Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 16

Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 75 ára: Sr. Garðar Svavarsson fyrrv. sóknarprestur Fyrir 45 árum, nánar tiltekið haustið 1936, hefst nýr og merkur menningarþáttur í Laugarnes- hverfi. Þá byrjar kirkjulegt starf í þessum bæjarhluta, messugjörðir, barnastarf og húsvitjanir. Þessi borgarhluti var þá í örum vexti og tilgangurinn að gefa fólki tæki- færi til að sækja guðsþjónustur nær en verið hafði. Fyrst var messað í Laugarnesskóla sem þá hafði aðeins verið reistur hluti af. Til að annast þetta starf var ráðinn ungur prestur af Austur- landi, séra Garðar Svavarsson. Þessi ráðning var á vegum Dóm- kirkjusafnaðarins og aðeins til næsta vors. Þetta kirkjuiega starf hlaut góðar undirtektir og heppn- aðist mjög vel. Engum datt í hug að leggja það niður eftir að það var hafið. Vafalaust má þakka hinum unga og áhugasama presti það, að þetta brautryðjandastarf í Laugarnesi varð vinsælt og tókst vel. Séra Garðar gerði sér far um að kynnast fólkinu. Þá var kreppan illræmda í algleymingi og víða mikill skortur. Séra Garðar hefur sjálfur lýst hinni sáru fátækt sem víða blasti við. Ég hef fundið að þetta hafði mikil áhrif á hinn unga prest. Veraldargæðin voru þá sannarlega af skornum skammti hjá almenningi en hjartalag fólksins, það var gott. Húsvitjanir prestsins í Laugar- nesi vöktu athygli og munu hafa haft mikil áhrif. Á þessum árum voru margir farnir að sjá nauðsyn þess að fjölga sóknum og prestum í Reykjavík. Árið 1935 er lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um það efni. Flutningsmaður var Pét- ur Halldórsson, síðar borgarstjóri. Þetta frumvarp dagaði uppi og fékk ekki afgreiðslu. Eftir að almennar guðsþjónust- ur voru hafnar í Laugarnesskólan- um tók að skapast meiri áhugi og einbeitni um að fjölga sóknum og byggja kirkjur í borginni. Þáttaskil verða í safnaðarmál- um Reykjavíkur árið 1940. Með lögum frá 7. maí 1940 voru stofnuð þrjú ný prestaköll í Reykjavík. Eitt þeirra var Laugarnespresta- kall. Það er enginn vafi á því, að hið kirkjulega starf séra Garðars í Laugarnesi flýtti fyrir þessari þróun. í 40 ár var séra Garðar prestur í Laugarnesi. Fyrstu fjögur árin á vegum Dómkirkjusafnaðarins, en frá 1940 til 1976 var hann prestur Laugarnessafnaðar. Árið 1976 lét séra Garðar af embætti fyrir aldurs sakir. Það var ekki lítils virði fyrir Laugarneshverfið að hafa sama prestinn svo lengi. Prest sem alltaf var jafn áhuga- samur, fórnfús og brennandi í andanum. Þessu fylgdi viss kjöl- festa og stöðugleiki. Séra Garðar kastaði ekki hönd- unum að því sem hann gerði. Allar kirkjulegar athafnir lagði hann mikla rækt við og sparaði hvorki tíma né erfiði. Trúverðugri og skylduræknari embættismann var vart hægt að hugsa sér. Bygging Laugarneskirkju var mikið þrekvirki á þeim tíma og sóknarpresturinn lá sannarlega ekki á liði sínu í því sambandi. Það var mikil gleði- og hátíðarstund er kirkjan var vígð 18. desember 1949. Séra Garðari var lengi ljóst að messugjörðir í kirkju og aðrar helgiathafnir er ekki nóg í nútíma þjóðfélagi. Margs konar starfsemi, sérstaklega fyrir unglinga og aldr- að fólk, verður kristinn söfnuður í dag að leysa af hendi. Það var því brennandi áhugamál séra Garðars að koma upp safnaðarheimili. Ýmsir annmarkar urðu á veginum viðvíkjandi staðarval heimilisins. Um það ætla ég ekki að ræða hér. En séra Garðar var alltaf ótrauð- ur að reyna að leysa þann vanda. Safnaðarheimilismálið var hans hjartans áhugamál. Það skipti engu máli þó að hann sæi, að hann nyti þess ekki sjálfur að starfa í hinu nýja heimili. Þar kom vel fram hans óeigingirni. Þó að séra Garðar sé hættur að gegna opinberum embættisstörf- um þá er hann, sem betur fer, ekki alveg sestur í helgan stein. Það sýna m.a. hinar hugljúfu endur- minningar hans er við höfum fengið að hlýða á í útvarpinu undanfarin sumur og vonandi verður framhald á. Enn í dag er séra Garðar fullur af áhuga og ljómar af eldmóði. Dagleg umgengni séra Garðars einkennist af glaðværð, virðuleik, kurteisi og snyrtimennsku. I 40 ár setti hann sterkan svip á Laugar- neSið og raunar meira en Laug- arneshverfið. Margir minnast prestsins í Laugarnesi hjólandi meðfram sjónum vestur í bæ og jafnvel alla leið út á Seltjarnar- nes. Kona séra Garðars, frú Vivan, er gáfuð og mikilhæf kona. Ég veit að hún var manni sínum ómetan- leg stoð og stytta í hans kirkjulega starfi. Séra Garðar. Á 75 ára afmæli þínu færi ég þér hugheilar þakkir fyrir vináttu þína og allt sem þú hefur gert fyrir Laugarnessöfnuð. Ég óska þess af alhug að ævi ykkar hjóna megi verða friðsæl og fögur um ókomin ár. Þorstcinn Ólafsson Þegar við guðfræðistúdentarnir frá því eftirminnilega merkisári — Álþingishátíðarárinu 1930 — mættum til náms í háskólanum um haustið, var okkur tekið opnum örmum af prófessorunum, Sívertsen, Magnúsi og Ásmundi. Þá voru viðtökurnar ekki síður ástúðlegar af hálfu stúdentanna, sem fyrir voru í deildinni — þeir voru ekki margir — en þetta var góður og glaður hópur, eins og stúdentum ber að vera, þrátt fyrir erfið ytri kjör, uppsiglandi kreppu og almennt auraleysi. Einn af stúdentunum var Reykvíkingurinn, austurbæingur- inn, Garðar Svavarsson. Við höfð- um lítið kynnst í skóla, þ.e. Menntaskóla, en þeim mun meiri hafa kynni okkar orðið eftir að leiðir lágu saman í háskólanum. Og svo hefur verið jafnan síðan, þótt stundum hafi verið „vík milli vina“. Og árin hafa liðið með ýmsum tilbrigðum daglegs lífs og stærri atburða, en góðhugur traustrar vináttu hefur verið samur við sig. Og nú er sr. Garðar orðinn 75 ára, því að fæddur er hann austur á Fáskrúðsfirði 8. sept. 1906. Á barnsaldri fluttist hann til höfuð- staðarins, og þótt hann sé ekki innfæddur er hann heill og sannur Reykvíkingur, búandi við sjálfan Laugaveginn í háu herrans tíð. Hann er því einn af þeim mörgu, sem hafa fylgst með þróun og vexti bæjarins og síðan borgarinn- ar, og kynni frá mörgu að segja um fyrri tíma, bæði frá mönnum og málefnum. Sjálfur hefur sr. Garðar átt ríkan þátt í að móta eitt mikil- vægt svið í stækkun Reykjavíkur, og það ekki sem minnst um vert í sérhverju samfélagi, það eru vit- anlega kirkjumálin. Við hin eldri munum það þegar kirkjurnar tvær — við Austurvöll- inn og Tjörnina — voru einu guðshús lúterskra í Reykjavík, meðan byggðin þandist út og fólkinu fjölgaði óðfluga. Loks var hafist handa, mynduð ný presta- köll, byggðar nýjar kirkjur. Þar var sr. Garðar í hópi frumherj- anna — dugmikill í starfi, einlæg- ur í þjónustunni, brennandi af áhuga fyrir framgangi hinna góðu málefna og háu hugsjóna. Þá sögu er óþarft að rekja. Oft var ég í kirkju hjá sr. Garðari. Þar var fluttur ákveðinn boðskapur byggður á orði Guðs, hollar áminningar, uppörfandi hvatning, heilnæm kenning. Svo leið að hinum miklu tíma- mótum í lífi prestsins á Laugar- nesi. Aldurstakmark opinberra embættismanna var náð — starf- inu var lokið. En margs er að minnast frá liðinni tíð á öld hinna öru breytinga. Þess höfum við útvarpshlustendur notið. Við höf- um fengið að skyggnast inn á önnur svið í ævi sr. Garðars — t.d. embættisárin á Djúpavogi. Og enn lengra aftur í tímann: rjómapóst- ur í Hraungerði, messadrengur á Gullfossi, símlagningamaður á Skeiðarársandi. Eftirminnilegum myndum með skærum, djörfum litum hefur verið brugðið upp. Frásagnargleðin, samfara ná- kvæmri lýsingu hefur ekki brugð- ist. Mættum við fá meira að heyra. Vonandi — enda er aldurinn ekki hár ennþá — 75 ár — eins og áður er sagt. Og þá er komið að tilgangi þessa greinarkorns að óska sr. Garðari heilla og blessunar á þessum heiðursdegi og þakka honum trausta vináttu langrar og góðrar kynningar. Það fer vel á því að enda þessr línur með stöku úr kunnugu Ijóði Steingríms, — Lífs- hvöt —. Lif rr horfór Ijossins. líf er andans stríð. Sa‘k til sÍKurhróssins. svo cr ævin fríó. GBr. Vegpresta hefir alþýða manna nefnt þau leiðarmerki á landi er vegagerðarmenn reisa við mót þjóðvega. I þessari alþýðlegu nafngipt birtist sú afstaða er almúgi hefir hvað lengst haft til presta. Að eiga allskostar við þá. Sýna þeim í tvo heimana, ef svo má segja. Benda þeim á, að þeir vísi veginn, en fari hann ekki sjálfir. Kunnar eru kersknisvísur og kvæði, kveðin fyrr og síðar, þar sem kennimönnum og klerkum er niðrað og þeim fundið flest til Það var gaman að skoða mynd- vefnaðinn hennar Ásu Ólafsdóttur, sem heldur sina fyrstu einkasýn- ingu hér á landi að Kjarvals- stöðum. Að sögn hennar sjálfrar leggur hún áherslu á „mótív" úr íslenskri náttúru einkum eru það gömlu torfhleðslurnar, sem virðast hafa mikil ítök í Ásu, því þær ganga í gegn um flest verk hennar á einn eða annan hátt. foráttu. Jafnvel hjú þeirra og húsdýr goldið húsbændanna. Vinnumaðurinn „drembinn þræll" og áburðarklárinn „meiddur hest- ur“. Svo mætti lengi telja, því „margir kjósa eigi orð á sig“, einsog segir í fornu máli. En nú skal bregða hinu betra í prestatali og víkja frekar að nafngipt þeirri er lýst var í upphafi máls og hér verður talin sæmdarheiti. Þótt ég teljist eigi til sóknar- barna séra Garðars Svavarssonar hefir hann verið mér vegprestur í jákvæðri merkingu þess orðs, og nefni ég hann það stundum í huganum. Við hittumst oft á förnum vegi. Þær furðuverur eru enn til í Reykjavík er unna gönguferðum og útivist. Stundum ber fundum okkar saman á Lauga- vegi, stundum í Austurstræti, eða hvar annarsstaðar er vera kann, í ys og þys borgarstræta. Þótt poppmúsik hátalara ymji í eyrum, bifreiðaflaut og blámóða ökutækja æri og ógni, þá lætur séra Garðar það lönd og leið. Stutt samverustund, kyrrlátt kunningjaspjall í hávaða hvers- dagsins, á gangstétt, eða við gatnamót, verður grænn blettur og gróðurvin í eyðimörk malbiks- ins. Allt minnisstætt og þakkar- vert í huganum. Séra Garðar er svifléttur í spori og kvikur í hreyfingum. Hann vekur athygli þeirra er leggja leið sína um götur borgarinnar. - segir Ása Ólafs- dóttir, sem sýnir myndvefnað að Kjarvalsstöðum Ása Ólafsdóttir er búsett í Gauta- borg í Svíþjóð og hefur þar vinnu- stofu. Tvö undanfarin ár hefur hún Snyrtimennska hans, glaðlegt við- mót, þróttur hans og bjart lífsvið- horf mætti verða mörgum fyrir- mynd. Ungur setti hann sér það takmark að þjóna með háttvísi. Það hefir hann gert á vegferð sinni, hvort sem starf hans hefir verið við eikarskenkinn í messan- um á gamla Gullfossi „með fann- hvítan dúk og ljósfælinn huldu- her“ eða í uppljómaðri sóknar- kirkju við altari og í predikunar- stól. Þótt hann hafi setið við menntabrunna háskóla og numið fræði sín af þjóðskörungum krist- innar kirkju hefir honum reynst eigi síðra veganesti alþýðleg speki þriðja meistara er knúði aflvélar gamla Gullfoss í vélarrúmi á skipsbotni „að það eitt upphæfi manninn, sem upphæfi hug hans“. Og viljastyrkur og skaphöfn Her- borgar rjómabústýru í Hróars- holti er var „kyrrlát, einbeitt og yfirlætislaus" kann með greind sinni og göfgi að hafa átt eigi síðri þátt í lífsviðhorfi, en háttsettir menn og meistarar lærðra skóla. Séra Garðar flutti nýverið frá- söguþætti í Ríkisútvarpið. Minn- ingar bernsku, æsku- og unglings- ára. Ég gætti þess jafnan að fylgjast með þáttum hans. Þeim er til þekktu kom eigi á óvart þótt kippti í kyn skálda í stíl og efnismeðferð. Þar kom glöggt fram svipmót austfirskra skálda er hann tengist ættarböndum. Kliðmjúkur stíll, lipurð og létt- leiki í frásögn, myndríkt mál. Og einhverstaðar, eigi fjarri, var tryggðarvinurinn trausti, skrifar- inn á Stapa, Páll Pálsson, ráðholl- ur og góðviljaður. Við heyrðum Hannes póst þeyta lúður sinn. Það ómuðu margradd- aðir kveðjusöngvar kóra á hafnar- bakkanum í Reykjavík millistríðs- áranna. Þar var keltneskur þungi Guðmundar bónda og norræn birta séra Ólafs í Hraungerði. Þar mátti heyra mýkt fiðlunnar og einlægni í þjónustunni. Þar risu sólarfjöll'sumarsveitar og fjallhá- ar öldur næturinnar hnigu í Ægi. Nú, er þau hjónin, séra Garðar og frú Vivan sitja í septembersól- inni og horfa á haustgeisla ljóma á leikvelli, er þeim óskað þess af kunningjum og vinum, að þau eigi enn marga sólskinsdaga saman. Pétur Pétursson þulur Sr. Garðar tekur á móti gestum sínum í Snorrabæ kl. 4—7 í dag. getað helgað sig myndvefnaði nær eingöngu, hún hefur þó kennt einn dag í viku við Kursverksamhetens Konstskola Göteborgs Universitet. Ása lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla íslands árið 1973 og kenndi síðan myndvefnað við sama skóla í 3 ár. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Konstindustri- skolan Göteborgs Universitet árin 1976 til 1978. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- og hópsýninga bæði á íslandi og í Svíþjóð. Að sögn segist hún vinna einkum með íslenska og norska ull. Hún litar garnið sitt sjálf, því annars segist hún ekki fá þá liti, sem hún vill nota í verk sín. Þetta sé eina leiðin ef hún vilji leika sér eitthvað með litina. Aðspurð hvers vegna hún kjósi fremur að vinna í Svíþjóð en á íslandi, sagði Ása að það væri alltaf gott að komast í burtu og sjá það sem aðrir eru að gera. Það skerpi líka sýnina á land og þjóð og geri áhrifin sterkari. Annars sagði Ása, að sig væri farið að langa til að koma heim aftur. Mikil vinna liggur að baki sýning- unni að Kjarvalsstöðum en ánægjan yfirskyggði erfiðið, sagði hún enn- fremur. Sagði hún einnig mörg verkanna, sem þarna væru til sýnis afar persónuleg en flest eru þau unnin undanfarin tvö ár en það elsta er frá árinu 1976. Ása Ólafsdóttir sýnir myndvefnað að Kjarvalsstöðum, hér er hún við eitt verka sinna. „Gamla torfhleðslan hef- ur alltaf átt ítök í méru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.