Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 16

Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 Á kristnihoðsári SPURT ER: Hvernig gerist hjónavígsla? AuAvitaA færi ég aldrci að lofa því að vera honum undir- gefin, sagði stúlkan. Þess vegna viitu ekki giftast honum, heldur vera i sambúð? spurði ég. Auðvitað, krefst ekki kirkjan þess að maður lofi þessu við hrúðkaupið? — Og hún bætti við dáiítið háðsiega. Að hugsa sér að kirkjan skuli ekki fylgj- ast betur með timanum en þetta. Ilvernig veistu þetta? spurði ég. — Ilefurðu verið við brúð- kaup eða séð giftingarformið á prenti? Nci, var svarið, enda er það ekki í hvers manns höndum sem gerist í kirkjunni. Af hverju er ekki giftingar- seremonían birt í blöðum svo maður geti kynnt sér það sjálf- ur? bætti stúlkan við. Já, hvers vegna ekki? Það hafa sjálfsagt fleiri en þessi unga stúlka ranghugmynd- ir um orðalag og framgang hinna ýmsu athafna kirkjunnar. Kirkjan gaf út nýja handbók fyrr á þessu ári. Hér birtist endurprentun á giftingarathöfn- inni eins og hún er nú viðhöfð í kirkjunni. Þeir sem eru í giftingarþönk- um ættu að fara að ráðum stúlk- unnar og líta yfir síðuna. Þeir sem þegar eru gengnir í hjónaband hafa kannske ekki síður gott af að lesa hana og minnast þess hver var vilji og afstaða þeirra þá er þeir stóðu í hinum þýðingarmiklu sporum fyrir framan altarið. Þeir sem vilja kynna sér aðrar athafnir kirkjunnar geta fengið handbókina keypta á Biskups- stofu. HJÓNAVÍGSLA Við hjónavígslu er prestur skrýddur rykkilíni og stólu. í messu fer hjónavígsla fram milli pistils og guðspjalls eða í upp- hafi messu. Prestur skal gæta þess að tveir vottar hið minnsta séu viðstaddir athöfnina. Fyrir altari standi brúður við vinstri hlið brúðguma. 1. Sálmur Að sálminum loknum ganga brúÖhjónin að gráðunum. 2. Avarp eða ræða Presturinn snýr sér frá altari og mælir: í nafní Guðs + föður og sonar og heilags anda. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Þá flytur presturinn ávarp eða ræðu frá eigin brjósti. 3. Ritningarorð — hjónavigsla Presturinn: Heyrum nú, hvað frelsari vor og Drottinn Jesús Kristur segir um hjónabandið og samfélag lærisveina sinna. „Hafið þér eigi lesið, að skap- arinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja." (Matt. 19. 4-6.) „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. A því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til ann- ars.“ (Jóh. 13. 34-35.) Heyrum ennfremur orð Páls postula: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists." (Gal. 6. 2.) „íklæðist því eins og Guðs út- valdir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góð- vild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðr- um, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drott- inn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra. En íklæð- ist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans. Látið frið Krists ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar vor- uð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklát- ir. (Kól. 3. 12-15.) „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. Kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langræk- inn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannieikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fell- Sömuleiðis spyr ég þig, brúð- ur NN: Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN, sem hjá þér stend- ur? Brúðurin svarar: Já. Presturinn: Vilt þú með Guðs hjálp reyn- ast honum trú, elska hann og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera? Brúðurin svarar: ... lýsi ég því yfir, að þið eruð hjón, bæði fyrir Guði og mönnum... ur aldrei úr gildi. (I. Kor. 13. 4-8.) Síðan ávarpar presturinn hvort brúðhjóna fyrir sig, fyrst brúðgumann: Nú spyr ég þig, brúðgumi NN: Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN, sem hjá þér stendur? Brúðgumi svarar: Já. Presturinn: Vilt þú með Guðs hjálp reyn- ast henni trúr, elska hana og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera? Brúðgumi svarar: Já. Þá ávarpar presturinn brúð- ina: Já. Sé skipst á hringum við at- höfnina, má presturinn rétta hjónunum hringina með þess- um orðum: Dragið hring á hönd hvort öðru til vitnisburðar um band ástar og trúfesti. Því næst mælir presturinn: Gefið þá hvort öðru hönd ykkar þessum hjúskapar- sáttmála til staðfestu. Brúðhjónin rétta hvort öðru hægri hönd. Presturinn leggur hönd sína yfir samanteknar hendur þeirra og segir: Með því að þið hafið heitið hvort öðru því að lifa saman í heilögu hjónabandi og játað þetta opinberlega í áheyrn þessara votta (þessa safnað- ar) og gefið hvort öðru hönd ykkar því til staðfestu, lýsi ég yfir því að þið eruð (rétt) hjón bæði fyrir Guði og mönnum, í nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda. Amen. Þá krjúpa brúðhjónin á gráð- urnar, en presturinn snýr sér að altarinu og biður eftirfar- andi bænar: Látum oss biðja. Drottinn Guð, himneski faðir, þú sem hefur skapað karl og konu og ákvarðað þau til hjúskapar og hefur viðhaldið þessari skipan þinni og bless- un allt til þess, að vér biðjum þig að varðveita og blessa þessi brúðhjón, svo að allt, sem þú lætur þeim að hönd- um bera, verði þeim til góðs og þínu heilaga nafni til lofs og dýrðar. Fyrir son þinn Jesú Krist, Drottin vorn, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur guð um aldir alda. Svar: Amen. / sfað þessarar bænar má presturinn biðja bænar fyrir brúðhjónum frá eigin brjósti. Þá snýr presturinn sér frá altarinu og segir: Biðjum öll saman bænina, sem Drottinn hefur kennt oss. Presturinn leggur hendur yfir höfuð brúðhjónunum og allir biðja saman: Faðir vor, Þú sem ert á himn- um. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Presturinn: Drottinn blessi þig og varð- veiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Svar: Amen. Þegar gift er við messu og eins ef altarisganga fer fram eftir hjónavígslu, skal nota þessi blessunarorð: Blessun Guðs + föður og sonar og heilags anda sé með ykkur að eilífu. Svar: Amen. 4. Sálmur Brúðhjónin ganga til sæta sinna. Altarisganga getur farið fram eftir hjónavígsl- una. Blessun húsnæðis Oftiega er opinbert húsnæði tekið i notkun með bænastund sem sóknar- presturinn annast gjarnan. Ýmsir einstakiingar hafa látið i Ijósi óskir um að helga húsnæði sitt með ein- hverjum hætti, en telja sig ekki þekkja heppilegt form til þess. I hinni nýju handbók kirkjunnar er að finna form til slíkra nota, t.d. þegar menn flytja í nýja íbúð eða taka atvinnu- húsnæði í notkun. Fer það hér á eftir. Viðstaddir safnast saman á áður ákveðnum stað í húsinu, svo sem and- dyri, skála eða stofu. Hefja má athöfnina á því að syngja sálm nr. 113 eða 114. í stað þess má lesa sálminn. Þá er lesið í víxllestri: L í nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda. S Ameri. L Hjálp vor er í nafni Drottins, S skapara himins og jarðar. L Ef Drottinn byggir ekki húsið, S erfiða smiðirnir til ónýtis. L Ef Drottinn verndar ekki borgina, S vakir vörðurinn til ónýtis. L Engill Drottins setur vörð S kringum þá er óttast hann, og frelsar þá. L Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, S sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. L Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, S þolinmóður og mjög gæskuríkur. L Drottinn er öllum góður S og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar. L Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. S Svo sem var í upphafi, er og verð- ur um aldir alda. Amen. Þá er lesinn einn eða fleiri eftirfarandi lestra: V.Mós. 6. 3-9 V.Mós. 10. 11-18 Matt. 7 24 -29 Lúk. 10. 38-42 Lúk. 19. 1—10 Skipta má lestrinum milli lesara. Þá er beðið eftirfarandi bæna eða bænar frá eigin brjósti: L Biðjum: Vitja þú, Drottinn, þessa heimilis og bæg héðan öllu, sem skaða kann og tjóni valda. Lát helga engla þína búa hér og oss njóta verndar þinnar, friðar og blessunar til æviloka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Amen. Ráð þú, Drottinn, í öllu, sem vér áformum, óskum og gjörum, svo að allt verði það i þér hafið, fram- ið og fullnað og vér sakir mis- kunnar þinnar iifum þér til dýrðar og öðlumst af náð þinni eilíft líf. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Amen. Biðjum öll saman: Faðir vor ... L Friður sé með húsi þessu og öllum þeim sem hér búa. I nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda. S Amen. Að síðustu má syngja (lesa) versið nr. 246 eða 56.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.