Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Minning: Kristján Kristjánsson Syðra-Skógarnesi Hinn 27. október sl. andaðist að Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi Kristján Kristjánsson bóndi í Syðra-Skógarnesi, 84 ára að aldri. Tæpum fimm mánuðum fyrr dó kona hans, Kristín Sigrún Sigurð- ardóttir. Enn einu sinni er horfin kynslóð frá sjávarjörðinni Syðra- Skógarnesi, og ný tekin við. Heim- ildir eru fyrir því, að sama ætt hefur búið í Syðra-Skógarnesi mann fram af manni í 600 ár. Sennilegt er, að ábúðin hafi verið lengri, jafnvel allt frá því á land- námsöld. Kynslóð sú, sem hjónin Kristín og Kristján töldust til, hefur reynt meiri þjóðfélags- og tæknibreyt- ingar en nokkur önnur allt frá því að laml byggðist. Við, sem komum á eftir, höfum sannarlega notið góðs af reynslu genginna kyn- slóða. Kristján Kristjánsson var fæddur hinn 27. maí 1897 að Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Þá fluttust faðir hans og móðir með stóran barnahóp til Ólafsvíkur, enda Miklaholtssel ekki mikil kostajörð í þá daga. í Ólafsvík vann Kristján þau störf, sem buð- ust, og var lengi til sjós, þótt ung- ur væri hann að árum. Lífsbarátt- an var hörð og urðu unglingar að taka þátt í henni við að sjá sér og sínum farborða. Af þeim sökum varð lítið um skólagöngu hjá Kristjáni svo sem var með flesta unglinga í þann tíð og mörg hryggileg dæmi eru um. Práin tu að afla sér þekkingar var til stað- ar, en fátækt og aðrar aðstæður komu í veg fyrir að til slíks gæti komið. Um tvítugs aldur réðst Kristján í vinnumennsku að Syðra-Skóg- afnesi. Með þessari ráðningu varð lífsbraut hans vörðuð. Ungi mað- urinn kom sér vel við húsbændur sína og heimilisfólk allt, enda við- mótsþýður, umgengnisgóður, lag- inn og hörkuduglegur til allra starfa. Skopskyn hafði hann gott og græskulaust. Þegar Kristján kom að Skóg- arnesi hafði Þorleifur Sigurðsson nýlega tekið við búi af föður sín- um, Sigurði Kristjánssyni, sem áfram dvaldist á heimilinu ásamt konu sinni Guðríði og dóttur þeirra Kristinu Sigrúnu. Þau Kristján og Kristín felldu hugi saman og giftust árið 1924. Þegar Þorleifur fluttist að Þverá í Eyja- hreppi tóku þau Kristín og Krist- ján við búi í Syðra-Skógarnesi. Voru þau samhent í rekstri búsins og hjónaband þeirra hið farsæl- asta. Þau eignuðust eina dóttur, Guðríði, sem býr með manni sín- um, Trausta Skúlasyni, góðu búi á ættararfleifðinni. Störf bænda eru ákaflega fjöl- þætt og vandasöm, ef búrekstur- inn á að ganga vel. Góður bóndi þarf að kunna skil á ótrúlega mörgum þáttum í atvinnulífi þjóð- félagsins. Þá hefur ekki síður reynt á bóndann við sjávarsíðuna fyrr á árum. Kristján í Skógarnesi + Utför móöur okkar, tengdamóður, systur, stjúpmóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTARHELGADÓTTUR, Njálsgötu 26, fer fram frá Fossvogskirkju, ménudaginn 9. nóv. kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Siguröur Jónsson, Ragnar Jónsson. Jarðarför fööur okkar. + ÓLA. F. ÁSMUNDSSONAR, sem andaöist 30. október kyrrþey aö ósk hins látna. Landspítalanum, hefur fariö fram f Ásmundur Ólason, Höröur Ólason, Kristján Ólason, Kristinn Ólason. Móöir okkar. h FILIPPÍA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 35 b. lést 5. nóvember. Þórunn Bergsteinsdóttír, Baldur Bergsteinsson, Sigríður S. Bergsteinsdótlir. Frænka min. h SIGRÍDUR JÓHANNESOÓTTIR, Hátúni 6, lést i Borgarspítalanum 4. nóv. Fyrir hönd systkinabarna, Ásta Stefánsdóttir. lét ekki deigan síga, þegar hann fluttist til stranda Miklaholts- hrepps, heldur leysti vandamálin, sem óumflýjanlega komu upp í lítt kunnu umhverfi, og aflaði sér svo mikillar þekkingar á því, að Kristján og umhverfið urðu eitt. Sá sem þetta skrifar kom að Syðra-Skógarnesi fyrir um það bil lA öld. Þá var gamli bærinn enn við lýði, þúfur í túni, mýrarnar á þeim stöðum, er þær höfðu verið frá því að fyrstu ábúendur Skóg- arness settust þar að, Tjaldurseyj- arnar, hluti Löngufjara í suðri, fjallahringurinn ógleymanlegi með konunginn snækrýnda í vestri, prútt stóð úti á Fitjum, Dyrasandurinn, selir, úið í æðar- blikanum. Svipmyndir bernskuár- anna hrannast upp. Óafmáanlegar minningar hafa meitlast í hugann svo að þær munu haldast um aldur og ævi og gott að leita til þeirra þegar á þarf að halda. Aður fyrr voru sjávarjarðir með mikil hlunnindi, sem komu sér vel þegar drýgja þurfti tekjurnar, ekki veitti af, og ekki var verra að fá nýmetið, þegar komið var fram á vorið, eftir harðan og strangan veturinn. Kristján í Syðra-Skógarnesi var vakinn og sofinn yfir velferð fjöl- skyldu sinnar. Alltaf var eitthvert lostætið til, og ekki átti hún Stína Sigrún minnstan þátt í þvi að gera það sem heim var dregið þannig úr garði, að allir þeir sem nutu. þess gleyma því seint, sérstaklega þó allur sá fjöldi barna og ungl- inga, sem hjá þeim dvöldu sumar- eða árlangt. A sjávarjörðum þurfti alltaf mikið mannafl og var af þeim sök- um oft fjölmennt á Skógarnes- heimilinu. Alltaf vakti það athygli hversu einlæg og samvalin Stína og Stjáni í Skógarnesi voru í því að láta öllu fólki líða sem best, enda var það svo að flestir ef ekki allir héldu áratuga tryggð við þau. Ungir og gamlir urðu fyrir góð- um áhrifum eftir dvöl í Skógar- nesi. Auk hins hlýja hugarþels, sem húsráðendur sýndu hverju því fólki, sem til þeirra kom var um- hverfið ekki síður áhrifamikið. Hver getur gleymt vorinu í Skóg- arnesi? Farfuglarnir á iði ýmist kvakandi, syngjandi eða sýna hver öðrum ástaratlot. Er unnt að gleyma rauðbrystingahópunum, sem þakti sandfjörurnar seinni h'luta maímánaðar eða farfuglin- um fræga, kríunnni, sem varp í þúsundatali niðri á Dyrasandi? Ilman fjörukálsins, blóðbergsins og kúmenkaffisins helst enn í vit- undinni þótt kominn sé vetur. Hver getur gleymt lognbjörtu Á stríður Helga Petersen Minning Fædd 7. júni 1919 Dáin 26. október 1981 Þann 26. október varð bráð- kvödd að heimili sínu að Miðbraut 27 á Seltjarnarnesi Ástríður Helga Petersen. Hún var fædd þann 7. júní 1919 í Kaupmanna- höfn, en fluttist á fyrsta ári til Reykjavíkur með móður sinni, Ha- lldóru Guðmundsdóttur Andersen. Halldóra var þá ekkja eftir Hans Andersen verslunarmann, og fór nú sem ráðskona á heimili Krist- ins Jónssonar vagnasmiðs að Frakkastíg 12. Eiginkona Krist- ins, Þuríður Guðmundsdóttir, sem var frænka Halldóru, var þá látin og stóð hann uppi með fjögur ung börn. Helga ólst upp á þessu glaðværa samlynda heimili og leit ævinlega á börn Kristins, þau Ragnar, Láru, Kristrúnu og Þóri, sem systkini sín, en Kristinn var henni sem besti faðir. Kristrún ekkja Gott- freðs Bernhöft stórkaupmanns lif- ir ein þessara systkina. Helga hlaut almenna menntun en vann síðan við sauma. Sumarið 1940 giftist hún Hans P. Petersen verslunarmanni og eignuðust þau tvær dætur. Sú eldri, Guðrún Dóra, er kennari og gift Kjartani Magnússyni lækni, eiga þau tvær dætur. Yngri dóttirin Hildur veit- ir forstöðu hlutafélaginu Hans Petersen, hér í borg. Okkur er minnisstætt þegar Helga kom fyrst á heimilið sem unnusta eldri bróður okkar. Hún var óvenjulega fríð og aðlaðandi stúlka, svo athygli vakti, fáguð og prúð í framkomu. Helga var mjög listræn í eðli sínu og hafði næmt fegurðarskyn. Ýmiss konar handavinna lék í höndum hennar og var þá sama hvort saumað var til gagns eða skrauts, allt var jafnvandað. Einnig hafði hún yndi af að mála myndir. Eftir að þau Hans giftust helg- aði hún sig heimilinu, sem var fal- legt og bar vitni uln listrænt handbragð húsmóðurinnar. Þau Hans og Helga voru mjög sam- hent, nutu þess bæði að hlúa að heimili sínu og stunduðu líka garðrækt. Höfðu þau einnig ánægju af ferðalögum og ferðuð- ust bæði hérlendis og erlendis. Helga var glæsileg kona og kurteis, hæglát og orðvör og við + Eiginkonp mín, OLGA EGGERTSDÓTTIR, Rauöageröi 40, andaöist í Landspítalanum 5. nóvember. Haraldur Jónsson. t Systir mín, ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Fellsmúla 10, lézt í Borgarspítalanum 5. þ.m. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, SigríðuraÓlafsdóttir. + Ástkær eiginkona min, SIGURLÍNA GÍSLADÓTTIR, Sogavegi 92, lést í gjörgæsludeild Landspítalans 6. nóv. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd aöstandenda, Hannes Hafliöason. vorkvöldi á aöfalli þegar spegil- sléttur sjórinn teygir sig hægt og bítandi inn yfir brúngulan sand- inn. í kjölfarið kemur svo æðar- fuglinn, einn og einn landselskoll- ur sést hér og hvar þar sem nógu djúpt er orðið. Allt þetta og svo ótal margt annað hefur sett var- anlegt mark á ungar sálir, sem hafa reynt slíkan unað. Kristján Kristjánsson var óvenjuathugull og fróður um Móður náttúru, enda hluti af þessu öllu sjálfur. Alltaf var hann reiðubúinn að svara for- vitnum drengjum og stúlkum, sem vildu vita svolítið um allt það ið- andi líf, sem alls staðar var vor og sumar. Öll sú vitneskja, sem ungl- ingum hefur hlotnast um um hverfi sitt hlýtur að hafa djúp- stæð áhrif. Eitt sinn var sagt, að háskóli alþýðunnar væri heilla- drjúgur. Kristján í Skógarnesi var góður lærifaðir. Hann var ekki langskólagenginn. Það er svo margs að minnast. Ósegjanlega margar góðar og upp- bygfflandi minningar um þau hjón Stjána og Stínu í Skógarnesi. Nú er þýfið horfið af túninu í Syðra-Skógarnesi og mýrarnar hafa verið framræstar, svo að ekki þarf að þræða keldur eða vera uggandi yfir því, að hrossið hleypi ofan í. Víðáttumikil slétt tún eru orðin áberandi í landslaginu nú. Andi Kristínar og Kristjáns og allra þeirra 6 kynslóða, sem á und- an þeim hafa búið, vakir nú yfir afkomendunum í Syðra-Skógar- nesi. Nú eru þau horfin Stína Sigrún og Stjáni. Efst í hugann kemur þakklæti fyrir þau andlegu verð- mæti, sem þau hafa gefið okkur hinum. Árni Waag heyrðum hana aldrei kasta styggðaryrði til nokkurs manns. Hún var trygglynd og vinföst. Eft- ir rúmlega þrjátíu ára farsæla sambúð veiktist Hans maður Helgu og dó 1977, aðeins 60 ára að aldri. Mannkostir Helgu komu best í ljós í langvinnum veikindum hans, en hún stundaði hann af al- úð og reyndist honum frábærlega vel. Síðustu árin naut hún sam- vista við dætur sínar og hafði sér- stakt yndi af barnabörnunum tveimur. Helga er nú dáin, aðeins 62 ára að aldri, og hafa þær systur Guð- rún Dóra og Hildur á fáum árum misst báða foreldra sína fyrir ald- ur fram. Blessuð sé minning henn- ar. Við sendum systrunum, Kjart- ani, dótturdætrum og Kristrúnu hlýjar samúðarkveðjur. Tengdafólk ATHYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með g«)ðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í scndibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með goðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.