Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 35 Stuðningsmenn Hauks og Harðar Gagnrýni Braga Asgeirssonar eftir Guðna Guðnason Varðandi grein Braga Asgeirs- sonar í Mbl. 22. okt. síðastliðinn með fyrirsögninni „Vegna Hauks og Harðar". Ég verð að viðurkenna fyrir Braga þá staðreynd að ég er dygg- ur stuðningsmaður Hauks og Harðar og skammast mín ekki fyrir það. Ég hef þá sannfæringu að list þeirra sé merkilegt og mik- ið fyrirbæri. Og ef hægt er að rægja menn fyrir að berjast fyrir sannfæringu sína þá gjöri þeir svo vel; þeir væru örugglega minni- hlutahópur. Og um „pennagleði" vil ég að- eins segja að hún hefur í gegnum árin verið sú rót hjá íslenzkum greinahöfundum, sem byggt hefur upp íslenzka dagblaðamenningu. Því er óþarfi að ráðast á hana • >r----------------------- FYRIR nokkru eru hafnar æfingar fyrir jólatónleika l’assíukórsins, en á dagskránni eru Dettingen Te De- um eftir Hándel, auk nokkurra smærri verka eftir innlenda og er lenda höfunda. Jólatónleikarnir verða í Akur- eyrarkirkju 6. desember nk. og koma þar fram með kórnum ein- söngvararnir Þuríður Baldurs- hvort heldur hjá mér eða öðrum. Bragi'segir orðrétt: „Þótt ég sé ekki vanur að svara lesendabréf- um og leiði þau yfirleitt hjá mér vegna oft á tíðum ógrundvallaðra fullyrðinga ...“ Að mínu áliti er margt gott sem kemur fram í þessum bréfum og finnst mér að enginn ábyrgur fjöl- miðlaskrifari ætti að leiða þau hjá sér. Einstaklingar sem skrifa í þau eru oft á tíðum ekkert ófróð- ari eða heimskari en fræðimenn sem hafa fasta dálka í dagblöðum. En varðandi orðalagið „ógrund- vallaðra fullyrðinga", sem ég tek sem persónulegt skot á mig, er það að segja að engar slíkar voru í grein minni eins og lesendur geta dæmt um. í henni tek ég fyrir tvær „staðhæfingar" Braga úr grein hans „Hugleiðingar á Haustsýningu" frá 8. okt. síðast- liðnum. Sú fyrri varðar það er Bragi segir að það hafi mátt búast við að verkum Hauks og Harðar dóttir og Robert Bezdek, auk hljómsveitar. Á næsta ári eru liðin 10 ár frá stofnun Passíukórsins. Af því til- efni verður á páskatónleikum flutt Messías eftir Hándel, sem kórinn flutti síðast árið 1977. í júní er svo ráðgert að flytja afr- íkanska messu með slagverks- hljómsveit, rokkhljómsveit og einsöngvurum. væri ekki óhætt á sýningunni. í grein minni er engin ógrundvölluð fullyrðing heldur bendi ég á þá „staðreynd" að sýningarnefndin hafi fullyrt að ekkert kæmi fyrir verkin ... Einnig staðhæfir Bragi í sömu grein að „kostnaður við uppsetningu glerkassa sem hlíf við verkin hafi reynst hinum ungu listamönnum ofviða“. Við þessu kom ég heldur ekki með „ógrund- vallaða fullyrðingu" heldur blá- kalda staðreynd fengna hjá Hauki og Herði sjálfum. Það má vera að Bragi hafi feng- ið margar upplýsingar hjá sýn- ingarnefndinni en ekki þær er lúta að fjárgetu Hauks og Harðar. Nema þessi aðili innan hennar sé hreint og beint að segja ósatt. Bragi segir í grein sinni 22. okt., að hann staðhæfði ekkert í grein sinni „Hugleiðingar á Haustsýn- ingu“. Ég hef bent á þessar tvær ógrundvölluðu staðhæfingar hans og vil því biðja Braga að taka sjálfan til athugunar sín eigin orð: „Það væri líka í hæsta máta al- varlegt ef ábyrgir aðilar strá um sig röngum fullyrðingum um jafn viðkvæmt mál.“ (Orðrétt úr grein Braga frá 22. okt.) í umfjöllun sinni um „myndirn- ar“, sem óvart eru nú sculpture- verk (formverk), smá misritun hjá Braga vonandi, segist hann þekkja nægilega inn á vettvanginn til að hafa efni á slíkum framslætti. Ég efa ekki að hann hafi vit á hlutun- um en framsláttur hans bendir á óvönduð vinnubrögð og virðingar- leysi við hinn almenna lesanda. Sem fjölmiðlaskrifari um list verður hann að skila hlutunum frá sér þannig að lesandinn fái réttar og skýrar myndir af hlutunum. Hann verður að virða lesendur sína og ekki henda í þá hverju sem er. Órökstuddar fullyrðingar eru ekki framsláttur sem er hongm til sóma. Síst af öllu ef hann hefur „þekkingu á vettvanginum" eða vit á hlutunum m.ö.o. Guðni Guðnason A&AMi&imm vu un rna mmn FORIÍRR RfETUR . . hann þrýsti henni aö sér í gieðivimu . „Fornar rætur“ Ný bók Aðalheið- ar frá Garði SKJALDBORG á Akureyri hefur gef- ið út bókina „Fornar rætur“ eftir Að- alheiði Karlsdóttur frá Garði. Þetta er þriðja bók höfundar, hinar fyrri eru „Þórdís á llrauná" og „Spor á vegi“. Sagan „Fornar rætur" gerist í svcit og kauptúni á íslandi, en leiðir aðalsögupersónanna, Arnheiðar og Lýðs, liggja til Svíþjóðar og Banda- ríkjanna. Á kápusíðu segir að sagan fjalli um örlög og ólgandi ástir. Jólatónleikar Passíu- kórsins í Akureyrarkirkju er vel þekkt gæðamerki um allan heim. Sendið ættingjum og vinum aðeins það besta í íslenskum ullarvörum. Við göngum frá pakkanum og sendum hann yður að kostnaðarlausu ’Tlilda Litfí ICELAND Opiö 9—5 virka daga 9—12 laugardaga Hilda hf„ Borgartúni 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.