Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 31 Finnskir listmálarar sýna í Borgarspítalanum Jólaferð til Filippsevja Ferðaskrifstofan Farandi, sem er til húsa að Lækjargötu 6. hefur ákveðið að bjóða upp á jólaferð til Filippseyja. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Faranda: Ferðaskrifstofan Farandi efnir til jólaferðar í austurlöndum, þ.e. til Filippseyja og Hong Kong sem hún kallar „Ævintýri í austurlönd- um fjær“. Flogið verður í báðum leiðum um London og Hong Kong. Á Filippseyjum verður dvalið alls í 20 daga. Þar verður ferðast um, ým- ist með flugi eða langferðabílum, á milli staða og dvalist um kyrrt nokkra daga í senn. Má þar nefna auk höfuðborgarinnar Manila, borgirnar Baguio, Banaue, Davao, Zamboanga og Cebu. Á þessum stöðum getur fólk valið sér afþreyingarefni að eigin geð- þótta, svo sem baðstrandarlíf, skoð- anaferðir um nágrennið eða reikað um híbýlahverfi innfæddra, svo eitthvað sé nefnt, en af nógu er að taka. Filippseyjar eru 7107 talsins, um helmingur þeirra byggðar. Þær eru títt nefndar „perlur austursins". Þar er heilnæmt hitabeltisloftslag. Ibúarnir, sem eru rúmar 50 milljón- ir, eru brosmilt, hjálplegt og elsku- legt fólk, sem almennt skilur og tal- ar ensku sæmilega. Tiltölulega mjög stutt er síðan erlendir ferða- menn fóru að leggja leið sína til Filippseyja í nokkrum mæli enda er landið enn um margt á frumstigi varðandi móttöku ferðamanna, en gestrisni íbúanna og vilji þeirra til að gera gestum sínum til hæfis veg- ur þar upp á móti. Þessi ferð hentar þeim, sem vilja kynnast framandi heimi, á litríkum sólarströndum, undir þéttum pálmaskógum. Á heimleið verður dvalið 3 daga í Hong Kong og litast um í borginni og nágrenni en hún er sem kunnugt er fríhafnarverzlun með vöruval og verðlag hagstæðara en annars stað- ar þekkist. Vff) NEFNCJM: Gallabuxur, úlpur, peysur, sokka og skó, bamafatnað allskonar og mokkafatnað EINNIG: Herraföt og kvenkápur, kjóla, pils og tískuvörur úr ulL ÞEIR sem leggja leið sína á Borg- arspítalann næstu daga munu eflaust veita athygli myndum sem þar eru til sýnis og sölu i anddyri og göngum spítalans. Sýning þessi er á vegum Starfs- mannaráðs Borgarspitalans og var opnuð þ. 25. þ.m. og verður opin til 4. október nk. Að þessu sinni sýna 4 finnskir listamenn myndir sínar, þau Elína 0. Sandström, sem á 25 olíumál- verk og 3 vatnslitamyndir á sýn- ingunni, mágur hennar, Juhani Taivaljárvi sýnir 13 olíumyndir og Liisa Taivaljárvi, systir hennar, sýnir nokkrar litlar blómamyndir. Að auki eru nokkrar smámyndir með á sýningunni eftir Paulu Viit- anen. Elína 0. Sandström er íslend- ingum að góðu kunn, því hún hef- ur haldið hér um 20 sýningar á síðastliðnum 16 árum. Elína er fædd í bæ sem heitir Riihimáki, og er um 70 km fyrir norðan Hels- Þessi mynd Elínu er af finnskri þvottakonu, sem ekki hefur tekið þvottavélina í þjónustu sína. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) inki. Hún nam við listaskólann Ateneum í Helsinki um þriggja ára skeið, og lærði m.a. postu- línsmálun og keramikgerð sem hún vann síðan við um 7 ára skeið. Elína flutti hingað til lands árið 1965 og dvaldi hér til ársins 1973. Á þeim tíma hélt hún nokkrar sýningar og ferðaðist um landið, og eru nokkrar myndir hennar málaðar af kunnum stöðum hér- lendis. Þetta er í fjórða skipti sem hún sýnir á Borgarspítalanum, síðast var hún hér á ferð fyrir tveim árum. í samtali við Morgun- blaðið sagðist hún hrífast mjög af landi og þjóð, talar ágæta íslensku og segist reyna að halda henni við með lestri bóka heima í Finnlandi, og með því að koma hingað stöku sinnum. Sýningin er opin öllum almenn- ingi frá 12 til 20 daglega og eru allar myndirnar til sölu. PÁ: Gllarteppi og teppabúta, áklæðisefni og gluggatjöld buxnaefni oq kiólefni. AÐ.ÓGLEYMDG: Garni, loðbandi og lopa SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKCJREYRI 1.—10. OKTÓBER í SÝNINGARHÖLUNNIBÍLDSHÖFÐA. EKKERT KOSTAR AÐ LÍTAIMN - OG LÍTIÐ MEIR ÞÓTT ÞÚ VERSLIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.