Morgunblaðið - 03.10.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
• Lið Kristiansand. mótherjar Þróttar annað kvöld.
Víkingur haust-
meistari í 4. fl.
- Stefán Steinsen markhæsti
leikmaður sumarsins
Ilaustmeistarar Víkinijs. Efri röð f.v. Bjarni Gunnarsson, þjálfari.
Stefán Aðalsteinsson, Ornólfur Jónsson, fyrirliði, Davið Steingrims-
son, Ásííeir Sveinsson, Stefán Steinsen. Kjartan Olafsson. Neðri röð
f.v. Stefán Pálsson. óiafur óiafsson, Sveinbjörn Jóhannesson, Pétur
ólafur Pétursson, Jóhannes Björnsson, Guðmundur Pétursson.
Mynd Mbl. RAX.
VÍKINGUR varð haustmeistari i
4. flokki um síðustu hel(íi. Fjögur
efstu félögin í Reykjavíkurniót-
inu áunnu sér rétt til að keppa í
haustmótinu. Víkingur, Fram. ÍR
og KR. Víkingur sigraði Fram og
ÍR og gerði jafntefli við KR.
Hlaut fimm stig. ÍR og Fram 3
stig hvort félag og KR hlaut eitt
stig.
Víkingur lék fyrst við KR og
varð jafntefli, 1 — 1. Stefán Stein-
sen skoraði mark Víkings. Næst
lék Víkingur við Islandsmeistara
Fram o sigraði Víkingur 2—1.
Stefán Steinsen og Ásgeir
Sveinsson skoruðu mörk Víkings.
Síðasta leik sinn lék Víkingur við
IR og sigraði 1—0 með marki Stef-
áns Steinsen. Aðrir leikir enduðu
ÍR — KR 1—0, ÍR — Fram, 0—0
og Fram — KR 2—1. Þess má geta
að Víkingur lék þrívegis við Fram
í sumar, fór tvívegis með sigur af
hólmi en tapaði í úrslitakeppni 4.
flokks sem fram fór í Vestmanna-
eyjum.
Lokastaðan í haustmótinu varð:
Víkingur 3 21 0 4—2 5
Fram 3 111 3-3 3
ÍR 31111-13
KR 3 01 2 2-4 1
Strákarnir í 4. flokki í Víking
skoruðu hvorki fleiri né færri en
100 mörk í sumar og fengu á sig 33
— í 23 leikjum. Óvenju glæsilegur
árangur og Víkingar áttu mark-
hæsta leikmann íslandsmótsins í
sumar. Það var Stefán Steinsen,
sonur Arnar Steinsen, þess kunna
kappa sem gerði garðinn frægan
hér á árum áður með landsliðinu
og KR. Stefán skoraði 43 mörk í 19
leikjum sumarsins. Næstur hon-
um í markaskorun í 4. flokki hjá
Víking kom Ásgeir Sveinsson með
23 mörk, Stefán Pálsson skoraði
15 mörk og Jóhannes Björnsson
10.
H. Ilalls.
Stefán Steinsen skoraði fiest
mörk í fótboltanum i sumar.
Frumraun Þróttar í
ni er í
Höllinni annað kvöld
Knatlspyrna)
ÞRÓTTARAR leika fyrsta leik
sinn i Evrópukeppni í hand-
knattleik á sunnudagskvöldið
klukkan 20.00. en þá mæta ís-
lensku bikarmeistararnir norska
bikarliðinu KIF Kristiansand og
fer fyrri leikur liðanna fram í
Laugardalshöllinni.
Þróttur hlýtur að eiga góða
möguleika á því að vinna góðan
sigur gegn norska liðinu, að
minnsta kosti hér í Reykjavík, ís-
lenskur handknattleikur hefur
síðustu árin verið mun betri en sá
norski og tala úrslit landsleikja
þar sínu máli. Hins vegar er þetta
einmitt hugarfarið sem tapar
leikjum og Þróttarar koma sjálf-
sagt til með að þurfa að hafa fyrir
stigunum. Og helst verður að sigra
þá norsku með nokkrum mun, því
liðið verður eflaust allt annað og
erfiðara á eigin heimavelli.
Heimavöllur KIF, Gimiehallen,
þykir vera mikil ljónagryfja og
• Mikið mun mæða á Páli ólafs-
syni og félögum hans hjá Þrótti i
Höllinni, annað kvöld.
þar fær liðið flest sín stig í norsku
deildarkeppninni.
Aldrei skyldi vanmeta Norð-
menn, sem ávallt eru baráttuglað-
ir, ekki síst í viðureignum sínum
við íslendinga, en þær þjóðir eru
fáar sem Norðmenn kunna verr
við að tapa fyrir á íþróttasviðinu.
KIF er nokkurs konar „sputnik" í
norskum handknattleik, liðið er að
hefja sitt þriðja keppnistímabil í
1. deild og hefur hafnað í 2. og 3.
sætunum fyrstu tvo veturna, auk
þess sem liðið varð bikarmeistari
á síðasta keppnistímabili. Fimm
leikmenn KIF eru norskir lands-
liðsmenn og flestir leikmanna
liðsins hafa auk þess leikið með
landsliði Norðmanna 21 árs og
yngri.
Þetta er fyrsti Evrópuleikur
Þróttar og vissulega er möguleiki
að sigur hljótist á þessum tíma-
mótum félagsins. En til þess verð-
ur að mæta með réttu hugarfari
og ekki sakar, að áhorfendur
styðji vel við bakið á Þrótturum.
íslensk Iið hafa oft gert góða hluti
í Evrópukeppnunum og er
skemmst að minnast er Valsmenn
fóru alla leið í úrslitaleikinn.
- Þróttur mætir þá Kristiansand frá Noregi
Góður samningur
Handknattlrikssamhand íslands xerói á
döKunum mjöK haKsta^an samninK við
íþróttavöruframleióandann Puma um
húninKa u« fleira í þeim dúr til handa
íslensku landslióunum. Tvö önnur fyrir-
tæki. Hummel <>x Adidas. vuru einniir
inni í da minu um tíma.
Minningarmót
um Atla Þór
Umfangsmikið badminton-
mót fer fram á sunnudaginn i
íþróttahúsinu á Akranesi.
Hefst það klukkan 11.30. Mót
þetta er til minningar um
Atla Þór Helgason og verður
keppt i öllum greinum meist-
ara- og A-flokks. Allt
sterkasta badmintonfólk
landsins verður meðal kepp-
enda og má því búast við
spennandi keppni. Rotary-
klúbburinn Þyrill og Akra-
prjón gefa verðlaun til móts-
ins.
Handboltamenn
keppa í golfi
KEPPNISTÍMABIL kylfinga
er á enda um þessar mundir,
en hjá flestum golfklúbbunum
verða töðugjöldin í kvöld. Hins
vegar er keppnistímabil
handknattleiksmanna að hef-
jast og það er því vel við hæfi,
að handknattleiksmennirnir
haldi sitt árlega golfmót á
morgun, á þessum tímamótum
vetrar- og sumaríþrótta.
Undanfarin ár hefur þeim
fjölgað mjög, sem iðka þessar
tvær íþróttagreinar og má
nefna kappa eins og Ragnar
Ólafsson, leikmann Evrópu-
úrvals áhugamanna í golfi og
HK í handknattleik, millirík-
jadómarana Karl Jóhannsson
og Björn Kristjánsson, Berg
Guðnason, landsliðsþjálfarann
Hilmar Björnsson, Eystein
Helgason í Samvinnuferðum
og fleiri snjalla íþróttamenn.
Keppt verður í Grafarholti á
morgun, sunnudag, og hefst
keppnin stundvíslega klukkan
15. Leiknar verða 12 holur.
- áij.
Erfið verkefni bíða
Mikil og ströng verkefni bíða
nú handknattleikslandsliðsins,
en undirbúningur þess er að
komast á fulla ferð . Fyrsta stór-
verkefnið er ekki af léttara tag-
inu. Fyrstu landsleikir vetrarins
fara fram í 6 — landa keppni í
Tékkóslóvakiu dagana 2.-8. nóv-
ember. Mótherjarnir eru rosa-
legir. Rúmenía. Rússland. Ung-
verjaland auk A- og B-liða Tékk(>-
slóvakíu. Síðast i nóvember fara
síðan fram þrír landsleikir gegn
Norðmönnum hér á landi.
Hilmar Björnsson landsliðs-
þjálfari hefur nú gert 2 ára áætl-
un, sem miðar að því að hafa ís-
lenska landsliðið í sem bestri æf-
ingu, er B-keppnin fer fram í
febrúar 1983, en þar verður ísland
meðal keppenda.
Kjarninn í áætlun Hilmars er
að breyta landsliðshópnum sem
minnst næstu tvö árin, velja strax
þann kjarna sem til stendur að
nota. „Það mætti segja mér, að ég
noti svona 20 leikmenn í A-hópn-
um, við eigum mjög góða leikmenn
á besta aldri sem verða á toppin-
um eftir tvö ár, svo sem Þorberg
Aðalsteinsson, Sigurð Sveinsson
og Alfreð Gíslason, svo ég nefni
nokkur nöfn. Fari svo, að ein-
hverjir j)eirra leikmanna, sem við
hjá HSI viljum nota og vilja vera
með, gangi til liðs við erlend félög,
mun HSI beita sér fyrir því að
sérstakur dálkur verði í samning-
um slíkra leikmanna sem kveði á
um að HSÍ hafi rétt til að fá leik-
mennina í HM-leiki og undirbún-
ing.
Sambandið er að athuga laga-
legu hliðina á þessu máli,“ sagði
Hilmar Björnsson í samtali. Hann
bætti því við, að þeir leikmenn
sem nú leika erlendis væru á eng-
an hátt útilokaðir frá umræddum
20 manna hóp. Nokkrir íslend-
ingar leika erlendis um þessar
mundir, allir í Vestur-Þýskalandi,
Bjarni Guðmundsson, Axel Axels-
son, Viggó Sigurðsson og Atli
Hilmarsson, sem þó hefur átt við
slæm meiðsl að stríða.
Hilmar staðfesti, að margt
bendi nú til þess að gömlu brýnin,
Óli Ben, Árni Indriðason, Óli H. og
fleiri detti út úr landsliðinu. „Ég
get auðvitað ekki svarað fyrir þá,
en get ekki ímyndað mér að þeir
hafi tök á að binda sig niður í
svona stranga áætlun." —gg.
Ármenningar með
eða ekki með?
ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt-
leik hefst í kvöld með leik UMFN
og Vals suður í Njarðvík. Eitt af
því. sem margir bíða spenntir eft-
ir í samhandi við 1. deildarkeppn-
ina. er hvort að Ármann taki þátt
í mótinu.
Ármenningar hafa tilkynnt
þátttöku sína, en þeir voru hins
vegar ekki með á Reykjavíkurmót-
inu, áttu þá ekki í lið. Að sögn eru
Ármenningarnir ákveðnir að vera
með og er vonandi að þeir standi
við það, því 1. deildarkeppnin
myndi bíða hnekki ef þeir féllu út
á síðustu stundu.
Hitt er víst, að Ármenningar
hafa misst alla sína máttarstólpa
frá síðasta vetri, en liðið hafði í
röðum sínum nokkra bráðefnilega
unga menn. Davíð Arnar, Kristján
Rafnsson, Valdemar Gúðlaugsson,
Hörður Arnarson og fleiri hafa
gengið til liðs við önnur félög í
úrvalsdeildinni. Nú síðast var það
Atli Arason sem gekk úr Ár-
manni, en hann gekk til liðs við
Breiðablik í 2. deild. Þess má geta,
að Ármann varð Islandsmeistari
árið 1976, síðan hefur allt verið á
niðurleið hjá körfuknattleiks-
deildinni. — gg.