Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Sprengjan sem fannst í Grindavík gerd óvirk - Rannsókn málsins stendur yfir l>AÐ ER nú Ijóst að hluturinn, sem fannst ( einni af fjarskiptastöðvum varnarliðsins í Grindavík, var sprengja. Hún var í fyrradag flutt út og sprengd af sprengjusérfræðingi varnarliðsins. Að sögn Mik Magnússonar, blaðafulltrúa varnarliðsins, var sprengjan lítil en engu að síður væri það alvarlegt mál, að hún skyldi hafa fundizt þarna. Nú væri verið að rannsaka hvernig á því stæði og hver væri vaidur að því, en þeirri rannsókn væri enn ekki lokið og því ekki hægt að segja meira um málið að þessu sinni. Sáttanefndin á fundi með Elly Ameling og Dalton Baldwin. Tónlistarfélagid: Elly Ameling og Dalton Baldwin á tónleikum í dag TÓNLEIKAR á vegum Tónlistarfé- lagsins verða haldnir í Háskólabíói í Keykjavík í dag kl. 14:30. Koma þar fram söngkonan Elly Ameling og Dalton Baldwin píanóleikari. Á efn- isskrá eru verk eftir Schumann, Gabriel Fauré, Francis Poulenc, Granados, ('arlos Guastavino og Joaquin Turina. Elly Ameling fæddist í Rotter- dam og hóf þar söngnám og kenndu henni síðar Jacoba og Sem Dresden í Scheviningen, Bodi Rapp í Amsterdam og Pierre Bernac barítónsöngvari í París. Hún hefur haldið tónleika í Evr- ópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Japan og Astralíu. Auk ljóðasöngs hefur hún lagt stund á flutning verka með hljómsveitum og kórum, kirkjulega og verald- lega tónlist. Dalton Baldwin, sem fæddur er í New Jersey stundaði tónlistar- nám við Juilliard-tónlistarskólann í New York og síðar gerðist hann nemandi Nadiu Boulanger, Madal- eine Lipatti, Pierre Bernac og Francis Poulenc í Evrópu. Lengst af hefur hann leikið undir hjá Gérard Souzay og síðan 1970 hefur hann einnig verið fastur undir- leikari Elly Ameling. | samninganefndum SATTANEFNDIN, sem skipuð var á miðvikudag til að vinna að lausn kjara- deilna, sem koma til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í vetur, mætti á sinn fyrsta fund með samninganefnd- um ASf, VSÍ, og Vinnumálasam- bandsins í fyrradag. Sáttanefndina skipa auk Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara, sem er formaður, þeir Árni Vil- hjálmsson, prófessor, Geir Gunnars- son, alþingismaður, Geir Gunnlaugs- son, prófessor, og Gestur Jónsson, héraðsdómslögmaður. Ein breyting hefur orðið á sáttanefndinni frá því í síðustu kjaradeilum, Geir Gunn- laugsson tekur sæti Jóns Þorsteins- sonar. Auk fundar stóru samninganefnd- anna í fyrradag var fundur sátta- semjara með vörubifreiðastjórum og viðsemjendum þeirra. Eftir helgina verður haldið áfram fundum með landssamböndum og félögum innan ASÍ og á mánudag verða fundir með Verkamannasambandinu, verzlunar- mönnum og iðnverkafólki. Frá fundi yfirkjörstjórnar og kjörnefndar í gær. Frá vinstri Árni Sigfússon, ritari kjörnefndar, Olafur B. Thors, formaður kjörnefndar, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson, Baldur Guðlaugsson og Sveinn H. Skúla- son, en þeir eiga sæti í yfirkjörstjórn. Fremst má greina Björgu Einarsdóttur og Gunnar Hauksson. 24 tilkynntu þátttöku í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins YFIRKJÖRSTJÓRN hefur tilkynnt kjörnefnd fulltrúaráðsins í Reykja- vík eftirtalin 24 nöfn á lista Sjálf- stæðisflokksins í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninga á vori kom- andi: Albert Guðmundsson, Anders Hansen, Árni Bergur Eiríksson, Davíð Oddsson, Guðmundur Ara- son, Guðmundur J. Óskarsson, Hilmar Guðlaugsson, Hulda Valt- ýsdóttir, Ingibjörg Rafnar, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Haf- stein, Magnus L. Sveinsson, Mar- grét S. Einarsdóttir, Markús Örn Antonsson, Málhildur Angantýs- dóttir, Ólafur H. Ólafsson, Páll Gíslason, Ragnar Júlíusson, Sig- ríður Ásgeirsdóttir, Sigurjón Fjeldsted, Sveinn Björnsson, kaupmaður, Sveinn Björnsson, verkfræðingur, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Þórir Lárusson. Kjörnefnd hefur rétt til að bæta við nöfnum, þannig að 40 manns skipi prófkjörslista Sjálfstæðis- flokksins og er stefnt að því, að birta listann á miðvikudag í næstu viku. Prófkjör fer fram 29.—30. nóvember næstkomandi. Sáttatillaga í kjaradeilu bankamanna: 6% launahækkun í þremur áföngum til 30. apríl ’83 - Samninganefnd SÍB hvetur félagsmenn til að fella tillöguna Sáttatillagan felur í sér samn- urs að ná tali af talsmönnum ing frá 1. nóvember í ár til 30. samninganefndar banka og spari- apríl 1983. Grunnkaupshækkanir sjóða í gær. á tímabilinu yrðu samkvæmt til- Vilhelm G. Kristinsson fram- SATTASEMJARI ríkisins lagði í gærmorgun fram sáttatillögu í kjara- deilu bankamanna og jafnframt frestaði hann boðuðu verkfalli til 27. nóvember. Samninganefnd banka- manna hvetur félagsmenn SÍB til að fella þessa tillögu í atkvæðagreiðslu, sem fer fram 16. og 17. nóvember. Síðdegis í gær bárust Sambandi bankamanna tvær hugmyndir frá bönkum og sparisjóðum um samn- ing til skamms tíma, en þeim var alfarið hafnað. menn starfsmannafélaga og sparisjóða og stjórn lögunni 2,5% frá 1. nóvember sl., 1,5% 1. júlí á næsta ári og frá 1. janúar 1983. Samtals eru þetta rúmlega 6% til 18 mánaða, en krafa bankamanna er um 14% grunnkaupshækkun og eins árs samningur sem gildi frá 1. sept- ember sl. Morgunblaðið reyndi án árang- kvæmdastjóri Sambands ísl. bankamanna, sagði hins vegar, að samninganefndin hefði þingað um tillöguna og væri á einu máli um að hvetja félagsmenn til að fella hana þar sem hún kæmi á engan hátt til móts við þær tillögur, sem SÍB hefði sett fram. Tillaga þessa efnis verður borin upp við for- Umrædur um stjórnkerfisbreytingar í borgarstjórn: Sjiifn á móti öðrum breytingum en fjölgun borgarfulltrúa í 21 „FJÖLGUN borgarfulltrúa hefur um langt árabil verið ofarlega á óskalista hinna svokölluðu vinstri flokka, AF þýðubandalagið meðtalið, og þó ég sé ekki alveg viss um réttmæti þess að fjölga borgarfulltrúum, þá hef ég lát- ið tilleiðast að styðja málið," sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins við umræður í borgarstjórn á fimmtudagskvöld. f ræðu sinni lýsti Sjöfn sig ennfremur andvíga fjölgun í borgarráði og öðr um breytingum á stjórnkerfinu, en slíkar breytingar eru keppikefli hinna meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks. Á fimmtudagskvöld fóru fram umræður um fjölgun borg- arfulltrúa í 21, en tillaga hefur verið gerð um slíka fjölgun. Krefst þessi breyting 2ja umræðna. Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði, að Ei- ríkur Tómasson borgarfulltrúi hefði greinilega ekki talað fyrir hönd meirihlutaflokkanna þegar hann kynnti tillöguna í framsögu- ræðu á fundinum. Sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti fjölgun borgarfulltrúa, því slíkt hefði í för með sér aukinn kostnað borgarinnar og aukið flokksræði og gerði stjórnun borgarinnar þyngri í vöfum. Slíkt hefði sýnt sig erlendis. Þá varpaði Davíð þeirri spurningu fram, hví menn vildu ekki fjölga borgarfulltúum í 27, fyrst verið væri að fjölga á annað borð. Slík fjölgun hlyti að vera rökréttari en fjölgun í 21, miðað við röksemdir meirihlutaflokk- anna. Eiríkur Tómasson mælti fyrir fjölgun og sagði að borgarfulltrúar hefðu verið 15 talsins frá árinu 1908, en þá hefðu Reykvíkingar verið rúm 10 þúsund. Nú væru borgarbúar rúmlega 84 þúsund og einnig hefðu allar aðstæður í borg- inni gjörbreyst. Taldi Eiríkur ekki að fjölgun leiddi til þyngri máls- meðferðar í borgarstjórn. Taldi hann útgjaldaaukningu borgar- sjóðs óverulega af þessum sökum. Þá sagði hann að lýðræðið væri ekki nægilega virkt í borgarkerfinu, borgarfulltrúar gætu ekki rætt ýmis mál sem skyldi. Á fundi stjórnkerfisnefndar á fimmtudag lagði Eiríkur fram til- lögur sínar um breytingar á stjórnkerfinu og gat hann tillög- unnar við umræðurnar. Tillögurn- ar eru m.a. á þá leið að borgarráðs- mönnum verði fjölgað úr 5 í 7. Að eftirtaldar nefndir verði lagðar niður: leikvallanefnd, en verk hennar skiptist á milli félagsmála- og umhverfismálaráðs, stjórn Inn- kaupastofnunar borgarinnar, en verkefni hennar færist til borgar- ráðs, stjórn SVR og umferðar- nefnd, og færðust verkefni þeirra til framkvæmda- og veituráðs, veiði- og fiskiræktarráð, verkefni færist til umhverfismálaráðs. Þá verði eftirtaldar nefndir sameinað- ar: framkvæmdaráð og stjórr veitustofnana, íþrótta- og æsku- lýðsráð. Þá eru í tillögunum ákvæði um að formenn nefnda verði úr hópi aðalborgarfulltrúa, að skrifstofa borgarstjórnar heyri undir forseta borgarstjórnar. Ennfremur er þar ákvæði um að heimilt sé að bera einstök mál undir atkvæði borg- arbúa, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. banka SÍB á fundi í dag, sem hefst klukkan 10.30. Auk þeirrar grunnkaupshækk- unar, sem kemur fram í sáttatil- lögunni, sagði Vilhelm, að í henni væru einnig lagfæringar á starfs- aldursálagi, en á þær hugmyndir þyrfti ekki að eyða orðum. Annað í tillögunni væru orðalagsbreyt- ingar og flutningur á bókunum inn í samninginn, sem hefðu í raun enga breytingu í för með sér. Þá sagði Vilhelm, að bankamenn legðu áherzlu á að samningur gilti frá 1. september og því væri um 20 mánaða samning að ræða, en ekki 18 mánaða, samkvæmt sáttatillög- unni. Samninganefndir banka og sparisjóða sendu SBM síðdegis í gær hugmyndir sínar að skamm- tímasamningi. í fyrsta lagi var um að ræða samning til eins árs, frá 1. nóvember til 1. nóvember, með 2,5% hækkun og í öðru lagi hug- mynd um sömu prósentuhækkun í samningi, sem gilti frá 1. nóvem- ber til 1. júlí á næsta ári. Hann sagði, að ekki hefði þurft langan umhugsunarfrest til að hafna þessum tilboðum. ísland 2. efst LH) ÍSLANDS, 2, er nú efst á Norð- urlandameistaramóti framhalds- skóla í skák, sem haldið er í skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur, með 5Ví vinning eftir tvær umferðir. Úrslit 1. umferðar urðu þau að Svíþjóð vann Danmörku 4:0, ís- land 2 vann ísland 1, 2V4:1 'k og Finnland vann Noreg 3:1. i 2. um- ferð vann Noregur Svíþjóð með 3V4 vinningi gegn ‘/2, Island 1 vann Finnland 2V4:lVi og ísland 2 vann Danmörku 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.