Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 22

Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 Rætt við skipverja af Mávi MORGUNBLAÐIÐ hitti nokkra skipverja af Mávi að tali á Vopnafirði í gær, en þá var fólkið búið að hvíla sig lítillega eftir volkið frá því um morguninn. Af 15 manna áhöfn fóru allir nema fjórir til Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn og fjórir af yfir- mönnunum verða á Vopnafirði þar til ljóst er hver örleg skipsins verða. Aðrir skipverjar sögðu almennt að nú væri ekki um annað að ræða en að útvega sér nýtt skipsrúm og kváðust vilja fara á sjóinn sem fyrst. 1 ■ mm Hi JiáI l• Áhöfnin af Mávi á Vopnafirði í gær, en þau eru: Daníel Jónsson. Gunnar Jónsson. Björn Iiaraldsson. Magnús Finnbogason, Olafur Árnason, Sigurður Guðbjartsson, Baldur Guðjónsson, Haraldur Hreggviðs- son, Ægir Bergsson, Lárus Sarvas, Þórir Andresson, Sigurþór Stefánsson, Inga Bragadóttir og Oðinn Agnarsson. Ljósm. Mbl.: RAX. Inga Bragadóttir var eini kvenmaðurinn um borð i Mávi, hér er hún komin um borð i flugvélina sem flutti hana til Reykjavikur í gær. „Óttaðist að við mynd- um ekki ná sandinum“ - segir Lárus Sarvas 2. vélstjóri _LÆTIN í vélarúminu þar sem ég var. voru ckki svo mikil, höggið kom aðallega á skipið framan- vert. En okkur var sagt að setja allar dælur strax af stað. en þegar húið var að pæla lest og tanka kom í Ijós, að þær höfðu engan vegin undan og því varð að hleypa skipinu á land. ef það átti ekki að sökkva strax. Skipið seig strax hratt að framan og ég óttaðist um tíma að við myndum ekki ná sand- Lárus Sarvas inum, svo ört seig það. Frá þvi að við komum út af skerinu og þar til að ákveðið var að hleypa skip- inu á land liðu vist ekki nema 10 mínútur." sagði Lárus Sarvas 2. vélstjóri á Mávi. Lárus kvaðst hafa verið samtals um 2 ár þarna um borð. „Þegar við sigldum upp á sand- inn vildi svo vel til að það var því sem næst háflóð og stöðvaðist skipið því ekki fyrr en örskammt frá landi. Við sigldum á ca. hálfri ferð upp á sandinn, og sem betur fer tókst það vel. Þegar komið var upp á sandinn drápum við á aðalvélinni og lokuð- um fyrir olíu til véla til að koma í veg fyrir brunahættu. Að vísu höfðum við aðra ljósavélina í gangi, en það drapst á henni kl. 6.20, en þá vorum við búnir að vera í fjörunni góða stund. Okkur varð að vísu ekki mjög kalt, en gegnumtrekkurinn var mikill, en sem betur fer hafði fólk haft tíma til að klæða sig vel. Á þessum tíma gengu holskeflurnar yfir skipið t.d. fór einn hásetanna niður í sinn klefa og á meðan hann var þar kom sjór sem braut glerið í kýrauganu á herberginu og fékk hásetinn glerbrotin yfir sig allan, og ekki leið á löngu þar til sjór komst í vélarúmið. Jú, ég var feginn þegar ég fór í land í björgunarstólnum, en að vísu var ég svo óheppinn, að ég var sá eini sem fór á kaf á leiðinni í land, en á hótelinu biðu mín hlý og góð föt þannig að mér varð ekki meint af volkinu," sagði Lárus. Innsiglingin inn á höfnina i Vopnafirði er mjög þröng.Mávur lenti upp á skerið, sem er nær á myndinni. Mávur í brimgarðinum i gær. Ljóms. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.