Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 46
A 46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Vfffffffffflffffffffffflffffflflffffffi Bjarni hefur skorað 19 mörk fyrir Nettelsted í átta leikjum með liðinu EINS og kunnugt er leikur hand- knattleiksmaðurinn snjalli úr Val, Bjarni (iudmundsson, með vestur þýska liðinu Nettelsted þetta keppn- istímabil. Bjarni hefur staðið sig mjög vel það sem af er keppnistíma- bilinu og virðist enn í stöðugri sókn sem handknattleiksmaður. Bjarni lék með íslenska landsliðinu í mót- inu sem fram hefur farið í Tékkó- slóvakíu að undanförnu. En aðeins þrjá fyrstu leikina. í gærdag varð Bjarni að halda heim þar sem hann á að leika með liði sínu í dag í -deildakeppninni. I stuttu spjalli við Mbl. sagði Bjarni, að sér líkaði dvölin hjá Nettelsted vel. Það hefði tekið smá tíma að komast inn í leikkerfi lið- sins og að kynnast þýska hand- knattleiknum. Lið Nettelsted hef- ur leikið átta leiki í deildinni, unn- ið alla heimaleiki sína, fjóra tals- ins, en tapað öllum fjórum úti- leikjunum. Bjarni sagði vera mikinn mun á því að leika heima eða heiman. Þar hefðu áhorfendur mikil áhrif og heimaliðið væri jafnan vel stutt af stuðningsmönnum sínum. Bjarni hefur skorað 19 mörk í leikjunum átta, og staðið sig með mikilli prýði. Bjarni sagði að lið Nettelsted gerði sér vonir um að vera í einu af sjö efstu sætum deildarinnar. Sterkara liðið væri án nokkurs vafa lið Gross- waldstad. Varðandi landsliðshópinn sem nú væri í Tékkóslóvakíu, sagði Bjarni, að það væri óvenju góður og samstilltur hópur, sem ætti framtíðina fyrir sér. ÞR Nýju reglurnar í handknattleik: Skora má úr innkasti KINS (XI öllum er kunnugt hafa nýjar alþjóðlegar leikreglur í hand- knattleik tekið gildi. Sitt sýnist hverjum um þessar reglur en ekki er víst að öllum sé kunnugt um í hverju þær eru fólgnar. Hér á eftir fara mikilvægustu breytingarnar á regl- unum. Nýjar alþjóðlegar leikreglur í handknattieik tóku gildi 1. ágúst sl. og gilda næstu 4 ár. Markmiðið með breytingunum er: Betri og markvissari uppröðun á reglunum, ásamt ýmsum ótví- ræðum ákvæðum, sem auðvelda dómgæsluna. Gefur möguleika á hraðari leik. Kemur í veg fyrir grófan leik án tilfinnanlegra refs- inga hlutaðeigandi leikmanna. Mikilvægustu breytingar: Skora má beint úr öllum köstum, t.d. frumkast, útkast, innkast. Horn- kast innlimast í reglu um innkast og framkvæmd á enda hliðarlínu. í innkasti skal standa með a.m.k. annan fótinn á hliðarlínunni, hinn má vera hvar sem er. Ef dæmt er gegn liði því, sem hefur boltann skal sá, sem heldur boltanum leggja hann strax niður. (Brottvísun.) Markvörður má yfirgefa mark- teig án bolta og fara um allan völl- inn. Aðeins með leyfi dómara mega liðsstarfsmenn eða liðsmenn um- fram þá sem leika á vellinum, koma inn á leikvanginn. Viðurlög eru: fyrir leikmann, brottvísun í 2 mín., fyrir liðsstarfsmann, áminn- ing. Regla þessi er í gildi allan leiktímann, einnig ef leiktíminn er stöðvaður, t.d. vegna meiðsla leikmanns. Brjóti leikmaður gróflega á mótherja skal hann útilokaður; tekur ekki meira þátt í leiknum en skiptimaður kemur inn á eftir. 2 mínútur. Við útkast mega mótherjar markvarða standa við markteig- inn. Dómarakast: Knettinum kastað upp milli tveggja andstæðra leikmanna. Refsingar gegn leikmanni á leikvelli geta verið: Aminning, mest ein fyrir hvern leikmann. Brottvísun: 1. skipti 2 mín., 2. skipti 2 mín. 3. skipti 2 mín. + útil- okun. Utilokun fyrir gróf leikbrot, fyrir ósæmilega hegðun. Brottvís- un (liðið spilar með einum leikm- anni færra það sem eftir er leiks), fyrir ofbeldi. Bjarkirnar 30 ára • Yfirleitt reynir Bjarni Guðmundsson að brjótast gegnum varnir úr horn- inu. En hér hefur hann stokkið upp fyrir utan og reynir skot. Svona ganga hlutirnir ekki öllu lengur - fer meö málið fyrir stjórnina segir Höness EIMLEIKAFÉLAGIÐ „Björk“, sem er starfrækt í Hafnarfirði, hefur nú starfað í 30 ár. Þar hefur farið fram mikil og blómleg starfsemi. Nú síð- ustu ár hefur verið lögð áhersia á fímleika og hefur félagið náð langt þeirri grein. í tilefni þess að það eru þrjátíi ár liðin síðan félagið var stofnað, heldur það afmælissýningu sunnudaginn 8. nóvember kl. 15.00 í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði.' IYHKIÐ hefur verið skrifað um það f blöðum í Vesturl>ýskalandi hversu illa liði Bayern Miinchcn hefur gengið í síðustu leikjum sínum. Þá hefur blöðunum verið tíðrætt um að þrátt fyrir að liðið hafí leikið illa geri Þróttur í basli með Víkinga TVEIR leikir fóru fram í 1. deild íslandsmótsins í blaki í fyrrakvöld, báðir í Hagaskólanum. Fyrst mætti Þróttur Víkingi og sigraði Þróttur 3—2 eftir talsverðan barning. Vík- ingur vann fyrstu hrinuna 15—11, en Þróttur jafnaði metin, 15—4. Vík- ingarnir ætluðu greinilega ekki að gefa sig og unnu þriðju lotuna 15—13. Þar með var vindurinn hins vegar úr Hæðargarðspiltunum, Þróttur vann fjórðu hrinuna 15—5 og oddahrinuna með miklum yfír burðum, 15—3. Síðan mættust ÍS og UMFL og sigraði ÍS örugglega 3—0, en loka- tölurnar í lotunum urðu 15—3, 15-11 og 15-13. Þá fór fram einn leikur í 1. deild kvenna, UBK sigraði Þrótt 3—2 í miklum baráttuleik. þjálfarinn litlar breytingar á liðinu. Stórgóðum leikmönnum eins og Asg- eiri o.fl. sé haldið utan vallar og þeir fái ekki tækifæri á að spreyta sig. Hcfur þetta valdið mikilli gremju meðal leikmanna þeirra sem verma varamannabekkinn. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern-liðins, hefur nú sagt að fari Asgeir Sigurvinsson ekki að fá tækifæri í leikjum með liðinu muni hann taka fram fyrir hend- urnar á þjálfara liðsins og ræða málið við stjórn félagsins. Svona gangi hlutirnir ekki öllu lengur. Ljóst er að Höness hefur tekið upp hanskann fyrir Asgeir. HO/ÞR m ,-*sr Fimleikaflokkur frá Björkunum. Sociedad hefur forystu á Spáni Ahugi á frjálsum íþróttum í Keflavík REAL Sociedad heldur enn naumri forystu íspænsku deildarkeppninni í knattspyrnu, en liðið vann góðan sig- ur á útivelli gegn Santander um helgina. IJrslit leikja urðu þessi: Atl. Bilbao — Valladolid 4-0 Real Madrid — Osasuna 1-0 Real Betis — Espanol 2-0 Cadiz — Valencia 0-0 Las Palmas — Real Zaragoza 2-4 Sporting Gijon — Hercules 1-1 Castellon — Sevilla 0-3 Barcelona — Atl. Madrid 2-0 Santander — Real Sociedad 2-3 Sociedad hefur 14 stíg, en Barcelona er í 2. sæti með 13 stig. Real Zaragoza hefur hreppt 12 stig. NÝVERII) fór fram innanhússmót í frjálsum íþróttum í Keflavík. Keppt var í atrennulausum stökkum. Drslit urðu sem hér segir: Langstökk án atr.: m Hjálmtýr Ingason 3,14 Jón Jóhannsson 2,98 Stefán Friðleifsson 2,69 Yngri fl. 12—13 ára: Garðar Jónasson 2,15 Birgir Ólafsson 2,08 Þrístökk án atr.: Hjálmtýr Ingason 8,88 8,45 2,15 2,08 1,40 Jón Jóhannsson Yngri fl.: Garðar Jónasson Birgir Ólafsson Hástökk kvenna m. atr.: Mikkim ísleifsdóttir Hást. karla: Stefán Friðleifsson 1,90 Margir af keppendunum eru byrjendur í íþróttinni. En með til- komu nýja íþróttahússins í Kefla- vík hefur áhugi á frjálsum íþrótt- um aukist mjög verulega. — þr Ásgeir Sigurvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.