Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Tap á Akureyri
- fjárfesting á
Suðureyri
Fyrir hádegi á laugardag lagði Morgunblaðið eftirfarandi
spurningu fyrir Erlend Einarsson, forstjóra Sambands ísl.
samvinnufélaga um fyrirhuguð kaup SÍS á frystihúsi og togara
á Suðureyri við Súgandafjörð: „Er of mikið að segja, að þessar
samningaviðræður séu á lokastigi og kaupin í burðarliðnum?"
Svar Erlendar Einarssonar var þetta: „Ég hefði haldið það, en
það er alveg rétt, að það hafa verið viðræður um þetta mál.“ í
þessu sama viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag, sagði
Erlendur Einarsson: „Ég var að segja áðan að það er ekki búið
að taka neina ákvörðun um frystihúsið ..
A sama tíma og Erlendur Éinarsson hafði þetta að segja um
frystihúsið á Suðureyri, sagði Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS, í samtali við Morgun-
blaðið, að fyrirhugað hefði verið að gefa út fréttatilkynningu
fyrir helgi um kaup SÍS á þessu frystihúsi en af því hefði ekki
orðið. Þessi ummæli Sigurðar Markússonar gáfu strax til kynna,
að málið væri lengra á veg komið en Erlendur Einarsson vildi
vera láta. Enda kom í ljós í gær, mánudag, að Sambandið efndi
til blaðamannafundar til þess að skýra frá þessum kaupum. Af
hverju vildi forstjóri SÍS ekki skýra frá því strax á
laugardaginn að í raun væri búið að ganga frá þessum kaupum?
Eru forsvarsmenn Sambandsveldisins hræddir við eitthvað í
sambandi við þessi kaup? Eða vita þeir ekki hver af öðrum?
Kaup Sambandsins á frystihúsinu á Suðureyri hafa vakið
þjóðarathygli og þar með meiri athygli en útþensla Sambands-
ins yfirleitt. Ástæðan er sú, að frá þeim er skýrt á sama tíma og
forráðamenn Sambandsins hafa gengið fram fyrir skjöldu til
þess að biðja um opinbera aðstoð vegna þess, að mikill
taprekstur er á verksmiðjum SÍS á Akureyri. Tapið á
verksmiðjurekstrinum á síðasta ári og áætlað tap á þessu ári
nemur samtals um 2,6 milljörðum gkr. Það eru töluverðir
fjármunir. En þá spyr almenningur í landinu: hvernig stendur á
því að á sama tíma og Samband ísl. samvinnufélaga efnir til
sérstakrar fjölmiðlaherferðar til þess að vekja athygli á
vandamálum verksmiðjanna á Akureyri og óskar eftir aðstoð
ríkisvaldsins þegar í stað, hefur þetta sama SÍS efni á því að
festa kaup á frystihúsi og meirihluta í skuttogara á Suðureyri
við Súgandafjörð fyrir mörg hundruð milljónir gkr.? Hvernig
stendur á þessu?
Á blaðamannafundinum í gær gáfu forráðamenn SÍS þessi
svör: rekstur sjávarafurðadeildar og iðnaðardeildar er aðskil-
inn. Er það svo? Er ekki Samband ísl. samvinnufélaga eitt
fyrirtæki? Er það ekki rekið sem eitt fyrirtæki? Aðspurðir um
það hvaðan peningarnir koma til þess að kaupa frystihúsið og
togarann á meðan verksmiðjurnar á Akureyri tapa 2,6
milljörðum gkr. svara forráðamenn SÍS: peningarnir koma úr
sérsjóðum SÍS. Hverjir eru „sérsjóðir" SÍS? Hvaðan koma
peningarnir í „sérsjóði" SÍS? Hvernig stendur á því, að SÍS
tekur ekki peninga úr „sérsjóðum" sínum til þess að standa
undir taprekstrinum á Akureyri? Þessum spurningum þurfa
forsvarsmenn Sambands ísl. samvinnufélaga að svara opinber-
lega og það á býsna sannfærandi hátt, áður en almenningsálitið
í landinu sættir sig við vinnubrögð af því tagi, sem
SÍS-forstjórarnir hafa haft uppi síðustu tvær vikur — að leita
eftir aðstoð ríkisvaldsins aðra vikuna vegna tapreksturs á
Akureyri en leggja fram stórfé á Suðureyri hina vikuna til þess
að komast yfir enn eitt frystihúsið.
, Flugleiðir og SÍS
Asama tíma og Samband ísl. samvinnufélaga leitar eftir
aðstoð ríkisstjórnarinnar vegna verksmiðjanna á Akureyri
og leggur fram mörg hundruð milljónir gkr. til að kaupa
frystihús og togara á Suðureyri, fjallar ríkisstjórnin enn um
málefni Flugleiða. Það verður eftir því tekið hvers konar
meðferð vandamál þessara tveggja stóru fyrirtækja fá hjá
núverandi ríkisstjórn.
Framkoma SÍS þessa dagana er sambærileg við það, að
Flugleiðir hefðu lagt fram mörg hundruð milljónir gkr. til þess
að kaupa upp keppinaut á sama tíma og gífurlegt tap var á
Ameríkuflugi. Þetta gerðu Flugleiðir hins vegar ekki. En hvaða
meðferð fá þessi tvö fyrirtæki hjá ríkisstjórninni? Væntanlega
sjá málsvarar einkaframtaksins í ríkisstjórninni, þeir Gunnar
Thoroddsen, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, til þess að
ekki verði níðst á einkafyrirtækinu í þeim efnum — er ekki svo?
„Fjarr bænda i eðli íslen . að taknu skra irka
frainli iiðslu sína“
INGI Tryggvason bóndi á Kárhóli í Reykjadal og formaður
Framleiðsluráðs landbúnaðarins var kjörinn formaður Stéttar-
sambands hattda á nýafstöðnum aðalfundi þeirra samtaka nú
fyrir helgi. Gunnar Guðbjartsson sem gegnt hefur formannsstarfi
nú í 18 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ingi hefur verið í
stjórn Stéttarsambandsins frá 1969. Morgunhlaðið náði tali af
honum og spurði hann fyrst, hvers vegna hann hafi gefið kost á
sér til formannsembættisins.
„Nokkur hópur," sagði Ingi,
„hafði áhuga á að ég tæki þetta
starf að mér af ýmsum ástæð-
um. Það er erfitt fyrir bændur
sem hafa mikið að gera á búum
sínum að taka að sér starf sem
þetta og sá sem tekur að sér
formennsku í Stéttarsamband-
inu hlýtur að gefa að mestu leyti
bústörf sín upp á bátinn og það
eru margir sem hika við að
skipta þannig alveg yfir. Það
stendur þannig á hjá mér að
sonur minn hefur annast bú-
skapinn í fleiri ár, en ég hef
verið í ýmsum öðrum störfum,
og það var því ekki um að ræða
að ég væri að breyta verulega
mínum fjarverum frá bústörf-
um eins og aðrir mundu hafa
þurft að gera.“
Heldur þú að það verði erfitt
að taka við af Gunnari?
„Það er ævinlega svo að þegar
sest er í sæti góðs manns, þá er
það ánægjulegt og þó vanda-
samt. Það er ánægjulegt að
njóta þeirra góðu verka sem
Gunnar hefur unnið, en að sama
skapi vandasamt að gæta þess
sem þegar er fengið. Kannski
ennþá vandasamast að ætla sér
að gera betur en áður hefur
verið gert.
Munt þú víkja mikið frá
stefnu Gunnars?
„Mér hefur nú ekki gefist tóm
til að hugleiða það. Auðvitað
hlýtur það alltaf að vera svo
þegar mannaskipti verða, þá
verða einhverjar breytingar en
þegar tengslin eru jafn sterk
eins og hér er, þá er þess ekki að
vænta að þær verði gerðar með
skyndilegum hætti. Ég hef ekki
á þessu stigi fyrirætlanir um
meiriháttar breytingar á starfs-
háttum eða stefnu. Mitt fyrsta
verk verður að halda áfram að
vinna að verðlags- og fram-
leiðslumálum. Störfin á næst-
unni hljóta að snúast mjög
mikið um þau mál. Framleiðslu-
málin og skipulagsmál í fram-
leiðslu hljóta alltaf að taka
einhverjum breytingum eftir því
sem tímanum vindur fram og ný
viðhorf mótast.
Það er ákaflega fjarri eðli
íslenskra bænda að sætta sig við
það að verða að takmarka fram-
leiðslu, hætta að byggja upp og
rækta og mér finnst það nauð-
synlegt að finna íslenskum
bændum ný viðfangsefni og þeir
þurfa að finna þau sjálfir í
nýjum búgreinum sem gefa arð
og treysta búsetuna.
Aðalatriðið er auðvitað það að
ekki er hagkvæmt fyrir bændur
að kosta til meiri framleiðslu en
þeirrar sem þeir geta fengið
fullt verð fyrir. Framleiðslu-
stjórnunin byggist á því að það
sé hagkvæmara að draga úr
framleiðslunni en að framleiða
vörur, sem ekki fæst fullt verð
fyrir.
Hins vegar er ýmislegt hægt
að gera meðfram þessum að-
gerðum. Það er alltaf hægt að
bæta hagkvæmni. Það var talað
um það á Stéttarsambandsfund-
inum að örugglega væri hægt að
- rætt við Inga
Tryggvason
nýkjörinn
formann Stétt-
arsambands bænda
bæta fóðuröflun í landinu. Einn-
ig kom fram mikill áhugi fyrir
aukinni hagfræðilegri leiðbein-
ingarþjónustu. Það er hægt að
gera búskapinn fjölbreytilegri
með til dæmis aukinni ræktun
matjurta og loðdýrarækt ásamt
fiskirækt og ef til vill eru fleiri
búgreinar sem við höfum ekki
beint komið auga á, en geta
verið arðvænlegar. Það þarf að
hafa glöggt auga fyrir nýjum
möguleikum.
Það má skipta aukabúgrein-
unum í ýmsa flokka. Sumar
þeirra eins og kjötframleiðsla,
sem byggist á kornfóðri, eru í
samkeppni við kjötframleiðsl-
una sem byggist á grasi og heyi.
Aðrar búgreinar hljóta að vera
fyrst og fremst útflutningsbú-
greinar eins og loðdýraræktin
og ætti hún ekki að vera í
samkeppni við neina innlenda
búgrein."
Noregur hefur ákveðið að
draga mjög úr kaupum á kinda-
kjöti héðan og þarf því að leita
nýrra markaða og hafa Banda-
ríkin verið nefnd í því sambandi.
Hvað er að gerast í þeim
málum?
„Það er ekki nógu ljóst hvað
við tekur í sambandi við sölu á
dilkakjötinu. Þó er það nokkurn
veginn ljóst að við getum selt
okkar dilkakjöt, því alls staðar
sem það hefur verið á markaði
hefur það þótt gott. Oftast þykir
það of feitt þó svo bregði nú við
að Bandaríkjamenn fái það
varla nógu feitt. Þegar talað er
um frosið kjöt má segja að
nýsjálenska dilkakjötið ráði að-
allega verði á markaðnum hvort
heldur í Evrópu eða Ameríku.
Danir bjóða okkur að vísu
nokkrum prósentum hærra verð
en þeir þurfa að borga fyrir það
nýsjálenska, en samt sem áður
er verðið langt fyrir neðan það
sem kostar að framleiða það.
Sölutregðan í Noregi er fyrst og
fremst vegna þess að þeir hafa
aukið sína kindakjötsfram-
leiðslu og minnkað niðurgreiðsl-
ur þannig að kindakjötsfram-
leiðslan vex og eftirspurnin
dregst saman. Norskir bændur
fá miklu hærra verð fyrir sína
framleiðslu en íslenskir bændur.
Það hefur verið undirbúin
sala til Bandaríkjanna en erfitt
er að segja um það nú hvort sá
markaður gefi af sér verulega
betra verð en Evrópumarkaður-
inn. Það er dýrara að flytja
kjötið til Ameríku en hin styrka
staða dollarans veldur því að nú
er hagkvæmara en oft áður að
flytja kjöt þangað.
Að lokum sagði Ingi að hann
þekkti vel þá menn sem munu
verða nánustu samstarfsmenn
hans í stjórn Stéttarsambands-
ins, Framleiðsluráði og í starfs-
liði þessara stofnana og vænti
hann góðs af samstarfi við þá.
Hann sagðist vita að það væru
margir erfiðleikar framundan
og að þeir yrðu ekki leystir svo
að öllum líkaði, en í þessum
samtökum eins og öðrum reyndu
allir að gera sitt besta.
Hjörleifur Guttormsson um kaup SÍS á Fiskiðjunni Freyju:
„Ánægjulegur vottur um að
ekki sé alls staðar tómt“
Myndi óska eftir að fá að sjá
alveg inn í dæmið ef til fyrir-
greiðslu kæmi vegna iðnaðardeildar
„ÉG HEF nú ekki mikið um þetta að segja, en þetta er
athyglisvert út af íyrir sig,“ sagði Iljörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra m.a, er Mbl. ra'ddi við hann símleiðis til
Kaupmannahafnar í gær og bar undir hann væntanleg kaup
sjávarafurðadeildar SIS á 91% hlutafjár í Fiskiðjunni Freyju
á Suðureyri við Súgandafjörð. „Já. já, það er alveg rétt,“ var
svar hans, er Mhl. bar undir hann hvort líkja mætti þessum
kaupum við það, að Flugleiðir heíðu ákveðið að kaupa t.d.
Arnarflug á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir
fjoldauppsögnum starfsmanna sinna vegna erfiðleika á
Norður-Atlantshafsflugleiðinni. „Fljótt á litið finnst mér
þetta ána'gjulegur vottur um. að ckki sé alls staðar tómt, —
að fjármagn sc fyrir hendi,“ sagði hann cinnig.
Vegna erfiðleika iðnaðar-
deildar SÍS á Akureyri og
yfirlýsinga forráðamanna
iðnaðardeildar um sein við-
brögð stjórnvalda endurtók
Hjörleifur það sem áður hefur
komið fram um að ekkert
hefði heyrst frá forráðamönn-
um SÍS um vanda iðnaðar-
deildar fyrr en nú nýverið.
„Það var ekki fyrr en um
mánaðamótin maí-júní, að við
fórum að fá kvartanir frá
saumastofum sem skiptu við
SÍS. Þá létum við fara yfir
stöðuna með útflytjendum og
hún reyndist ekki eins slæm
og haldið var fram. Þeir báru
sig ekki sérstaklega upp
vegna sinna mála á þeim
tíma. Það var ekki fyrr en
kemur fram yfir mitt sumar
sem fer að heyrast frá þeim
áhyggjuhljóð í sambandi við
þessa þróun.
— Nú hefur komið fram að
skuldahalinn er allt frá síð-
asta ári. Telur þú þá eitthvað
að í yfirstjórn SÍS þar sem
þeim virðist þetta ekki ljóst
fyrr en nýverið?
„Ég vil ekki kveða upp
neinn dóm en hitt er auðvitað
annað mál, að það er kannske
ekki auðvelt að greina í milli
stöðunnar í einstökum deild-
um, án þess að ég vilji full-
yrða neitt um það. En eins og
ég greindi frá í fyrra viðtali
um mál þetta við Mbl. þá
hefur SÍS ekki náð þeim
rekstrarlánum frá Seðlabank-
anum sem þeir hefðu átt tök á
að fá, ef þeir hefðu lagt sín
mál fyrir með þeim hætti sem
Seðlabankinn óskaði eftir í
sambandi við afurðalán og við
greiddum fyrir því að þeir
kæmust á rétt spor hvað það
varðar.
— Skýtur þá ekki skökku
við, ef þú telur að ekki sé ljóst
um aðgreiningu reiknings-
halds milli deilda, að aðgrein-
ing skuli svo ljós, sem þeir
sambandsmenn halda fram,
hvað varðar þessa fjárfest-
ingu SÍS annars vegar og
erfiðleika iðnaðardeildar hins
vegar og að þeir skuli á sama
tíma fara fram á aðstoð
ríkisvaldsins þess vegna?
Ég hef nú ekki fengið upp-
gjör frá þeim, enda ekki óskað
eftir því, og ekki heldur nein-
ar óskir um ríkisstyrk, aðeins
bráðabirgðaaðstoð. En eins og
fram hafði komið, áður en ég
fór utan, virtist sem Álafoss
hf. bæri sig betur en SÍS og
teldi að það munaði dálítið
um niðurgreiðslur á ullinni,
og við höfðum óskað eftir því
að þessum vanda yrði ekki
velt yfir í ullarverðshækkun 1.
sept. nk.
— Getur fyrirtæki átt í
kröggum á sama tíma og það
fjárfestir upp á hundruðir
milljóna gkr.?
Nú er best að hver svari
fyrir sig.
— Lítur þú á SÍS sem mörg
áðskilin fyrirtæki eða eitt?
Það er ljóst að þeir eru með
fjölþættan rekstur, og það er
þeirra hvernig þeir standa að
rekstrinum. Hins vegar tel ég
að það hljóti að þurfa að líta á
hvern meginþátt fyrir sig, ef
um er að ræða beina aðstoð af
opinberri hálfu, þannig að
ljóst sé hvar skórinn kreppir.
— Myndir þú sem iðnaðar-
ráðherra beita þér fyrir því að
ríkissjóður styrki iðnaðar-
deildirnar fyrir norðan á
sama tíma og SIS fjárfestir á
þennan hátt?
Ég vil nú sjá þessar tölur og
frétta nánar af því áður en ég
fer eitthvað að tjá mig um
það. En það segir sig sjálft að
þegar óskað er fyrirgreiðslu
þá hljóta þeir sem eiga að
taka á slíkum málum að óska
eftir sem skýrustum upplýs-
ingum um stöðuna. Það gildir
jafnt um SÍS sem aðra.
— Þannig að þú myndir
fara fram á að gerð yrði grein
fyrir heildarafkomu SIS ef til
fyrirgreiðslu kæmi?
Ég myndi óska eftir að fá
að sjá alveg inn í það dæmi
sem lægi fyrir, enda trúi ég
ekki öðru en það eigi að vera
auðvelt að veita slíkar upplýs-
ingar. En það hafa ekki komið
neinar óskir frá þeim um
stuðning eða alia vega lágu
þær ekki á mínu borði, áður
en ég fór utan í síðustu viku.
Ég hafði eingöngu heyrt af
fundinum fyrir norðan og hef
átt viðræður við þá um aukna
erfiða stöðu. Það var athugað
með bráðabirgðafyrirgreiðslu
við Seðlabankann og við-
skiptaráðherra hafði tekið að
sér það mál.
— Finnst þér þessi fjár-
festing á Suðureyri spila inn í
þetta vandamál fyrir norðan?
Já, ég vil fá að skoða það
dæmi áður en ég felli dóma
um það, en fljótt á litið finnst
mér það ánægjulegur vottur
um, að ekki sé alls staðar
tómt — að fjármagn sé fyrir
hendi.
Hjörleifur sagði í lokin: „Ég
tel að SÍS sem slíkt gegni
mjög mikilvægu hlutverki í
sambandi við iðnrekstur og
fleira og síður en svo að ég
vilji ekki þeirra veg sem
mestan, en það gildir sama
með þá eins og aðra aðila, að
þeir ganga hvorki í opinbera
sjóði eða til stjórnvalda,
þannig að þeir geti átt von á
einhverri sérstakri fyrir-
greiðslu umfram aðra. Það er
alveg ljóst. — Það verður
fróðlegt að líta á þessi mál
eins og þau koma nú fyrir,
þegar heim verður komið."
Sjávarafurðadeild tilkynnir kaupin á Fiskiðjunni Freyju:
Vandamál iðnaðarins og afkoma
sjávarafurðadeildar tvennt óskylt
Frá hlaðamannafundinum i gær. Kjartan Kjartansson t.v., Árni
Benediktsson til hægri. Ljósm. Mbl. Kristján.
Samningar milli Sambands isl.
samvinnufélaga og 32 hluthafa
91% hlutafjár í Fiskiðjunni Freyju
hf. á Suðureyri eru á lokastigi. Á
blaðamannafundi sem Sjávaraf-
urðadeild SÍS gekkst fyrir í gær
var þetta upplýst og að gengið yrði
frá samningum þessum á næstu
dögum. Ekki var kaupverð hluta-
fjárins gefið upp á fundinum, en
sagt frá því að fjármagn til
kaupanna yrði tekið úr sérsjóðum
sjávarafurðadeildar, einnig að
fjármagnið væri fyrir hendi og
ekki þyrfti að leita lánafyrir-
greiðslu til kaupanna. Samkvæmt
heimildum Mbl. mun söluverð vera
fimmfalt nafnverð bréfanna, eða 5
milljónir kr.
Af hálfu SÍS sátu blaðamanna-
fundinn Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Framleiðni sf., og
Kjartan Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri skipulags- og
fræðsludeildar SÍS. Árni Bene-,
diktsson upplýsti í upphafi fundar-
- segir Árni
Benediktsson
framkvæmdastjóri
um f jármögnun
SIS á kaupunum
ins að hann væri haldinn þar sem
birst hefði frétt í Mbl. um kaup
þessi. Staðið hefði yfir í nokkra
mánuði umleitanir um að Samband-
ið keypti hlut, stóran eða lítinn, í
áðurnefndum hlutabréfum. Árni
sagði að samningaviðræður væru nú
á lokastigi og las hann síðan upp
fréttatilkynningu þess efnis, en hún
er birt sérstaklega hér á'opnunni.
Þar segir m.a. að viðræður aðila
hafi nú leitt til þess að grundvöllur
hafi skapast til samninga um eig-
endaskipti á hlutabréfunum og að
sjávarafurðadeild telji að hagsmun-
ir þeirra sem við hana skipta séu
betur tryggðir en áður með því að
auka hlutdeild deildarinnar í út-
flutningi sem nemur framleiðslu
Fiskiðjunnar Freyju. Einnig að
fjármagn það, sem Sambandið not-
ar í þessu skyni sé úr sérsjóðum
Sjávarafurðadeildar.
Árni Benediktsson upplýsti að
staðið hefði til að gefa fréttatil-
kynningu þessa út fyrr, en þar sem
SIS væri mannmörg hreyfing þyrfti
ákvarðanataka sem þessi að fara
um hendur margra aðila og þvi
hefði lokaákvörðun dregist.
Það kemur einnig fram í fréttatil-
kynningunni, að sjávarafurðadeild
leggur áherslu á að heimamenn á
Suðureyri taki sem stærstan þátt í
fyrirtækinu og í því sambandi hefði
verið rætt við félagasamtök á Suð-
ureyri um verulega þátttöku í kaup-
unum, og að aðilar hefðu orðið
sammála um að sjávarafurðadeild
hefði forystu um samninga. Að-
spurðir á fundinum sögðu þeir
Kjartan og Árni að þeir gætu ekki
upplýst hver þessi félagasamtök
væru — það kæmi í ljós síðar.
Árni staðfestir aðspurður að hér
væri um að ræða 91% hlutafjár, að
matsverði 1 milljón króna, eins og
komið hefur fram í frétt Mbl. Ekki
vildi hann gefa neitt upp um
umrætt verð, og sagði viðræður um
það enn í gangi. Aðspurðir sögðu
þeir Kjartan og Árni að fjármagn
það sem notað yrði til kaupanna
væri fyrir hendi í sérsjóðum sjávar-
afurðadeildar og ekki þyrfti að leita
eft.ir lánsfé, hvorki til viðskipta-
banka SÍS né annarra aðila.
Árni var þá spurður hvort það
skyti ekki skökku við að á sama
tíma og iðnaðardeildir SÍS á Akur-
eyri ættu við gífurlegan fjárhags-
vanda að stríða og skuldahalinn
næmi hundruðum milljóna gamalla
króna og rætt væri um hugsanlegar
fjöldauppsagnir þar, ef ekki kæmi
til aðstoð hins opinbera, að sjávar-
afurðadeild fjárfesti svo skipti
hundruðum milljóna gkr., eftir því
sem fréttir hermdu, og hefðu að
hans sögn nægilegt fjármagn til
þess. Árni svaraði því til að hér
væru um algjörlega aðskilin mál að
ræða. Iðnaðardeild og sjávarafurða-
deild væru tvennt óskylt og sagði
hann einnig í þessu sambandi, að þó
smásölukaupmenn hótuðu því þessa
dagana að hætta að selja vísitölu-
vörur þá héldu þeir áfram að byggja
höll verzlunarinnar.
Árni var einnig spurður að því
hvort ekki mætti líkja þessu dæmi
saman við það, að Flugleiðir hefðu
t.d. ákveðið að festa kaup á Arnar-
flugi á sama tíma og þeir stóðu
frammi fyrir fjöldauppsögnum
vegna erfiðleika á Norður-
Atíantshafsfluginu. Hann brást við
á þá lund að staðhæfa að blaða-
manni Mbl. gengi illa að skilja þá
staðreynd að vandamál iðnaðarins
innan SÍS og afkoma sjávarafurða-
deildar væru tvennt óskylt og ríkis-
sjóður yrði að koma til þegar
erfiðleikar eins og nú steðjuðu að
iðnaðinum væru annars vegar.
Sjávarafurðadeild gæti þar engu við
komið.
Árni var þá að því spurður hvort
SIS væri ekki eitt og sama fyrirtæk-
ið, eða hvort hann liti á SÍS sem
mörg aðskilin fyrirtæki. „Þetta er
hreyfing 40 þúsund manna í landinu
og þér virðist ganga illa að skilja
tilgang og eðli samvinnuhreyfingar-
innar," var svarið.
Þeir Kjartan og Árni voru þá
spurðir um fjárhagsstöðu sérsjóða
sjávarafurðadeildar og hvort sjóð-
irnir gætu jafnvel einnig hlaupið
undir bagga með iðnaðardeildunum
fyrir norðan. Þeir sögðu að reikn-
ingar SÍS væru lagðir fyrir við-
skiptabankana og hið opinbera
hefði aðgang að þeim, ef það færi
fram á það. „Aftur á móti gefum við
ekki upp stöðu einstakra deilda til
hvers sem er,“ svaraði Árni, er blm.
Mbl. spurði hvort hægt væri að fá
að sjá þá reikninga.
Vegna yfirlýsinga í fréttatilkynn-
ingunni um að sjávarafurðadeild
telji að hagsmunir þeirra sem við
hana skipta séu betur tryggðir en
áður með þvi að auka hlutdeild
deildarinnar í útflutningi var spurt,
hvort Fiskiðjan Freyja væri ekki
aðili að sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og þar með eignaraðili að
Coldwater. Því var svarað að svo
væri. Eignaraðild Fiskiðjunnar
Freyju fylgdi með í kaupunum eins
og aðrar eignir og skyldur fyrirtæk-
isins.
Árni sagði aðspurður að Fiskiðj-
an Freyja hefði verið rekin með tapi
á sl. ári, en gaf ekki upp hversu
mikið það tap hefði verið. Hann
sagði 140—150 manns starfa hjá
fyrirtækinu og það væri stefna
sjávarafurðadeildar að reka fyrir-
tækið þannig að það skapaði at-
vinnuöryggi. Rekstri yrði haldið í
svipuðu horfi og verið hefði og reynt
að breyta sem minnstu nema þá til
hagræðingar. Hann var þá spurður
hvort sömu aðilar myndu starfa að
stjórn fyrirtækisins og verið hefði
og svaraði Kjartan því til, að með
nýrri stjórn kæmu nýir menn.
Framkvæmdastjóri og stjórnarfor-
maður fyrirtækisins myndu láta af
störfum, þó yrðu einhverjir af
núverandi starfsmönnum við stjórn
fyrirtækisins áfram.
Það var upplýst í lok fundarins að
lögmaður sá er gengur frá samning-
unum muni hefja það starf í dag.
Væntanlega yrði frá þeim gengið
siðari hluta vikunnar eða í byrjun
þeirrar næstu. Einnig var upplýst á
fundinum að Óskar Kristjánsson
stjórnarformaður Fiskiðjunnar
hefði ætlað að sitja blaðamanna-
fundinn, en ekki komist til Reykja-
víkur vegna samgönguerfiðleika. Þá
var ítrekað í lokin, að þrátt fyrir
erfiðleika iðnaðardeildar SÍS þá
væri sjávarútvegur algjörlega að-
skilinn rekstur og þó bjátaði á á
einum stað, mætti ekki stöðva
framþróun á öðrum.