Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 39 Eyjólfur Hallfreðs- son Bakka - Minning Kæddur 13. júlí 1907. Dáinn 30. október 1981. Eyjólfur Hallfreðsson, Bakka í Geiradalshreppi er látinn. Hann verður jarðsettur í heimabyggð sinni að Garpsdal í dag. Eyjólfur var fæddur 13. júlí árið 1907, sonur hjónanna Hallfreðs Eyjólfssonar og Kristrúnar Jóns- dóttur er bjuggu á Bakka. Eyjólfur var næstelstur syst- kina sinna en alls voru börnin sex er upp komust, því kom það snemma í hans hlut að vinna í þágu heimilisins. Jörðin var frem- ur lítil og ræktun skammt á veg komin, bústofninn gat því ekki verið stór. Á fyrri hluta aldarinnar var fá- tækt almenn hjá íslenskum bænd- um, því varð ekki komst hjá að vinna oft langan vinnudag til að framfleyta stórri fjölskyldu. Þetta var fjölskyldunni á Bakka fullljóst því var hún samhent um að hver stund skyldi notuð eftir því sem best var hægt til að vinna heimil- inu gagn. Eyjólfur naut lítillar skóla- menntunar, nema í skóla lífsins, hann var betri verkamaður en al- mennt gerðist, það var næstum sama hvaða verk honum voru fal- in, þau einkenndust af vandvirkni, Skólastjórn FS á Selfossi: Húsnæði skólans alls ófullnægjandi MORUGNBLAÐINU hefur borist álit skólastjórnar Fjölbrautaskólans á Selfossi vegna byggingarmála skólans, og birtist það hér ordrétt. „I ljósi þess að í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1982 eru aðeins ætl- aðar 300.000 kr. til byggingar fyrir Fjölbrautaskólann á Selfossi bendir skólastjórn FS á eftirfarandi: 1. Húsnæði það sem skólinn hefur nú til umráða er alls ófullnægjandi þannig að stofnun skólans nú í sumar hlýtur að hafa verið með öðr- um og veigameiri rökum, en þeim að aðstaða væri fyrir hendi til skóla- halds. 2. Það er augljóslega brýnt hags- munamál Sunnlendinga að svo vel takist til með þessa skólastofnun að nám við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi verði talinn góður kostur og nemendur sæki ekki nám við aðra framhaldsskóla vegna þess að þeir séu betri skólar. 3. Nemendur og kennarar við Fjölbrautaskólann á Selfossi gera sér grein fyrir því að það orð sem skólinn mun fá á sig eftir fyrstu starfsárin mun lengi loða við skól- ann. Þeir munu því ugglaust leggja nokkuð að sér til þess að ná góðum árangri þrátt fyrir erfiðar ytri að- stæður. 4. Sýni stjórnvöld byggingarmál- um skólans hins vegar sinnuleysi þannig að úrbætur verði ekki innan sjónmáls mun það fljótlega hafa mjög slæm áhrif á allt innra starf skólans enda ekki sýnt að unnt verði að taka nýja nemendur í skólann nema í hæsta lagi næsta haust. Verði Fjölbrautaskólinn á Sel- fossi í upphafi dæmdur annars flokks skóli verður erfiðara um vik að hnekkja þeim dómi. Það yrði öllu mennta- og skólastarfi á Suðurlandi til mikils tjóns um ófyrirsjáanlega framtíð." trúmennsku og miklum afköstum. Samstarf okkar Eyjólfs varð langt eða um þrjátíu og fimm ára skeið, á hverju ári vann hann um lengi eða skemmri tíma í þágu Kaupfélags Króksfjarðar, sem ég veitti forstöðu á því tímabili, aldr- ei féll neinn skuggi á samstarf okkar. Samhliða landbúnaðar- störfum og byggingavinnu í ná- grannasveitum var Eyjólfur land- póstur að vetrinum um áratuga- skeið á leiðinni Króksfjarðarnes — Búðardalur. Oft hreppti hann vond veður og þunga færð í Gils- firði og á Svínadal. Þetta starf sem önnur stundaði hann með stakri samviskusemi og atorku. Þegar vegasamband batnaði og farið var að ryðja snjó af vegum var þessum ferðum landpóstsins hætt. Nú er glæsilegt íbúðarhús á bakkanum fyrir ofan ána og stór grasgefin tún, þar býr nú bróðir Eyjóifs ásamt stórri fjölskyldu sinni. Það hafa margir notið hjálpandi handa Eyjólfs á Bakka. Foreldrar mínir bjuggu á næsta bæ við Bakka — Valshamri — þar áttum við börnin okkar æsku. Stutt er á milli bæjanna, Bakkaá skiptir löndum. Það er ánægjulegt að geta nú rifjað upp margar góðar minn- ingar okkar barnanna í dalnum frá þessum árum, betri nágranna hafa tæplega aðrir átt en við. þar sem var fjölskyldan á Bakka. Nafn Eyjólfs á Bakka var ekki tengt titlum, en að mínum dómi hefði hann borið titilinn heiðurs- maður með sanni. Nú hefur Eyjólfur lokið ferð sinni hér á meðal okkar. Ég og fjölskylda mín munum lengi minnast hans með virðingu, þakklæti og vinarhug. Olafur E. Ólafsson frá Króksfjarðarnesi Bifreiðaeigendur athugið! Höfum opið á laugardögum. Bón- og þvottastööin hf., Sigtúni 3. SUPRBRAIN viðskiptatölvur TM SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMULA 38.105 REYKJAVIK. SiMI 85455. PO. BOX 272. ERTU BARNSHAFANDI? MEÐGANGA OG FÆÐING suarar þuí sem allar konur uilja uita um meðgönguna og nýfædda bamið . . . • Hvemig veistu fyrir víst að þú I<)iwn 3 Laurence Pemoud GUÐJÓN GUDNASON, yfirlæknir mæðradeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og Fæðingarheimilis Reykjavíkur, skrifar formála íslensku útgáfunnar og segir þar m. a.: „Bamsfæðing er einn merkasti atburður í lífi konu, og allt verður að gera til þess að hún takist sem best. Ég tel útkomu þessarar bókar í íslenskri þýðingu stuðla meðal annars að því að svo megi verða. “ — - SIGURÐUR THORLACIUS læknir þýddi bókina. sért bamshafandi? Verður bamið þitt eðlilegt? Hvaða mataræði er hollast fyrir bamið og fyrir þig sjálfa? Hvaða lyf er óhætt að taka inn á meðgöngutímanum? Þartu að borða á við tvo? Er óhætt að hafa samfarir á meðgöngutímanum? Hvað geturðu gert til þess að varðveita vöxt þinn og útlit? Hvenær þarf að leggja af stað á fæðingarstofnunina? Hvemig slökunaræfingar henta best? Hvemig fer fæðingin fram? Hvemig er fæðingarstofan? ^eóganéa og fæóing I býður upp á mikið safn hagnýtra V upplýsinga og segir þér allt sem þú \ þarft að vita um bamið þitt og þig sjálfa, frá getnaði til fæðingar. L cc*C Bræðraborgarstíg 16, Simar: 12923 og 19156 ,,Bókin ergædd mikilli hlýju og nákuæmni, allt niðurí minnstu smáatriði. . . framsetningin er traustvekjandi og hefur veitt mörgum konum öryggiskennd. “ FIGARO ,, Þú geturfræðst um allt sem þú þarft að uita um meðgöngu og fæðingu bams . . . skrifuð af nærfæmi og samúð. “ FEMINA hjá okkur kl. 10—5 í dag KM -húsgögn, Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.