Morgunblaðið - 03.10.1981, Side 19

Morgunblaðið - 03.10.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 19 Heiðdís Norðfjörð: Opið bréf til Akureyringa Góðir Akureyringar! Undanfarna mánuði hefur hóp- ur áhugamanna um öldrunarmál leitað til fyrirtækja hér í bænum, svo og til nálægra sveitarfélaga um fjárframlög til svokallaðrar Systrasels-söfnunar. Langflestir hafa brugðist fljótt við og tekið málefni þessu vel, en betur má ef duga skal. Fyrir þá, er ekki vita enn til hvers söfnun þessi er, skal hér upplýst, að tilgangurínn er sá, að reisa hjúkrunardeild fyrir aldraða langlegusjúklinga við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Heppilegast og fljótlegast virtist mönnum vera, að breyta lítið not- uðum hjúkrunarkvennabústað, sem stendur á lóð sjúkrahússins, þar sem hjúkrunardeild þessi yrði rekin í tengslum við það. Munu þar verða 18—20 sjúklingar. Öll höfum við heyrt um neyðar- ástand það, er nú ríkir um land allt í þessum málum og óhætt er að fullyrða að það á ekki síður við um Akureyri. Mjög tilfinnanlegur skortur á sjúkrahúsrými fyrir aldraða langlegusjúklinga hefur ríkt á Akureyri undanfarin ár. Á Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar eru aðeins 17 rúm fyrir slíka og á Kristneshæli eru nú liðlega 30 langlegusjúklingar sem þurfa á mikilli hjúkrun að halda. Á dvalarheimilum bæjarins, Hlíð og Skjaldarvík, eru margir svo ellihrumir og sjúkir, að óger- legt er að veita þeim þá hjúkrun sem nauðsyn ber til, því að heimili þessi eru gerð með tilliti til heil- brigðs, aldraðs fólks en ekki sem hjúkrunarheimili. Auk þess eru margir mjög illa farnir sjúklingar í heimahúsum, sem þarfnast stöð- ugrar hjúkrunar og umönnunar, svo auðséð er, að það er mikið álag bæði á sjúklingana og ekki síður á aðstandendur, sem finna sárt van- mátt sinn í þessari erfiðu aðstöðu. Vitanlega má segja, að eðlilegra hefði verið að leita til hins opin- bera um aðstoð til að hrinda máli þessu í framkvæmd. En það hefði verið alltof seinlegt, þar sem þetta þolir alls enga bið. Þessvegna hef- ur verið ákveðið, að leita til ykkar, hins almenna borgara þessa bæj- ar, eftir aðstoð í þeirri von, að þið sýnið máli þessu skilning og ör- læti. Eins og málin standa í dag, vantar eina til eina og hálfa millj- ón nýkróna til að framkvæma þetta verk. Og við setjum markið hátt, vonumst eftir að geta opnað Systrasel á komandi vori. Um þessa helgi munu konur úr kvenfélögum bæjarins ganga í hús og leita eftir fjárframlögum frá ykkur. Og nú, kæru bæjarbúar, veltur það á ykkur hvort framkvæmd þessi nær fram að ganga. Hún veltur á mér og þér, því margar hendur vinna létt verk. Sýnið nú samstöðu og réttið sjúk- um og öldruðum hjálparhönd, er konurnar kveðja dyra hjá ykkur um næstu helgi. Með kærri kveðju, Heiðdís Norðfjörð, Sjómannasambandið vill niðurfellingu olíugjalds ÁLYKTUN kjaramálaráðstefnu Sjómannasambands íslands hald- in 26. september 1981. Kjaramálaráðstefna Sjómanna- sambands íslands, haldin í Reykjavík 26. september 1981, lýs- ir yfir fullum stuðningi við kröfu fulltrúa sjómanna í verðlagsráði sjávarútvegsins um að hækkun fiskverðs frá 1. október næstkom- andi verði ekki minni en sem nem- ur hækkun verðbóta til launþega í landi, frá 1. september sl. Þá beinir ráðstefnan þeirri sanngirniskröfu til stjórnvalda að þau leggi nú þegar fram bráða- birgðalög um niðurfellingu á olíu- gjaldi til fiskiskipa. Ennfremur krefst ráðstefnan þess, að ákvörðun fiskverðs verði hverju sinni á sama tíma og vísi- tölubætur eru greiddar á laun, og jafnframt að sú neikvæða þróun sem orðið hefur á fiskverði til sjó- manna síðan 1974 verði leiðrétt. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Av okkur um set ^ i Kópavogi. Nýtt og fallegra útlit! Enn lækkar verðið! Ný og endurbætt framleiðsla og betri þjónusta í nýju stóru verksmiðjuhúsi í Smárahvammi í Kópavogi, sunnan Fífuhvammsvegar. Þar höfum við sett upp fullkomna vélasam- stæöu til að framleiða panelofna, sem uppfylla ýtrustu gæðakröfur. iTTA' i 7ITT7IT7ITT1 úí Stórsolo ó stökum ofnum! Þaö er auðvelt að rata í Smárahvamminn, lítið á kortið og fylgið skiltum á Fífu- hvammsvegi. Vegna fluttnings og uppsetn- ingar á stórri vélasamstæðu bjóðum við mikið magn af stökum ofnum. Nú er tækifærið til að fá sér ofninn, sem alltaf varð út- undan: í bilskúrinn - föndur- herbergið - gróðurhúsið - risið - kjallarann. Taktu mál, hæð og lengd og við finnum ábyggilega ofninn fyrir þig. 15% staðgreiðslu afsláttur, eða greiðslukjör við allra hæfi. SMARAHVAMMUR Panelofnar hf // □ □ yTTTTr Hi. OFNASMIÐJA SMÁRAHVAMMI KÓPAVOGI SÍMAR 44210 OG 40922 Stórsalan stendur aðeins f ram á laugardag. Sáuð þið boðslistann frá MOGGANUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.