Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 27 Fyrstu umræðu um fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1982 er lokið. Fyrri hluti umræðunn- ar var rakinn lauslega og efnislega á þingsíðu Mbl. sl. þriðjudag en efnis- punktar úr seinni hluta hennar fara hér á eftir. Fyrirvarar við fjárlagafrumvarp Tómas Árnason viðskiptaráðherra sagði m.a.: „Þrátt fyrir árangur í verðbólgumálum, þarf að tryggja mun betur en nú rekstrargrundvöll atvinnuveganna." Draga þarf úr kostnaði við framleiðslu. Það má gera: 1) með því að draga áframhaldandi úr verðbólgu, 2) lækka skatta á atvinnuvegunum, t.d. launaskatt og aðstöðugjald, 3) „niðurtalningu verðbóta á laun án þess að ganga á kaupmátt", 4) lækkun vaxta, 5) aðhaldi í ákvörðun fiskverðs og búvöruverðs, 6) aðhaldi í gengismálum, „en þess verður þó að gæta, að geng- isskráningu sé hagað þann veg að tryggja eðlilegan rekstur útflutn- ingsatvinnuvega." „Það er ákaflega áríðandi," sagði Tómas, „að áfram fari fram samráð milli ríkisvalds og aðila vinnumark- aðar um kjaramál og afkomu at- vinnuvega." I því sambandi vitnaði hann í ðlafslög. Hann sagði vinnu- laun 70—75% af þjóðarframleiðslu og að raunhæf kjarastefna verði að byggjast á rekstrarstöðu framleiðsl- unnar, viðskiptakjörum og öðrum viðblasandi staðreyndum þjóðar- búskaparins. Hann vitnaði til Norð- urlanda, þar sem vísitölubinding launa væri annað tveggja ekki til staðar — eða með hyggilegri hætti en hér, þar sem víxlhækkanir blómstruðu. Tómas greindi frá því að hann hefði f.h. Framsóknarflokksins gert athugasemdir við ýmis atriði fjár- lagafrumvarps, þegar það var til umfjöllunar í ríkisstjórn: s.s. skatta atvinnuvega, skattstofn söluskatts á vörur, skatt á skrifstofu- og verzlun- arhúsnæði, og samsvarandi niður- skurð ríkisútgjalda. Tómas ^agði fjárlagafrumvarpið raunhæft, en huga þyrfti að þessum atriðum, og ástæða sé til „að gefa gaum að vax- andi skuldasöfnun miðað við heild- artölur fjárlaganna". Eyrnamörkin eru Alþýðubandalagsins Lárus Jónsson (S) vakti athygli á fyrirvörum Framsóknarflokks við fjárlagafrumvarpið, varðandi skattheimtu (launaskatt o.fl.) og er- lenda skuldasöfnun. Hann spurði, hvort þessir fyrirvarar væru bundn- ir við Framsóknarflokkinn, eða Lárus Jónsson: Eftiahagssteflian er Alþýðubandalagsíns _ r „Gefa þarf gaum ad vaxandi skuldasöfnun“ sagði Tómas Arnason hvort fleiri ráðherrar hefðu gert at- hugasemdir við þessi tilgreindu fjár- hagsatriði. Viðskiptaráðherra mælti margt skynsamlega varðandi vanda þann, sem íslenzkum atvinnuvegum er nú á höndum. En minna má á, að hann „hefur þrjú meginatriði atvinnuveg- anna í hendi sér“ sem viðskipta- og bankaráðherra: 1) fjármagnskostnað fyrirtækja, en fer með bankamál, sem spanna bæði verðtryggingar- og vaxta- mál, 2) verðlagsmál, sem skipta fram- leiðslufyrirtækin mjög miklu í jafn örri verðbólgu og hér er, og 3) gengismál, en stýring þeirra skammtar útflutningsatvinnu- vegunum tekjur. Viðskiptaráðherra mætti því gjarnan skoða betur eigin heima- rann áður en hann fer að fara ofan í sauma hjá fjármálaráðherra, þó ég sé sammála honum um flestar at- hugasemdir á þeim vettvangi. Þetta fjárlagafrumvarp, sem er þriðja frumvarp fjármálaráðherra, ber öll einkenni hinna fyrri. Þessi einkenni eru fyrst og fremst: stöðug þensla ríkisútgjalda, aukning skatt- heimtu, en gert er m.a. ráð fyrir nýj- um skatti á orkusölu í landinu, og stórfellda aukningu erlendra skulda. Erlend lán hækká skv. þessu frum- varpi um 146%, þrátt fyrir ráðgerð- an samdrátt 1982 í orkuframkvæmd- um, sem eru langfjárfrekastar eins og menn vita. Þá er haldið áfram niðurskurði á framlögum úr ríkis- sjóði af skatttekjum til fram- kvæmda og sjóða, en það sVigrúm, sem það gefur, fer ekki til skatta- lækkunar, heldur til að auka umsvif ríkisins á öðrum sviðum. Og allt miðar þetta að aukinni miðstýringu í þjóðfélaginu. Dæmigert er, að á þeim örfáu dög- um, sem liðnir eru frá því að fjár- lagafrumvarpið kom fram, hafa áætlaðar erlendar lántökur til að mæta rekstrarhalla Sementsverk- smiðju ríkisins verið stórauknar. Það kom og fram í ræðu iðnaðar- ráðherra á dögunum, að 7 iðnfyrir- tæki í eigu ríkisins, stór og smá, eru Salome Þorkelsdóttir: Frumvarp um umhverfismál Salome Þorkelsdóttir (S) bar á dögunum fram fyrirspurn til félags- málaráðherra varðandi væntanlega lagasetningu um umhverfismál. Hún minnti á frumvarp sem hún hefði flutt, ásamt fimm öðrum sjálfstæðisþingmönnum, um þetta efni á liðnu þingi, byggt á eldra frumvarpi, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hcfði flutt á vor þingi 1978. „Þegar ég mælti fyrir umhverf- ismálafrumvarpi okkar sjálf- stæðismanna gat ég þess, að næði það ekki fram að ganga nú, myndum við endurflytja það að hausti. Síðan las ég fréttatil- kynningu í júlímánuði sl., þess efnis, að félagsmálaráðherra hefði skipað nefnd til að semja frumvarp um umhverfismál, þar sem frumvarp okkar sjálfstæð- ismanna yrði haft til hliðsjónar. Mér leikur nú hugur á að vita, hve langt er komiö störfum nefndarinnar og hvort vænta má þess að stjórnarfrumvarp um þetta efni verði senn lagt fram. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, sagði nefnd þessa hafa verið að störfum. Hún hefði m.a. komist að þeirri niðurstöðu, að frumvarp um þetta efni, fyrst lagt fram 1978, væri enn um flest í fullu gildi, þó endurskoðunar þyrfti við í ljósi nýrra viðhorfa og nýrrar löggjafar, er þessi mál snerta. Nefndin hefur nú skilað af sér, sagði ráðherra og frum- varp verður væntanlega flutt mjög fljótlega. Salome Þorkelsdóttir Tómas Arnason: Fyrirvarar um skattheimtu og skuldasöfnun. Lárus Jónsson: Þensla ríkisútgjalda, aukin skattheimta og skuldasöfnun. Ragnar Arnalds: Utflutningsbætur lögum sam- kvæmt. öll rekin með tapi og sams konar skuldasöfnun. Erlend lán eru 7,7% af ráðstöfun- arfé ríkissjóðs á þessu ári, en voru aðeins 2,5% 1979 og nálægt 3% 1978. Ef umsvif ríkisins eru mæld bæði í skattheimtu og lántökum, svo sem rétt er, eru þau komin upp í 33% af þjóðarframleiðslu, sem er alltof hátt hlutfall og hærra en ráðherrar þora að viðurkenna. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði í viðtali við Þjóðviljann í vor: „Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ber mjög svipmót þeirrar afstöðu, sem Alþýðubandalagið hefur haft síðan 1978.“ Þetta er rétt og í þessu Ijósi verður að skoða bæði þær beinu og óbeinu athugasemdir sem við- skiptaráðherra hafði fram að færa við frumvarpið. En ná þær athuga- semdir til fleiri ráðherra? A næsta ári er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 9,1%, fjárfesting í íbúð- arhúsnæði standi í stað, eftir að hún hafði minnkað um 2,1% 1979, 5% 1980 og önnur 5% 1981. Þá er gert ráð fyrir að orkuframkvæmdir I STUTTU MÁLI Ragnar sagði svokallað stofnlínu- gjald, sem minnst væri á í greinar- gerð með fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun, eiga að skila 40 m.kr. og greiðast af raforkunotendum. Ráðherra sagði nokkrar ákvarðan- ir hafa verið teknar milli afgreiðslu fjárlagafrumvarps og lánsfjáráætl- unar varðandi atriði, sem frestað var við afgreiðslu fyrra málsins í ríkisstjórn. Það væri því ekkert und- arlegt þó fjárfestingaráætlun greindi frá örfáum atriðum, sem ekki væru í fjárlagafrumvarpi. B.vgging Suðurlínu hefst á næsta ári, sagði ráðherra. Þá hækkar kostnaður við byggðalínur um 60 m.kr. Ráðherra veittist að Sighvati Björgvinssyni vegna ummæla hans um útflutningsbætur á búvöru, sem hefðu tíðkast lengi og þar væri ekk- ert nýtt á ferð. Seinustu þrjú árin hefur Framleiðsluráð haft heimild til þess að taka lán til viðbótar við útflutningsbætur í fjárlögum, en það er skv. heimildum í lögum, en ekki lögleysa eins og Sighvatur staðhæf- ir. Þessi lán á að greiða innan 5 ára, sagði ráðherra, svo það er langt til seilst hjá Sighvati að telja þau koma sem byrðar á barnabörn okkar. Síðan vék ráðherra að verðlags- þróuninni og komst að þeirri niður- stöðu, að þrátt fyrir ýmsar hækkanir verði verðbólguvöxtur frá upphafi til loka ársins 1981 um 40%. Þá sagði ráðherra að á móti því sem gjöld hefðu færst frá A- til B-hluta fjár- laga, væru dæmi hins gagnstæða, t.d. varðandi Kröfluvirkjun, svo ein- hliða samanburður hér á gæfi ekki rétta mynd. Lvklir umrædna • Lárus Jónsson (S) kvaðst hafa spurt fjármálaráðherra, hvort aðrir ráðherrar en framsóknarráðherrar hefðu gert fyrirvara um tiltekin atriói fjárlagafrumvarps, skatta á at- vinnuvegi og skuldasöfnun, en ekki fengið skýr svör, heldur loðin orð um almenna fyrirvara, sem alltaf væru til staðar. • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði skýringu ráðherra á flutningi milli A- og B-hluta fjárlaga ekki mark- rips, tæka. í B-hluta, þar sem Krafla er l ^ f færð í fjárlagafrumvarpi, er ekki ' jHk % gert ráö fyrir rekstrartekjum né _ í. rekstrargjöidum, vegna þess að Sighvatur Björgvinsson: rekstur hennar er í höndum RARIK. Launþegar greiða útflutningsbæt- • Ragnar Arnalds ráðherra sagðist ur búvöru. ekkert geta fullyrt um, að hve miklu ___________________________________ leyti Krafla greiddi fjármagnsút- gjöld sín 1982, en það myndi vafa- minnki um 15,4%. Framkvæmdir laust vera eitthvað. Ég sé enga dragast saman en önnur eyðsla eykst ástæðu til að gera hér grein fyrir sem og skattar og skuldasöfnun. fyrirvara einstakra ráðherra varð- Eyrnamörkin eru greinilega Alþýðu- andi fjárlagafrumvarpið. Þar verður bandalagsins. hver að svara fyrir sig, sagði hann. All' 'Ab * Lárus Jónsson (S). Skilja verður „Allir raonerrar svör ráðherra varðandi fyrirvara höfou sinn fyrirvara einstakra ráðherra um tiltekna Ragnar Arnalds fjármálaráðherra þætti fjárlaga svo, að þar hafi fram- sagði m.a., að allir ráðherrar þessar- sóknarráðherrar verið einir um hit- ar ríkisstjórnar hefðu sinn fyrirvara una. við afgreiðslu málsins, þ.e. fjárlaga- • Sighvatur Björgvinsson (A) gagn- frumvarpsins, en það var þó afgreitt rýndi enn að Framleiðsluráð væri einróma af ríkisstjórninni á þann látið taka stórlán til að greiða út- máta, sem það birtist hér. flutningsbætur á kjöt ofan í útlend- inga, umfram 10% er fjárlög heim- ila, þó ætlunin væri að ríkissjóður og þar með heimilin í landinu greiddu þessi lán í aukinni skattbyrði — en ekki svokallaður lántakandi. Hann staðhæfði og að flutningur útgjalda frá A- til B-hluta fjárlaga, sem þar væru oft fjármögnuð með lántökum, væri gerðu til að fá hagstæðari út- komu á ríkissjóði — á pappírnum. • Ragnar Arnalds ráðherra sagði þorra þingmanna hafa samþykkt 1980 að heimila Framleiðsluráði um- deilda lántöku til greiðslu útflutn- ingsbóta. Nýþingmál: Afnám tekjuskatts af almennum launum MEÐAL nýrra þingmála, sem fram hafa verið lögð, eru: • Stjórnarfrumvarp um álagningu 200 krónu nefskatts, eldri en 16 ára, til framkvæmdasjóðs aldrað- ra. Sérstök nefnd vinnur nú að tillögugerð um skipulag heilbrigð- isþjónustu fyrir aldraða, fyrst og fremst með hliðsjón af félagslegum og heilsufarslegum þörfum. • Tillaga frá Jóni Þorgilssyni (S), þess efnis, að ríkisstjórnin láti semja frumvarp fyrir næsta þing til breytinga á tekjuskattslögum, sem feli í sér, að skatturinn skuli Nefskattur á fram- kvæmdasjóð aldraðra afnuminn af almennum launatekj- um. • Stjórnarfrumvarp til laga, sem felur í sér heimild til staðfestingar á viðbótarsamningi Norðurlanda um gagnkvæma aðstoð í skatta- málum, sem undirritaður var í Stokkhólmi 1981. • Frumvarp Kjartans Jóhanns- sonar (A) til laga um flugmálá- aætlun, sömu tegundar og vega- og hafnaáætlanir. • Frumvarp Vilmundar Gylfason- ar (A) o.fl til breytinga á þingsköp- um, þess efnis, að þingnefndir skuli fylgjast með framkvæmd laga. Eft- irlitsstarf þingnefnda fari fram fyrir opnum tjöldum, nema meiri- hiuti þingnefndar ákveði annað. • Frumvarp Vilmundar Gylfason- ar (A) o.fl. til breytinga á lögum um framleiðsluráð landbúnaðar, þess efnis, að einokunarákvæðum um sölu matjurta og gróðurhúsa- framleiðslu falli niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.