Morgunblaðið - 03.10.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER1981 __
vandi Jökuls
Þarna bíður skreiðin náðar veðurguðanna, fyrr verður hún ekki pökkunarhæf.
Frystihús Jökuls var byggt rétt fyrir 1950, síðan endurbyggt eftir bruna 1968, þegar
fyrirtækið var stofnað. Það var siðan lítilsháttar lagfært 1973, en siðan hefur ekkert
verið gert vegna fiárskorts.
Raufarhöfn,
Eins ok fram hefur kom-
ið í íréttum heíur Jökull
hf. á Raufarhöfn átt við
verulega rekstrarörðuK-
ieika að stríða undanfar-
ið og hefur því fyrirtækinu
verið lokað að mestu og tog-
ari þess bundinn við
bryKKju síðan 20. ágúst.
Starfsfólk á inni allt upp í
4 mánaða laun og launa-
skuldir fyrirtækisins
nema um 1,4 milljónum
króna. Þá skuldar fyrir-
tækið sveitarfélaginu um
1.2 milljónir króna auk
ýmissa annarra skulda,
meðal annars hefur verið
lokað fyrir rafmagn á skrif-
stofum og verbúð félags-
ins. Þrátt fyrir þessa
slæmu rekstrarfjárstöðu
Jökuls á fyrirtækið eignir
lanjít umfram skuldir og
hefur því óskað þess að fá
4 milljóna króna lán gegn
veði í þessum eignum til að
koma rekstrinum aftur á
stað til frambúðar. Við
þessu hafa stjórnvöld ekki
orðið. heldur ákveðið að
lána rúmar 2 milljónir.
Vegna þessa fór blaða-
maður Mor^unhlaðsins til
Raufarhafnar til viðræðna
við forráðamenn fyrirtæk-
isins, bæjarfélajísins,
verkalýðsfélagsins og
starfsfólk fyrirtækisins.
Þessi viðtöl voru tekin áð-
ur en framkvæmdastofn-
un ákvað lánveitingu sína,
en í þeim kemur fram sú
skoðun manna að rúmar 2
milljónir leysi engan
annan vanda en þann að
hæfít verði að greiða laun,
en ekki til að koma fyrir-
tækinu af stað aftur. I>á
hefur vandi Jökuls bitnað
mjöK á sveitarfélaginu þar
sem fyrirtækið hefur ekki
sín og hefur það dreiíið
mjög úr framkvæmdum.
l>að er einnig sameÍKÍnleg
skoðun manna að vanda
Jökuls verði að leysa, eigi
stórfellt atvinnuleysi í lík-
inuu við það sem var að
loknu síldarævintýrinu
ekki að halda innreið
sína á Raufarhöfn að
nýju.
Vejjna þrengsla í blað-
inu er ekki unnt að hirta
öll viðtölin í dag. Þau, sem
eítir eru. munu birtast
næstkomandi þriðjudaií.
Skuldir Jökuls við bæjarfélagið
hafa dregið mjög úr framkvæmdum
„VANDI Jökuls undanfarin ár
hofur bitnaö mjög á okkur,
fyrirtækið hefur ekki greitt
gjöld sín nema að mjög tak-
mörkuöu leyti siðastliðin 2 til 3
ár. Því hefur gjaldheimta
hreppsins aðeins numið um 75%
til 80% af tekjum en ætti að
vera 90% til 95%. Því er það
ekki fjarri iagi að vegna þessa
vanti hreppinn um 15% af ár-
legum tekjum sínum og hefur
það dregið verulega úr fram-
kvæmdahraða á vegum hans,
„sagði Gunnar Hilmarsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn með-
al annars.
„Þessi fjárskortur bitnar mest
á félagslegum framkvæmdum
innan hreppsins, svo sem dag-
vistun barna, æskulýðsmálum og
bókasafnsmálum. Þetta hefur
tafið framkvæmdir við sund-
laugarbyggingu hér verulega, en
hún var hafin fyrir 5 til 6 árum
og er ekki enn lokið. Skuldir Jök-
uls við hreppinn nema nú um 1,2
milljónum, sem sumum finnst
kannski ekki há upphæð, en til
samanburðar má geta þess að
þetta er álíka baggi fyrir okkur
og ef Reykjavíkurborg ætti 216
milljónir útistandandi. Fyrir
utan þetta hefur Jökull svo
gengið á lífeyrissjóði, verka-
lýðsgjöldin og fleira.
Jökull með helming
vinnuafls á staðnum
Ef litið er'á stöðu atvinnumála
hér í bænum kemur það í ljós að
Jökull er langstærsti atvinnu-
rekandinn í bænum með um
helming allra atvinnu í bænum.
Síldarverksmiðjur ríkisins eru
svo næstar, en þær eru að jafn-
aði ekki starfræktar nema helm-
ing ársins á fullum afköstum.
Við Jökul hafa að jafnaði unnið
80 manns allt árið um kring, í
Síldarverksmiðjunum 50, í Fisk-
vík 10 til 12 manns og um 10 í
saumastofunni auk verzlunar-
og þjónustustarfa.
Astandið er sem sagt þannig
að allt byggist á útgerð og nú er
Jökull stopp svo og togari fyrir-
tækisins, Rauðinúpur. Helming-
urinn af trillunum er einnig
stopp vegna þessa og ofan á það
kemur, að þó grásleppuvertíðin
hafi gengið vel í vor, er enn
helmingur hrognanna óseldur.
Þá verður saumastofunni lokað
um næstu mánaðamót. Rekstur
Síldarverksmiðja ríkisins bygg-
ist á því að loðna fáist og ef hún
bregst, er vandamálið hér orðið
stórkostlegt. Ég efast um það að
nokkurt bæjarfélag á landinu
búi við það, að aðeins eitt fyrir-
tæki sé jafn stór þáttur í at-
vinnulífi þess, það veitir atvinnu
allt árið um kring og gefur ungl-
ingum kost á sumarvinnu og því
má segja að það sé um 50% af
atvinnu hér í bænum."
Framtíðarlausn
verður að fást
Hvað þarf að þínu mati að
gera til að skapa framtíðar
rekstrargrundvöll fyrir Jökul?
„Það verður í fyrsta lagi að
Gunnar Ililmarsson
skapa fyrirtækinu möguleika á
því að fá rekstrarfé. Það hefur
næg veð til lána, togarinn er
metinn á 20 milljónir og auk
þess eru til veð í öðrum eignum.
Rekstrarfjárskorturinn hefur
bitnað á uppbyggingu fyrirtæk-
isins, engin uppbygging hefur
átt sér stað í fjölda ára og húsið
því dregizt aftur úr að ýmsu
leyti. Um leið og rekstrarfé hef-
ur fengizt þarf að gera úttekt á
húsinu og leggja fram framtíð-
aráætlun um uppbyggingu, ef
um raunhæfa lausn á að vera að
ræða.
Þá er vandi Jökuls einnig sam-
eiginlegur vandi fiskvinnslunnar
í heild og þann vanda verður
einnig að leysa. Þá hefur það
valdið vandræðum að bæði tog-
arinn og frystihúsið eru mikið
niðurgreidd og því ekki um
skuldir við sjóðina að ræða og
því ekki hægt að færa þar á
milli. Vegna þess hefur vandinn
nær eingöngu bitnað á heima-
mönnum og því verður að breyta.
Sú lausn, sem nú er talað um,
4 til 5 milljóna króna lán, sem nú
er svo talað um að skera niður í 2
milljónir með því fororði frá
Landsbankanum að með því
skuli greiða vinnulaun og skuldir
við lífeyrissjóði, en aðrar skuldir
skornar niður við trog, svo sem
skuldir fyrirtækisins við hrepp-
inn, er út í hött.
Hún kæmi kannski togaranum
út í 1 til 2 túra en varla meir. Þá
er sú hugmynd Landsbankans að
greiða úr vanda hreppsins vegna
skulda Jökuls með því að breyta
ógjaldföllnum skuldum hrepps-
ins í þriggja ára vaxtaaukalán,
einnig út í hött. Til þess að geta
staðið í nauðsynlegum fram-
kvæmdum í sumar höfum við
orðið að taka vaxtaaukalán í
trausti þess að Jökull greiði
skuldir sínar, en það verður ekk-
ert bæjarfélag rekið á slíkum
lánum. 2 milljónir hjálpa fólkinu
til að fá laun sín greidd, en fyrir-
tækinu hjálpar það ekkert. Því
eru þessar hugmyndir högg í
andlit fólksins, þegar svona and-
félagslega er tekið á málefnum
sveitarfélagsins.
Staðan er því miður sú að
Landsbankinn hefur ekkert úti-
bú hér, aðeins afgreiðslu. Hér er
enginn útibússtjóri, sem þekkt
gæti vanda sveitarfélagsins og
talað máli þess við bankastjórn-
ina, það virðist ekki veita af því,“
sagði Gunnar.
Skil ekki hvað á að gera við
tvö skip, bundin við bryggju
„ÉG ER alveg búinn að gefast
upp á þessu og hef nú ráðið mig
á annað skip fyrir sunnan. Tog-
arinn. Rauðinúpur. hefur legið
við bryggju síðan 20 ágúst og
þá áttu menn 3 til 4 túra óupp-
gerða. Síðan hefur áhöfnin ver-
ið á tryggingu vegna þess að
ekki er hægt að afmunstra fyrr
en laun hafa verið greidd að
fullu. Ég á nú inni 12 til 14 þús-
und krónur. það er einn túr og
tryggingu síðan skipinu var
lagt. Svona ástand er algjörlega
óviðunandi. því ekki stendur á
reikningunum. Ég er nýbúinn
að festa kaup á húsi og hef ekki
getað staðið í skilum.*4 sagði
Kristinn Guðmundsson, trún-
aðamaður áhafnar Rauðanúps.
„Ég held, að þó einhver bráða-
birgðalausn fáist, falli þetta
fljótlega aftur í sama farið.
Skipið er alls ekki nógu gott, að-
gerðaraðstaða er til dæmis mjög
slæm um borð og þyrfti hún al-
gerrar endurnýjunar við auk
ýmislegs fleira. Það hefur verið
talað um að eitthvað verði gert,
en ekki fyrr en nýi togarinn
kemur. Ég get svo ekki ímyndað
mér hvað á að gera við nýtt skip,
bundið við bryggju; sem ábyggi-
lega verður, breytist rekstur
fyrirtækisins ekki verulega. Það
eru allir orðnir dauðþreyttir á
þessu og ég veit ekki betur en
flestir af áhöfninni hafi ráðið sig
eitthvert annað. Það verður því
örugglega vandkvæðum bundið
að manna eitt skip, hvað þá tvö.
Þá hef ég heyrt að skipshöfn-
inni hafi verið kennt um hvernig
komið sé að einhverju leyti
vegna þess að við stoppuðum
skipið, en þá áttum við upp í 4
túra inni og höfðum fengið lof-
orð um það áður en farið var í
síðasta túrinn að við fengjum
eitthvað greitt. Það varð ekki og
því var ekki um annað að ræða
en að hætta þessu enda augljóst
hvert stefndi," sagði Kristinn.
Kristinn Guðmundsson