Morgunblaðið - 03.10.1981, Qupperneq 48
5 krónur
eintakið
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
Skólanefnd Kópavogs:
Menntaskólinn
verði hluti f jöl-
brautaskóla
SKÓLANEFND Kópavogs samþykkti samhljóða á íundi sínum í fyrra-
kvöld að settur verði á laggirnar fjölbrautaskóli í Kópavogi og
Menntaskóli Kópavogs verði hluti þessa skóla. Jafnframt að húsnæð-
ismál skólans verði leyst til bráðabirgða. væntanlega að fjölbrauta-
nám hefjist þegar á næsta ári í Þinghólsskóla og Vighólaskóla.
Skólanefndin sendi bæjarstjórn
Kópavogs umsögn um skipan skól-
amála í fimm liðum og hvatti til að
bæjarstjórn stofni til viðræðna við
menntamálaráðuneytið um upp-
byggingu framhaldsskóla í Kópvogi
og semji um fjármögnun skólabygg-
inga. Nefndin raðaði verkefnum í
forgangsröð.
„Þrátt fyrir óeiningu, að því er
virtist, í blöðum og á fundum, þá
tókst skólanefnd að ná algerri ein-
ingu um tillögur til bæjarstjórnar
og um meginstefnu í skólamálum í
Kópavogi," sagði Ásgeir Jóhannes-
son, formaður skólanefndar Kópa-
vogs, í samtali við Mbl. „Þetta er að
sjálfsögðu málamiðlun og ég vona
að með þessum tillögum sé skapaður
grundvöllur fyrir bæjarstjórn að úr-
vinnslu tillagna okkar og jafnframt
grundvöllur að framtíðarskipan
skólamála í Kópavogi. Ég er ákaf-
lega ánægður með að samstaða hef-
ur náðst,“ sagði Ásgeir ennfremur.
„Það er í sjálfu sér ekki margt að
athuga við þá stefnu, sem kemur
fram í bókum skólanefndar. Reynd-
ar er hún víða óljóst orðuð og ekki
er alveg ljóst hvað við er átt á sum-
um stöðum. Bókunin er svolitið opin
i báða enda en meginatriðið í þessu
öllu saman hlýtur að vera það,
hvaða samningum verður hægt að
ná við menntamálaráðuneytið og
hve mikið fé er hægt að fá frá ríkinu
til að framkvæma þá hluti, sem
skólanefnd setur fram,“ sagði Rich-
ard Björgvinsson, bæjarfulltrúi í
samtali við Mbl.
Sjá tillögur skólanefndar í
heild á bls. 27.
Sigurður Guðbjartsson skipstjóri á Mávi:
„Kvikan bókstaf-
lega henti skip-
inu upp á skerið“
_VIÐ VORIJM komnir út fyrir grænu ljósin og ég hafði sett á ferð. en
þá kom skyndilega mjög stór kvika. sem hókstaflega kastaði skipinu
upp á skerið og stuttu síðar kom önnur kvika sem henti skipinu enn
lengra upp á skerið. Ég tel að við höfum verið um það bil 5 minútur á
skerinu og þann tima lét það mjög illa og barðist stiiðugt i grjótið."
sagði Sigurður (iuðbjartsson skipstjóri á Mávi þegar Morgunblaðið
ra'ddi við hann á Vopnafirði f gær, en skerið sem Mávur strandaði á i
hinni þröngu innsiglingu til Vopnafjarðar. er kallað Krossavikur-
lending.
Þegar Mávur strandaði var skip-
ið að fara frá Vopnafirði, en salt-
fiski frá Bakkafirði var skipað um
borð í fyrrakvöld og fyrrinótt. Áð-
ur hafði skipið legið í tæpa tvo
sólarhringa úti á firði á meðan
beðið var eftir því að komast að
bryggju og einnig þurfti að bíða
eftir saltfiskinum frá Bakkafirði.
Þegar ákveðið var að saltfiskinum
skyldi skipað um borð í Mávi í
fyrrakvöld fór togarinn Brettingur
frá bryggjunni og beið úti á firði á
meðan útskipunin átti sér stað, og
Sigurður fiuðbjartsson skip-
sti'»ri- Ljosni. Mhl. KAX.
skipverjar á Rauðanúpi létu strax
vita hvernig komið var þegar ljóst
var að sigla þyrfti Mávi upp í fjöru.
„Þegar skipið losnaði af skerinu
fórum við út fyrir og ég lét strax
pæla balllestartanka og lestar og
þá þegar kom í ljós að sjór var
kominn í lest. Allar dælur skipsins
voru settar af stað og ég lét pæla á
ný stuttu síðar. Þá kom í ljós að
sjóhæð í lest hafði aukist þó nokk-
uð og var skipið farið að síga að
framan. Ég hafði samt tíma til að
ákveða hvað gera skyldi og ljóst
var að skipið myndi sökkva ef því
yrði ekki hleypt á iand. Ég ákvað
þá að sigla upp í fjöruna í fjarðar-
botninum, en þar er sandbotn og
vorum við komin í sandinn kl. 5.15,
en skipið steytti á skerinu um kl.
3.30.
í fyrstu sneri skipið stefni beint
upp í fjöruna, en þrjár holskeflur
sneru skipinu flötu fyrir sandinn,
þannig að bakborðshliðin sneri að
landi. Þegar sjóirnir skullu á skip-
inu skalf það stafna á milli, eins
var mikið loftsog þegar sjórinn
þrýstist innum götin á skipinu. Og
skyndilega fór stjórnborðslunning-
in af, eins og hún lagði sig,“ sagði
Sigurður.
Sigurður varð eftir á Vopnafirði
í gær og með honum þrír yfirmenn
af Mávi. Kvað hann ljóst að skipið
væri nú mikið skemmt, og líklega
kominn mikill sandur í það, þar
sem flest ef ekki öll kýraugu væru
nú brotin.
Sjá bls. 22-23.
Hér var stund milli ólaganna. filögglega sést að stjórnborðs- og bakborðslunningar hafa sópast burtu og
stjórnborðsbjörgunarbáti Mávs hefur skolað burt í einni holskeflunni. Ljósm. Mbl.: rax
Yerðmæti saltfisks-
ins 20 milli. króna
NÚ ER talið að flutningaskipið
Mávur sé að mestu ónýtt þar sem
það er á strandstað fyrir botni
Vopnafjarðar. Um borð í Mávinum
eru 970 tonn af saltfiski og 3 tonn
af lagmeti. Saltfiskurinn átti að
fara til firikklands og verðmæti
hans er áætlað um 20 milljónir
króna eða 2000 millj. gkróna.
Síðdegis í gær lá Mávur um 100
metra frá landi og sneri bakborðs-
hliðin að landinu. Gengu brotin
stanslaust yfir skipið, og var engum
fært út í það. Ljóst var þá að mikill
sandur var kominn í skipið og lík-
lega var það farið að brotna. Þá var
olía farin að leka úr skipinu og sáu
blaðamenn Morgunblaðsins stóra
olíufláka á Vopnafirði.
Mávur hafði lestað saltfisk allar
götur frá Reykjavík vestur um til
Vopnafjarðar og átti skipið aðeins
eftir að fara á fjórar hafnir á Aust-
fjörðum áður en sigla átti til Grikk-
lands með saltfiskinn. Þar sem
nokkurn veginn er ljóst að allur
saltfiskurinn um borð í skipinu er nú
ónýtur, getur tjónið haft nokkra erf-
iðleika í för með sér. Búið var að
semja við Grikki um 200 tonn, sem
afgreiða átti á árinu og var þetta
fyrri farmurinn og hafði fiskinum
öllum verið pakkað í nýjar pappa-
umbúðir sem reyndar höfðu verið á
gríska markaðnum og gefist vel.
Mest af saltfiskinum var smáfiskur,
en eitthvert lítilræði var af milli-
fiski, og samkværat því sem Morgun-
blaðinu var tjáð í gær, getur reynst
erfitt að uppfylla samninginn við
Grikki nú, þar sem ekki mun vera til
mikið af þessari saltfiskstærð í land-
inu.
Flutningaskipið Mávur er í eigu
Pólarskips hf. á Hvammstanga. Það
var byggt árið 1964, 1.379 brl. að
stærð. Áður en það var keypt til ís-
lands hét það La Coruna og var gert
út frá Spáni.
Fyrir verðjöfnunarsjóð
en ekki frystiiðnaðinn
- segir aðstoðarmaður sjávarútvegsráð-
herra um gengisfellinguna í ágúst sl.
ísafirði. 2. október.
í VIÐTALI við Vcstfirska frétta-
blaðið á ísafirði. á fimmtudaginn.
er haft eftir Boga Þórðarsyni að-
stoðarmanni Steingríms Her-
mannssonar sjávarútvegsráðhcrra.
að gengisfellingin í ágústmánuði
síðastliðnum hafi ekki verið gerð til
þess að láta frystiiðnaðinn njóta
hennar, heldur hafi hún vcrið gerð
til þcss eins að laga stöðu verðjöfn-
unarsjóðs.
Orðrétt segir aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra í viðtalinu: „Ég
veit ekki til þess að þessi gengisfell-
ing hafi verið gerð til þess að láta þá
njóta hennar. Var hún ekki gerð til
þess eins að laga stöðu verðjöfnun-
arsjóðs? — Við getum þó huggað
okkur við það að Seðlabankinn fær
heldur ekki uppfærslu af afurðalán-
um fyrir þessa gengisbreytingu,
þannig að þetta er ekki orðin nein
gengisbreyting fyrir frystiiðnaðinn.
Þetta gildir bara um þær birgðir,
sem lágu fyrir 31. ágúst, en fram-
leiðslan eftir það hækkar um þessa
gengisbreytingu", sagði Bogi í áður-
nefndu viðtali.
— Úlfar.