Rökfræði Aristótelesar.)
En Descartes tók að spyrja: „Hver
segir það? Hver sá steininn falla?
Ég. Þá hlýt ég með einhverju móti
að hafa áhrif á, hvernig ég lýsi
raunveruleikanum. Þess vegna
verð ég að reikna með sjálfum
mér.“ (Bls. 23.) Hvers á Aristótel-
es að gjalda! Og ætli Descartes
myndi skilja þetta, ef hann læsi
það? Hann myndi vart kannast
við að hafa skrifað neitt í líkingu
við það, sem hér er sagt.
Þessi bók á að frelsa menn
undan oki samtímans, streitu,
hraða, röngu verðmætamati og
annarri óáran og gera þá ham-
ingjusama. En hugsunin í bókinni
einkennist af ruglandi, óskýrleik
og hjali um eitthvað, sem enginn
veit, hvað er. Það mætti þó hugsa
sér, að menn yrðu sælir, ef þeir
tryðu því, sem í bókinni stendur.
En gætu þeir verið hamingjusam-
ir? Geta menn í rauninni verið
hamingjusamir án þess að kunna
einhver skil á, h'vað hamingja er?
Guómundur Ileiðar Frímannsson
Spurningakeppnin í Jerúsalem:
_ jr
Blindur Israels-
búi sigurvegari
Helgi komst í úrslit og hafnaði í 4.-12. sæti
IIKLGI Hermann Ilannesson,
sem þátt tók í alþjóðlegri
spurningakeppni um Gamla
testamentið, scm haldin var
nývcrið í Jerúsalem, komst í
12 manna úrslit í keppninni.
en úrslitakeppninni lauk sl.
mióvikudagsnótt. Sigurvegari
var 43 ára gamall blindur
kennari frá ísrael, en í óóru
sa-ti varð 38 ára Brasilíumaó-
ur. sem einnig er mikió sjón-
skertur.
Keppnin fór fram í tveimur
áföngum. Forkeppnin, sem 40
manns tóku þátt í, fór fram í