Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 7 Kristniboðs dagurinn 1981 Eins og undanfarin ár veröur annar sunnudagur í nóvember (8. nóvember) sérstaklega helgaöur kristniboöinu og þess minnst í ýmsum kirkjum og á samkomum á morgun. Á eftirfarandi samkomum vilj- um viö vekja athygli: Akranes: Kristniboössamkoma í húsi KFUM og K kl. 8.30 e.h. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar. Akureyri: Kristniboössamkoma í kristniboöshúsinu Zion kl. 8.30 e.h. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson talar. Hafnarfjöröur: Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K viö Hverfis- götu kl. 8.30 e.h. Jónas Þórisson, kristniboöi, talar. Einsöngur: Ólöf Magnúsdóttir. Reykjavík: Hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu kl. 3.30 e.h. Reykjavíkurprófastsdæmi minnist 1000 ára kristni- boös á islandi. Dagskrá: Kirkjukórar prófastsdæmisins syngja. Þáttur um fyrstu kristniboðana hér á landi í samantekt Jóns Hjartarsonar. Litskyggnur frá kristniboðsstarfinu í Eþíópíu og Kenýu; Jónas Þórisson. Hátíöarljóö eftir Matthías Johannessen í flutningi Helga Skúlasonar. Ávörp flytja biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson og séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Á ofangreindum stööum og eins og áöur sagöi í ýmsum kirkjum landsins, veröur íslenzka kristniboös- starfsins minnst .og gjöfum til þess veitt móttaka. Kristniboösvinum og velunnurum eru færöar beztu þakkir fyrir trúfesti og stuöning viö kristniboöiö á liðnum árum og því treyst, aö liðsinni þeirra bregöist eigi heldur nú. Samband íslenzkra kristniboðsfélaga, aöalskrifstofa, Amtmannsstíg 2b, pósthólf 651, gíróreikningur 65100-1, Reykjavík. fciaw>i^sk(<wKfiý(flr fyvt i iirv4c —^ TELSINN Kirkjuhvoli, s. 20160. Opiö alla daga kl. 1—6. Ath.: Opið í dag, laugardag, frá kl. 10—4. Þúsund manna þing sjálfstæðisfólks, landsfundar Sjálfstæöisflokksins, heldur áfram aö vera umræöuefni bæöi leiöarahöfunda og annarra, er skrifa um þjóömál í fjölmiðla. Þaö er til efs aö nokkur önnur stjórnmála- hreyfing geti haldiö jafn fjölmennt þing, sem nær til fólks úr öllum byggöum bólum og starfsstéttum þjóöfélagsins. Sú breidd, sem fylgiö viö hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar hefur, gerir flokkinn aö kjölfestu ís- lenzkra stjórnmála, brjóstvörn borgaralegra viöhorfa, bæöi á þjóömála- sviöi og í utanríkismálum lýöveldisins. Kosið milli tveggja stjórn- arandstæðinga Haraldur Blöndal, lög- frædingur, ritar neðan- málsgrein í Vísi, sem m.a. fjallar um varaformanns- kjör á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Hann seg- ir ordrétL „t>egar úrslitin í vara- formannskosningunni eru metin verður að hafa tvennt í huga: í fyrsta lagi var Friðrik Sophusson bú- inn að tilkynna framboð sitt með talsverðum fyrir vara og voru stuðnings- menn hans búnir að undir búa vel framboð hans. Honum tókst að ná víðtæk- um stuðningi meðal ungra manna í flokknum. Fram- boð Ragnhildar Helgadótt- ur kom seint fram, og voru margir búnir að binda sig, sem annars hefðu heiís hugar stutt hana. í öðru lagi lá það Ijóst fyrir, að allir stjórnarsinnar studdu Friðrik gegn Ragnhildi, m.a. vegna |k’ss, að Ragn- hildur hefur frá fornu fari verið hvassari í andstöðu sinni gegn dr. Cunnari Thoroddsen. Friðrik er þó síður en svo vægur í and- stöðu sinni gegn stjórn dr. Cunnars og hefur |>eim lent heiftarlega saman á Alþíngi. Stuðningur stjórn- arsinna við Friðrik aflaði honum atkvæða meðal stjórnarandstæðinga, sem enn eru þeirrar skoðunar, að taka verði eitthvert tillit til vilja dr. Gunnars í sátta- skyni. Með hliðsjón af þessu verður ekki öðru haldið fram en að Ragnhildur hafi hlotið verulegt fylgi, sem staðfesti styrk hennar inn- an flokksins. Hún hlýtur um 40% atkvæða og er það svipuð tala og Matthías Hjarnason hlaut á síðasta landsfundi í varafor mannskjöri." Tveir hæfir frambjóðendur i kjon Hinn landskunni fjöF miðlamaður, Magnús Bjamfreðsson, segir um sama efni í annarri neð- anmálsgrein, orðrétt: „l>ar voru tveir vel hæfir frambjóðendur í kjöri. Ragnhildur Helgadóttir fyrrum alþingismaður, sem lengi hcfur verið í forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins og náð einna mestum frama íslenskra kvenna í stjórnmálum ásamt Auði Auðuns, var almcnnt álitin fulltrúi harðlínumanna í flokknum. Vitað var að þeir sem harðast studdu formanninn studdu hana yfirleitt líka. Hinn almenni flokksmaður áleit því að kjör hennar til varafor manns myndi ekki auð- velda sættir í flokknum. A það skal enginn dómur lag- ður hér, enda Ragnhildur þaulreyndur stjórnmála- maður og mannkosta- manncskja, en engu að síð- ur galt hún þessa. Friðrik Sófusson, sem kjörinn var, hafði lýst yfir því að hann myndi ekki vilja standa að brottrekstri ncinna úr flokknum, hann var því tal- inn fulltrúi sátta. I>egar að því kom að kjósa milli þeirra Ragn- hildar og Friðriks völdu fulltrúarnir Friðrik. Lík- lega fékk Ragnhildur þar nokkurnveginn fylgi þeirra landsfulltrúa, sem eru í raun ánægðir með for mennsku Geirs Hall- grímssonar. Hinir kusu Friðrik, jafnt þeir sem fylgja forsætisráðherranum og ríkisstjórninni að máh um og þeir, sem honum eru andvígir en eru óánægðir með þróun mál- anna í flokknum. í raun má líklega segja að hinn almcnni flokksmaður hafi orðið sigurvegari í þessum þýðingarmestu kosningum á landsfundinum, en bæði formaðurinn og forsætis- ráðherrann fengið sínar lexíur." Varafor mannsins bíða verkefni Grein Magnúsar Bjarnfreðssonar endar á þessum orðum: „Hins unga varafor manns bíða erfið vcrkefni. Ilann lendir í Ijónagryfju, þar sem marga þyrstir í pínulítið pólitískt blóð. Kg held að hann muni standa sig vel. Hann er þeim kost- um gæddur að vera hleyph dómalaus og geta rætt mál við hvern sem er, samherja jafnt sem andsta’ðinga, verkamenn jafnt sem for stjóra, og það er mikill kostur á stjórnmálamanni. Hann hefur líka sýnt það á stuttum þingmannsferli, að hann er vinnuþjarkur, sem setur sig vel inn í mál og flanar ekki að hlutum. Til hans munu hinir almennu flokksmenn nú líta í von um að hann muni geta bor ið klæði á vopnin. Hvort honum tekst það á þann hátt að fiokkurinn gangi óklofinn til næstu kosn- inga skal ósagt látið, en takist það hlýtur forystulið Sjálfsta'ðisflokksins að teljast í röð kraftaverka- manna í íslenskri pólitík." jiffl b&sS adot borðstofusettin vinsælu Gœðahúsgögn á hagstœðu verði Opið kl. 10—1 í dag Húsgagnasýning á morgun kl. 2—5 jiíctsícoqar Símar: 86080 og 86244 J Árnfúlf 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.