Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 BOKAKLÚBBTJR • • ARNAR OG ORLYGS Góð tíðindi fyrir bókaunnendur Meginmarkmið að gefa fólki kost á nýjum úrvalsbókum á hagstæðu verði og eldri bókum á vildarverði Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur nú veriö starfrækt í rösklega hálfan annan áratug. Á þeim árum hefur útgáfan gefið út mörg hundr- uð bækur bæði eftir innlenda og erlenda höfunda og getið sér góð- an orðstír fyrir sérlega vandaðar og glæsilegar bækur. Má sem dæmi um þær nefna LANDIÐ ÞITT eftir Steindór Steindórsson og Þorstein Jósefsson, FERÐABÓK EGGERTS OG BJARNA, DÝRA RÍKI ÍSLANDS eftir Benedikt Gröndal, ÍSLANDSLEIÐANGUR STANLEYS, SKÚTUÖLDINA eftir Gils Guð- mundsson, HORNSTRENDINGA- BÓK eftir Þorleif Bjarnason og fl. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur nú ákveðið að fara inn á nýja braut í starfsemi sinpi og hefur stofnað bókaklúbb, fyrst og fremst í því skyni að bjóða bókaáhuga- fólki upp á fjölbreyttar og góðar bækur á mjög hagstæðu verði. Bækurnar sem gefnar verða út í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs, verða ekki til sölu á almennum markaði, heldur einungis seldar klúbbfélög- um. Ætlunin er að klúbburinn gefi út sex til átta bækur árlega, og mun verða lögð sérstök áhersla á fjölbreytni í bókavali, þannig að allir klúbbfélagar eiga að geta fengið einhverjar bækur við sitt hæfi. Auk þess verður félögum í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs boðið upp á eldri bækur á sérstökum vildarkjörum, og verða þær kynnt- ar jafnóðum í fréttabréfi útgáfunn- ar, sem dreift verður ókeypis til allra klúbbfélaga. Stofnun Bókaklúbbs Arnar og Örlygs er fagnaöarefni öllu bóka- áhugafólki á íslandi og mun gera fólki auðveldara að eignast bækur og lesa sér til skemmtunar og fróðleiks. Eins og áöur hefur kom- iö fram, verða bækurnar í klúbbn- um seldar á sérlega hagstæðu verði, en eigi að síður verður lögð áhersla á vandað útlit bókanna, ekki síður en efnisvalið. Fyrstu klúbbbækurnar Víkingar í stríði og friði Eftir hinn kunna rithöfund og sjónvarpsmann Magnús Magn- ússon. Einstaklega falleg og mikiö myndskreytt bók, sem fjallar um líf og störf forfeðra okkar, víkinganna, og varpar nýju Ijósi á lifnaöarhætti þeirra í stríöi og friöi. Sjónvarpsþætt- ir Magnúsar eru byggöir á þessari bók og hún nauðsyn- leg eign allra islendinga sem vilja vita meira. Verö til bóka- klúbbsfélaga aðeins kr. 247,00. s Masmússon VíKiHqar ÍSTRÍÐl 06 FRIÐI Einfaldar félagsreglur Starfs- og félagsreglur í bókaklúbbi Arnar og Örlygs eru einfaldar. Allir sem eru orðnir lögráða geta gengið í klúbbinn og öðlast full félagsréttindi. Með bréflegri tilkynningu er svo unnt að segja sig úr klúbbnum hvenær sem er. Allir klúbbfélagar munu fá ókeypis fréttablað sem Bókaklúbburinn mun gefa út, og þar veröur m.a. að finna ítarlegar upplýsingar um bækur sem klúbburinn mun bjóða upp á hverju sinni. Kynnið ykkur vildarverð á eldri bókum Bókaklúbbur Arnar og Örlygs mun bjóöa upp á eldri bækur á sérstöku vildarverði, sem aðeins mun gilda fyrir klúbbfélaga. Þannig veröur nú boðið upp á sjö bækur á einstöku vildarverði, eða frá kr. 11,00 til 67,00. Bókaklúbburinn mun því auðvelda fólki að bæta við heimilisbókasafn sitt úrvalsbók- um, án mikils kostnaðar. Upplýsingar um bækur þær sem boðið er uppá er að finna í Fréttablaði Bókaklúbbsins. Hringið í síma 84866 og biðjið um að fréttabréfiö verði sent til ykkar. Kynnist af eigin raun hinu einstæöa vildarverði. Athugið! Fyrst um sinn er unnt að skrá sig í klúbbinn símleiðis. Sími84866 Björt mey og hrein Fyrsta skáldsaga ungs höfund- ar, Guöbergs Aðalsteinssonar. Hnitmiöaður stíll hans og lát- laus en skýr frásögn mun vekja athygli. Þetta er saga úr Reykjavíkurlífinu af ungu fólki sem sækir skemmtistaðina og leitar sér þar að förunautum, ýmist til einnar nætur eöa frambúðar. Örlaganornirnar spinna sinn vef og ekki fer allt svo sem til var stofnað. Þetta er sannkölluð Óöals- eöa Hollywood-saga, sem ungir jafnt sem eldri munu lesa sér til ánægju. Verð til bóka- klúbbsfélaga aöeins kr. 148,00. KLIPPID HER Gerist félagar - Verið með frá byrjun NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ — PÓSTNÚMER NAFNNÚMER BOKAKLUBBUR • • arnar og orlygs Síðumúla 11 105 Reykjavík Sími 84866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.