Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVLMBER 1981 Fór sovézkt „friðarfé“ í gegnum danskan sjóð? NOTAÐI KOB, sovézka leyniþjónustan danskan sjóð, sem er meinlaus ásýndum, til þess að smygla þúsundum rúblna til frióarhreyfingarinnar dönsku, er spurt í grein í danska blað- inu BT í gær í sambandi við þá uppljóstrun, að danskur rithöfundur hafi um skeið tekið við peningum af KGB er farið hefðu til að kosta áróður friðarhreyfingarinnar í Dan- mörku. í greininni eru rök að því leidd að njósnarinn sovézki, Vladimir Merkoulov, hafi notað sjóðinn sem verkfæri til að fjármagna áróð- ursstarfsemi friðarhreyfingarinn- ar. Það var þessi sjóður sem kom friðarhreyfingunni til hjálpar í febrúar, þegar hún stóð frammi fyrir „botnlausum" skuldum. Mótmælt í Moskvu HARALDUR Kröyer, sendiherra íslands í Sovétríkjunum, var ekki viðstaddur hersýningu sov- ézka hersins á Rauða torginu í gær í mótmælaskyni við ólögleg- ar ferðir sovézka kafbátsins inn- an landhelgi Svíþjóðar fyrir skömmu. Að sögn utanríkisráðherra, Ólafs Jóhannessonar, var Har- aldur hins vegar í hófi, sem haldið var í tilefni hersýn- ingarinnar í gærkvöldi. Sagði Ólafur að það gæti á engan hátt talizt óeðlilegt og slíkt hið sama hefðu hin Norðurlöndin, sem aðild ættu að NATO, Danmörk og Noregur, einnig gert. Það hefði þó ekki verið haft samráð við Dani og Norð- menn í þessu sambandi, en þjóðirnar hefðu þó vitað um mótmæli hverrar annarrar. Villum Hansen, forsvarsmaður friðarhreyfingarinnar og formað- ur friðarnefndarinnar, hefur vísað á bug að hreyfingin hafi fengið fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum eöa öðrum útlendum aðilum. Friðarhreyfingunni er stjórnað af friðarnefndinni, sem í eiga sæti fulltrúar ýmissa samtaka sem kommúnistar ráða lögum og lofum í. Tengslin við Sovétríkin eru ótvíræð. Friðarnefndin hefur upp á síð- kastið verið skráð til húsa á þrem- ur stöðum, en við athugun hefur komið í ljós að þar hafa hin ýmsu samtök kommúnista verið til húsa. Hefur friðarnefndin ekki greitt húsaleigu á þessum stöðum og því upp á þessi samtök komin. Fyrsta aðsetur friðarnefndar- innar var að Hestemollestræde 5 í Kaupmannahöfn, en þær vistar- verur eru í eigu verkalýðssamtaka sem kommúnistar ráða. Næsta aðsetur friðarnefndar- innar var að Reventlowsgade 12 í Kaupmannahöfn, en þar er aðset- ur stórs hóps samtaka er tengsl hafa við Moskvu á einn eða annan hátt. Má þar nefna „Hið demó- kratíska bandalag danskra kvenna“ (DDK), „Danmerkur- nefnd Verkalýðsráðstefnu Eystra- saltsríkjanna, Noregs og Islands", „Friðarmiðstöðin" og „Vináttufé- lag Danmerkur og Sovétríkjanna“. Fyrir skömmu flutti nefndin sig svo um set í Gothersgade 8c í vist- arverur sem Kommúnistaflokkur Danmerkur á. Villum Hansen sagði í skýrslu í febrúar sl. að samstarfið við samtökin sem reka þessar vistarverur, „Clarté", hafi gert það að verkum, að húsaleiga verði „verulega lítil". I friðarnefndinni dönsku eiga sæti fulltrúar Hins demókratíska bandalags danskra kvenna, danskra ungkomma, samtaka prentara, Heimsfriðarráðsins, Vináttufélags Danmerkur og Sovétríkjanna og Vináttufélag Danmerkur og Austur-Þýzkal- ands. I starfsreglum friðarnefnd- arinnar segir m.a., að nefndin skuli starfa í þeim anda sem mar- kaður var í Moskvu 1973. Hægrisveiflu spáð f Belgfu Briissel, 6. nóvember. Al*. KOSNINGAR fara fram í Belgíu á sunnudaginn án þess að margt bendi til þess að þjóðarsamstaða geti náðst vegna klofnings landsmanna í stjórnmál- um og menningarmálum, ekki sízt vegna tungumáladeilunnar. A sama tíma hefur skuldabyrði landsmanna, halli á ríkisfjárlögum og atvinnuleysi aukizt og slegið fyrri met. En í þessum kosningum fá hér- aðsstjórnir aukið sjálfsforræði. Starfsmenn héraðasstjórna verða kosnir á héraðsþingum, en ekki skipaðir af landstjórninni. Fall fimm mánaða mið-vinstri- stjórnar Mark Eyskens forsætis- ráðherra var ótvírætt dæmi um samtvinnuð vandamál Belga — efnahagsleg, hugsjónafræðileg og málfræðileg. Eitt helzta deilumál- ið sem leiddi til falls stjórnarinn- ar snerist um kröfu vallónskra sósíalista um aukna aðstoð við að- þrengd stáliðjuver í suðurhluta landsins. Þeir kenndu flokki kristilegra demókrata, sem flæm- ingjar í norðurhlutanum styðja, um að grafa undan þessari aðstoð. Því er spáð samkvæmt flestum skoðanakönnunum að kristilegir demókratar tapi nokkrum þing- sætum, sósíalistar missi nokkurt fylgi eða haldi fylgi sínu óskertu og frjálslyndir bæti við sig nokkr- um sætum. Skoðanakannanir sýna einnig að kjósendur eru óráðnir, að þeir muni sitja hjá eða kjósa smáflokka eins og flokka um- hverfisverndarmanna eða skatta- andstæðinga. Líklegt er að niðurstaða kosn- inganna verði sú að dómi ýmissa stjórnmálasérfræðinga að straumurinn liggi frá fráfarandi mið-vinstri-stjórn kristilegra demókrata og sósíalista til mið- hægri-bandalags frjálslyndra og kristilegra demókrata. Mótsagnirnar í Washington vekja ugg: „Höfum fengið nóg“ segja sérfræðingar um ummælin l-ondon, 6. nóv. Al\ „VID erum að fá okkur fullsadda á þessu,“ sagði fréttaskýrandi útvarpsins í l.uxemborg í dag, föstudag, er frétta- skýrendur í VesturEvrópu lýstu ugg vegna ósamhljóða yfirlýsinga frá Washington um kjarnorkustefnuna í Evrópu. Önnur ummæli voru yfirleitt væg- ari en í síðasta mánuði þegar Evr- ópubúar urðu uggandi vegna þeirra ummæla Ronald Reagans forseta að takmarkað kjarnorkustríð í Evrópu væri möguleiki. Höfundar ritstjórnargreina og embættismenn velta enn fyrir sér mótsagnakenndum ummælum Alex- ander Haigs utanríkisráðherra og Caspar Weinbergers landvarnaráð- herra um þá spurningu, hvort „við- vörunarskot" á Rússa með kjarnor- kuvopnum sé í raun og veru talið valkostur ef til styrjaldar kemur í Evrópu. Haig gaf í skyn að svo væri, Weinberger neitaði því og Reagan- stjórnin sagði að þeir hefðu báðir rétt fyrir sér, en breytti orðalagi yf- irlýsinga þeirra í yfirheyrslum í öld- ungadeildinni. Ummælin voru aðalfrétt í BBC World Service og „The Times“. „Hvað er á seyði í Washington?" spurði stjórnandi fréttaþáttar BBC Radio 4, „World at One“, Brian Wid- lake. „Samherjar Bandaríkjanna í NATO hafa vaxandi áhyggjur af áhrifum athugasemda Reagan- stjórnarinnar á friðarhreyfinguna í Vestur-Evrópu," sagði „The Times." „Le Monde" í París sagði: „Ráða- menn í Washington skilja ekki að hin minnsta athugasemd í Wash- ington kallar fram geysisterk við- brögð í Evrópu um þessar mundir. Þetta er í annað sinn á tæpum mán- uði sem þeir láta frá sér fara kæru- leysisleg ummæli og neyðast til að birta leiðréttingar." Embættismaður í Haag sagði: „Þegar tveir af valdamestu mönnum mikilvægasta bandamanns okkar rífast svona fer ekki mikið fyrir því trúnaðartrausti sem Bandaríkja- menn njóta. Menn fara að velta því fyrir sér hvort þeir eru hæfir til að framfylgja sómasamlegri utanrík- isstefnu." „Tages-Anzeiger" í Zurich sagði að „viðvörunarskot" Haigs hefði „komið á sama tíma óg kjarnorkuvígbúnað- ur hefur vakið djúpstæðan ugg í Evrópu og íþyngt samskiptum Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra." Blaðið sagði enn fremur: „Haig ætti að þekkja áhyggjur Evr- ópubúa manna bezt. En með síðustu athugasemd sinni hefur hann líklega stóraukið taugaóstyrk Evrópubúa." „II piccolo bambino“ eða litla barnið, er hann kallaður í Nor egi þessi efnispiltur, sem fæddist rúmum þrem mánuð- um fyrir tímann í Lofoten í Noregi. Foreldrarnir eru ít- alskir, en fóru í sumarfrí norð- ur á bóginn og létu sér ekki til hugar koma annað en barnið yrði á sínum vísa stað þar til síðast í október. En Luciana Pezzani tók léttasóttina. Læknar sáu ekkert lífsmark með barninu, sem vó innan við fjórar merkur þegar það fædd- ist, og af tillitssemi við móður- ina var það borið á braut áður en hún leit það augum. En Luciana Pezzani sagðist ekki trúa öðru en sínum eigin aug- um og krafðist þess að fá að sjá barnið. Þegar sá stutti var lagður í arma móður sinnar kom reyndar í Ijós að hann dró andann. Allt var sett á annan endann í sjúkrahúsinu til að bjarga lífi hans og síðan hefur hann verið í súrefniskassa með þeim árangri að hann er hinn hressasti og er orðinn rúmar átta merkur. Foreldr- arnir létu það verða sitt fyrsta verk að skíra hann Giovanni og hann var fluttur til Ítalíu strax og fært þótti. Þar er hann enn í súrefniskassa en brátt líður að því að foreldrar hans fái að sækja hann í sjúkrahús- ið. Eins og sjá má á myndinni er hann bara agnarlítill, „il piccolo bambino". Japanir mótmæla banni á notkun kalds skutuls jr Búist við sams konar mótmælum Islendinga Tókýó, 6. nóvember. Al\ STJÓRNVÖLD í Japan skýrðu frá því í dag, að þau hygðust mótmæla því við Alþjóðahvalveiðiráðið næstkomandi mánudag að bannað verði að veiða hrefnu með sprengjulausum skutli, eða svoköll- uðum köldum skutli. Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað það á fundi sínum í júlí síðastliðnum að banna hrefnu- veiðar með sprengjulausum skutli, og rennur frestur aðild- arríkjanna til að mótmæla þess- um samþykktum út á mánudag. Starfsmenn Alþjóðahvalveiði- ráðsins búast við mótmælum af þessu tagi frá Islandi, Noregi og Sovétríkjunum. Þá hyggjast Japanir mótmæla algjöru banni við búrhvalaveið- um í vesturhluta Kyrrahafsins, sem þeir segja að muni ríða jap- önskum hvalveiðiiðnaði að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.