Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Jón Þ. Árnason - Lífríki og lífshættir LXIX. Ónotaleg tíðindi, ef ekki bein- línis uggvekjandi, en þó hreint ekki að öllu leyti óvænt, berast nú sleitulaust úr öllum heims- hornum. Vesturlönd skjálfa fyrir bál- reiðum efnahagsvandræða og fjármálaöngþveitis, siðgæðis: upplausnar og glæpafaraldurs. í ríkjum kommúnismans stynja og kveljast þjóðirnar undir ógnarsvipu ofbeldis og kúgunar, eymdar og hungurs. Vanþroska- heimurinn engist sundur og saman, villtur og vonlaus, í „frelsi og sjálfstæði", sem hon- um hefir reynzt álíka gifturíkt eins og hnífar og skæri í höndum ungbarna. Gilt tilefni Spurning bandaríska geim- líffræðingsins, Preston Qloud, sem hann varpaði fram árið 1973 í eig.u fyrsta vísindaritverki, er birzt hefir um áhrif koltvíildis (CO^) á andrúmsloftið, um hvort reikistjarna Jörð væri í raun og veru byggð vitsmunaverum, sýn- ist ekki hafa verið sótt út á þekju. Tilefni spurningarinnar, sprottið af ítarlegum rannsókn- um, var enda ærið og verðskuld- ar fulla athygli í ljósi þeirrar framtíðarsýnar, sem allt útlit er fyrir að verða muni staðreynd: Ef ekkert lát verður á heimtu- frekju og sællífissýki mannkyns að boði liberalista og sósíalista, mun allur nýtanlegur kola-, jarðolíu- og gasforði jarðar, sem til hefir orðið á nálægt 600.000.000 árum jarðsögunnar, verða brenndur upp til fulls á næstu 150 árum, með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Ahrif þvílíkra eyðsluhamfara á andrúmsloft og veðurfar sér- staklega verða að vísu ekki séð fyrir í einstökum atriðum, og um þau greinir vísindamenn á. Þeir eru þó í stórum dráttum sam- dóma um, að áhættan sé gífur- leg. Ýmsir halda því jafnvel fram, að aukning koltviildis í andrúmsloftinu sé þegar orðin það mikil, að of seint sé orðið að snúa við blaðinu þótt unnt væri, og benda jafnframt á, að þess sjáist merki, að veðurfar hafi tekið ískyggilegum breytingum undanfarin ár. Claus Jcobi tekur undir og hikar ekki við að stað- hæfa (í forystugrein sinni í „Welt am Sonntag", 16. ágúst þ.á.): Fótafúi fram- færsluríkisins Iðnbyltingarinnar tók að gæta, tekur hún að hraða sér og rísa unz hún þýtur nær þráðrétt í himinhæðir með eldflaugar- krafti í upphafi tölvualdar. Gleymska og hugs- unarleysi Það, sem hins vegar gleymd- ist, þegar vélknúin vísindatrú- arbrögð hófu hagvaxtargoðið á tilbeiðslustall, nefnilega að öllu eru takmörk sett, tímanum líka, og að allt eyðist þess vegna, þeg- ar af er tekið, verður ekki auð- veldlega bætt upp úr því sem komið er. Sízt verður þetta gert með meiningarlitlu fjasi út af misjafnlega vizkulegum tilgát- um um myndun og áhrif pen- ingaverðs varnings og vinnu- launa. Gagnkvæmar hártoganir og útúrsnúningar markaðs- manna og marxista, oftlega sótt- ar upp fyrir efstu ský og niður fyrir neðstu hellur, geta vissu- lega verið til gamans og gagns á málfundum nýstúdenta og ann- arra þeirra, er vilja æfa sig í ræðuhöldum og ritsmíðagerð, en bera að öðru leyti ekki vott um „Velferðarríkið“ heldur sína leið. Spumingin er: Hvada heilvita manneskja ímyndar sér í alvöru, aÖ viöunandi þjóÖlíf fái þrifizt nema sérhver sjálfbjarga ein- staklingur eigi rétt á — og beri skylda til aö ábyrgjast eigin afkomu? Frestun — en engin framtíð Tíma- bær spurning „Allt þetta skal ég gefa þér“ „Umhverfistjónið: Ef eyðilegg- ing umhverfisins færist í aukana með sama hætti og síðastliðin 35 ár, hljöta úthöfin, ozonhjúpur- inn og andrúmsloftið að hafa spillzt svo eftir 65 ár, að loftslag og áhrif sólarljóss verða orðin tortímingarógnun öllu lífi.“ Við þetta er ekki úrvegis að bæta, að samkvæmt skýrslum The Club of Rome varðandi helztu óendurnýjanleg hráefni, mun þekktur og hagkvæmlega nýtanlegur hráoliuforði jarðar geta enzt í 21 ár enn, koparforð- inn í 24 ár, tinforðinn í 7 ár, sinkforðinn í 13 ár og kvikasilf- urforðinn i 3 ár, og er þá miðað við sömu notkun og var árið 1971. Síðan þá hafa raunar fund- izt ný forðabúr sumra þessara tegunda og annarra nauðsyn- legra hráefna. Þar á móti kemur að óvíst er að eyðsluhraðinn hafi ekki vegið þyngra. Á öllum sviðum virðist fjúka í sömu átt. Öll línurit og allar vísigúlpur segja svipaða sögu: Um þúsundir ára var stíg- bundin hæg og rissein, en skyndilega, skömmu eftir að annað en þrasgirni og hugsana- örbirgð. Á meðal þess, sem einnig hefir gleymzt og ekki verður breytt, er sú skikkan sköpunarverksins, að mannkynið sem lífverutegund, líkt og einstaklingurinn per- sónulega, lifir á léðum tima. Því verður ekki heldur á móti mælt með sannfærandi rökum, að mannkyninu muni — af skiljanl- egum ástæðum — ganga ennþá strembilegar að skynja og skilja heldur en einstaklingnum. Það mun því ekki af fúsum vilja láta neitt hindra gönuskeið sitt, held- ur lifa framvegis sem hingað til eins og það eigi eilífðina fyrir sér. Um þetta — hvort heldur sem ber að telja grikk af náttúrunnar hálfu eða náð sköpunarinnar — lét Arthur Koestler, sem á yngri árum var ærður kommúnisti, en þroskaðist til hugsunar og heim- speki við nánari kynni af veru- leika lífs og dauða, eitt sinn þannig ummælt: „Við höfum lært að sætta okkur við fallvelti eigin tilveru og tókum samtímis trúna á ódauðleika mannkynsins eins og sjálfsögðum sannindum. Þessi trú hefir misst gildi sitt“. Og áhangendur. Allt handa öllum Svokölluð velferðarhugsjón og velferðarríki, sem réttara væri að nefna framfærslukröfur og framfærsluríki, hafa ekki átt minnstan þátt í að veikja lífs- þrótt og efla vonleysi. Ekki er þó því að heilsa, að fjöldinn hafi sleppt tökum á hisminu, enda varla við að búast og skiptir að líkindum ekki sköpum. Meira er um vert, að fráhvarf hugsandi og sannmenntaðs fólks verður sí- fellt greinilegra. Það neitar í vaxandi mæli að leggja heiður sinn við bábiljur og sósíalisma, sem hafa orðið æ hlálegri með sérhverju nýju tungli. Slíkt fráhvarf er langt frá að vera undrunarefni. Hið furðu- lega er hins vegar, hversu lengi það hefir dregizt og örðugt hefir reynzt að opna augun fyrir þeirri staðreynd, að „velferðarríkið" er ekki á villigötum — eins og góð- viljaðir menn vilja vera láta — heldur er það sjálf villigatan nokkrun veginn eins ófær og frá- hrindandi og vegur getur verið. Sú staðreynd hefir þó legið sæmilega ljóst fyrir allt frá því að ímyndunin um allsnægtir án fyrirhafnr skaut rótum. I síðasta lagi hefði hún átt að leiftra framan í sérhverja manneskju, þegar og síðan franski hagvís- indamaðurinn Frédéric Bastiat (1801—1850) vakti athygli á hinni ásköpuðu helferðarmein- semd, sem hún bar með sér. Hann átti við hinn óhagganlega hugarburð og trú á það, sem hann nefndi „hið mikla og ævintýralega hrófaklastur, þar sem allir leitast við að lifa á kostnað einhvers annars", á stjórnina — ríkið, „hina mis- kunnsömu og óþrjótandi svala- lind“, er útbýtir: „ ... mat í alla munna, vinnu handa öllum höndum, fjármagni til allra fyrirtækja, lánsfé til allra framkvæmda, smyrslum á öll sár við öllum þrautum, ráðum y öllum vanda, úrlausn- um á öllum viðfangsefnum, sannleika handa öllum sálum, afþreyingum við öllum tegund- um leiðinda, mjólk handa börn- um og víni til ellinnar; sem full- nægir öllum þörfum okkar, slekkur allan fróðleiksþorsta okkar, bætir úr öllum mistökum okkar, leiðréttir alla galla okkar, og frelsar okkur eftirleiðis und- an öllum þörfum fyrir framsýni, gætni, dómgreind, skarpskyggni, reynsluþekkingu, aga, sparsemi, hóflæti og iðni“. Ef hugmyndaheimi þeirra, er eiga þá hugsjón heitasta, „að lifa á kostnað einhvers annars", er ekki rétt lýst hér, nálægt 100 ár- um áður en tekið var að timbra framfærsluríkinu upp í fullri al- vöru með lögþvingunum, á ég ákaflega bágt með að gera mér grein fyrir, hvernig slíkt ætti að vera hægt. Flóttaleið og gálgafrestur Reyndar er ekkert furðulegt við að ýmis konar heilaspuni komist itgeypiverð á atkvæða- markaði, eða að þeir, sem sparka sig til áhrifa undir kjörorðinu: „Allt þetta skal ég gefa þér!“ verði uppáhald alþýðu. Undrun- arefnið verður þá einkum óskýr- anlegt, þegar vitiborið fólk flykkist að og hyliir fánýtið, tel- ur framkvæmanlegt og jafnvel æskilegt. En sú hefir sárgræti- lega oft orðið raunin á. Öllum er kunnugt um, að framangreind „hugsjón", sem Bastiat þjappaði svo meistaralega saman í hjómi hennar, hefir verið ríkjandi þjóðfélagsmarkmið og víða yfir- lýst stjórnarstefna um allt að 40 ára skeið. Og margir vita enn- fremur, hvernig vanskapningum hefir verið haldið til lífs, hver flotholtin hafa verið: Gengdarlaus og sívaxandi náttúruánskapur í krafti vís- inda- og tækniafreka, svimandi skuldasöfnun, fjárglæfrar í skikkju handahófskenndra geng- islækkana, sem oftast hafa ekki verið annað en gálgafrestir og flótti hinna kjarklausu undan afleiðingum eigin vanhæfni. Gengislækkanir hafa því reynzt einkar handhægar og vinsælar. Gjaldmiðlar fram- færsluríkja hafa því ávallt verið rígbundnir því örlagaboði að glata verðgildi sínu, sem stjórn- völdum hefir síðan reynzt óhjákvæmilegt að staðfesta opinberlega með því „að skrá gengið rétt“. En það orðalag er gjarnan notað af kurteisisástæð- um um ríkisgjaldþrot, sem rakin verða til ótta „stjórnmála- manna" við of hátt leigðar lík- amsvinnustéttir og meðaumkv- unar með óreiðuseggjum og gösl- urum í stétt atvinnurekenda. Um afkomu og rétt ráðdeild- arfólks er aldrei skeytt. Afrekaskrá „velferðarríksins" yfir árangursrík herhlaup gegn grandalausum þegnum sínum er sannarlega bæði löng og ásjáleg. Bara á árunum 1975—1980 hafði „velferðarkerfið", beint eða óbeint, dulbúin ríkisgjaldþrot í för með sér eins og hér segir: Árirt 1975: 100 gunKÍsKla'frar í 21 ríki. \rirt 1070: 188 KenKÍsxla'frar í 30 ríkjum. \rirt 1077: 110 KcnKÍsKlafrar í 22 ríkjum. Árirt 1078: 120 KcnKÍsKla frar í 30 ríkjum. ÁriA 1070: 101 KonKÍsKla frar í 28 ríkjum. ÁriO 1080: 70 KengisKla'frar \ i \ rikjum (til Koptrmborloka.) Mér er ókunnugt um nákvæm- an fjölda peningalegra meistara- stykkja af þessu tagi síðan 1. október 1980. Við lauslega sam- antekt virðist mér þó að fjör hafi heldur betur færzt í leikinn og öll sólarmerki benda til að árið 1981 muni verða metár. Endalok framfærsluríkisins? Svarið veltur að mestu á, hversu iðjusamir og fengsælir keppniskappar atkvæðamark- aðarins verða við skuldasöfnun. Ef getu brestur, er hætt við að í hönd fari tilkomumikil sláturtíð, þar sem margar og feitar heilag- ar félagshyggjukýr lendi í veru- legum háska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.