Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 ... að mata sœlkerann sinn. TM Rea U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1981 Los Angeles Times Syndicate I>ú ert ad sækja þig drengur minn. HÖGNI HREKKVÍSI Oft vantar samband Marinó L. Stefánsson, skrifar: „Margt kemur fyrir í skólan- um, sem veldur kennurum og skólastjórum erfiðleikum: stjórn, hegðun barna, nám þeirra o.fl. Stundum og sums staðar geng- ur allt eins og í sögu. „Gleðin skín á vonarhýrri brá.“ Annars staðar og aðra tíma gengur allt öndvert. Börnin eru óþekk, kærulaus og leið, kennarinn vonsvikinn, taug- arnar í ólagi. Ástæðurnar? Já, það geta verið ótal ástæður. Það er svo margt sinnið sem skinnið, og kennarar þurfa sannarlega í mörg horn að líta en verða þó alltaf að minnast þess að „aðgát skal höfð í nær- veru sálar". En hvernig er það á heimilin- um? Ef til vill er þar allt í himna- lagi hvað börnin og skólann snertir eða þá margt í ólagi. Allt of oft heyja þessir tveir aðilar uppeldisins, kennarar og foreldr- ar, sitt stríð í einrúmi í stað þess að leita samvinnu um vandamál- in. Kennari á oft í vök að verjast. Stjórn getur verið erfið, en hún er númer eitt. Takist hún illa verður kennsla og vinna í molum. Ein- stakir nemendur spilla oft starfs- friði og góðum anda. Vegna slíkra barna getur verið nauðsynlegt og sjálfsagt að ræða við foreldra. Einnig mörg önnur mál s.s. van- rækslu heimanáms, óstundvísi, óeðlileg framkoma, heilsufar nemanda o.fl. Af langri kennarareynslu lærði ég að notfæra mér samvinnu við foreldra í ýmsum tilfellum. Ég hringdi þá oft á heimilið og bað móður eða föður að koma í skól- ann og tala við mig um barnið þeirra. Ef þau gætu ekki komið skyldi ég skreppa heim til þeirra. Þessu var venjulega vel tekið. Stundum hringdu foreldrar í mig og óskuðu eftir viðtali, og var það þá með ánægju veitt. Sjaldan brást að málin leystust eða skilningur varð betri á báðar hliðar. Margan hnút leystum við í félagi, sem annars hefði orðið torleystur. Og oft skapaðist traust á báðar hliðar. Þótt ég eyddi mörgum stundum í þetta utan vinnutíma míns, fannst mér það marg borga sig. Auðvitað eru til þeir foreldrar, sem ekkert samband vilja hafa við skólann, en þeir eru miklu færri. Marga foreldra langar til að hafa samband við kennara vegna barna sinna og þurfa þess en koma sér ekki að því. Allir kennarar tækju þó áreiðanlega vel beiðni um viðræður. Hins veg- ar getur kennari eða skólastjóri ekki samþykkt allt, sem foreldrar kunna að fara fram á. Ég veit að sumir kennarar telja þessa aðferð mína fráleita. Þeir segja: „Við höfum engan tíma til slíks. Lítið er á því að græða að tala við foreldra. Við höfum bara okkar aðferðir í kennslunni." Já, það er nú svo, engan tíma. Satt er það að margir kenna meira en skyldan býður. Félagsmál taka mikinn tíma hjá mörgum, og auð- vitað undirbúningur og úrvinnsla verkefna, auk þess heimilið og skemmtanir í viðlögum. En er ekki líka til dálítið af þeim hugs- unarhætti sem segir: „Ég vinn ekkert í þágu kennslunnar nema það, sem ég fæ borgað fyrir." Það var minna um þess konar hugsunarhátt hjá kennurum hér á árum áður. Þeir unnu það sem nauðsynlegt var, án þess að telja mínúturnar, þótt ekki kæmi aukagreiðsla fyrir. Ég held að telja megi vinnu kennara að miklu leyti uppeldisstarf en ekki verksmiðjuvinnu, sem alltaf er hægt að hlaupa frá á mínútunni, þegar vinnutíma er lokið. Uppeld- isstarfið á heimilunum er ekki ætíð sem skyldi. Stokkið er frá börnunum (sem hafa lykil um hálsinn) út á vinnumarkaðinn, að vísu oft af knýjandi nauðsyn. Foreldrar ættu að huga að því, hvort sumt af uppeldisvand- ræðunum er ekki heimatilbúið. En um hitt, sem að skólanum snýr, finnst mér þeir að sjálf- sögðu ættu að leita samvinnu við hann. En nú segir einhver: Hvað er maðurinn að fara? Veit hann ekki a8 skólinn hefur foreldradaga, einn eða tvo á skólaárinu? Og þá tala foreldrar og kennari einslega saman. Jú, mikil ósköp. Ég sat eins og hinir í margar klst. að ræða við foreldra, sem vildu koma á þessum dögum. Foreldra- dagar eru spor í rétta átt, en það er ekki nóg. Ef um vandamál er að ræða leysast þau varla á 5—10 mínútna viðtali enda langt á milli slíkra viðræðudaga. í seinni tíð hafa verið stofnuð foreldrafélög við ýmsa skóla. Sjáifsagt gera þau gagn á marg- an hátt, koma á kynningu og samstarfi, sem leiðir til góðs. En ég held að þau leysi varla, fremur en foreldradagarnir, öll hin mörgu persónulegu einstakl- ingsvandamál, sem upp koma.“ Þessir hringdu . . . Er þetta eitthvert forréttindafólk? Sigurður Olafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að bera fram fyrir- spurn til íslenskra getrauna vegna blaðagreinar ÞR, íþrótta- fréttamanns í Mbl. á miðvikudag. ÞR fjallar þar um starfsemi ís- lenskra getrauna og leggur m.a. leið sína í aðalstöðvar þeirra í Laugardal. Hann segir m.a.: „... og þann laugardagsmorgun var mikið um að vera eins og venju- lega á laugardagsmorgnum. Fólk dreif að úr öllum áttum til að skila inn seðlum. Sumir voru í þeim erindagjörðum að kaupa seðla og fylla þá út á síðasta snúningi ..." Ég veit ekki betur en íslenskar getraunir hafi marg- lýst því yfir að seðlar sem berist eftir kl. 20 á föstudagskvöldum séu ekki teknir gildir og því spyr ég: Er þetta eitthvert forrétt- indafólk sem blaðamaðurinn tal- ar þarna um? Er það réttlátt hjá fyrirtækinu að gefa sumum viðskiptavinum sínum tækifæri umfram þau sem almenningur fær, til að færa sér í nyt nýja vitneskju um úrslit, breytta liðsskipan eða önnur atriði sem áhrif geta haft á úrslit leikja á getraunaseðlinum hverju sinni? Vid hér fáum ekki einu sinni símatæki Jón Orn Asbjörnsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að panta síma í íbúð hér á miðbæjarsvæðinu, og svarið sem ég fékk hjá Pósti og síma var stutt og laggott: Engin númer til, öll uppseld, og verða ekki fáanleg næstu árin. Hefði nú ekki verið nær að nota þá fjármuni sem fóru í dýr tækjakaup til skrefa- mælinga, hundruð milljóna gam- alla króna, til þess að bæta þjón- ustu þessa fyrirtækis. Ekki virð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.