Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Líkamninga- fyrirbæri á miðilsfundum Sannreynt fyrirbæri eða sviksamlegt athæfi? Ljósmyndir teknar af líkamningafyrirbærum á midilsfundum, andamyndir, draugamyndir eða hvaða nafn menn vilja nú gefa’þeim hafa jafnan þótt . með dulrænni fyrirbrigðum.. Ekki eru menn á eitt sáttir hvað hér búi að baki — hvort þarna séu andar framliðinna að verki eða hvort maðkar séu í mys- unni. Umsjónarmaður Hiaðvarpans rakst á nokkrar bækur með myndum af þessu tagi og kom þá upp sú hugmynd að bera þær undir tvo menn sem báðir hafa velt þessu fyrirbæri fyrir sér, en greinir mjög á um orsakir þess. HLAÐVARPINN Umsjón BRAGI ÓSKARSSON Hlaðvarpinn leitaði til Guðmundar Einarssonar verkfræðings sem er for seti Sálarrannsóknafélags íslands og var hann spurð- ur álits á Ijósmyndum teknum á miðilsfundum af líkamningafyrirbærum — hvort hann teldi að slíkar myndir væru ófalsaðar og þessi fyrirbæri ættu sér raunverulega stað. Rætt við Guðmund Einarsson forseta Sálarrannsókna félagsins Guðmundur Einarsson, forseti SáF arrannsóknaféiags fslands. GUÐMUNDUR EINARSSON „Staðreynd að þessi fyrirbæri gerast — Nútímarannsóknir á fyrir- bærum sem gerast í kring um miðla miðast við að staðreyna fyrirbærin — þ.e. sýna ótvírætt framá að þau séu til staðar. Öll- um aðstæðum er hagað þannig að svik af hendi miðilsins eða hugsanlegra aðstoðarmanna hans komi ekki til greina, sagði Guðmundur. Við þessar rann- sóknir er notuð margháttuð rannsóknatækni — teknar venjulegar ljósmyndir notuð ljósmyndatækni sem byggir á infrarauðum geislum, en þannig er hægt að taka skýrar myndir í svartamyrkri. Þá hafa síðustu ár einnig verið notuð myndbönd (videotapes). Einnig eru notuð ýmis tæki sem snúa að öðrum sviðum en sjónskynjun s.s. hljóðupptökutæki ýmiskonar og skjálftamælar sem mæla allar hreyfingar í kringum miðilinn. Einnig er fylgst mjög náið með miðlinum sjálfum — t.d. eru mælitæki tengd stólnum sem og svo virðist sem framliðnir standi þar yfirleitt að baki“ hann situr í og nema þau ein- stakar hreyfingar, hvort og hvernig hann hreyfir sig, hvort hann léttist eða þyngist o.s.frv. Þessar mælingar eru allar fram- kvæmdar jafnframt því sem fylgst er náið með miðlinum — við þessar aðstæður er ógerlegt fyrir hann að hafa í frammi nein brögð. Svona líkamninga- myndir eins og þú ert með hafa verið teknar við þessar aðstæð- ur og margháttaðar rannsóknir farið fram á líkamningum. Ég tel mig geta fullyrt að þessi fyrirbæri eiga sér stað. Telur þú að fullkomlega sé hægt að útiloka svik af hálfu mið- ilsins þegar líkamningafyrirbæri eru annars vegar? — Það tel ég hiklaust en vil jafnframt benda á að það er margt sem verður að taka með í reikninginn við rannsóknir af þessu tagi. Það er ekki til staðar heilleg þekking á þeim lögmál- um sem búa að baki þessum fyrirbærum — þess vegna verð- ur ætíð að fara varlega í túlkun á þeim niðurstöðum sem fást á einstökum fundum. Varðandi t.d. ljósmyndir hefur verið sýnt framá að hafa má áhrif á ljós- myndafilmu með huganum ein- um saman — sumir eru búnir þeim hæfileika að geta haldið á filmu og „hugsað inn á hana“ tiltekna mynd. Svona nokkuð getur hæglega komið fyrir á miðilsfundum — að ýmislegt komi fram á ljósmyndum sem þar eru teknar sem enginn er fundinn sat, varð var við meðan á honum stóð. Þeir sem ekki þekkja til mið- ilsfunda gera sér venjulega ekki ljóst, að miðlar geta ekki kallað fram hin ýmsu fyrirbæri að vild. Konuandlit birtist í útfrymi hjá miðlinum Evu C. BALDUR BRJÁNSSON „Mínir draugar yrðu sfst lakari" Að loknu viðtali við Guðmund Einarsson, leitaði blaðamað- ur Hlaðvarpans til Baldurs Brjánssonar, sjónhverfinga- manns, og var hann inntur eftir hvaða skoðun hann hefði myndað sér á Ijósmyndum af líkamningafyrirbærum — hvort þær væru ófalsaðar og fyrirbærin ættu sér stað. — Ég þekki of vel hvað hægt er að gera með brögðum til þess að ég falli í stafi yfir þessum ljósmyndum, sagði Baldur. Það er ekkert auðveld- ara fyrir mann sem kann eitthvað fyrir sér í sjónhverfingum en að setja upp svona fyrirbæri. Og eitt einkennir þessi fyrirbæri alveg sér- staklcga — það eru alltaf settar ein- hverjar skorður við rannsókn á þeim. Ég hef ekki trú á að maður fengi að ganga umhverfis þessa lík- amninga á miðilsfundi og þreifa á þeim að vild. Þetta minnir mig á mynd er sýnd var í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum þar sem sýnd var runa af dulrænum fyrirbærum og einhver prófessor réð ferðinni. Þar var allt á sömu bókina lært — alltaf voru settar einhvcrjar tilteknar skorður við rannsókn á fyrirbærunum. Eitt atriðið var svif. Blökkumaður sást standa fyrir framan tré, en eftir að kvikmyndavélinni hafði verið beint að honum drykklanga stund hófst hann á loft og sveif nokkur fet frá jörðu. En ekki mátti neinn fara á bak við tréð, hvernig sem á því stóð — þar hefði hæglega getað verið einhver lyftibúnaður sem gerði negranum fært að hefja sig til flugs. Kn hvað vilt þú segja um þessi til- tölulega vel staðfestu miðlafyrirbæri eins og t.d. vottfestar sögur um Ind- riða miðil, að hann hafði svifið í lausu lofti, eða útfrymið sem miðlarnir gefa frá sér á myndunum? — Ég held að það sé mun erfiðara að framkvæma svona sjónhverf- ingar nú en hér áður fyrr. Fólk er betur á verði gagnvart svikum núna ug rannsóknartækni orðin meiri varðandi útfrymið. Ég á pakka hérna niðri í kjallara sem maður getur sett upp í sig og dregið svo út úr honum um 10 metra af jóla- skrauti. Það væri hægðarleikur að framleiða útfrymi með sama hætti. Það sama er að segja um þessar myndir sem þú ert með — ég sé ekkert merkilegt við þær. Hver miðlungs sjónhverfingamaður gæti sett annað eins á svið ef hann hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.