Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 13
sumt að minnsta kosti. Þessar tvær greinar bera af í þessu ritgerðasafni. Halldór ræðir meðal annars um tökuorð og nýyrði. Hann segir á einum stað: „Daglega dynur í eyrum okkar orðið dagvistunar- stofnun. Þegar ég var nemandi í menntaskólanum á Akureyri, bjó ég suma veturna í heimavist. Það var engin heimavistarstofnun sem betur fer. Af hverju eru þessi barnahæli, sem fólk kallar dag- vistunarstofnanir, ekki kölluð dagvistir? Úr því að heimavist dugir á Akureyri, hlýtur dagvist að nægja líka bæði um dvölina og stofnunina." (Bls. 221.) Nokkru síðar ræðir Halldór andmæli við málvöndun. „Ég hefi heyrt þá mótbáru gegn málupp- eldi barna og unglinga, að ekki megi leiðrétta þau, vegna þess að það geti komið inn hjá þeim hugmyndum að foreldrar þeirra tali skakkt. Ég vil víkka þessa hugsun út. Má þá yfirleitt leið- rétta hjá börnum nokkra van- þekkingu eða hleypidóma foreldra þeirra? Má t.d. bera brigður á draugatrú við börn, sem uppalin eru við draugatrú? Eiga börn og unglingar að standa á sama menntunar- og menningarstigi og foreldrar þeirra? Má t.d. kenna unglingum ensku, ef foreldrarnir kunna ekki ensku? Veldur það ekki minnimáttarkennd hjá for- eldrum? Þessi félagssálfræði orkar á mig sem barnaskapur." (Bls. 222.) Ef skólar hefðu ekki tilhneigingu til að þynna og út- vatna flesta hluti, þá væri sjálf- sagt að leggja það til, að ritgerðin væri lesin í sem flestum skólum landsins. Það gerist svo sjaldan að menn beiti skynsemi sinni í bar- áttu við bábiljur, sem bornar eru fram í nafni vísinda. Hér er ekki tóm til að rekja efni greinar Gunnars Karlssonar í neinum smáatriðum. En ég vildi þó víkja nokkrum orðum að seinni hluta hennar, sem hann nefnir „VaJ orsaka". Forsenda hans er sú, að fyrir hverjum atburði sé „ótölulegur grúi“ orsaka. Hvort „ótölulegur grúi“ merkir óendan- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 13 lega margir eða eitthvað minna, er ekki fyllilega ljóst. En því virðast lítil takmörk sett, hve margar orsakir liggja til hvers atviks, sérstaklega ef heimilt er að fara eins langt aftur í orsakakeðjuna, og hverjum þóknast. En það sýnist vera skoðun Gunnars, ef marka má dæmið, sem hann tekur. Af þessari forsendu leiðir, að hver og einn verður að velja þær orsakir, sem hann telur skynsamlegastar fyrir hverjum atburði í sögunni. Til leiðsagnar í slíku vali geta menn haft ýmsar tilgátur. Hann nefnir þrjár: Frávikskenningu, sögulega efnishyggju og hagnýtt sjónarmið, sem hann kallar svo. Nú er svolítið erfitt að átta sig á, hvort Gunnar sjálfur vill halda einhverri þessari tiigátu mjög eindregið fram. Það er ekki fylli- lega ljóst af þessari ritgerð. En hann virðist hallast að því, að orsakaval sé í einhverjum skiln- ingi smekksatriði. (Bls. 87.) Og þetta held ég, að sé rangt. Nú er sjálfsagt að rekja ein- hverjar ástæður fyrir þessari skoðun minni. I fyrsta lagi hefði Gunnar mátt huga að því, hvort greinarmunurinn á ástæðum og orsökun athafna hefði það ekki í för með sér, að ekki gæti verið um orsakaskýringar að ræða í sagn- fræði. Nú vil ég ekki hálda þvi fram, að svo hljóti að vera, en Gunnar hefði mátt hugleiða það. I öðru lagi held ég, að um sé að ræða annað og meira en smekk, sem veldur því, að við erum ekki fús til að fallast á, að orsök þess, að íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs 1262, sé sú, að ísland byggðist árið 874. Ein ástæða þessarar skoðunar minnar er sú, að ef til að mynda nauðsyn bindur orsök og afleiðingu, þá setur hún orsakavalinu mörk- Auðvitað er landnám íslands 874 ein af nauðsynlegum forsendum þess, að íslendingar gengu Nor- egskonungi á hönd 1262, en hún olli ekki þeim atburði. í þriðja lagi þá hefur þessi kenning um, að sögulegar skýringar séu smekks- atriði, það í för með sér, að engin leið er að segja til um, hvort ein skýring er rétt eða önnur röng. En nú er það svo, að við teljum okkur geta staðhæft á stundum, að ein skýring sé rétt en önnur röng, jafnvel að ein sé réttari en önnur. Hvað höfum við til marks um þetta? Við þessari spurningu er ekki neitt einfalt svar. En til að skýra þetta ofurlítið nánar, ef það er þá hægt, vil eg vitna til greinar í Skírni 1979 eftir Kristínu Geirs- dóttur (bls. 39). Þar segir: „Það sem raunverulega gerist á hverj- um tíma, er eitt og óumbreytan- legt þaðan í frá, og haggast ekki að eilífu á hverju sem gengur, og hvað sem vitrir menn á hverjum tíma kunna að hugsa, tala eða skrifa. Hinsvegar er það óendan- legum breytileik háð hvaða vitn- eskja um liðna tíð geymist síðari tímum, og hvernig sú vitneskja, sé hún einhver, er skilin og túlkuð." Þær skýringar eru réttastar, sem fara næst því, sem raunverulega hefur gerzt, mætti segja. Því er að sjálfsögðu þannig farið, að ágrein- ingur er um, hvað raunverulega hefur gerzt, og kannski getum við aldrei komizt að endanlegri niður- stöðu um það. Það þýðir hins vegar ekki, að við eigum að hætta að trúa því, að eitthvað hafi raunverulega gerzt. En það er eðlileg ályktun af því, að sögu- legar skýringar séu smekksatriði. En það, sem lýst er í ívitnuninni hér að framan, er hin hversdags- lega hugmynd, sem liggur að baki því, sem talið er vera rétt söguleg skýring. Og ég sé ekki minnstu ástæðu til að hrófla við henni. Það er rétt að taka það fram að lokum að þessi ritgerð er prýðiiega rituð og efnið vel fram sett, og ættu sem flestir, sem áhuga hafa á skýring- um í sögu að lesa hana. Hún er ekkert verri, þótt ég, og kannski einhverjir aðrir, sé ósammála henni. Þarna er einn galli á þeSsari bók, sem ástæða er til að nefna. Það er engin nafna- og atriðaskrá aftast í bókinni, sem rýrir gildi hennar. Ef framhald verður á þessari útgáfu, verður vonandi séð til þess, að þetta mikilvæga hjálp- artæki verði í næstu bókum. Box, eða bara vindur Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Box Box Geimsteinn h/f Baldur Þ. Guðmundsson: Hljóm- borð, söngur. Eðvarð Vilhjálmsson: trommur, söngur. Oskar Nikulásson: gítar, söngur. Kristján Gíslason: gítar, söngur. Sigurður Sævarsson: bassi, söngur. Á síðastliðnu sumri voru tón- leikar í Laugardalshöll er nefnd- ust „Annað hljóð í strokkinn". Ein af þeim hljómsveitum sem þar komu fram á minna sviðinu, bar af. Það var Box. Nú nokkrum mánuðum seinna hefur hljóm- sveitin sent frá sér fimm lög á 12 tommu, 45 snún. plötu. Hér er á ferðinni ágætis „ný- bylgjurokk". Hún gæti verið mun betri ef ekki skinu í gegn áhrif frá hljómsveitinni Þey. Á hlið 1 eru tvo lög: „Box“ og „Salt 3“. „Box“ er mjög gott lag, í því er enginn söngur og hefur það sennilega sín áhrif. Söngvarinn hæfir lögunum ekki nógu vel. Ekki kann ég við það þegar barnaraddir eru gerðar djúpar með hjálp allrar þeirrar tækni sem í stúdíóum finnst. Eitt lag stingur dálítið hressilega í stúf á plötunni. Það er „London", tekið beint frá hljómsveitinni Þey. Of gróft til að teljast megi gott. Onnur lög plötunnar eru í lagi með tilliti til þess hversu ungir þeir eru strákarnir í Box. í heildina er platan gott byrj- endaverk þrátt fyrir augljósar fyrirmyndir. Allur hljóðfæra- leikur er góður miðað við aldur félaganna. Þó þarf að laga söng- inn. Annað hvort að sleppa hon- um alveg eins og gert er í laginu „Box“ og tekst vel, eða að fá sér einhvern sem ræður við það að syngja með þeim. Nóvemberfagnaður MÍR FÉLAGH) MÍK, Menningartengsl ís- lands og Káðstjórnarríkjanna, minn- ist 64 ára afmælis Októberhyltingar- innar í Kússlandi og þjóðhátíðardags Sovétríkjanna með síðdegissamkomu í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudag- inn 8. nóvember kl. 15, klukkan 3 síðdegis. Þar flytja ávörp Mikhaíl N. Streltsov, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi, og Lúðvík Jóseps- son, fyrrverandi ráðherra. Þá verð- ur samleikur á selló og píanó, Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari leika. Efnt verður til skyndihappdrættis og kaffiveitingar verða á boðstól- um. Aðgangur að nóvemberfagnaði MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. DUX SÆNSK GÆÐAHLISGÖGN BRUNO MATHSON er nánast goðsögn (lif- anda lífi, og hefur mótað samtið sfna og viðhorf til þægilegra húsgagna. PERNILLA Stóllinn er teiknaður 1939, og er enn I dag nýtískulegur og fyrirmynd annara stóla. Margar mismunandi gerðir Mathson stóla fáanlegar. DUX Madrid er sóffi, einn af mörgum sem DUX bjóða. Hann er ekki framleiddur í neinum ákveðnu áklæði eða lit, en áklæða- tegundir sem boðið er uppá eru t. d. leður, uxahúð, pluss, ull, bómull og litir yfir 700. Sýnishorn (versluninni. AVANTI hillusamstæðuna teiknaði ítalinn ANTONIO GIOIA og fjölbreyttnin í samsetn- ingu virðist nhast ótæmandi. Hurðir og hillur, borð og skápar. Mismunandi viðar- tegundir og litir. Mynd: Hvítt AVANTI með upplýstum hillum og Adam stálstólum, leð- urklæddum. DUX rúmin eru glæsileg af mörgum gerð- um, með náttborðum og stólum. DUX rúm- dýnan er mjúk og aðlagast líkamanum. Þú sefur órofnum svefni í dýnunni, ekki á henni. Snúnar stálfjaðrir og stoppuð efridýna með 20 ára ábyrgð. DUX Miöbæjarmarkaðnum Sími 27560 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.