Morgunblaðið - 08.09.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
19
STEFNUMÓT YFIR ATLANTSHAFI — Brezk herþota af Harrier- gerð og
bandarísk F-14 Tomcat-þota flugu til móts við sovézka „björninn“, sem kominn var til að fylgjast með
sameiginlegum æfingum Breta og Bandaríkjamanna undan Skotlandsströndum um helgina.
Sannanir um sovésk
eiturefni í hernaði
Enn einn í mót-
mælasvelti
lielfast. 7. s«‘ptemlH*r. AI\
TUTTUGU og fimm ára morðingi
gekk í dag til liðs við fanga i
Maze-fangelsinu í Norður-írlandi
sem eru í mótmælasvclti.
Hann var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi í janúar 1978 fyrir að
myrða 77 ára gamlan bifvéla-
virkja. Hann var einnig dæmdur í
26 ára fangelsi fyrir að hafa
sprengiefni undir höndum og taka
þátt í hryðjuverkum.
írski lýðveldisherinn sór í dag
að „gjalda bresku stjórninni“
dauða 10 hryðjuverkamanna sem
látist hafa af völdum mótmæla-
sveltis í N-írlandi.
Flugrán í
Sao l'aulo. 7. s<*ptemher. AI\
MAÐUR með Bihlíuna og stóran
sjálfskeiðung að vopni randi
Boeing-737-flugvél í innanlands-
flugi um helgina. en gafst upp
skommu eftir að hann hafði lcyft
farþegunum að hverfa frá borði.
Flugræninginn kom um borð í
Varig-þotuna í Curitiba í suður-
hluta Brazilíu og skömmu eftir
flugtak krafðist maðurinn þess að
breytt yrði af stefnu og flogið til
höfuðborgarinnar, Brazilíu, í stað
Sao Paulo.
Leyfði ræninginn að lent yrði í
nágrenni Sao Paulo og að farþeg-
arnir færu þar frá borði, og áður
Brasilíu
en lengra var haldið tókst áhöfn-
inni að fá ræningjann til að gefast
upp.
Að sögn lögreglunnar var flug-
ræninginn andlega þjakaður.
Hann vildi til höfuðborgarinnar
til að ræða við forseta landsins.
New York. 7. scptemhcr. Al*.
BANDARÍSKA stjórnin hefur
aflað sér gagna sem sanna að
sovésk eiturefni voru notuð í
hernaði í Kamhódíu. samkvæmt
grein í vikuhlaðinu Time sem
kom út nú um hclgina.
Eftirlitsmenn úr Thailenska
Mannskæð átök í
Norður-Yemen
Kuwait. 7. scptcmher. Al\
HUNDRUÐ manna hafa fallið og
sa-rst í hörðum bardögum síðustu
fjórar vikurnar milli hersveita
og sveita stjórnarandstæðinga í
Norður-Yemen. að sögn leiðtoga
stjórnarandstæðinga í viðtali við
hlað í Kuwait.
Leiðtoginn sagði, að forseti
landsins, Ali Abdullah A1 Saleh,
hafi skipað her landsins að láta til
skarar skríða gegn fylkingu
vinstri þjóðernissinna (Ndf), þrátt
fyrir að hinar stríðandi fylkingar
hefðu undirritað vopnahléssam-
komulag í Aden 10. ágúst sl.
Sagði leiðtoginn, að sjö stórfylki
hefðu verið send gegn þjóðernis-
sinnum, en tekist hefði að útrýma
tveimur þeirra algjörlega.
Atök stjórnarsinna og stjórnar-
andstæðinga hafa blossað upp
með nokkurra mánaða millibili
undanfarin ár.
hernum tóku sýnishorn af trjá-
blöðum, mold og vatni í Kambódíu
og sendu til rannsókna í Banda-
ríkjunum. Vísindamenn fundu
efnið T-2 í sýnunum, en það er
framleitt í miklu magni í Sovét-
ríkjunum.
Bandaríkjamenn hafa lengi
grunað Sovétmenn um að hafa léð
eiturefni til hernaðar í Suðaust-
ur-Asíu en það er brot á samning-
um um eiturefnahernað sem gerð-
ir voru eftir heimsstyrjöldina
fyrri.
Fréttir frá Kambódíu, Afganist-
an og Laos hafa skýrt frá „gulu
regni" sem olli bruna og innvortis
blæðingum og jafnvel sársauka-
fullum dauða. Bandaríkjamenn
hafa þó aldrei haft gögn undir
höndum til að sanna að eiturefnin
væru runnin undan rifjum Sovét-
manna.
Afganskur herflokkur
ratóst inn í Pakistan
Islamahad. Nýju Dclhí.
7. scptcmhcr. AI\
IIERFLOKKUR frá Afgan
istan hélt inn í Pakistan í
dag, gerði leit í húsum í
smáþorpi við landamærin og
hafði á brott með sér ótiltekið
magn af vopnum, að því er
varnarmálaráðuneyti Pakist-
ans greindi frá í dag.
Afgönsku hermennirnir sneru
til baka yfir landamærin áður
en hermenn úr her Pakistans
komu á vettvang. Engin átök
urðu. Þetta er í fyrsta sinn frá
1978, sem það er viðurkennt af
opinberri hálfu í Pakistan, að
afganskur herflokkur hafi farið
í óleyfi yfir landamærin.
Samkvæmt upplýsingum, sem
borizt hafa til Islamabad frá
Kabul, hefur afganska her-
stjórnin nú gripið til þess ráðs
að kveðja til vopna hermenn,
Helena gýs
Vanoiiuvor. 7. soptomhor. Al’.
SANKTI Helena gaus smávægi-
lega á sunnudag og segja jarð-
fræðingar að eldfjallið sé smám
saman að fylla út í aðalgiginn,
hægfara gos eigi sér stað í aðal-
gígnum og sé engin aska því
fylgjandi.
sem lokið höfðu herþjónustu en
eru ekki orðnir 35 ára að aldri.
Mikið agaleysi hefur verið í her
landsins vegna mikils mannfalls
og liðhlaups.
Dost, utanríkisráðherra Afg-
anistans, sagði í dag eftir við-
Begin mun ræða
AWACS-herþotur
í Washington
ræður við Indiru Gandhi í Nýju
Delhí, að stjórn hans væri
„sveigjanleg" og gæti vel hugsað
sér að hefja viðræður við Pak-
istan og Iran, með það fyrir
augum að draga úr spennu á
svæðinu.
Ncw York. 7. scptcmbcr. AI\
MENACIIEIVI Begin, forsætis-
ráðherra ísraels. kom til
Bandaríkjanna á sunnudag.
Ilann mun eiga fund með
Ronald Reagan forseta á mið-
vikudag. „Við munum gera
honum grein fyrir andstóðu
okkar við sölu Awacs-her-
þotna til Saudi-Arabíu.**
sagði Begin við komuna til
New York.
Alexander Haig, utanríkis-
ráðherra, sagði í viðtali um
helgina að þjóðarleiðtogarnir
muni ræða leiðir til að styrkja
hernaðarsamstarf þeirra. Hann
sagði að í því gæti falist að
þjóðirnar notuðu í sameiningu
upplýsingar frá gervitunglum.
New York Times sagði að sam-
eiginlegar heræfingar landanna
væru hugsanlegar og einnig
aðstaða fyrir bandaríska herinn
í Israel. „Ég er ekki að tala um
hernaðarbandalag eða samn-
ing,“ sagði Haig, „heldur sam-
starf sem myndi auka öryggi
svæðisins."
Hálfþrosk-
uð fóstur
í ungbarni
IVking. 7. scptcmbcr. AI\
TVÖ hálfþroskuð fóstur fund-
ust í kvið 42ja daga gamals
drengs í Nanking-harna-
sjúkrahúsinu í Kína 28. ágúst.
Xinhua-fréttastofan sagði að
fóstrin hefðu gróið inn í
drenginn vegna hlóðleysis í
legi móðurinnar en undir
venjulegum kringumsta'ðum
hefði hún eignast þríhura.
Annað fóstranna hafði fjóra
útlimi en hitt þrjá með nöglum
og tám. Bæði höfðu húð, hár,
innyfii og heila. Litli drengur-
inn er við góða heilsu en hann
er fyrsti sonur bændahjóna í
Jiangsu-héraði.
Jtæðismannaskrifstofur
íran í London herteknar
London. París. licirút. 7. scptcmbcr. AI\
TUGIR írana réðust inn í ræðis-
mannaskrifstofur íran í London
á mánudag og bundu starfsmenn
þess á höndum og fótum og
eyðilögðu húsbúnað. Lögreglan
kom á staðinn 15 mínútum síðar
og handtók 54. Nokkrir slösuðust
í stimpingum við lögregluna.
Einn írananna sem hringdi til
AP-fréttastofunnar sagði að bygg-
ingin hefði verið tekin í mótmæla-
skyni við klerkastjórnina í Iran af
liðsmönnum Mujahedeen Khalq-
hreyfingarinnar.
Talsmaður Scotland Yard sagði
að andstæðingar Khomeinis hefðu
farið inn í bygginguna í „litlum
hópum“ og þóttst vera í lögmæt-
um erindagjörðum. Þeir hefðu
síðan snúist gegn starfsmönnum
og hleypt fleiri liðsmönnum inn.
Einn starfsmannanna gat vakið
athygli öryggisvarðar við húsið á
innrásinni og lögreglan var kölluð
á staðinn.
Abolhassan Bani-Sadr, fv. for-
seti íran, sem er í útlegð í París,
skoraði á landa sina í dag að
ganga til liðs við mótspyrnuhreyf-
inguna „og hrekja einræðisherr-
ana sem fyrst frá völdum". Bani-
Sadr sendi frá sér yfirlýsinguna í
tilefni af að þrjú ár eru liðin frá
„svarta föstudeginum" þegar her-
lið Iranskeisara hóf skothrið á
mótmælagöngu í Teheran og
nokkrir féllu.
„Einræðisherrarnir ætla sér að
koma Savak (leynilögreglu keisar-
ans fv.) aftur á fót. Þeir hafa
þegar líflátið yfir 1.000 manns.
Þeir hafa ekki skeytt um stjórn-
störf í yfir mánuð. Þeir hafa
aðeins áhuga á eigin glæpastarf-
semi og undirokun," sagði í yfir-
lýsingu Bani-Sadrs. „Efnahags-,
félags- og menningarmál í landinu
þola ekki öllu meira. Stríðið getur
ekki gengið öllu lengur. Við þurf-
um aðeins að stíga eitt skref enn
til að vinna sigur,“ sagði Bani-
Sadr.
50 vinstrisinnaðir andstæðingar
írönsku stjórnarinnar voru teknir
af lífi í íran yfir helgina. And-
stæðingar klerkastjórnarinnar
skutu þrjá klerka og einn embætt-
ismann stjórnarinnar til bana á
sunnudag.
Reza Kani, forsætisráðherra,
skoraði á neðanjarðarsveitir að
leggja niður vopn og kallaði
Bandaríkin „óvin Iran númer
eitt“. „Við munum aldrei gleyma
þessum óvini,“ sagði forsætisráð-
herra landsins í útvarpið.