Morgunblaðið - 03.10.1981, Side 23

Morgunblaðið - 03.10.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 23 „Svona smá óhapp stöðvar mann ekki“ - segir Haraldur Hreggviðsson matsveinn „Ék var sofandi ojí vaknaði við fyrsta höKííið. Ék kíkti strax út <>k sá brot fyrir utan KhiKKann og þá }?erði mér strax grein fyrir hvað var að gerast,“ sagði Haraldur HreBgviðsson matsveinn á Má- vi. „Eg klæddi mig strax og þegar ég kom upp voru menn ekki almennt komnir i björgun- arbeltin. Það var áberandi hvað allir voru rólegir, ekki sist Ilaraldur Hreggviðsson kona stýrimannsins, sem var með okkur í þessari ferð.“ „Lending skipsins í brimgarð- inum fyrir botni fjarðarins var mjúk, en á tveimur til þremur brotum snerist skipið þvert og þá byrjuðu lætin, t.d. fór stjórn- borðslunningin af í einum brotsjó, stuttu eftir að skipið snerist og það svo snyrtilega að það var eins og einhver hefði skorið hana af. Hins vegar leið okkur nokkuð vel, þar sem við héldum til í messaklefanum, þangað komst enginn sjór, en að vísu var orðið nokkuð kalt að lokum." „Flestir okkar töpuðu sínum persónulegu munum við strand- ið, fjölmargir voru með mynda- vélar, segulbönd og hljómflutn- ingstæki í klefunum, auk þess sem öll okkar föt eyðilögðust um borð. Sem dæmi má nefna að einn hásetanna átti þrjár vand- aðar myndavélar og var ein þeirra að verðmæti um 10 þús. kr. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir frábærar móttökur á Hótel Tanga á Vopnafirði. Þegar við komum þangað beið okkar heitt kaffi og heit og hlý föt. Þá kom kaupfélagsstjórinn á stað- inn í morgun með föt og skó á alla.“ — Hvað tekur nú við? „Nú er bara að leita að öðru skipi. Svona smá óhapp stöðvar okkur ekki“, sagði Haraldur Hreggviðsson. - Þó. „Oft var ekki stætt um borð“ sagði Ægir Bergsson sem var í sinni fyrstu sjóferð „Ég var sofandi i koju og hrökk fram úr henni þegar skipið skall á skerinu. og stöðv- aðist ég á skáp, sem kom á móti mér. Ég var svo rétt staðinn upp þegar einn hásetanna opnaði klefadyrnar og sagði að við værum strandaðir,“ sagði Ægir Bergsson. 16 ára vikapilt- ur á Mávinum. Hann var þarna í sinni fyrstu sjóferð, hafði að- Ægir Bergsson eins verið 10 daga til sjós þegar óhappið varð. „Ég fór strax upp og þá var mér sagt að fara í björgunarbelti og síðan var okkur sagt að fara inn í messann og skorða okkur af þar. Það var búist við að mikið högg kæmi á skipið þegar því væri hleypt upp í fjöruna, en svo var ekki þar sem þar var aðeins gljúpur sandur. Hins vegar byrj- aði darraðardansinn eftir að skipið settist á sandbotninn. Þá var oft ekki stætt um borð, við urðum að halda okkur, svo mikl- ir voru sjóirnir sem skullu á skipinu í fjörunni. Þá var okkur sagt að loka öll- um hurðum og kýraugum, en reyndar brotnuðu sum kýraug- anna fljótlega og sjórinn komst þá inn í afturskipið. Ég var með þeim fyrstu sem fór í land í stólnum, ég blotnaði ekkert nema hvað ég fékk smá gusu aftan á mig. Því er hins vegar ekki að neita að gott var að koma inn á Hótel Tanga, þar var tekið vel á móti okkur." „Hvort ég fer aftur til sjós? Jú, ég fer strax að leita mér að öðru plássi. Þetta var að vísu mikil lífsreynsla, en nú veit ég þó hvernig ég á að haga mér, ef ég lendi í strandi aftur. Ég á eft- ir að sakna áhafnarinnar mikið. Þetta eru allt úrvalsmenn og skipstjórinn er einstakur mað- ur.“ EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Spurt & svarað Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjómmálaviðhorfið Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Hallgrímsson eru beðnir um að hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstu- dags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunblaðsins. óskað er eftir að spurn- ingar séu bornar fram undir fullu nafni. Sveinn Jóh. I>órðarson. Innri-Múla: 1. Væri möguleiki að breyta kosn- ingareglum sjálfstæðisflokksins á þann veg að ef kæmu fleiri framboð en þitt til formanns, þá yrði sá sem fengi næst flest at- kvæði sjálfkjörinn varaformaður, ef hann tæki kosningu á þann veg? 2. Værir þú sammála fyrstu spurn- ingu, ef hægt væri að fram- kvæma hana? 3. Ert þú sammála þeim, sem telja að ekki megi kjósa varaformann úr röðum þeirra, sem styðja okkar menn í ríkisstjórninni? Svör: 1. Já. Nú er gert ráð fyrir, sam- kvæmt skipulagsreglum flokks- ins, að formaður og varaformað- ur flokksins skuli kosnir beinni og óbundinni kosningu. Það þýð- ir, að allir sjálfstæðismenn eru kjörgengir til þessara starfa án sérstaks framboðs. Breytingin þyrfti því m.a. að fela í sér, að kosning formanns væri bundin við framboð og tryggð væru a.m.k. tvö framboð, svo að sæti formanns og varaformanns væru bæði skipuð að loknu for- mannskjöri. 2. Nei. Ég tel eðlilegt, að kóSið sé sérstaklega i stöðu formanns annars vegar og stöðu varafor- manns hins vegar. Það er að von- um lögð áhersla á að gott sam- starf sé með formanni og vara- formanni flokksins og það á ekki að vera nauðsynlegt að þeir etji kapp saman um formennskuna til þess að fá valinn varaformann. Hitt liggur í augum uppi, að landsfundarfulltrúar ráða því, hvort þeir velja varaformann þann, sem næstflest atkvæði fékk við formannskjör. Og auðvitað verður að gera þá kröfu til þroska þeirra, sem slíks traust njóta, að þeir vinni saman að heill flokks- ins. 3. Nei. Það er ekkert, sem bannar það. En minna má á, að lands- fundur mun auðvitað taka af- stöðu til ríkisstjórnarinnar. Verði sú afstaða staðfesting á samþykktum þingflokks, mið- stjórnar og flokksráðs um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ákveð- inni stjórnarandstöðu, þá er landsfundur í varaformannskjöri að kjósa varaleiðtoga stjórnar- andstöðunnar. Vafasamt er því, að stjórnarsinni gefi kost á sér í það hlutverk. En dragi Sjálfstæð- ismenn sig út úr ríkisstjórninni, þá eru forsendur breyttar að þessu leyti. Jónas Friðrik Jónsson, Háalcitisbraut 121. spyr: 1. Styður þú tillögu SUS-þings um brottvísun þingmanna Sjálfstæð- isflokksins úr röðum stjórnar- sinna úr flokknum? 2. Hver er afstaða þín og flokksins í deilunum um opnunartíma versl- ana? 3. Hver verða forgangsverkefni þín, verðir þú endurkjörinn formaður flokksins á næsta l^ndsfundi? Svör: 1. Ég tel samþykkt SUS-þings ekki fela í sér tillögu „um brottvísun þingmanna Sjálfstæðisflokksins úr röðum stjórnarsinna úr flokknum". Og ég væri andvígur slíkum hugmyndum og tillögum ef fram kæmu. 2. Ég tel eðlilegt að leita lausna á því vandamáli, sem kallað hefur verið opnunartími verslana, með því hugarfari að sem mest frelsi ríki í þeim efnum, enda sam- ræmdist það almannareglu og friðhelgi helgidaga þjóðkirkjunn- ar. Hinsvegar er ljóst, að hér fara hagsmunir ekki saman og sjálf- stæðismenn eru ekki þeir bók- stafstrúarmenn, að þeir vilji ekki leitast við að leysa slíka hags- munaárekstra. Þess vegna hafa sjálfstæðismenn, t.d. í borgar- stjórn Reykjavíkur, tekið þátt í umræðu og afgreiðslu um lokun- artíma sölubúða með því hugar- fari að samræma sjónarmið neyt- enda, kaupmanna og launþega í verslunarstétt. Það er skoðun mín, að eftir því sem réttur launþegans, hvað vinnutíma og laun snertir, er bet- ur tryggður þá muni draga úr áhuga hans á ákveðnum lokun- artíma verzlana. Með sama hætti muni frjáls verðmyndun fella burt rök kaupmanna fyrir ríg- bundnum reglum á þessu sviði. 3. Forgangsverkefni mitt verður tvímælalaust að vinna að þvi að sjálfstæðismenn gangi sameinað- ir til næstu kosninga. Sjálfstæð- isflokkurinn er einn þess megn- ugur íslenskra stjórnmálaflokka að veita þjóðinni þá forystu og vera henni sú kjölfesta, sem þjóð- inni er brýn nauðsyn, á þessum örlagaríku tímum í innanlands- málum og á alþjóðavettvangi. Vörnmarkaðnrinn hf. Ármúla 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.