Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
36
Ormurinn tíndur úr
saltfiskinum, sem
síðan stóðst gæða-
mat í Grikklandi
í FRYSTIHÚSUM hefur miklu
fé verið kustað til við að hrcinsa
orm úr fiski. Síðustu mánuði
hefur einnÍK verið við þetta
vandamál að glíma i saltfisk-
vinnslu.
Síðastliðinn vetur var kvartað
yfir ormum í tveimur förmum og
gríska matvælaeftirlitið stöðvað
hluta þessara sendinga í borginni
Patras.
í fyrra tilvikinu, sem var
um áramót, tókst að semja um
afgreiðslu farmsins, en hins veg-
ar ekki í síðara skiptið í febrú-
armánuði. Var þá gripið til þess
ráðs að hreinsa fiskinn af ormum
og þurfti að hreinsa um 100 tonn
af saltfiski með mikilli vinnu og
ærnum tilkostnaði. Því verki er
nú fyrir nokkru lokið og fiskurinn
verið metinn athugasemdalaust
af matvælaeftirliti í Patras.
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóri SÍF, sagði í samtali við
Mbl., að frá þvi að þessar kvart-
anir bárust hefðu SÍF og fram-
leiðslueftirlitið unnið að því að
koma í veg fyrir að þetta gerðist
aftur.
Framleiðendur hefðu orðið
að leggja á sig mikla fyrirhöfn og
aukinn kostnað við ormaleit og
tínslu við pökkun. Farmur, sem
fór í júlímánuði til Grikklands
líkaði vel þannig að sú vinna
virtist hafa borið árangur. Frið-
rik sagði, að þó þetta mál væri
alvarlegast í Grikklandi, þá hefði
það einnig skotið upp kollinum í
öðrum markaðslöndum og nauð-
syn væri að finna lausn á þessum
vanda.
Tóku upp hljómplötu í kirkjunni í Ytri-Njarðvík
KOMIN er út hljómplata með
Karlakór Keflavíkur og er þetta
fyrsta hljómplatan sem kórinn
sendir frá sér. Karlakór Kefla-
víkur var stofnaður 1. desember
árið 1953 og hefur starfað óslitið
síðan.
I tilefni af 25 ára afmæli
kórsins árið 1978 gaf Keflavíkur-
bær kórnum plötuupptöku sem
tekin var upp í vor. Að sögn
formanns kórsins, Jóhanns Lín-
dals, var leitað til upptökufyrir-
tækisins Stemmu í Reykjavík um
að taka upp plötuna þar syðra og
reyndist Ytri-Njarðvíkurkirkja
mjög heppileg til upptökunnar.
Þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé
sem upptökufyrirtæki flytur öll
sín tæki úr stúdíói út á iand og
tekur upp fjöirásarplötu (stereo).
Að sögn Jóhanns var það ýmsum
vandkvæðum bundið að fara með
40 manna kór til Reykjavíkur í
plötuupptöku, það hefði þurft að
fara margar ferðir til Reykjavík-
ur, auk þess sem tryggja þarf
upptökusal í Reykjavík með tals-
verðum fyrirvara, að sögn Jó-
hanns.
Sigurður Rúnar Jónsson sá um
upptökuna og fór með öll sín
flóknu tæki til Njarðvíkur. Magn-
ús Ingimarsson stjórnaði upptöku,
Sigurður Demetz Fransson stjórn-
ar kórnum og Ragnheiður Skúla-
dóttir sá um undirleik. A plötunni
eru 14 lög eftir innlenda og
erlenda höfunda. Kórinn er nú á
söngferðalagi í Austurríki og
syngur meðal annars í Ortesei í
Tyrol, heimabæ Sigurðar Demetz.
Félagar sjá sjálfir um dreifingu
plötunnar þegar þeir koma heim.
PEISATISKUNA
HAUSTIÐ'81
og
Samkvœmiskíœðmð karía
VetiuyaJmsið Naust efnir tií sérstakrar kvöltiverðarveistu (Dinner Sfiow)
miðvihidagskvölxíið 9. september n.L
Ragnar
Hmafataverstiin
kynmr kíassiskan
samkvcemiskíceðnað karía
m.a. jrd Crnse oa Weber
Þeir sem sýna eru m.a. Bryndxs Scfiram, J J
Urmur Amgrimsdóttir, ÖmGuðtmmdssono.fí.
Húið opnar kí. 7. Fyrsta kynning kl. 8.
Bíómaskreyúngar: Hendrik Berndsen B(óm <§£ Ávextir
Vinsamíegast atfuigið!
Paruanir teknar hjá Nausti i sima 17759. Aðeins takmarkaður fjö(&. gesta sökum kynnirujarinnar. Vegna sérstakra úlmceía hönnuða verða Ijósmyndatökur
ekki íeyjðar u.m kvöídið.
Eggert Teídsken
kynmr (oðfeídi
frd Gninstdn og
Vigéns auk dgin smiða.
Eggert FeJdskeri, Cruse, Gnimstein of Finíand,
Ragnar f Íenafataversíun, Weber Intematwnal, Wigens.
Vdsíumatseðiíí:
Humarkokteid með ooœs,
ristuðu brauði ocj sitrónu
Marinerað íambaíceri með rjómasósu
og djúpsteiktu bfómkxdx
Heimcdagaður bananais með súkkuíaðisósu
Natists og kirsuberi