Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.09.1981, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 41 ERRÓ í HELSINKI Listamaöurinn og heimsborgarinn Erró, öóru nafni Guðmundur Guðmundsson, er sennilega sá listamaðurinn, se n lengst hefur náð allra Islendinga á sínu sviöi erlendis. Um þessar mundir stendur yfir í Helsinki sýning á nokkrum verkum Errós í Strandkasernen, og segir dagblaðiö Hufvudstadsbladet að sýningin sé stórkostleg, en fyrirsögn blaðsins er „Sensationella Erró“. Meðal mynda á sýningunni er þessi geimfaramynd, sem blaðið nefnir: Erró á Venusi. félk f fréttum Liv Ullmann í þungu skapi + Slúðurdálkar sænsku blaðanna segja að Liv Ullmann sitji niðurbrotin heima hjá sér í Osló vegna þess að hún fékk ekki annað af tveim aðalhlutverkum í nýrri kvikmynd sem heitir „Kostur Sophíu“ og fjallar um þá sem lifðu af fangabúðir nasista. Leikstjóri myndarinnar er Alan Pakula en það var Meryl Streep, sem fékk hlutverkið sem Liv Ullman sóttist eftir. Allir þekkja Meryl Streep, en hún lék móðurina í kvikmyndinni Kramer vs. Kramer, sem sýnd var hér í Stjörnubíói. Kærastinn hennar Brookie Shields + Þannig lítur hann út vinur hennar Brooke Shields en hann heitir John Boag. Reynt hefur verið aö halda sambandi þeirra leyndu án árangurs en þau eru sögn nokkuö lukkuleg. Fósturdóttir • I* Burtons + Stúlkan á myndinni heitir María Burton og er hún tvítug. Þegar hún var átta mánaða var hún tekin í fóstur af Elisabeth Taylor og Rich- ard Burton, sem þá voru hjón. Enda þótt stúlkan sé aðeins fósturdóttir þeirra Taylor og Burt- ons þá þykir hún afar lík þeim. Hún er sögð hafa augu eins og Taylor og munn eins og Burton og er ekki leiðum að líkjast. María er nú tískusýningarstúlka í New York og gerir það víst bara gott. Vill ekki láta vita að hann sé giftur + Einkalíf mitt kemur engum við, segir Alan Bates leikarinn fraegi. Hann segist ekki vilja tala um konuna sína, því hann vilji að kvenaðdáendur hans haldi aö hann sé ógiftur. Er hann hræddur um að ef þær viti betur, þá muni hann missa þaö aödráttarafl, sem hann hafi í augum þeirra. Heimspressan hefur þó kom- ist að því að eiginkona Alans Bates heitir Victoria og var fyrirsæta. Giftist hann henni fyrir 11 árum. Eru þau sögð hin ánægðustu í hjónabandinu og eiga tvíburasyni, sem eru 8 ára gamlir. Með hverri nýrri plötu sem JANIS IAN, sendir frá sér eignast hún fleiri áhangendur. Þess vegna hefur sá hópur er virðir Janis Ian og nýtur tónlistar hennar, aldrei veriÖ stærri. Sért þú ekki tilheyrandi þeim hópi, mælum við eindregið með að þú takir þér smá pásu og hlustir á RESTLESS EYES. Þú munt ekki sjá eftir þeim tíma né öðrum sem þú eyðir með Janis Ian. Heildsöludreifing ftaiððfhf Símar 85742 og 85055. ML JOMDEILO l&Lii) KARNABÆR L augavegi 66 — Glæ&ibæ — Au&tursfræti /. I “ Strrw fri skiDtibordt 85065 JANISIAN RESTLESS EYES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.